Þjóðviljinn - 15.04.1954, Qupperneq 8

Þjóðviljinn - 15.04.1954, Qupperneq 8
g) — Þ-JÓÐVTLJINN — Fimmtudagur 15. apríl 1954 - Sinfóníutónleikar RÍTSTJÓRl. FRlMANN HELGASON fmaaníélagsmét M.A.: Villi|álniur Einarsson setti nýtt Is- * áii atrennu Tónleikar Sinfóníuhljóm- sveitarinnar í Þjóðleikhúsinu þriðjudaginn 6. apríi hófust á hinum kunna forleik „Miðs- vetrargleði í Róm“ eftir franska tónskáldið Hector Berlioz. Þetta æskuteita og lit- brigðaríka, en lítt djúpúðga verk flutti hljómsveitin frjáls- lega og af allt að því suðrænu fjöri. Næst á efnisskránni var Knéfiðlukonsert í a-moli eftir annað franskt tónskáld, Saint- Saéns. Einn af knéfiðluleikur- um hljómsveitarinnar sjálfrar, Einar Vigfússon, fór með ein- leikshlutverkið. Ekki er þetta heldur djúpúðugt tónverk, en það er afbúrðavel samið og gefur einleikshljóðfærinu mörg ágæt tækifæri til að sýna, hvers því má auðið verða. Ein- ar Vigfússon skilaði hlutverki sínu af smekkvísi og öruggri kunnáttu.. . Síðasta verkið og hið veiga- mesta var 5. sinfónía Péturs Tsjaikovskí, og tókst stjórn- anda og hljómsveit forkunnar- vel að túlka þunglyndislega viðkvæmni og eldlegan ástríðu- þunga þessarar hljómkviðu. B. F. Innanhússmót Menntaskólans á Akureyri fór fram í íþróttahús- inu föstudaginn 9. apríl. Keppt var í tveimur aldursílokkum. Helztu úrslit í eldri flokki: Þrístökk án atreunu: Vilhjálmur Einarsson 6.b. 9.61 Friðleifur Stefánsson 6.b. 9.21 Hörður Lárusson 4.b. 8.97 Haukur Frímannsson 5.b. 8.25. Hástökk með atrennu Vilhjálmur Einarsson 6.b. 1.64 Haukiir Böðvarsson 6.b. 1.58 Jónatan Sveinsson 3.b. 1.58 Helgi Valdemarsson 4.b. 1.52. í yngri flokki urðu úrslit þessi: Langstökk án atrenn u: Vífill Oddsson 3.b. 2.54 Ari Jósefsson 2.b. 2.32 Þeir sem með Framhald af 4. síðu. Pétur. Hann hefur ekki ennþá lært þá list að kafa til botns eftir nokkúrri sannleiksperiu. Hann gengur t. d. með þá firru, að til sé eitthvert ham- ingjufræ fólgið vestur í Banda- ríkjunum eða suður á Spáni, og að öll þrá mannanna í leit sinni eigí fyrst og fremst að beinast að þessu eina fræi. En hér, eins óg í svo mörgum greinum öðrum, fer Pétur Magnússon villur vegar. Mér er nær að halda, að jafnvel stuðningsmenn hans hafi nú fengið nóg af því að heyra hringla í gullkálfinum í prédik- unarstólnum — að með ein- hverjum hætti þyrfti aftur að vígja dómkirkjuna sem Guðs hús. Pétur Magnússon ef það, sem kallað er mesti meinleysis mað- ur. En meinleysi hans marar í hálfu kafi, eins og allt annað. Það er á þá lund, að hann grefur undan friði og öryggi milljóna — hundruð milljóna kvenna og barna, vinnur að því að tortíma öllu mannkjmi á jörðu hér. Allt hans meinleysi er af þeirri sömu rótinni runn- ið, að hann skortir allan sann- an félagsanda. Þess vegna er það heilög skylda mín að berj- ast á móti Pétri Magnússyni með þeim andans vopnum, sem mér eru gefin. Afskorin frá hinum sanna félagsanda og þá um leið frá hinum sanna kríst- indómi, væri ég ekki