Þjóðviljinn - 06.05.1954, Blaðsíða 4
4) — ÞJÓÐVILJINN —Fimintudagur 6. maí 1954
Fögur bók og merkileg
Ailaskýrsla Fiskifélags tslands:
meiri
nú en í fyrra
> r«r HSst: Frumslvógrur og í&-
i liaf. — 309 blaðsíður aulc
mynda. — Hjörtur Halldórs-
i son íslenzkaði og bjó.. tll
prentunar. — Útgefandl: Guð-
rún Brunborg. — Keylcjavík
195i.
t •
t
Það byrjar þannig að ungur
dýrafræðingur er sendur með
selfangara norður í íshaf að
rannsaka lífsháttu selsins. Hef-
ur hann margt af þeim að segja
— sömuleiðis af skipsfélögum
sínum, þessum undarlegu
mönnum sem hóta því á hverri
vertíð að sigla aldrei framar
á þennan andstyggilega sjó, en
eru vart komnir heim þegar
þeim er horfin öll ró. Hjarta
þeirra varð þá eftir í ísnum.
Eitt sinn gengur höfundur því-
líkan berserksgang við kópa-
merkingar, að hann veit ekki
fyrr til en ísinn er tekið að
reka fyrir straumi, skipið horf-
ið í myrkur, byl og fjarska.
Dauðinn rekur hausinn upp
fyrir næsta leiti. En raunar
komát hann ekki nær.
Það heldur þannig áfram,
mörgum árum síðar, að höfund-
urinn veður fenjafláka Flór-
ídaskaga upp_ í- klyftir í niða-
myrkri. Hann þarf að ná nokkr-
um eíntökum af lifandi íbisfugl-
um, verður að láta nóttina skýla
sér að hreiðrum þeirra handan
fenjanna þar sem hann blindar
þá með sterku rafljósi svo þeir
megá sig ekki hræra. En sem
hann véður þar fenin í nóttinni,
berfættur og verjulaus, verður
Simdfékg kveena
stofnað
Stófnfundur Sundfélags
kvenna, Reykjavík, var hald-
inn í bíósal Austurbæjar-
barnaskólans 29. f. m. Kom
fram mikill og eindreginn á-
hugi hjá fundarkonum um
væntanlega starfsemi félagsins.
Tilgangur félagsins er að efla
sundkunnáttu reykvískra
kvenna á öllum aldri og mun
félagið beita sér fyrir sund-
námskeiðum fyrir konur og
sem öflugastri þátttöku frá
þeirri hendi í hinni væntan-
legu samnorrænu sundkeppni,
sem á að hefjast 15. maí n. k.
í stjóm félagsins voru kjörn-
ar: formaður: ungfrú Svava
Pétursdóttir, varaformaður:
ungfrú Ásgerður Hauksdóttir,
ritari: ungfrú Bergþóra Bene-
diktsdóttir, gjaldkeri: ungfrú
Þorbjörg Sigtryggsdóttir, með-
stjórnandi; frú Helga Símonar-
dóttir. í varastjórn voru kjörn-
ar: frú Ólöf Sigúrðardóttir og
frú Gyða Erlendsdóttir.
6£«GÞ. I ICAIA ÞORSTEfNN , 0 6 ASGRÍMUR
NJÁIS GA]A * GULLSMIÐIR •
GflíIUS h GATA J fiiÁl SG. 9 S -SÍMIBI526 L 1
I | LAUGA I VEGUR
hann þess skyndilega var að
hann er staddur í eiturslöngu-
vöðu. Hvað skal gera? Iíann
veit að slöngurnar ráðast ekki
á hann að fyrra bragði, en þær
mundu því síður sefa grið
ef þær teldu sig verða fyrir
áreitni. Hvernig á hann að
styggja þær hæversklega? Hann
tekur til að syngja í nóftinni,
maður umlokinn víðum fenjum
á alla vegu, iðandi slöngukös
allt um kring. Þær rýma honum
þrautina að framan, og loka
slóðinni jafnharðan að baki.
