Þjóðviljinn - 07.05.1954, Qupperneq 8

Þjóðviljinn - 07.05.1954, Qupperneq 8
ws H) — ÞJÓBVTUINNr _ Föstudagur 7. maí 1954 Japanir eiga alltaf góða sundmenn og alltaf koma þar fram glæsilegir einstaklingar. Nú er það komungur Japani Mazary Furukawa sem sett hefur nýtt heimsmet á 200 m bringusundi og þar með bætt met Danans Knud Gleie. Sagt er að Furukawa hafi ætlað 3ér að séræfa sig í flugsundi en ekki náð sérlega góðum á- ran'gi'i eða 1.15.8 á 100 m og 2.39.0 á 200 m. En þá tók hann upp á því að séræfa sig í bringusundi og þá lét árang- urinn ekki á sér standa. Bókasafn í Höín Framhald af 6. gíðu. heíma, sem vildi veita þeim við- töku. Ummæli þessara góðu manna valda því, að ég leyfi mér að snúa mér til almennings heima, bæði bókaútgefenda og annarra og fara þess á leit við þá að þeir sendi safninu okkar nokkrar bækur — íslenzkar —. Ólafur Gunnarsson sálfræð- ingur, Miklubraut 60 Reykjavik, hefur góðfúslega lofað að' veita bókunum víðtöku og koma þeim til safnsins. Óiafur var einn með- al þeirra er vann að stofnun bókasafnsins og mun allra manna kunnugastur hugsunar- hætti og smekk landa í Ðan- mörku, mun hann svara öllum fyrirspumum sem berast kynnu í sambandi við þetta mál. Heima- sími hans er 2892. Ég veit að margir munu senda okkur góða íslenzka bók og fyr- ir svo góðar gjafir Séndi ég fyrirfram mínar beztu þakkir. Virðingarfyllst, Ólafur Albertsson Öster Farimagsgade 35 Kbh. Ö. ! Bannister hljóp 1 nílnna á 3,59.4! \ í í gær hljóp brezki milli- í vegalengdahlauparinn Roger ; Bannlster eina enska mílu (,,draumKiíIuna“) á 3 mín. í 59 4 sek. sem er nýtt heims- mct. Er Bannisíer fyrsti hlauparinn sem tekst aff hiaupa míluna á skemmri tíma en 4 mín. Elúra heims- J metiff átti Svíinn Gunder Hágg í og var þaff 4.01.4, sett í Malmö mótið á SMinudag Svigkeppni Kolviðarhólsmóts- ins 1954 fer fram í Jósefsdal n. k. súnriudag og hefst kL 10 árdegis. Keppt verður í öllum flokkum Larla og kvenna og eru meðal þátttakencla allir beztu svigmenn Ksýkjavíkur. Ilér höfum við beztu menn á 200 m bringusundi: Furu- kawa Japan 2.35.4, (1954), Gleie Danmörk 2.37.4 (1953), Petrusevicz Pólland 2.37.4 (1954), Minachkine Sovétríkin 2.38.2 (1953), Dumesnil Frakk- land 2.38.7 (1952), Hamuro Japan 2.39.0 (1939),Marakenko Sovétríkín 2.39.4 (1952). Cor- tomet Frakkland 2.39.6 (1953), Keldar Holland 2.39.8 Saszoda Sovétríkin 2.39.8 (1953). — Eins og sjá má eru 9 af þess- um tíu afrekum með á tveim sl. árum og er það þakkað auk- inni tæknilegri þróun sem orðið hefur í bringusundi. Gildl tómshmdanna Framhald af 7. síðu. er að starfi og þarfnast hvíld- ar og viðgerðar með vissum fresti, verður að gefa honum frí frá störfum. Ályktunarorð hins fræga læknis eru þessi: Bezt er tomstundinni lýst sem tímabili skynsamlegrar en slremmtilegrar hvíldar eftir langa skorpu erfiðrar and- legrar vinnu. Slæpinginn eyðir lífi sínu í fánýti. Handverks- maðurinn snýr frá erfiði til hvíldar. Maður hins andlega starfs blandar vinnu sína með tómstundum, tímabilum, ^sern heili hans er notaður en ekki rekinn áfram. Slíkum manni er tómstundin ekki aðeins þýðingarmikil heldur nauð- synleg. 