Þjóðviljinn - 09.04.1954, Síða 8

Þjóðviljinn - 09.04.1954, Síða 8
£) — I>JÓÐVILJINN — Föstudagur 9. apríl 1954 Réfrtindabarátta kvenna Fraraliald af 6. síðu. kvenna í borgunum, brást ekki, að á eftir kom þessi setning: — „Þó eiga sveitakonurnar við enn verri kjör að búa.----- í Indlandi, íran, Tyrklandi, Egyptalandi og fleiri löridum býr meirihluti kvenna landsins í sveitunum. Víða er högum bænda þannig háttað, að ekki er hægt að líkja við neitt ann- að en þrældóm. Þar vinnur öll fjölskyldan á ekrum stóreigna- mannsins til þess að hafa fyrir sköttum og afborgunum og ef það hrekkur ekki til, sem oft vill verða, þá eru börnin og konan tekin upp í skuldina. Fyrirkomulagið á launa- greiðslum í þessum löndum þar sem vinna konunnar og barnanna reiknast aðeins sem uppbót á vinnu húsbóndans, verður þess valdandi að fólkið, konur jafnt sem karlar, komast aldrei undan þrældómsokinu og börnin fæðast og alast upp lil þess að taka við því. ★ Misskipting mannréttinda eft ir kynjum og litarfari hefur að sjólfsögðu fleiri hliðar en Jaunahliðina eina saman, en ég tel engum blöðum um það að fletta, að sú hliðin er lang veigamest og hefur víðtækust áhrif, því fjórhagsgrundvöllur- inn er undirstaða undir allt sjólfstæði og sá, sem ekki á völ á öðru en lélega launaðri aívinnu, við slæm vinnuskilyrði og takmarkaða möguleika á hækkun í stöðu eða launum, hann á í svo erfiðri lifsbaráttu að allt viðhorf hans til Lifsins hlýtur að mótast af því. Eitt gleggsta dæmið er af- staða kvenna til menntunar, í þeim löndum, þar sem hluti þjóðarinnar er ennþá ólæs og ■óskrifandi, þar fylla konur mikinn meirihluta þess hóps, svo langt gengur það, að í sumum þessara landa er talið að 80 til 90% allra kvenna Jandsins séu ólæsar og óskrif- andi. — í sumum héruðum Ítalíu er talið að helmingur ahra giftra kvenna hafi skrifað undir giftingarvottorðið sitt með einhverju merki í stað nafns síns. — Og hvernig er svo, ef vér htum nær okkur. 1 Sviss eru stúlkur aðeins 13% allra háskólastúdenta. í Noregi «g Belgíu eru þær 16% og víða rnun ástandið ekki vera betra. ★ Hver er munurinn á því að greiða svörtum manni helmingi minna kaup en hvitum manni <og því að greiða tveim mönnum "með sama hörundslit mismun- andi kaup — vegna þess að annar þeirra er kvenmaður. Og hver er munurinn á þeirri staðreynd að konur skipa mik- inn meirihluta þess hóps, sem «r ólæs og óskrifandi, í þeim löndum, er slíkt fyrirfinnst — •og á því að konur eru að- «ins lítill hluti þess hóps, er sækir framhaldsskóla í þeim Jöndum, sem þær hafa fullkom- ið lagalegt jafnrétti til slíks náms ?------- Hér er aðeins um stigmun að ræða — meinið er eitt og hið sama, sjúkdómurinn er að- eins á misháu stigi. ★ Þegar tækifæri gefst til þess að fá heildaryfirlit þessara mála um allan heim, þá fer bilið á milli hinna svokölluðu frumstæðari þjóða og þeirra, er þykjast lengra á veg komn- ar, að minnka. — Þegar konur Mongolíu hafa fengið fullt vinnujafnrétti í framkvæmd en konur í Sviss hafa- ekki ennþó kosningarétt — þegar vinnu- löggjöf Kúbu inniheldur ákvæði um mæðralaun og sængurlegu leyfi á meðan ekki örlar á slíku í hinni fullkomnu tryggingalög- gjöf íslendinga — er þá ekki kominn tími til þess fyrir okk- ur að nema staðar örlitla stund og athuga hvar við erum stödd? — Gæti ef til vill svo farið að við, fyrr en varir stæðum að baki þeim þjóðum, er við hingað til svo kurteislega höf- um kallað „skemmra á veg komnar"? ★ Konur um allan heim hafa þegar