Þjóðviljinn - 06.05.1954, Side 6

Þjóðviljinn - 06.05.1954, Side 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 6. maí 1954 tUÓÐVIUINN Útgeíandl: Samelningarflokkur alþýðu — Sósialistar.okkurirm. Ritstjórax: Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. Fréttastjóri: Jón Bjarnason. Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarnl Eenediktsson, Guð- mundur Vigfússon, Magnús Torfi Ólafsson. Augiýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 1S. — Sími 7600 (3 linur). Áskriítarverð kr. 20 á mánuði i Reykjavik og nágrenni; kr. 17 annars staðar á iandinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið. Prentsmiðja Þjóðviljans h t Óltinn við einingu aiþýðunnsr f Afturhaldinu er órótt vegna 1. rnaí, og ekki að ástæðu- Jausu. Dagurinn bar óvenju eindreginn svip af vilja al- þýðunnar til einingar í samtökum sínum, og ávarp verka- lýösfélaganna sýndi glöggan skilning á nauðsyn alþýð- unnar og þióðarinnar allrar á hiklausri afstöðu verka- ’ýðssamtakanna í hagsmunamálunum og örlagamálum þjóöarinnar. Sjálfstæðisflokkurinn sýndi hug sinn til verkalýössamtakanna mcð því að neyða þann fulltrúa sem það taldi sig eiga í 1. maí nefndinni til að taka aftur undirskrift sína undir ávarpið, og reyndi svo sjálfan há- tíðarmorguninn aö spilla fyrir þátttöku í kröfugöngu og útiíundi v,er.kamanna með því að fara meö staðlausa stafi um undirbúning dagsins. Verkamenn Reykjavíkur svöruöu öskri Morgunblaðsins á þann veg, að afturhaldinu í landinu lízt nú ekki á blik- una. Þátttaka alþýðu Reykjavíkur 1 útihátíðahöldunum 1. maí hefur aldrei verið almennari. Og ekkert eru vanda- menn Morgunblaðsins hræddari við en það, að alþýðan fylki sér einhuga um samtök sín og kröfur, öll viðleitni afturhaldsflokka eins og Sjálfstæðisflokksins og Fram- sóknarflokksins í verkalýðsmálum miðar að því, að sundra samtökum verkamanna og veikja þá í barátt- unni við stéttarandstæðinginn. Þess vegna er afturhald- inu nú órótt, að með hverjum degi verða þeir fleiri verka- mennirnir sem skilja að varanlegur árangur veröur því aðeins af baráttu þeirra, að hún sé háð á öllum sviðum þjóðlífsins, það sé ekki nóg að verkalýðurinn heyi bar- áttu sína um kaup og kjör og mannréttindi í verkalýðs- félögunum, heldur verði hann einnig að hnekkja völdum afturhaldsins á Alþingi og í bæjarstjórnum. Undanfarandi ár hefur afturhaldinu tekizt að lama heildarsamtök íslenzkra verkalýðsfélaga með því aö koma dyggum þjónum sínum alla leið upp í stjórn Alþýðusam- bandsins. Með því hefur skapazt það ástand í Alþýðu- sambandinu að jafnvel margir þeir, sem átt hafa hlut að þessari óheillaþróun, munu nú komnir á þá skoöun að ekki sé fært að halda áfram lengra á þeirri braut. Óró- leiki afturhaldsins undanfarið sýnir ótta þess við þann skilning, við þá sterku einíngaröldu sem er að rísa meðal vinnandi stétta landsins. Enda hefur nú verið gripið af alefli til þess ráðs, sem bæði fornvinur Morgunblaðsins Jósef Göbbels og einka- vinur þess r$ MacCarthy telja einhlítt þegar slíkan vanda ber aö fíöndum. Morgunblaðiö, Tíminn og allt það lið hefur undanfarið aukið um allan helming „baráttuna gegn kommúnismanum“ undir forystu hinna þjóökunnu túlkenda þeirrar baráttu hér á landi, sérmenntaðra til starfans, Þorsteins Thorarensen og Guðna Þórðarsonar. Viröast þessi blöð ætla að gerá enn eina tilraun, þrátt íyrir fyrri vonbrigði, hvort ekki hafi tekizt aö siða þjóð- ina svo, að hún sé hætt að brosa að áróöurstilburðum þessa tvístirnis Morgunblaðsins og Tímans. En þau verða áreiðanlega enn fyrir vonbrigðum. Reykvískir verkamenn vita hverjir eru nánustu vanda- rnenn Morgunblaðsins og Tímans. Þeir þekkja afstöðu þessara blaða til alþýðusamtakanna, níð þeirra og róg um verkalýðshreyfinguna, trylltan áróður gegn verka- mönnum í hverri einustu kaupdeilu. Sauðargæra hins göbbelska „allra stétta flokks“ og félaga hans, Skugga- sundsmanna. er farin að slitna. Hollast væri fyrir vandamenn Morgunblaðsins og Tím- ans að treysta því ekki að þeim takist lengi úr þessu að hálda islenzkri alþýðu sundraðri, ekki heldur þó fast verði slegnai' bumbur „baráttunnar gegn kommúnism- anum“. Hugsjón einingar alþýðunnar vinnur ört hugi islenzkra verkamanna. Sigur þeirrar hugsjónar hlyti að gerbreyta þjóðfélagsástandinu á fslandi alþýöunni í vil. Það veit afturhaldið. Þess vegna öskrar það. Ráðstefna Asíuríkjanna markar sjálfstæða stefnu Samþykktirnar frá Colombo koma óþyrmilega viB kaun Vesfurveídanna 'IT'orsætisráðherrar fimm Asíu- -*■ ríkja, sem öli hafa unnið sjálfstæði sitt síðan heimsstyrj- öldinni siðari lauk, sátu i síð- ustu viku á rökstólum í Co- lombo, höfuðborg hinnar fögru og frjósömu hitabeltiseyju Cey- lon. Þarna voru saman komnir þeir Sri Nehru, forsætisráð- herra Indlands, annars mann- fiesta ríkis á jörðinni, Múhameð Ali frá Pakistan, AIi Sastro- amidjojo frá Indónesíu, U Nu frá Burma og Sir John Kota- lawala frá Ceylon. Samtímis því sem þessir forustumenn rikjanna í Suður-Asiu réðu ráð- um sínum í Colombo var að hefjast í Genf í Sviss ráðstefna um málefni tveggja Asíulanda, Kóreu og Indó Kína. Ráðstefnan i Genf á að taka örlagaríkar ákvarðanir um framtið þessara tveggja landa. Fulltrúar frá ríkjunum fimm sem stóðu að fundarhaldinu í Colombo hefðu því átt þangað töluvert meira erindi en utan- ríkisráðherrar Ilollands og Suð- ur-Ameríkuríkisins Kólumbíu, svo að dæmi séu nefnd. En því var svo visdómslega fyrir kom- að' að þau ríki sem næst eru vettvangi og eiga mest undir þvi hvernig málefni Kóreu og Indó Kína ráðast eru lokuð úti frá fundarsetu í Genf en þangað boðið fulltrúum írá hin- um og þessum smáríkjum hinu- megin á hnettinum. Sjú Enlæ, forsætis- og utanríkisráðherra Kína, vakti athygli á þessu hjá- kátlega fyrirkomulagi í fyrstu ræðu sinni í Genf. Hann taldi það skýrt dæmi um afstöðu Bandaríkjasijórnar til Asiu að hún skyldi binda þátttöku sína í ráðstefnunni því skilyrði að þaðan yrðu útilokuð öll þau Asíuríki sem hvergi hafa komið nærri átökunum í Kóreu og Indó Kína en íundarseta boð- in hverri þeirri ríkisstjórn sem sendi nokkur hundruð menn til að berjast með Bandaríkja- mönnum í Kóreu. Stjórnir ríkjanna í Suður- Asíu, og þá fyrst og fremst stjórn Indlands, tóku þá af- stöð að þótt þær teldu sig hafa ýmislegt til málanna að leggja þar sem mál Kóreu og Indó Kína yrðu rædd, myndu