Hann nær þremur fugíum og
heldur síðap sömu leið til baka
— syngjandi maður í myrkri,
vatni og eiturdýrageri.
Því iýkur þannig áð'hánn er
kominn suður í Panama og
Kólumbíu, og hittir þar fyrir
Indíánaþjóðflokka sem hvítir
menn höfðu áður litlar spurnir
af; enda gengu þeir upp í þeirri
dul að villimenn einir byggju
þá skóga. En þar hittir höfund-
ur fyrir eitthvert ágætasta fólk
sem getur. Þar er til dæmis
þjófnaður óþekkt fyrirþæri,
börn mega ekki blóð sjá, þar er
friðurinn og samhjálpin megin-
regla. Það tekur vjst um tíu
mínútur að syngja Allt eins og
blómstrið eina. En Kúnaindíán-
arnir er nær sólarhring að
syngja sinn úffaraisálm. Þéír
hafa að vísu ékki' skrift, én á
hvérju ári syngur menntamála-
ráðherra þeirra alla hina fornu
söngva þeirra og minni, og
kennir þá nýjum og nýjum
mönnum svo þeír falli áld-
rei í gleymsku. Þannig vitna
þeir ennþá orðiétt i • spá-
manninn íbeorgun sem uppi var
fyrir mörgum öldum. íbeorgun
sagði meðal annars að sá tími
mundi koma að allir menn
lifðu í friði og eindrægni. Þjóð
hans hefur alla tíð gert sitt til
þess að sú spásögn mætti ræt-
ast.
Af því sem fyrr segir kynni
kannski einhver að halda að
bókin væri raupsaga af mann-
raunum. En því íer svo fjarri
að einn höfuðkostur hennar er
skrumleysið. Höfundurinn er
þrekmaður og kjarkmaður sem
telur ekkert sjálfsagðara en
yfirvinna þá örðugleika sem á
vegi hans verða. Hann reiknar
sér það ekki til iofs, fremur
en hann láti í það skína að
þetta hafi nú svo sem ekki
verið mikið fyrir karl eins og
hann. Hann segir aðeins ein-
faldlega frá því sem fyrir hann
kom og hvernig hann leysti
vandann hverju sinni. Ilann
er vísindamaður, og þóít hvorki
séu töflur né línurit í bók hans
er hún fræðirit öðrum þræði:
þeir sem liafa áhuga fyrir dýr-
um munu vcrða margs vísari.
af þessari frásögn; þeirn sem
hafa áhuga fyrir mönnum opn-
ast ný og víð útsýn af lestr-
inum um Indíánana í Panama
og Kólumbíu. Þann hluta bók-
arinnar hlýt ég að telja merk-
astan. Þar er greind merkileg
menningarsaga, ef menn hirða
að lesa án fordóma. En frásögn
höfundar öll hin trúverðugasta.
Þótt hann kvéðji Kúnaindíán-
ana með söknuði er öll til-
finningaSemi fjarlæg honum.
Hann lýsir háttum þeirra af
karlmannlegri virðingu og af
hlutlægni. Hann upphefur
ekki þetta fólk á kostnað ann-
arra þjóða, og verður frásögn
hans þannig fullkomlega áreið-
anleg á svipinn. Bókmennta-
akademia mundi ekki telja
þessa bók til listaverka. En hún
ber þó sannleikanum vitni.
Þess er enn ógetið að höfund-
urinn er snjall Ijósmyndari og
ber verk hans merki þess. í
þessari íslenzku útgáfu eru
allar þær myndir sem prýddu
norsku útgáfuna, og voru þær
prentaðar i Noregi. Eru þær
114 að tölu, heilsíðu- og hálf-
síðumyndir, þar af allmargar
litmyndir. Hefur prentun þeirra
tekizt með ágætum. Er mikill
fjöldi þeirra svo fagur að
þeirra líkar hafa tæpast sézt
í bók á íslenzku. Bókin er
skartgripur.