gert sér ljóst að þær eiga hlutverki að gegna við bygg- ingu heilbrigðs þjóðfélags og þær halda því fram, að framlag þeirra myndi aukast að verð- mæti ef þær nytu fullkomins jafnréttis, þær krefjast póli- tískra, fjárhagslegra og þjóð- félagslegra réttinda og þær eru ákveðnar i því að berjast fyrir þessum sjálfsögðu mannréttind. um. Og það er þessvegna, að við minnumst 8. marz í dag, í öruggri vissu um það, að kon- urnar, sem í sumar yfirstigu alla erfiðleika til þess að geta rekið erindi þeirra er sendu þær, þær munu halda barátt- unni áfram ásamt milljónunum, sem að baki þeim stóðu — Ég sendi þér kort á jólunum, ef ég verð ekki í fangelsi — — sagði ein þeirra við vinkonu sína hinu megin af hnettinum — og jólakortið kom, — en jafn- vel þótt hún verði sett í fang- elsi og aðrar falli frá, þá munu ætíð verða nýjar til að taka upp merkið, þar sem frá var horfið unz takmarkinu er náð ----— heimi, þar sem jöfn skipti mannréttirida tryggja frið og öryggi. 4" ÍÞRÓTT RlTSTJÓRl. FRtMANN HELGASON Arne Mnel sigraSi í stöhhi á Moimenhollenmótinu Það gekk ekki vel að koma þessu fræga atökkmóti í kring. Tvisvar á&ur hafði stökkið verið auglýst og fjöldi manns lcom til keppninnar báða dag- ana en í bæði skiptin varð að aflýsa keppninni vegna óhag- stæðs veðurs. En Holmenkollen stökkmót varð að fara fram. 1 þri&ja sinn er auglýst stökk á Holmenkollen. Fólkið var nú oiðið vantrúað, og það hafði ekki lengur trú á veðurstof- ! unni sem sagói að þaá mundi 1 birti til um hádegi, og það • merkilega skeði, sögðu norsk blöð, að spádómur veöurstof- unnar rættist! Þá var það of seint fyrir fólk að fara. Þeir sem komu uríu ekki fyrir von- brigðum. Þeir sáu skemmti- lega keppni. Veðrið var þó ekki sem bezt, sterkir vindsveipir trufluðu stökkvarana ef þeir le.ntu í sveipunum. Þannig nokkur tilviljun hvernig hverj- um og einum gekk. Dulles Framhald af 12. síðu. Þær telji báðar að sameiginleg yfirlýsing eins og sú sem Bandaríkin vilja að sé gefin feii í sér alvarlega hættu á að stríðið í Indó Kína breiðist út, en auk þess mundi fyrirfram spillt fyrir því, að nokkur ár- angur náist á Genfarfundinum. Brezka stjórnin sat á óvenju löngum fundi í gær og Eden ut- auríkisráðherra átti langan fund með sendimönnum Ástr- alíu og Nýja Sjálands í London. Blöðin sammála. Stríðshótun Bandaríkjanna gegn Kína var enn aðalumræðu- efni heimsblaðanna í gær. Brezku og frönsku blöðin eru sammála vun að fordæma hana. Aðalmálgagn brezka Verka- mannaflokksins spyr þannig, hvaða vit sé í því að ganga að samningsborðinu með hót- anir á vörum. Eiiuiig annars staðar. Utanríkismálanefnd neðri deildar Filippseyjaþings beindi í gær þeim tilmælum til stjórn- arinnar, að hún skoðaði hug sinn vel, áður en hún svaraði orðsendingu Bandaríkjanna og gerði sér ljóst þá hættu, sem hún fæli i sér. Evatt, leiðtogi ástralska Verkamannaflokksins, hefur þegar lýst yfir andstöðu sinni við bandarísku tillöguna, og í gær tók Nash, leiðtogi Verka- mannaflokks Nýja Sjálands, í sama streng í þingræðu. Þátt tóku í stökkinu tveir Finnar, fjórir Svíar og tveir Þjóðverjar. Voru Norðmennirnir alls ráðandi. Arne Hoel vann stökkið, átti 2 lengstu stökk- in 67,5 og 70 m. og í stíl hafði hann 17 5—18. Arne Hoel hefur ekki látið mikið að Ávarp til íþróttamanna Þegar íslenzkar getraimir hófu starfsemi sína, voru miklar vonir tengdar við þær um fjáröflun til íþróttahreyf- ingarinnar í landinu. Þessar vónir hafa, því miður, brugðist vegna tómlætis . í- þróttamanna og íþróttaimn- enda, sem virðast ekki hafa skilið hvílík lyftistöng getrami- imar geta verið til eflingar líkamsmennt og aimennri í- þróttastarfsemi. Nú hafa íslenzkar getraunir hleypt af stokkunum happ- drætti í sambandi við starf- semi sína, cg má segja að það sé úrslitatilraun til þess að fá úr því skorið, hve mikið í- þróttamenn vilja á sig leggja til að geta staðið fjárhagslega á eigin fótum, en þurfa ekki alltaf að leita til annarra um fjáröflun til starfsemi sinnar. Framkvæmastjóm ÍSÍ leyfir sér hér með að hvetja alla í- þróttamenn og íþróttaunnendur til að styðja af alefli þessa ti1- raun og bendir á að hér er verið að vinna fyrir þá sjálfa og að það veltur á miklu fyr- ir framtíð íþróttahreyfingarinn- ar að þessi tilraun beri árang- ur. íþróttamenn! Tökum hönd- um saman og vinnum að því að allir miðar í happdrætti Is- Ford ICoimo setar heims- meí á 400 m. skriðsundi Ford Konno sem syndir fyrir Ohio háskólann í Bandaríkjun- um setti nýlega heimsmet í 400 m. skriðsundi á 4.26.7 mín., Var ha,nn þá að synda 440 yards en tími var tekinn sér- staklega á 400 m. 440 yards synti hann á 4.28.3 mín. eða 2/10 sek lakara en heimsmetið er. Gamla metið á 400 m. átti John Marshall, sett árið 1951 og var 4.26.9 mín. lenzkra getrauna seljist. Takist það, höfum við unnið mikinn sigur á s\iði íþróttamálanna. Reykjavík, 5. apríl 1954. í framkvæmdastjórn ISÍ. Beacdikt G. Waage, forseti, Guðjón Einarsson, varaforseti, Konráð Gíslason, ritari, Gísli Ólafsson, gjaldlceri, Lúðvik Þorgeh'sspn, féhirðir. sér kveða þar til nú fyrir skömmu í tveim stökkkeppnum aö hann virtist vera að komast í sína gömlu góðu þjálfun, en hann hefur oft unnið í Holm- enkollen. Sá sem vakti mesta aðdáun fyrir fagurt stökk var Halvor Næss sem stökk 66 og 65 m. og fékk 18 í stíl hjá öll- um dómurunum. Finnarnir Ok- sanen og Hekio eru ekki í hópi beztu stökkvara Finna. Þó sýndi Oksanen að hann hefur fengið góðan skóla: hann stökk 64.5 og 65 5. Sæsisku stökkv- ararnir voru ungir menn að undanteknum Erlander. Þjóðverjinn Toni Brutscher varð 13. í röðinni. Hinn ungi landi hans, Max Bokart sem barna stökk er talinn líklegur til að verða stókkvari á heims- mælikvaraða, stökk 61,5 en það siðara aftur á móti mjög gott 65.5 m. í góðum stil og varð 9. í keppmnni. Urslit í keppninni urðu: 1. Arne Hoel Ljm 226,5 2. H. Næss Frysilgutten 221.0 3. C. Mörk Henning 218,0 4. G. T'hrane Asker 217,0 5. U. Oksanen Finnland 214,0 6. H. Pehrsson Bærum 211,5 7. Sverre Kornvold S. L. 211,0 Finninn P. Heino varð nr. 12 með 207 stig. I drengjaflokki vann: Kjell Kopstad, stökk 60 og 65 m. fékk 207,5 stig, annar varð Arne Larsen stökk 64,5 og 63, fékk 204,5. 1 lok keppninnar léku bræð- urnir Asbjörn og Birgir Ruud það bragð að stökkva báðir samtímis sem vakti fádæma hrifningu. S.V.t.E. ©g Lúðrasveit verkalýðsins halda sameiginlega kvöldvöku í Skátaheimilinu við Snorrabraut laugardaginn 10. apríl kl. 8.30 e.h. stundvíslega. Skemmtiatriði: Lúðrablástur og kórsöng'ur. Ræða: Jóhannes úr Kötlum. Upplestur. Leikþáttur. Tvísöngur. D a n s . Félagi járniðnaðarmanna og Þvottakvennafé- laginu Freyju er sérstaklega boðin pátttaka. Utboð Tilboö óskast 1 að byggja kjallara undir hið nýja Menntaskólahús við Hamrahlíð. Uppdrátta og útboðslýsinga má vitja á teikni- stofu undirritaðs, Eskihlíð 11, milli þl. 5 og 7 í dag og á morgun, gegn 200 kr. skilatryggingu. Skarphéðinn Jóhannsson

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.