þær þó ekki reyna að troða sér inn þar sem þær væru ekki taldar velkomnar. Hinsveg- ar álíta þessi Asíuríki sig hafa fyllsta rétt til að láta skoð- anir sínar í liós á málum sinn- ar eigin heimsálfu og það gerðu líka forsætisráðherrarnir í Co- lombo. Þeir tóku upp lítt brcytt- ar tillögur Nehrus um frið í Indó Kína og gerðu þær að sínum. Meginatriðið í þeim er Nehni forsætisráðherra Indlands að stríðsaðilar, Frakkar og leppstjórnir þéirra annars veg- ar og stjórn sjálfstæðishreyfing- arinnar Viet Minh hinsvegar, semji þegar í stað um vopna- hló. Jafnframt krefjast Asíu- rikin þess að Frakkland lýsi yfir að það veiti Indó Kína ful.lt og óskorað sjálfstæði. fF'illögur þessar um friðargerð í stríðinu i Indó Kína mælt- ust illa fyrir í höfuðborgum Eriettd tíðindi __________________✓ Vesturveldanna. Bandaríkja- mcnn hafa tekið það loforð af frö.nsku stjómimii að hún semji ekki beint við sjálfstæðis- hreyfinguna og því er haldið fram i París og Washington að vopnahlé myndi verða til þess að sjálístæðishreyfingin yrði á skammri stundu alls ráðandi í Indó Kína utan setuliðsborga Frakka, vegna þess að megin- þorri landsbúa sé á bandi sjálfstæðishreyfingarinnar. Þessi röksemd hrín þó ekki á Asíuþjóðum, sem nýbúnar eru að vinna sjálfstæði sitt. Þær kunna ekki að meta það sjón- arrriið að tilvinnandi sé að heyja blóðuga styrjöld til að varna því að Asíuþjóð fái látið í ljós sjálfstæðisvilja sinn. A ðrar samþykktir ráðstefn- unnar í Oolombo eru þó enn meiri þyrnar í holdi Vest- urveldanna en sú um vopna- hlé í Indó Kína tafarlaust. Tvær af samþykktunum eru i raun og veru yfirlýsingar stjórnenda þjóða, sem telja á sjötta hundrað milljóna manna um algert vantraust á stefnu Bandaríkjanna í alþjóðamálum og hermálum. Önnur er krafa um að alþýðustjórnin i Peking taki þegar i stað við sæti Kína í Sf>. Við það myndi að dómi ráðherranna fimm „öryggið í Asíu eflast, draga úr viðsjám í heiminum og raunsærri við- horf verða ráðandi i vandamál- um heimsins, einkum þó þeirn sem snerta Austur-Asíu“. Eins og alkunnugt er gengur and- staða bandarískra ráðamanna gegn því að alþýðustjórn Kína fái sæti meðal SÞ svo langt að sumir þeirra hafa gefið í skjm að Bandaríkin muni yfirgefa alþjóðasamtökin ef þau láti ekki að vilja þeirra í því máli. Vetnissprengingar Bandarikja- manna á Kyrrahafi urðu tilefni ti) annárrar samþykktar ráðherranna fimm. Þeir lótu í Ijós áhyggjur sína vegna smiði sífellt ægilegri múgdrápstækja og létu þá von í Ijós að brátt myndi nást samkomulag um bann við þeim. „Meðan sam- komulag hefur ekki náðst ættu ekki að eiga sér stað frekari tilraunir með vetnissprengjur“, segir í samþykktunum frá Col- orabo. Þetta er bein árás á þá yTirlýstu steínu Bandaríkja- stjórnar í hermálum að reiða sig sem mest á „taíarlaust end- urgjald“ með kjarnorkuvopn- um. Loks lýstú ráðherrarnir því yíir að nýlendukúgunin, sem enn viðgengst sumstaðar i As- íu og um mestallá Afríku, brjóti í bág við frumstæðustu mannréttindi og ógni friðnum liVamhald A 11. sdP’i Kort af Suður-Asíti. Tölurnar eru íbáaf jöldi landaiina elns og hann var áríð 1947.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.