Þjóðviljinn - 14.05.1954, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 14.05.1954, Blaðsíða 12
Sjálfstæðisher Viet Minh í öflugri sókn gegn Hanoi Sjálfstæð'isher Viet Minh hefur nú hafið öfluga sókn gegn stöðvum Frakka á óshólmum Rauðár og sækir að Hanoi úr tveim áttum, suðri og norðri. Það hafði verið taiið, að sjálfstæðisherinn myndi láta lít ið á sér bæra, þar til lýkur regntímanum eftir nokkra mánuði. En þegar á þriðjudags- kvöid, þegar ekki var einu sinni liðin vika síðan hann vann hinn mikla sigur við Dienbi- enphu, gerði hann harða atlögu! að bænum Phu ly, mikilvægri samgöngumiðstöð og öflugu virki Frakka, um 50 km fynr sunnan Hanoi. Franska her- stjórnin sagði að setulið hennar hefði hrundið áhlaupinu en viðurkenndi, að mannfail hefði orðið mikið. Liður í allsherjarsókn. 1 fréttastofufregnum segir, að áhlauTíið á Phu ly sé aðeins liður í allsherjarsókn hersveita Eiff íslandsmef Tvö Noregsmet í Sundhöllinrá í gærkvöldi voru sett 4 met., eitt íslandsmet, tvo Noregsmet og ísl. drengja- met. í 400 m skriðsundi karla setti Lars Krogh nýtt norskt met á 4,55,4 sek. í 100 m bringusundi karla setti Svein Sögárd norskt met á 1,16,2. í 50 m skriðsundi kvenna setti Helga Haraldsdóttir KR nýtt ís- landsmet á 31,7. í 100 m bringusundi karla setti Magnús Guðmundsson KFK nýtt drengjamet á 1,21,9. Viet Minh í fremri hluta Rauð- árdals gegn stöðvum Frakka á ósliólmunum. Sókninui er fyrst og fremst beint að Hanoi, lang- stærstu borginni í norðurhluta Indó Kína. Skæruliðar Viet Minh hafa um margra ára skeið látið til sín taka í ós- hólmahéruðunum, og Frakkar hafa aðeins haft bæi héraðsins, járnbrautir og vegi öruggíega á valdi sínu. Flótti frá Hanoi. Undanfarna daga hafa skæru liðasveitir Viet Minh gert margar árásir á járnbrautina milli Hanoi og hafnarborgar- innar Haiphong og er talið, að það sé ætlun sjálfstæðishersins að rjúfa jámbrautina, ^ loka Frakka inni í Hanoi og hefja síðan umsátur um borgina, sem áreiðanlega myndi ljúka á sama hátt og umsátri Dienbienphu. Fréttaritarar sögðu í gær, að franskættaðir íbúar Hanoi og fylgifiskar þeirra væru nú sem óðast að búa sig undir að flýja borgina. Bandaríska utanríkisráðu- neytið bar í gær til baka frétt- ir um, að ræðismaður Banda- ríkjanna í Hanoi væri á för- um úr borginni ásamt fylgdar- liði, en viðurkenndi, að allt hefði vðrið búið undir skyndi- Framh. á 11. síðu. n sundurþykk Kóreudeilunnar Bretar leggja fsam tillögur — Banda- ríkjamesm vildu hætta umræðum Fréttaritarar í Genf segja, að kominn sé upp nýr á- greiningur milli Breta og Bandaríkjamanna á ráöstefn- unni, í þetta sinn um lausn Kóreudeilunnar. lends herliðs frá landinu. Bidault lýsti yfir samþykki sínu við til- lögur Edens og fundi var slitið eftir rúman klukkutíma, og var í gær var hlé á umræðum um Indó Kína á Genfarráðstefn- unni og var í þess stað rætt ym Kóreu. Eden, utanríkisráð- herra Bretlands, lagði fram til- lögur um lausn Kóreudeilunnar. Tillögur hans voru þessar helzt- 'ar: Kosningar