Þjóðviljinn - 14.05.1954, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 14.05.1954, Blaðsíða 7
Föstudagur 14. mai 1954 — ÞJÓÐVILJINN (7 :;~:-:r^n^.5-¦¦'¦¦ - -gt -"W' -*• --=-• ¦ HTTiWÉtwpn DAGAR1DANMÖRK Á meðan brimið þvær hin skreipu sker 6. apríl . Kaupmannahöfn var um aldaraðir höfuðborg Islands í menningarlegum og stjórnar- farslegum skilningi. Það var héðan sem íslenzku Hafnar- stúdentarnir sendu menning- ar- og frelsisstrauma sam- tíraa síns heim til ættjarð- arinnar. Það var hér sem þeir endurvöktu frelsisbaráttuna. Hér störfuðu Fjölnismenn og Jón Sigurðsson. Hin gömlu stræti Kaupmannahafnar óma því af minningum úr Islend- ingasögu. Þegar maður, sem stundargestur, horfir yfir þessa borg staldrar maður ó- sjálfrátt við og reynir að hlusta í þögninni bak við götuysinn eftir fótataki þeirra löngu liðnu landa sem hér hefu á loft fána frelsisbaráttu íslands, lýtur ósjálfrátt höfði í þögulli virðingu og þökk til þessara sona Islands, sem nú hvíla undir grænni torfu. Án baráttu þeirra hefðum við margir sona þess og dætra hverfi í mannhaf annarra þjóða. Já, „óskum heilla og heiðurs hverjum landa, sem heilsar aftur vorri fóstur- jörð" hafði Jónas sungið fyrir meir en öld. Það eru snögg viðbrigði að koma úr veizluglaumnum og viskífiaumnum í Hotel d'Angleterre í Árnasafn, sem hérlendir kaila Den Arne Magnæiske Samling. Við höf- um þrammað gegnum hvern „forsalinn" á fætur öðrum og uppgötvum svo að raunveru- lega erum við komin í út- byggingu — úr gaflgluggan- um horfum við eftir endilöngu strætinu. Já, hér, í þessum hillum eru þau niður komin gömlu skinn- handrítin heiman af ísíandi, þau er Árni Magnússon safn- aði af óþreytandi elju og ó- metanlegri umhyggju. Sum Jón Helgason prófessor við skrifborð sitt í Árnasafni. enga lýðveldisstofnun lifaðH 17. júní 1944. An baráttu þeirra hefði enginn ísleuzkur forseti heimsótt danska grund. An baráttu þeirra ekkért sjálfstætt Island í dag. xvlinnstu þess, íslendingur, þú sem kemur til Kaupmanna- hafnar. • Það var hér sem fyrst var sungið ljóðið: Hvað er svo glatt sem góora vina fundur. Og það virðist „sannarlega góðra vina fundur á Hotel d'Angleterre í dag, 6. aprí', þar sem forsetinn .tekur á móti íslendingum. Okkur er tjáð að íslendingar búsett- ír víðsvegar um alla Dan- mörku hafi ferðazt hingað til þess að geta verið á þessum vinafundi. Það lýsir fögnuður af þessum 500-600 andlitum sem hér eru inni. 1 stuttu á- varpi mirinir forsetinn á menn- ingartengsl lalaads og Dan- ínerkur og jnfnframt á að ts- kuid hefur ekki ráö á þvi að • þeirra eru að vísu hingað fengin með vafasömum hætti. En hvað um það, hér eru saman komin flest dýrmæt- ustu skinnhandrit íslenzk, þau er ekki brunnu, fórust í hafi e-5a glötuðust í eymd niður- lægingartímabilsins heima á íslandi. Upptalning þeirra er ekki tilgangur þessarar grein- ar, skrá yfir þau geta menn lesið í „Betænkning vedrör- ende de i Danmark beroende islandske haandskrifter og museum genstande" (Utgeíin 1951). Maður opnar með varúð þessi bindi, sem björguðust úr niðurlægingunni en um leið og þau eru opin fla>ðir um mann bylgja stolts yfir þeim feðrum er áttu þá mcnningu er þurfti til að vinna slík verk, — meðan suðlægari þjóðir stunduðu valdabaráttu, bókarlausa hirðmennsku, og og veizlur. Það hafa ekki ver- ið neinir umkomuleysingjar er logðu til efnið í þessi skiun- haudrit, engir fúskarar er rit- uðu fallegustu handritin og drógu fegurstu skreyting- arnar. Undrandi renndi ég augum með bókanna röðum: eljuverk þúsunda, varðveitt á skrifuðum blöðum, kvað Jón Helgason og hann heldur áfram: hvar sem ég fletti, við eyru mér ólguðu og sungu uppsprettulindir og niðandi vötn minnar tungu. En á sumum síðunum er eyðing tímans tekin til starfa, blettir sveopa er eta sig lengra og lengra — verði ekki að gert. Og manni skilst að það er aðskilur frá aðal- byggingunum þessa kompu með timburhillunum sem geyma handritin sé einnig timburskilrúm. Hvert er ör- yggi handritanna ef upp kæmi eldur í byggingunni? Hafa kannski ekki danskir prófess- orar sagt að ekki megi ílytja þau héðan