Hjörtur Halldórsson hefur
þýtt bókina. Er þýðing hans yf-
irleitt hreinleg, og víða bregður
fyrir orðalagi sem kunnáttu-
menn einir hafa tök á. En á
einstaka stað hefur veríð of
hratt unnið. Prentvillumor lýtir
þessa fögru bók.
Guðrún Brunborg á þakkir
skildar fyrir að gefa þessa bók
út. Og er þess að' vænta að
landar hennar gjaldi henni þær
þakkir á þann hátt sem henni
kæmi bezt: með því að kaupa
bókina og lesa hana. Er þar
skemmst af að segja, burtséð
frá allri þakkarskyldu, að einn-
ig þeim sjálfum mætti sá lestur
verða til hugbótar. — B. B.
SVIPALL liefur sent Bæjar-
póstinum allangt bréf. Það er
oflangt til að birtast í heild.
Eg leyfi mér því að fella nið-
ur upphaf þe’ss: — „........
Oft hef ég skammast mín
fyrir það, hvað ég tek illa eft-
. ir því sem fyrir eyru og augu
ber, þegar menn hafa verið
að spyrja mig eftir einu og
öðru sem ég hlaiit að hafa
heyrt og séð, ef ég hefði tek-
ið eftir því. Að vera góður
lesari og Mustandi er mikiö
menningaratriöi. Nú á tímum
virðist fólkið yfirleitc, 'iggur
mér við áð segja, vera á góð-
um vegi með það að eyði-
leggjá sína athyglisgáfu, sér-
staklega þá að hlusta. Og
þar á ég sérstaklega við það,
þegar fólk hefur útvarpstækin
opin, en ekki ein einasta
manneskja í húsinu hlustar.
Það er í hörkusamræðum við
gesti eða heimafólk og hefur
Gr undar f jörður
Þaðan róá 4 bátar með líriu.
Gæftir hafa verið góðar og afli
allsæmilegur. Afli bátanná yfir
þétta tímabil er 753 sfriál. í
39 röðrum. Heildarafli bátanna
á vértíðinni er nú 2051 smál. í
263 róðrum. Á sama tíma í
fyrra nam heildaráflinn 972
smái._ í 192 róðrum. Aflahæsti
bátur á vertíðinni er Farsæll
með 602 smál. í 68 róðrum.
Stykkíshóímrir
Þaðan róa nú 5 bátar með
línu (voru upphaflega 7, en 2
eru hættir veiðum vegna rnarni-
eklu). Gæftir hafa verið góð-
ar og afli særailegur. Afli bát-
anna yfir þetta tímabil er 231
smál. í 47 r. Heildarafli á ver-
tíðinni er nú 1833 smál. í 322
róðrum. Á sama tíma í fyrra
nam heildaraflinn 1121 smál.
(6 bátar) í 146 róðrum. Afla-
hæstu bátar á vertíðinni »eru:
Svanur með 351 smál. í 52
róðrum og Arnfinnur með 325
smál. í 45 róðrum.
Hafnarfjörður
Þaðan róa 25 bátar, þar af eru
6 með línu, en 19 með net.
Gæftir hafa verið góðar og afli
allgóður hjá netjabátunum, en
betri hjá línubátunum. Ekki er
vitað um heildarafla bátanna,
en hæstu línubátar liafa feng-
ið það, sem af er vertíðar, um
450 smál.
Reykjavík
Þaðan róa 31 bátur, þar af eru
4 með línu en hinir allir með
net. Gæftir liafa verið góðar
og afli allgóður, en þó betri
á línuna en í netin. Aflahæstu
bátar með línu háfa fengið það
sem af er vertíðarinnar um 400
smál. Ekki er enn vitað um
heildarafla bátanna.
elns hátt eða hærra en út-
varpið, sem líka er eðlilegt
til þess að geta heyrt, hvað
hver segir, ef útvarpið hefur
hátt. Slíkt fyrirkomulag hlýt-
ur fyrr eða síðar að sljógva
þá athyglisgáfu að vera góð-
ur hlustandi. Og þegar það
kemur fyrir að einhverjar sér-
stakar fréttir eða tilkynning-
ar vekja athygli, þá spyr ein-
hver: Hvað var verið að segjá
hvað var verið að tilkynna?