1 vinnustundunum birgir hann upp huga sinn og birgir hann svo hratt og svo mikið, að hinir nýfengnu fjársjóðir eru ekki réttilega metnir, flokkaðir, skipaðir niður og teknir til notkunar áður en aðrir hrúgast að. í tómstundinni er tækifæri til að ná saman endum. Flækjan greiðist, stíflaðir farvegir opn- ast og eigandinn snýr aftur til að komast að raun um, að meðan hann var í burtu, hef- ur öll óreiðan sem hann fór frá, skipað sér þannig í rnynd að hún virðist hafa einhverja merkingu. Aðeins tómstund getur komið ofreyndum huga aftur á laggir. Lyf veita hlé, frek- ar en hvíld. Þau setja hemla á vélina, í stað þess að láta hana renna hægt og stöðvast án hemla. Tómstundin veitir henni dag á verkstæði, þar sem hún fær viðgerð og al- menna innstillingu. UG6UB LB !B I Ódýrt — Ödýrt Chesterfieldpakkinn 9.00 kr. Barnasokkar frá 5.00 — Andlitspúður frá 5.00 — Handsápa 2.00 — Blautsápa 4.50 — Þvottaduft 2.75 — Amerískur varalitur 8.00 — Amerísk dömubindi 5.75 — Kaffipokar frá 2.50 — Þvottapokar 5.00 — Dömupeysur frá 45.00 — Herraskyrtur 85.00 — Herrasokkar frá 10.00 — Barnahúfur frá 12.00 — Svuntur frá 15.00 — Ný vöruparíí daglega. Vörumarkaðurinn Hverfisgötu 74. Á RITSTJÓRi. FRtMANN HELGASON 11. fundur sambandsráðs ÍSÍ Fundur var haldinn í sam- bandsráði íþróttasambands ísl. .24. og 25. apríl 1854 í Reykja- vík. — Fundinn setti og stjórn- aði forsti ISÍ Ben. G. Waage. Á fundinum voru tekin fyrir og rædd ýms mál íþróttahreyf- íngarinnar, fluttar skýrslur framkvæmdastjórnar ISÍ og sérsambanda, lagðir fram fjöl- ritaðir reikningar sambandsins og fjölrituð skýrsla Ólympíu- nefndar íslands. Að öðru leyti voru helztu gjörðir og sam- þykktir fundarins þessar: Samþykkt var eftirfarandi skipting á kennslustyrkjum milli íþróttagreinanna í sam- ræmi við kennsluskýrslur árs- ins 1953: Handknattleikur, fímleikar, glíma, körfuknattleikur og fl. 50.800.00 kr. Frjálsar íþróttir 18.000.00 kr. Skíðaíþróttir 1.300.00 — Golfíþróttin 3.000.00 — Knattspyrna 22.400.00 — Sund 9.500.00 — Samtals 105.000.00 — Ólympíunei'nd íslánds. Fyrir fundinum lágu tillögur um nýjar starfsreglur fyrir ÓL íslands frá undirbúningsnefnd, og voru þær samþykktar ó- breyttar. Helztu breytingar eru þær, að fjölgað er í nefndinni úr 13 manns í 15. Nefndin kýs úr sínum hópi 5 manna fram- kvæmdanefnd og er einn nefnd- armanna skipaður eftir tilnefn- ingu menntamálaráðherra. Kjömir voru í ÓL íslands þessir menn: Benedikt G. Waage, Ásgeir Pétursson, Guðmundur Sigurjónsson, Sigurjón Jónsson, Gísli Kristjánsson, Erlingur Pálsson. Lúðvík Þorgeirsson og Her- mann Guðmundsson. Án til- nefningar: Gísli Halldórsson, Bragi Kristjánsson, Magnús Brynjólfsson, Helgi H. Eiríks- son, Jens Guðbjörnsson, Ólaf- ur Sveinsson, Þorvaldur Ás- geirsson. Varamenn: Óðinn GeirdaJ, Þorgiis Guðmundsson, Þorgeir Sveinbjarnarson, Lárus Halldórsson, Ragnar Lárusson, Georg Lúð^íksson, Þórður Guð- mundsson, Konráð Gíslason og Guðjón Einarsson. Breyting á dóms- og refsi- ákvæðum ÍSÍ. í tilefni af erindi frá íþrótta- dómstóli ÍSÍ, sem óskaði þess að‘sambandsráð gerði scrstak- ar ráðstafanir, þar sem dómur- inn væri óstarfhæfur í vissu rnáli var eftirfarandi breyting á dóms og refsiákvæðum sam- þykkt: Viðbót við 6. grein 7. tölu- lið: „Þó skulu aldrei það margir dómendur víkja sæti, að dóm- stóllinn verði óstarfhæfur." Mál framkvæmdastjórnar ÍSl gegn Erni Clausen, Inga Þor- steinssyni og Þorsteini Löve var mikið rætt á fundinum og eftirfarandi samþykkt gerð: „Með tilvísun til dóms Hér- aðsdómsstóls ÍBR í málinu framkvæmdastj. ISÍ gegn Erni Clausen, Inga Þorsteinssyni og Þorsteini Löve, uppkveðnum 30. marz 1954, samþykkir sam- bandsráðsfundur ÍSl að ekki sé ástæða fyrir ÍSÍ til að áfrýja dóminum, né ákæra fleiri af Ólympíuförunum.