Þjóðviljinn - 27.03.1954, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 27.03.1954, Blaðsíða 10
10) — JÞJC®VIUINN — Laugardagur 27. raarz 1954 | Selma Lagerlöj: KARLOTTA LÖWENSKÖLD því kodda. Það vai' eini mjúki koddinn sexn ég átti. — Dœmalaust er þetta rómantískt, hrópaði smeðju- lega röddin. Svo einstaklega fagurt .og rómantískt! — Frúin verður að afsaka, sagði Schagerström. Það var alls ekki rómantískt, en það var gagnlegt. Það kom í veg fyrir aö ég yrði það fífl, sem frúin álítur mig vera. — Nei, hvað segir verksmiðjueigandinn? Fífl! Gæti manneskja í minni stöðu nokkurn tíma litiö á milljóna- mæring sem fífl? En þaö er gaman fyrir mig að vita hvemig svona höfðingi hugsar. Leyfist mér aö spyrja, hvemig honum leið, þegar liamingjan varð honum loks hliðholl? Var það ekki.....Hvernig á ég að oröa það? Var þaö ekki eins og aö komast í sjöunda himin? — í sjöunda himin! endurtók Schagerström. Ég heföi gefið það allt saman, ef ég hefði fengið leyfi til þess. Schagei-ström fannst sem kvenmaðuxinn heföi átt að láta sér skiljast aö haim var sár og gramur og hætta þessum vaðli, en auðmjúka og smeðjulega röddin hélt áfram eins og ekkert væri. — ÞaÖ er dásamlegt þegar auðæfin lenda hjá ein- hverjum sem veröskuldar þau! Það er dásamlegt þegar dyggöin fær verðug laun! Schagei'ström þagöi. Hami gat ekki með öðru móti bundið endi á umræðumar um hann sjálfan og auð- æfi hans. Kvenmaöurinn skildi sjálfsagt að hún hafð'i verið fullnærgöngul. Hún þagnaöi að vísu ekki, en hún skipti um umræöuefni. — Og aö hugsa sér, aö nú skuli verksmiðjueigandinn ætla að' kvænast hinni framhleypnu Karlottu Löwen- sköld! — Hvað þá? hrópaði Schagerström. — Já, afsakiö! sagöi röddin og varð auðmýkri og smeðjulegri en nokkru sinni fyrr. Ég er aum og vesöl og óvön að umgangast höfðingja. Ég tala víst ekki eins virðulega og skyldi, og ég get ekki að því gert að oröið fx-amlxleypin hrekkur alltaf framúr mér, þegar ég minn- ist á Karlottu. En ég skal ekki nota það framar, ef verksmiöjueigandanum mislíkar það. Scha.gerström gaf frá sér einhvers konar stunu. Kven- maðurinn í horninu mátti líta á hana sem svar ef hún vildi. — Ég veit auövitaö að verksmiöjueigandinn hefur vandað val sitt, héft röddin áfram. Ég hef alltaf heyrt að hann yfirvegi alia hluti og skipuleggi með afbrigö- um vel, og þá auövitaö bónorðiö líka. En samt þætti mér gaxnan að vita, hvort verksmiöjueigandinn veit í ra,un og veru hvemig hún-er þessi fram.... nei afsak- ið, hin fxiða og heilland.i Karlotta Löwensköld. Sagan segir, aö verksmiöjueigandinn hafi aldrei talað orð viö hana áður en hann bað hennar, en auðvitað var verk- smið'jueigandinn búinn að ganga úr skugga uxn það á anxian hátt aö hún yrói sæmandi húsmóöir á Stóra Sjötorpi. — Frúin.veit sitt af hverju, sagði Schagerström. Er frúin ef til vill meöal góðvina ungfrú Löwensköld? — Ég nýt þess heiöurs að' vei’a trúnaöarmaöur Karls- Axlurs. — Já, einmitt, sagöi Schagerström. — En snúum okkur aftur aö Karlottu. Ég bið verk- smiöjueigandann afsökunar, en hann vix’ðist ekki ham- ingjusamur. Ég lieyri aö hann stynur og andvarpar. Er þaö mögulegt að verksmiðjueigandinn sjái eftir því aö hafa gefiö hjónabandsloforð þessaii .... hvaö á ég að segja .... óútreiknanlegu ungu stúlku? Ég vona aö verksmiðjueigandanum mislíki ekki þetta orð. Óútreikn- anleg getur þýtt hvað sem vera skal. Auðvitað veit ég, að Schagerström getur ekki gengið á bak orða sirma, en prófasturinn og prófastsfrúin eru réttsýn. Þau ættu aö minnast þess hvað þau hafa oröið a'Ö þola af völdurn Karlottu. — Prófastshjónin eru mjög hrifin af skjólstæðingi sínum. — SegiÖ heldur aö þau séu dæmalaust umburöarlynd, vei’ksmiöjueigandi. Þaö er rétta orðið. Að hugsa sér, einxx sinni haföi prófastsfrúin fyrirmyndar ráðskonu, en Karlottu féll hún ekki í geð. Hún gaf henni löörung í miðjum jólaönnunum. Veslings koxian varð sárreíö' og fór úr vistinni, og veslings frú Gína, sem var sárlasin, varö aö taka allan undirbúninginn á sig. Schagerström hafði nýlega heyrt söguna túlkaða á annan