En enginn getur svarað, því
að enginn hafði hlustað, og
þótt einhver hefði hlustað, þá
heyrði hann ekkert fyrir
hávaða. Og þeir sem þannig
nota útvarpstæki sín væru
betur settir tækislausir. Hér
er menningaratriði í veði. Og
einmitt í sambandi við þessar
hugleiðingar dettur mér hlið-
stætt atriði í hug, það er
hvernig fólk hagar sér í leik-
húsum, — að vísu er það ekki
Sandur
Þáðan róa 3 dekkbátar með
línu og 4 trillubátar. Gæftir
háfa verið góðar og afli frem-
ur góður. Afli bátanna á þessu
tímabili er 128 smál. í 53 róðr-
um. Heildarafli á vertíðinni nem
ur 714 smál. í 284 róðri. Áfla-
hæsti bátur er Vonin með 228
smál. í 43 róðrum.
Þorlákshöfn
Þaðan róa 7 bátar með net.
Gæftir hafa verið góðar og afli
eindæma góður. Á þessu tíma-
bili er afii bátanna 1405 sm'ál.
í 85 róðrum. Heildarafiinn á
vertíðinni er 3700 smál. í 395
róðrum. Á sama tíma í fyrra
nam heildaraflinn 2790 smál. í
452 róðrum. Aflahæstu bátar
eru: Isleifur með 650 smál í
65 róðrum, og Þorlákur með
606 smál. í 64 róðrum.
Grindavík
Þðan róa 19 bátar, þar af
voru 17 bátar með net um
miðjan aprílmáimð, en margir
þeirra hafa tekið upp netin
og tekið línuna að nýju. Gæft-
ir hafa verið góðar og afli all-
góður. Afli bátanna á þessu
tímabili er um 2000 smál. i 212
róðrum. Heildarafli bátanna á
vertíðinni er 7537 smál. í 1096
róðrum. Aflahæstu bátar á ver-
tíðinni hafa fengið frá 600-650
smál. í allt að 70 róðrum.
Mikil afvinna I vetui
Bolungavik. Frá frétta-
rítara Þjóðviljans.
Veður hefur verið ágætt hér
undanfarið og bátarnir fiskað
sæmilega. í vetur hefur verið
hér sú mesta vinna er þekkzt
hefur í mörg ár og er það að
þakka togarafiskinum sera hér
hefur verið lagður á land.
regla sem betur fer enda ætti
slíkt ekki að koma fyrir og
sízt ef fullorðið fólk á í
hlut. Eitt kvöld ná fyrir
stuttu fór ég í leikhós og ætl-
aði að skemmta mér og þeim
sem ég bauð með mér þessa
kvöldstund. En þótt ekki sé
trúlegt, þá er það þo satt, að
við misstum meira og minna
af því sem leikendurnir sögðu,
sökum þess hvað leikhúsgest-
ir höfðu mikinn hávaða,
hlógu hátt. Eg fór að skima
í kringum mig í salnum, hvort
þar væru aðallega ósiðaðir
unglingar, en svo reyndist
ekki. Þetta var yfirleitt full-
orðið fólk, eu sumir þeir ung-
lingar sem þar voru gerðu því
skömm til, því að þeir sátu
hljóðir og prúðir. Eftir þess-
ari framkomu að dæma virtist
fólkinu vera nákvæmlega
sama, hvort það lieyrði nokk-
uð eða ekkert til leikaranna.
Það hlustaði ekki. En við
hljótum að gera þá kröfu til
fólks, sem komið er af barns-
aldri, að það kunni sjálfsagða
háttvísi, þá siðmenningu að
taka tillit til annarra, setja
sig í spor þeirra sem vilja
hlusta, annars verðum við að
álykta að slíkt fólk skorti til-
finnanlega sanna merintun og
menningu. — Svipall“,
Athyglisgáfan að sljóvgast — Hæfileikinn að hlusta
fyrir bí — Fólk í leikhúsi