“ Kennslumál íþrótta- hreyfingarinaar. Voru mjög mikið rædd. Svo- hljóðandi tillaga var samþykkt: Sambandsráðsfundur ISl hald- inn í Reykjavik 25. apríl 1954 ályktar að fela nefnd sem sam anstæði af fulltrúum frá fram- kvæmdastjórn tSÍ, sérsambönd unum, stjórn UMFl og íþrótta- fulltrúa ríkisins, að gera til- lögur um öll kennslumál í- þróttahreyfingarinnar og hversu það fé scm henni á- skotnast til kennslumála nýtist bezt, bæði íþróttalega og fé- lagslega.“ Blóðgjafir til blóðbanka. í því máli var eftirfarandi samþykkt gerð: „Fundur sambandsráðs ÍSf haldinn 24. og 25. apríl 1954, skorar á íþróttamenn að gefa blóð til blóðbanlca, þar sem þeir eru stárfræktir.“ Skilgreining á íþróttum og fé- lögum er leggja stund á íþróttir. Mjög ýtarleg tillaga kom frarn í máli þessu frá íþrótta- fulltrúa og var lienni vísað til framkvæmdastjórnar fSÍ til frekari athugunar. Samnorræna sundkeppnin. Mikill áhugi kom fram á fundinum að gera þátttöku ís- lendinga sem mesta í samnor- rænu sundkeppninni, sem fer fram í sumar. Að lokum sleit forseti ÍSÍ Ben. G. Waage fundinum, þakkaði fundarmönnum gott starf og óskaði utanbæjar- mönnum góðrar heimferðar. (Frá fSÍ). Óskar Mathisen látinn Þeir sem hafa svolítið fylgzt með skautaíþróttinni hafa heyrt nafnið Oskar Mathisen nefnt. Norðmenn telja liann sjálfir frægasta íþróttamann sem Noregur hefur alið. Mathi- sen lézt nú fyrir nokkrum dög- um 66 ára gamall. Hann var aðeins 18 ára er hann varð fyrst Noregsmeistari en 6 sinn- um alls vann hann þann titil áður, en hann gerðist atvinnu- maður í skautahlaupi. „Hann var bezti sendiherra Noregs, með fánann á brjósti fór hann sigrandi land úr landi“, segir eitt blaðið í eft- irmælum sínum. — Hann var jafngóður á öllum vegalengd- um og átti um skeið heimsmet á þeim öllum og er sá eini í heiminum sem unnið hefur það afrek. ; Auk liinna 6 Noregsmeistara- titla varð hann 5 sinnum heims meistari og þrisvar Evrópu- meistari, auk margra annarra stórsigra. Fjórum sinnum bætti hann metið á 500 m. Hann átti heimsmetið á 1000 m í nær mannsaldur. Fjórum sinnum bætti hann heimsmetið á 1500 m, tvisvar á 5000 m og þrisvar á 1000. Á árunum 1909—1916 setti hann samtals 18 norsk met. Af ýms- um hefur honum verið líkt við hlauparann Nurmi. En Oskar Mathisen var einn- ig mjög góður sundmaður, dýf- ingamaður, og ágætur hjól- reiðamaður. Hann skrifaði bók um íþróttaferil sinn sem hann nefndi „Mitt livs Iöp“ sem er skemmtileg aflestrar þar sem hann segir m.a. frá drengjaár- um sínum, og þeim árum er hann var atvinnumaður þar sem bæði mótlæti og meðlæti mættu honum. Noregur hefur með fráfalli O. Mathisen misst „góðan Norðmann sem var mik- ill íþróttamaður — sá mesti þeirra allra — skautakónginn“, eins og Sportsmanden orðar það. F r jálsíþrottaiijám- VOROBÉFF, sovézkur meist- ari og heimsmethafi í lyfting- um (léttþungavigt). Frjálsíþróttanámskeið það sem IR gengst fyrir og er opið öllum byrjar á sunnudagsmorg- uninn og hefst klukkan 10.30. Það heldur svo áfram mánu- dag, miðvikudag og föstudag klukkan 6 alla daga. Námskeið- ið á áð standa um mánaðar- tíma. Kennarar verða Guðmundur Þórarinsson, Finnbjörn Þor- valdsson, Örn og Haukur Clau- sen.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.