Þjóðviljinn - 06.05.1954, Síða 10
10) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 6. maí 1954
✓--—*
J Sélma Lagerlöf:
KARLOTTA
LÖWENSKÖLD
83.
Hann skildi það svo, að Karlotta liði ósegjanlegar kval-
ir þessa stundina, þégar hún var tilneydd að rétta hon-
um hönd sína.
— Náðuga ungfrú, mér þykir það leitt.......
— Ég heiti Karlotta, sagði hún og hneigði sig lítið
eitt. Og ég hef hugsað mér að kalla þig Iíinrik.
Schagerström hneigði sig í þakklætisskyni.
— Ég hef hugsað.mér að kalla þig Hinrik, endurtók
Karlotta og rödd hennar titraði lítið eitt. Mér skilst að
fyrri konan þín hafi kallað þig Gústaf. Ég ætla að
leyfa henni að eiga það nafn. Maður á ekki að taka af
þeim látnu það sem þeirra er.
Schagerström varð enn meira úndrandi. Honum
fannst þessi orð hennar gefa til kynna að hún hefði
ekki eins mikla andúð á honum og þegar þau hittust
síöast 1 Örebro. Honum leið betur. Hefðu tortryggni og
auðmýkt ekki verið svo ríkir þættir í skapgerð hans
hefði hann verið fullkomlega hamingjusamur.
Karlotta spuröi hann, hvort honum stæði á sama þótt
hjónavígslan færi fram í ytra herbergi prófastsins, þar
sem svo mörg brúðhjón höfðu verið gefin saman á
liðnum árum.
■— Prófastsfrúin vildi heldur að vígslan færi fram
í stóra salnum uppi á loftinu, sagði Karlotta, en mér
finnst hátíðlegra hérna niðri.
En þannig var mál með vexti að Karlotta sem hafði
notað morguninn til að' tala aivarlega við hina gömlu
vini sína, hafði ekki leýft prófastsfrúnni að eyða tím-
anum í hreingerningar í salnum sem ekki hafði verið
notaður í háa herrans tíð. Gamla konan hafði ekki
einu sinni fengið að undirbúa hádegismatinn, sem hún
ætlaöi brúðhjónunum.
Ungi verksmiðjueigandinn hafði ekkert við prófasts-
herbergiö að athuga, og hjónavígslan fór fram þegar
í stað. Ökumaöurinn og þjónninn frá Stóra Sjötorpi,
húsvörðurinn og kona hans og allt þjcnustufólkið á
prestsetrinu voru viðstödd hina hátíðlegu athöfn. Gamli
prófasturinn framkvæmdi vígsluna, fyrir utan opna
gluggann kvökuðu þrestir og spörfuglar svo glatt og
fjörlega, að það var eins og þeir vissu hvað um var að
vera og syngju brúðkaupsljóð hver í kapp við annan.
Þegar allt var um garð gengið stóð Schagerström dá-
lítið' vandræðalegur og vissi ekki hvað hann átti af sér
að gera, en Karlotta sneri sér að honum, bauð honum
várirnar og kyssti hann léttum kossi.
Hún gerði hann eiginlega aiveg finglaðan. Hann hafði
búizt við öllu, gráti, stirðnaðri örvæntingu, kulda og
stormennsku, — öllu öðru en þessari áhyggjulausu
uppgjöf.
„Ég er viss um að allir sem sjá okkur halda, að það
sé ég sem hef verið neyddur út í þetta hjónaband, en
ekki hún,“ hugsaði hann með sjálfum sér.
Hann gat ekki fundið aöra skýringu á þessu en þá,
að Karlottu fyndist það bezt samrýmast stórmennsku
sinni, að sýnast glöð og ánægð.
„En henni tekst það með ágætum,“ hugsaöi hann og
ekki var laust við að hann fyndi til aödáunar.
Þegar þau fjögur settust að borðum að máltíð sem
prófastsfrúin sagði að orðið hefði til fyrir kraftaverk
og var mjög vel heppnuð, gerði Schagerström tilraun til
að hrista úr sér ólundina. Prófastshjónin sem skildu
mætavel hugarástand hans, gerðu það sem þau gátu
til að hressa hann upp og loks var ekki annað að sjá
en þeim hefði tekizt það.
Þeim tókst að minnsta kosti að fá hann til að leysa
frá skjóðunni. Hann fór að tala um ferðalög sín um ó-
kunn lönd, tilraunir sínar til að umbæta sænskan
járniðnað með hliðsjón af því sem hann hafði lært í
Englandi og Þýzkalandi.
Meðan hann talaði sá hann að Karlotta hlustaði á
hann með óskiptri athygli. Hún starði á hann galopn-
um augurn og drakk í sig hvert orð sem hann sagði.
Hann taldi víst að þetta væri ekki annaö en leikur.
„Hún gerir þetta vegna gamla fólksins,“ hugsaði hann.
„Það er óhugsandi að hún hafi áhuga á þessum málum, .
sem hún botnar ekkert í. Hún vill að prófastshjónin ■
haldi að henni þyki vænt um mig. Það er skýringin“.