vegna þess að hér, og aðeins hér, séu þau ör- ugg?! Að vísu getur hvarflað að manni sú hugsun hvort ó- hætt sé að 'flytja þau Leim, þangað sem við stjórnartaum- ana sitja menn sem meta virð- ingu sína til bandarískra daia, menningu til aura, manngildi í hlutafjárupphæðum cg ofur- selja land sitt eldi s'rengju- regns. Jú, víst er það samt óhætt. íslenzk menning er sterkari en svo að nokkrum menningarsnauðum gróða- bubba héldist það uppi' að búa handritunum ekki hæfan og öruggan stað. Og er ekki fyrir allnokkru hafin fjár- söfnun til byggingar verðugs Árnasafns ? I þessari aflöngu útbygg- ingu, er geymir marga stærstu ritaða dýrgripi ís- lands, myndi armlangan mann vart skorta mikið til að snerta báða hliðveggi fingrum samtímis. Ekki furða þótt mikilsvirtir prófessorar haldi því fram að handritin megi ekki hreyfa héðan því vísindamennirnir verði að geta notið viðeigandi góðrar aðstöðu til vinnu og rann- sókna! Og víst hafa margir góðir menn setið löngum stundum í útbyggingu þessari og unnið gott verk. Einn þeirra er sit- ur hér mörgum stundum, Bjarni Einarsson lektor, er einmitt leiðsögumaður minn nú. En fiesta vinnudaga og giftudrýgst starf mun prófess- or Jón Helgason hafa átt hér. Vinnuborðið hans stend- ur hér í'grennd við gluggann, Innan við múrvegginn átti ég löngum mitt sæti, utan við kvikaði borgin með gný sinn og læti; segir hann í' kvæði shiu um Arnásafn. 11 "¦.....------------ ¦ ¦¦ , i, ^, - JS' ¦©* *$! $$kl '.¦%: it^, >n* . ** ¦: h mps* í-mm fée «fj >» m*0, {?« cg?1«<mi railJw £n $**«$imH ^imH\ 4$ m0m tpu« n<w?a IP^njnwtfUt{:y^vt «íb ; fM fs wiM foa tK»at loíf *j| cpYM \dœ tðpwM1- «9 fc« A itat :«vma ^m km f&ftK öí? «!8»lwim»« »W/ 0ifmgat.Æ ¦ f«« hata %'temt: aismtfyni , rf íimnw 9? cp «»m*i» ptym -jrfrfjfl tpW{i« íífctrtt*tm' »f"» ^aw w^ffl tú f« «fi imi^fitöÆmfövw H«w kjffl r& fm ep ^i^J/^á ^fa tiúm•$I r.a m**H^^Stp nwS-tlMftmt mtim ktmmmtaa to ppyt f&<t*m-m;fiý»m ^tBís *fcs*œ fiw *>oí |f& fí $%fmgm:m&wii $&« 1« Handritsblað úr Jónsbók í Árnasafni Að þessu sinni gefst ekki timi til að sjá hann hér við . vinnuborðið sitt, — en sjáið þið hann ekki öil fyrir ykkur að morg;ii dags er hann legg- ur af stað til síns eljuverks. Við hliðið mitt ég heiman- búinn stend, á himni Ijómar dagsins gullna rönd; sú gjöf mér væri gleðiiegust : send að góður vinnudagur færi í hönd. Já, hér situr hann, þessi sonur borgfirzkra dala og vinnur sitt hijóðláta eljuverk. Senn er þass von að úr sess- inuíh mínum ég víki, senn skal mér stefnt inn í skugganna fjölmenna ríki, spyrji þá einhver hvar athafna minna sér staði er það í fáeinum línum á guínuðu biaði. Þær eru orðnar nokkuð margar Iínur:iar hans Jóns Helgasonar, unnar af meiri al- úð en flestum riun kunnugt. Ég bið evigrar afsökunar fyrir að endurprenta hér línur úr kvæði hans: Til höfundar Hungurvöku: Hér stíg ég enn mínum fæti á fold og fylli lungun í blsenum, en þú ert örlítil ögn af mold undir svei-LSinum gr™ ¦•im. Þitt nafn er sandko^... í hafsins hvl og heimtist aldrei að landi. Það féll í minn hlut að hyggja um sinn að handaverkunum þínum, már fannst sem þú ættir arfinn þinn undir trúnaði mínum. Þótt enn sé margt sem er illa lest og aldirnar leifðu skörðu, er flækjan greidd sem ég gat það bezt, gamli maður i jörðu. Þetta er ein fegursta ástar- játning sem ég hef lesið. En þótt prcfessor Jón Kelgason kunni vafalaust vel við sig hér kallar uppruninn hann á stundum og hann heyrir að drýpur af hússins upsum erlent regn, ókunnir vindar kveina þar við dyr. Það er ekki tínii til að dvelja hér langa hríð, annað á „dagskránai" kallar að, en áður en hurðin að síðustu lok- ast lítur maður til baka yfir ,,bókanna raðir", þar sem bluti af sál Islands er geymd- ur í framandi úthýsi, og spyr í þögn: Hvers vegná ertu hér, hafrekið sprek á annarlegri strönd ? J.tí. Sum handritanna hafa auðsjáanlega verið meðhöndluð sem dýrgripir á vel stæðum heimilum. únnur sýna hvernig epmdin hefur prengt meir og meir að pjóðinni — petta handrit „varðveittist" t.d. sem fatasnið.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.