neitt, að- eins visið laufbiað, sem hrekst til og frá eftir því, sem vind- urinn blæs. Það veit sá, sem allt veit, að allt frá fyrsta pennadrætti í garð Péturs Magnússonar, hef ég þráð að frelsa hann út úr moldvörpuholu sinni og fá hann til þess að starfa á lífs- ins vegi. Hann er einn af þeim mönnum, sem ekki vita, hvað þeír gera með því að kynda und- ir sundrungunni, í stað þess að glæða skílning og samúð manna á milli, eins og sérhverj- um kristnum manni ber að gera. Áður en ég sendi frá mér hið opna bréf til Péturs Magnús- sonar, hafði ‘ég sent honum iokað bréf heim í Vailanes. Svar hans við því, sem ég loks með eftirgangsmunum fékk, bar vott um svo takmarkalaust skilningsleysi, að ég varð ai- gerlega vonlaus um að hafa nokkur áhrif á hann eftir þeim leiðum. Eg reyndi því þá leið- ina að heyja við hann einvígi , í orði á opinberum vettvangi, en þeirri leið var þ svipstundu lokað fyrir mér. Sveitungar mínir, sóknarnefndarmennirn- ir, héldu vörð um hann, og ritstjóri Tímans sló eina vopn- ið úr hendi þeirrar konu, sem stóð ein móti þeim sjö öndum, er skipuðu sér utan um Pétur Magnússon. Jafnvel á Sturl- ungaöld mynd það ekki hafa þótt drengilega gert. Þeir, sem með slíkum vopnum vega munu einnig fyrir þeim falla. Þegar ég í gær hripaði nið- ur grein þá, sem nú liggur hjá ritstjórum hér í bænum, bjóst ég ekki við að senda frá mér fleíri orð í bili. En ég bað þar um fullkomna hreinskilni frá þeim mönnum, sem finnst þeir eiga eitthvað vantalað við mig á opinberum vettvangi, og vil ég því sjálf gagnvart öðrum vera sjálfri mér samkvæm. Eg stend nú gagnvart yfir- ráðamönnum kirkjunnar með messuskrúðann eins og fjall- konan, fóstra vor, með sín tignu klæði frammi fyrir valda- mönnum þjóðarinnar 30. marz 1952. í hug mínum og hjarta er þessi helgiskrúði mín eign. Eg er mér þess meðvitandi að hafa brotið landslög og hef lýst yfir því að vera reiðubúin að mæta afleiðingum þess. Eg kýs það hlutskipti miklu fremur mér til handa að fara í tugthús- ið, heldur en afhenda þennan skrúða, svo lengi sem kirkjan starfar ekki á grundvelli hins sanna kristindóms, að friðar- hugsjón Jesú Krists. En ég mun standa eins varn- arlaus með minn helgiskrúða og fjallkonan forðum, enginn vill vera mér meðábyrgur að geyma hann, afhent hann get ég' ekki og vil ekki. — En ég er ekki ánægð með neinn stað til að geyma hann. Ef til er einhver maður í landi hér, sem vill vera mér meðábyrgur um varðveizlu þessa messuskrúða á viðeigandi stað, þá bið ég hann að gefa sig fram við mig. Eg hef góða samvizku gagn- vart þessu heilaga krossins tákni, ef einhver hreinhjartað- ur maður, karl eða kona, varð- veitir það og þarf ekki að fara með það í felur. Þó ekki sé nema aðeins eitt slíkt tákn til í landi hér, þá er það betra en ekki neitt. Þá treður islenzka þjóðin ekki á öllu þvi, sem heilagt er. Stödd í Reykjavík 13./4. 1954, Guðrún Pálsdóttir. Sveitaképpni í bridge. 