Og þessi skýring þótti honum þægilegri en hin fyrri. '
Honum þótti vænt um hvað kona hans tók mikið tillit
til þessara góðu gömlu hjóna.
í lok máltíðarinnar var þó eins og skugga bæri á ■
gleðina. Gömlu hjónin á prestsetrinu gátu ekki annaö
en hugsað um, að eftir nokkur andartök ætti Karlotta 1
að fara frá þeim. Karlotta, þessi lífsglaöa stúlka, eld-
fjörug og uppfindingasöm, orðhvöt og bráð. Karlottá
sem þau höfðu svo oft þurft að áminna, Karlotta sem ,
þau hlutu að fyrirgefa allt vegna hjartagæzku hennar, ■
færi burt úr húsi þeirra. Hve líf þeirar yrði tómlegt og 1
innihaldslaust!
— Það er gott að þú kemur hingað á morgun og
pakkar niður eigum þínum, sagði prófastsfrúin.
Schagerström skildi að þau voru að reyna að hugga •
sig við það að Karlotta færi ekki langt burt, heldur ■
fengju þau aö sjá hana endrum og eins, en samt sem
áöur þóttist hann sjá að bök þeirra bognuðu og hrukk-..
urnar dýpkuðu í. andlitum þeirra. Frá og með þessum ■
degi gæti enginn varnað ellinni inngöngu til þeirra.
— Við erum svo glöð, élsku Karlotta mín, sagöi
prófasturinn, yíir því að þú eignast fallegt heimili og ,,
góðan mann, en eins og þú skilur, eins og þú skilur......
Við munum sakna þín, sakna þín ósegjanlega.
Hann var gráti nær: en prófastsfrúin bjargaði málinu •
við með því að segja Schagerström frá því sem mað- "
ur hennar hafði einu sinni trúað henni fyrir að hann
mundi gera, ef hann væri fimmtíu árum yngri og ,
ókvæntur. Allir fóru að'skellihlæja og hinar ömurlegu,,
hugsanir voru lagðar á hilluna.
Þegar skrautvagninn ók upp að dyrunum og Karlotta •
gekk til prófastsfrúarinnar til að kveðja hana, dró ’
f
Nýft Beyers fizkuhlaS
Nýlega er komið nýtt Beyers
tizkublað, sem er mjög fallegt
og mnihaldsríkt. Öllum mynd-
unum fylgja mynstur til að
búa til snið eftir, og þótt
manni lítist oft ekki á að eiga
að teikna eftir þessum krubbu-
legu mynstrum, þá kemst það
fljótlega upp í vana, og kjól-
arnir eru fiestir svo lát’ausir
og einfaldir í sniðum, að við-
vaningar geta saumað þá.
Mjög einfalt snið er á kjóln-
um með samsvarandi jakka úr
eins efni. Jakkinn er hvorki
með lcraga né hornum, sem
gera byrjanda’ lífið brogað. Og
þetta er ljómandi fallegur bún-
ingur þótt látlaus sé, og eng-
um dettur í hug að hann sé
valinn vegna þess eins livað
auðvelt er að sauma hann.
I blaðinu eru einnig flíkur
handa rosknum og feitlögnum
konurn, en því miður er þungt
yfir þeim fie3tum.
P+*
Faðirinn: Ertu búinn að géra
góðverkið þitt í dag?
Sonurinn: Já, pabbi, ég hjálpaði
g'ama'.li konu yfir götuna, en
það var dálítið erfitt, því.Úiún
ætlaði al’s ekki yfir hana.
* * * *
Faðir: Sá sem kvænist dóttur
minni fær sérstök verðlaun.
Tiivonandi: Má ég heyra hver
þau eru?
* * * *
Læknir: Veikindi yðar eru ekki
hættuleg. Úr þeim deyja yfir-
leitt ekki nema þrír af hundr-
aði.
Sjúklingur: Eru þá þessir þrír
dánir?
* * * *
Agnar'ítif.l snáði sat á húströpp-
um með vínglas í annarri hendi
og vindil í hinni.
Af hverju ertu ekki í skólan-
um? spurði vogfarandi þennan
einkenni'ega unga mann.
O, maður er nú ekki skólaskyid-
ur fyrr en maður er fimm ára,
svaraði drengur kotroskinn.
■5f vv -X-
Hún: Eg vil láta barnið heita
Jú íönu. !
Hann: Prýðilegt, þá minnir hún
mig á fyrstu stúlkuna sem ég
varð verulega ástfanginn af.
Hún hét einmitt Júl.iana.
Hún (eftir stutta þögn): Kei,
við skulum annars bara láta
•hana heita Símoníu eftir henni
mömmu.
Auk þess eru þarna margar
skemmtilegar prjónauppskrift-
ir... Víða köflótta peysan sem
getur koniið í stað jakka er
falleg og auðvelt að prjóna
hana. En það þarf þolinmæði
til að prjóna þetta köfiótta
mynstur og maður þarf um-
fram allt að gæta þess að
kaupa litekta garn.
SardÍRHefai
í fallegu úrvali
IiOLT
Skólavörðustíg 22 fi
v____________________y