Þjóðviljinn - 06.05.1954, Síða 5
Fimmtudagur 6. maí 1954= — ÞJÓÐVILJINN — (5
Eitt af mestu stórvirkjum fyrstu fimvi ára áætlunar-
innar í Kína er bifreiöaverksmiðja sú, sem byrjað var að
smíða s.l. ár. Þetta er fyrsta bifreiöaverksmiðjan sem
smíðuð er í Kína og þegar henni er lokið mun hún ár
hvert framleiða tugþúsundir bifreiða. Á þessu ári verður
lalcið við 550.000 ferm. gólfflöt, eða fjórum sinnum meira
en síðasta ár. Myndin að ofan er af nokkrum hluta þess-
arar verksmfðju í smíðum.
Lík Wilntu Montesi
Bandarísk íhiutun í Indó Kína
gæti kostað 10 ára stríð
Bandariskur öldungadeildarmaSur reynir aS
koma vifinu fyrir ráSamenn Bandarikjanna
grafið upp í Róm
Vetðm ktufið til að komast fyrir um __
banameinið
Lík Wilmu Montesi, sem sonur utanríkisráðherra Ítalíu,
Piccioni, hefur verið sakaður um að hafa myrt á eitri,
Einn af þingmönnuum Demókrata í öldungadeild
Bandaríkjaþings, Edwin C. Johnson, hefur ráðizt mjög
eindregið gegn tilraunum Eisenhowerstjórnarirmar til að
ota bandarísku þjóðinni út í nýtt styrjaldarævintýri í
Indó Kína. Johnson sagði í ræðu sinni m.a, að slík styrj-
öld gæti staðið í áratug og kostað Bandaríkin hálfa
milljón manna.
hefur verið grafið upp.
Líkið hefur verið flutt á
rannsóknarstofu læknadeifdar
háskólans í Róm og verður
krufið þar. Reýnt verður að fá
úr því skorið með vissu, hvert
banamein hennar var.
Líkið fannst fyrir rúmu ári
á baðstrondinni í Ostia í ná-
grenni Rómar. Var fyrst talið,
að hún hefði drukknað, og var
sá dauðdagi skráður á dánai’-
Vottorðið. Síðar hafa verið
færðar fyrir því sterkar líkur,
að Wilma hafi dáið af völdum
eiturlyfja sem hún neytti í
veiðihöll mai'kísans af Mont-
agna, en Piero Piecioni, sonur
utanríkisráðherrans, hafi ekið
líkinu út á ströndina.
Réttarhöldin í meiðyrðamál-
inu, sem höfðað var gegn
blaðamanninum, sem fyrst
ljóstraði upp um, að ekki hefði
verið allt með felldu við frá-
fall Wilmu, hafa legið niðri
um hríð, en munu að líkindum
hefjast aftur, þegar niður-
staða krufningarinnar liggur
fyrir.
Jolxnson flutti ræðu sína í
íxldungadeildinni 26. apríl s.l.
flann komst m.a. svo að orði:
Gæti hrint af stað 100 ára
heimsstyrjöld.
Sú áróðursherferð sem nú
er hafin fyrir því að senda
hei’lið til Indó Kína með þeim
ófyrii’sjáanlega kostnaði sem
af slíku mundi leiða, jafn-
framt því sem árangurinn er
í jafnmikilli óvissu, er fífldjarf-
asta ævintýrið í allri sögu
Bandaríkjanna. Eg gizka á,
að slík herferð myndi þýða
alls ekki minna en 500.000
fallna og særða og handtekna
Bandaríkjamenn og ails ekki
minna en 100 milljarða dollara
c.f lánsfé. Slíkt stríð gæti
staðið í 10 ár, eða það gæti
líka hleypt af stað og haldið
við nýrri heimsstyrjöld, sem
gæti staðið í 100 ár, án þess
að til úrslita di’ægi. Slíkt stríð
gæti orðið til að hrekja hina
þeldökku kynþætti í fang
kommúnista og þjappað þeim
saman í ói’ofa fylkingu gegn
hinum hvíta kynþætti í dauða-
stríði, sem áður en lýkur
mundi leggja alla siðmenning-
una í eyði.“
Stríðið í Indó Kína
nýlendustríð.
Að sjálfsögðu tók Johnson
skýrt fram, að hann væri and-
stæðingur kommúnismans og
fjandmaður þess stjórnai'fars
og þeirra stjórna, sem nú ríkja
í Sovétríkjunum og Kína. En
hann fullyrti, að stríðið í Indó
Kína væri þáttur í baráttunni
gegn nýlendukúguninni, og
sagði að sú barátta yrði aldrei
stöðvuð með hervaldi. Hann
sagðist vera ósammála þeirri
staðhæfingu Eisenhowers, að
deilan í Indó Kína stæði milli
„hins frjálsa heims og komm-
únismans.“
Andstaða bandarísku
þjóðarinnar.