3. umferð verður í dag kl. í páskum á sama tíma. Mætið vel og stundvíslega. Langstökk án atrennu: Viihjálnnir Einarsson 6.b. 3.22 Hörður Lárusson 4.b. 2.98 Friðleifur Stefánsson 6.b. 2.93 Jóhannes Árnas'on 4.b. 2.78. Hástökk án atrennu -Vilhjálmur Einarsson 6.b. 1.30 2.—3. Helgi Valdemarss. 4.b. 1.25 2.—3. Haukur Frímannss. 5.b 1.25 Hörður Lárusson 4.b. 1.20. Hástökk án atrennu: Vífill Oddsson 3.b. 1.10. Þrístökk án atrennu: Vífill Oddsson 3.b. 7.85 Loftur Guttormsson 3.b. 7.77 Páll Pétursson 3.b. 7.24. f Hástökk með atrennu: Vífill Oddsson 3.b. 1.40 Valur Kristinsson 2.b. 1.30 Ari Jósefsson 2.b. 1.30. íslandsmóf í badminton íslandsmót í badminton verð- ur haldið dagana 17. og 19. þ. m. í íþróttahúsi KR við Kaplaskjólsveg og hefst kh 2 e. h. báða dagana. Keppendur eru 29 að tölu, 15 frá Tennis- og badmintonfélagi Reykjavíkur (10 karlar, 5 kon- ur), 4 frá ÍR (allt karlar), 6 frá Stykkishólmi (4 karlar, 2 konur) og 4 frá Selfossi (2 karl- ar, 2 konur). í einliðaleik karla eru 11 keppendur, í einliðaleik kvenna 3 keppendur, í tvíliða- leik karla keppa 10 lið, í tvíliða- leik kvenna 4 lið og í tvenndar- keppni 9 lið. Alls verða leiknir 27 leikir fyrri dag mótsins, en síðari dag- inn verða úrslitaleikirnir 5. Happárætti Islenzkra get- rauna Eins og kunnugt er lýkur Happdrætti íslenzkra getrauna að kvöldi 2. páskadags. Vinn- ingar í happdrættinu eru alls 200, og er hæsti vinningurinn 50—88 þús. kr., en söluverð miðanna er 10 kr. Verða miðar seldir í Reykjavík og stærri kaupstöðum, Hafnarfirði; Akra nesi, Isafirði, Siglufirði, Akur- eyri og Vestmannaeyjum all- an laugardagiim og til kl. 6 á 2. í páskum. í Reykjavík verða miðar seldir þann dag á þessum stöð- um: Austurbær: í Félagsheimili Vals, Sundhöílinni og Sport- vöruverzluninni Hellas, Lauga- veg 26. Vesturbær: I Fjólu, Vestur- götu 29 og í Félagsheimili KR við Kaplaskjólsveg. En.nfremur verða miðar seldir í bifreiðum í Miðbænum. Menn ættu ekki að draga til síðustu stundar að kaupa miða, enda mun margan fýsa að hreppa hina glæsilegu vinn- inga. Eflið íþróttasjó'ð! Styrkið heilbrigt starf æskunnar í landinu. til ágóöa fyrir barnaspítalasjóöinn veröur opnuö í dag í hátíöasal Menntaskólans og stendur í 5 daga. Opiö frá kl. 10 — 10, nema á páskadaginn frá kl. 2 — 10. Hjálpumst öll að búa upp litlu hvítu rúmin í barnaspítalanum. \ HS u ta veltu heldur Barnakórmn V0RÖID laugardaginn 17. þ.m. kl. 2 e.h. í Edduhúsinu viö Lindargötu (í fundarsalnum á efstu hæð). Engin núll — Ekkert happdrætti DrátSurinn 1 kzóna Aógangur 2 krónur Stúdentafélag Eeykjavíkur Sumcsrf cigncsður veröur haldinn í Sjálfstæöishúsinu miövikudag- inn 21. þ.m. kl. 9 e.h. DAGSKRÁ: 1. Ræða: Halldór Halldórsson, dósent 2. Söngur: Dr. Sigurður Þórarinsson 3. Nýr gamanþáttur: Gestux Þorgrímsson 4. Dans til kl. 2. Aðgöngumiðasala í Sjálfstæöishúsinu þriöju- daginn kl. 5—7 og miövikudag frá kl. 8 e.h. — Borð tekin frá á sama tíma. -—------—» '—"-“'S’t j’-ó-T n in.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.