hátt, en hann hirti ekki um að koma með mót- mæli. — Og hugsa sér, verksrniðjueigandi, eins og prófast- urinn. elskar hestana sína .... — Ég veit, að hún fór meö þá í kappakstur'. sagði Scliagerström. — Og finnst verksmiðjueigandanum það ekki hræöi- legt? — Mér er sagt að hestarnir'hafi veriö orönir miöux sín af hreyfingai’leysi. — Veit verksmiðjueigandinn ef til vill lika, hverrdg hún hagaði sér viö tengdamóður sína? — Þegar hún hvolfdi úr sykurkarinu? spuröi Schag- ei’ström. — Já, einmitt, þegar hún hvolfdi úr sykurkarinu. Konan, sem á að taka aö sér húsmóðurstörf á Stóra Sjötorpi, veröur þó að kunna algengustu borösiði, — Satt er þaö, frú mín góð. — Og varla kærir verksmiöjueigandinn sig uia aö eiga konu, sem neitar aö taka á móti gestum hans?. — Vissulega ekki. — En verksmiöjueigandinn á þaö á hættu, ef hann kvænist Karlottu. Hvað háldið þér aö hún hafi gert á' Hólmi hjá Dunker kammerherra? Hún átti aö hafa Hammarberg lcaptein til borös í fínni miödegisveizlu, en hún þvemeitaði. AÖ öörum' kosti sagöist hxin fara , OC CAMN4 Knattspjmukappimi: Nei, éír er ekki hjátrúarfuUur, en þegar mótsttfðumenn okkar höfðu skor- að þrettán mörk, án þess að okk- ur hefði tekizt að skora eitt ein- asta, þá gat ég ekXU að þvf jrert að ég sasðl við sjáXían mig: XÞetta velt á að vlð töpum lelkn- m Hann: Við skulum fá meira vin, vina mín — það gerir þig svo fallega. Vinan: En ég seui hef ekki smakkað á þvi. Hann: Nei, en það hef ég gert. I*au ej-ddu hveltíbmuðsdögunum, á hóteii. Kvöld eitt þuri'i unga kortan að skreppa niður ein, og þegar hún tólt ljítuna upp, fór hún út á rangri hieð. Hún geli-k niður ganginn, unz hún þóttist vera komln að herbergisdj-runum sínum, og rej-ndi a9 opna. Ivgaf hún fann, að dj-mar voru la-star, bankaði Uún variega og kailaöi Xitgt: „Gullið mittl GuUið mitt!“ Engimi sváraðL Eftír nokkra stund banliaðl hún að nj'ju og kallaðl al'tur, en noklírti hierrar. „Gulllð mitt! fXullið mltt!“ I*egar l>etta haíðl endurteklð sig nokitrum sinnum. heyröist dlmm karimaruisrödd innan úr herherg- inu: „Konar öskraðl riiddin, „þetta er ekkl bankl, l»tta er baðherbergl.“ ciitúlls þát 118 r Kraga- nýjungar Hvíti flibbakraginn er injög snotur, en hann liefur verið 3 tizku árujxi saman og óneitan- lega þreytist inaður á að horfa er lika snotur og hann er ekki dýr ef maður hekiar hann sjálfur. En hann hefur eimx leiðan galla; hann „fer úr hár- unum“ og þáð kemur niður á kjólnum. Eix angóragarn er þó mjög iiiismunandi og í kraga þarf rnaður að g*ta þess að velja jxá tegund sem fellir hár- in sizt. Ný uíuáía á Ilaueís- kápimiti Go.rbercLu’..’ráí>umar sigruSu. hinar vinsæ'u flauelskápur úr rifíuðu flaueli og þær uröu aft- ur e.ð - vikia fyrir kápum úr mjúkum ullarefnum. Nú virð- ast flauelskápurnar vera komn- ar á stjá á nýjan leik, en í i þetta skipti eru þær ekki úr ] rifluðu flaueli heldur úr þettri, ! þykkri velourtegund, sem er mjög lieppileg í jakka og frakka. Hér er flauelskápa úr Jardin. des modns sem er mjög’ EE ÞAÐ GÚ>Ð HUGMYND? Bandaríkjamenn eru farnir að framleiða barnasokka. með ferhyrndri tá. Það á að henta betur fyrir lögxitiina á barns- fætinum og sagt er ?ð sokk- á sams konar kraga ár eftir ár. Ef mann langar til að breyta til, eru héma tvær hug- myndir sem eru að visu í hixv- um hefðbundna kragastíl en setja þó al!tfannan svip á flík- ina. Fallegur er litli skinnkrag- inn sein er saumaður úr mjúku, snöggu brúnu skinni. Hann er jafnfaílegur á ljósan jerseykjól og ijósa peysu. Við dökka kjóla er hægt að búa til fallega kraga úr ozelot eða ieóparða- akinni eða eftirlikingum. Ef einhver á gam'.a skinnafganga er tilvalið að nota þá í svona kraga. Litli heklaði angórakraginn arnir endist betur. Ef þetta er rétt hljóta ferhymdu tærtiar að verða vinsælar meíal hús mæðra, sem munu fagna }m að.þurfa ekki alltaf. að vcra að stoppa'l, göt-.'á táaum.. snotur. Hún rr lát'áus i snið- teu. há i hálsinn og að aft-an er bakið rykkt. undir berustykkl og liggur siðan i mjúkum ÍÖ'l- um.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.