Jóhnson minntist á hina ‘al-
mennu andstöðu bandarísku
þjóðarinnar gegn nýrri styrj-
öld og sagði:
„Það eru öfl að verki sem
vilja leiða þessa þjóð inn í
nýja styrjöld í Asíu. Við vitum
um sum þessi öfl, að þau eru
fjandsamleg okkur, en við við-
urkennum önnur þeirra sem
sanna vini okkar. Þvi miður
virðist enn ekkert afl láta til
sín taka í Bandaríkjunum, sem
er fuliráðið í að bægja stríðinu
frá okkur. En þó skal enginu
halda, að það sé ekki til samt
sexn áður. Það verður að fá
málsvara hér á þingi, sem geta
látið heyra til sín, og rödd
þeirra verður að hljóma tím-
anlega til að koma í veg fyrir
að bandarískum grundvallarlög-
málum sé varpað fyrir borð og
Bandaríkin verði skylduð til
stuðnings við heimsvaldasinna
. í ný!endustríði.“
Ófædd börnin í móðurkviði
fórnardýr geislaverkunar
Börn kvenna sem verSa fyrir geislunum
Ufa stutt, verSa vanþroska og hœkluS
Breski Verkamannaf lokkurinn
Birt hefur verið skýrsla þriggja lækna um hryllilegar
verkanir kjarnorkusprengingar á ófædd börn í móðurkviði.
Skýrslan er byggð á rannsóknum á konum sem voru
barnshafandi þegar Bandaríkjamenn vörpuðu annarri
kjarnorkusprengju sinni á Nagasaki í striðslok.
Af 30 konum sem hlutu al-
varlega áverka af völdum geisl-
unar leystu þrjár höfn en börn
fjögurra fæddust andvana.
Þrjú börnin létust innan
þriggja mánaða, önnur þrjú
dóu áður en árið var liðið og
enn eitt lézt hálfs þriðja árs.
Af þeim 16 sem eftir lifðu
urðu fjögur hálfvitar. Öll hin
hafa tekið litlum þroska, bæði
aixdlega og líkamlega. Þau eru
allmiklu smávaxnari og haus-
minni en börn, sem á sama
tíma fæddust fjarri verkunum
kjarnorkusprengingarinnar.
Aðrar inæður, 68 að tölu,
sem hafa verið undir rannsókn,
höfðu orðið fyrir vei’kunum
sprengingax’innar, en sloppið
við brunasár af vÖldum geisl-
unar. Þær höfðu allar alið
miklu heilbrigðari börn. í þeim
hópi kom aðeins fyrir eitt fóst-
urlát og' tvær andvana fæðing-
ai'. Þrjú bamanna létust fyi-sta
mánuðinn og aðeins oítt 'várð
hálfviti.
Þessar rannsóknir voru gerð-
ar af læknunum James N. Ya-
mazaki, Stanley W. Wright og
Pliillis M. Wright og skýrsla
þeirra er gefin út af banda-
ríska læknafélaginu.
I skýi’slunni segir, að erfitt
■sé að slcera úr um, að hve
miklu leyti geislaverkunin sé
orsök þeirrar vanheilsu og
dauoa sem sprengingin olli, því
að þar komi aðrar orsakir til
greina, eins og f.d. venjuleg
brimasár. og sjúkdómar sem
rnæðurnar tóku af öðram á-
rerkurn. Þó eru læknarnir-ekki
í vafa úrn, áð gammageislarn-
ír hafi 'áhnaðlivort beint éða
óbeint haft skaðieg áhríf á
fóstrin í móðurkviði og séu éin
íielzta orsok þeirrar liryllilegu
oögu, sem skýi’sia þeirra rekur.
gegn nýlendustríði Frakka
Einróma samþykkt stjórnar hans gegn
brezkri þátítöku í Indó Kína
Miðstjórn bi'ezka Verkamannaflokksins hefur einróma
samþykkt ályktuh, þar sem því er lýst yfir, að flokkurinn
sé andvígur „sérhverri ráðstöfun sem leiddi til þess, að
Bretland yrði aðili að hernaðaraðgerðum til stuðnings yfir-
ráðum heimsvaldasinna í Indó Kína“.
Flokkurinn lýsir ánægju
sinni yfir frumkvæði Nehi'us
um lausn deilunnar í Indó Kína
og segir, að fulltrúum Bret-
lands í Genf beri að vinna að
samkomulagi, sem bindi enda
á styi'jöldina og gefi þjóðum
Indó Kína fært að öðlast sjálf-
itæði á lýðræðisgrundvelli.
Ályktunin var birt, eftir að
ilokksstjórniix hafði rætt Indó
Kína á löngum fundi. Ekki
var getið um, hvernig atkvæði
féllu, en álitið er að ályktun-
in hafi verið samþykkt ein-
róma.