yrðu látnar fara fram í landinu öllu og þá tekið tillit til þess hve miklu fleira fólk býr í Suður- en Norður- Kóreu. Alþjóðlegt eftirlit yrði með kosningunum og alþjóðlegur aðili ætti að gera ráðstafanir til að undirbúa brottflutning alls er- Ný framhaldssaga: Síð- asta skáldsaga Cronins Þjóðviljinn hefur í dag birt- ingu nýrrar framlialdssögu, Inn- an við múrvegginn, eftir brezka skáldsagnahöfundinn A. J. Cron- in. Þetta er síðasta skáldsaga Cronins og hefur orðið afburða verið þýdd á margar tungur. Cronin er lesendum Þjóðvilj- ans að góðu kunnur, hefur blaðið m. a. birt eftir hann hina stóru skáldsögu Undir eilífðarstjörn- um, og hafa fáar aðrar fram- haldssögur orðið vinsælli. Cron- in er einnig sá af núlifandi skáldsagnahöfundum Breta, sem mestrar hylli nýtur um allan heim. Hann fæddist árið 1896 og var um skeið læknir á yngri ár- um sínum. En sökum heilsubil- unar varð hann að hætta læknis- störfum og hóf þá skáldsagna- gerð.Fyrsta bók hans var Höll hattarans, þá komu Þrjár ástir og Á annarlegri strönd (einnig birt Framhald á 3. síðu. ES£1* A. J. CRONIN vinsæl. í her.rd felst liörð árás á dómsmálakerfið brezka, enda varð allmikill úlfaþytur þar í landi, þegar bókin kom fyrst út, en almenningur tók henni tveim höndum, og hún hefur £1 Mislingafaraldur er kominr. upp á Grænlandi og í Godt haab hafa meira en 100 mann; tekið veikina. Þó mislingar séu víðast hvar vægur sjúkdómur, gegnir öðru máli á Grænlandi þar sem íbúarnir eru óvenju næmir fyrir öllum farsóttum og eru ver undir þær búnir. enginn á mælendaskrá. Á fundin- Framh. á 5. siðu Föstudagur 14. maí 1954 19. árgangur — 107. tölublað Finnskir tónleikar í Þjóð- leikhúsinu á sunnudagskv. Juseí Jalas stjórnar SinfónmhljémsveiÞ inni — Autii Koskistcu cperu- söngvari syngur N.k. sunnudagskvöld veröa haldnir finnskir hátíöa- tónleikar í Þjóðleikhúsinu. Sinfóníuhljómsveitin og Karla- kórinn Fóstbræður flytja verk eftir finnsk tónskáld. Gest- ir á þessum tónleikum, sem haldnir eru í tilefni af opnun finnsku iðnsýningarinnar, verða þeir Jussi Jalas, hljóm- sveitarstjóri við óperuna í Helsingfors, og Antti Kosltinen óperusöngvari. Báðir gestirnir hafa komið hingað til lands áður. Jussi Jalas var fyrsti erlendi hljómsveitarstjórinn, sem stjórnaði Sinfóníuhljómsveit- inni vorið 1950. Voru það Sibeliusartónleikar, sem vöktu mikla hrifningu og þéttu mikill tónlistarviðburður. Antti Koskinen kom hingað sama árið, haustið 1950, með kór finnskra verkíræðistúdenta. Kórinn var þá á leið í söngför til Ameríku, en staldraði hér við í 12 klukkustundir og hélt 2 tónleika við húsfylli og prýði- legar viðtökur. Koskinen var í för' þessari einn af þrem ein- söngvurum með kórnum. Á tónleikunum á sunnudags- kvöldið verða flutt tónverk eft- ir fjögur finnsk tónskáld. Með- Áskorun Rauða krossins um friðsamlega lausn deilumála Alþjóöanefnd Rauöa krossins sem nú situr á fundi í Osló samþykkti í gær einróma að beina þeim tilmælum til ailra Rauða krossfélaga heims að hvetja viðkomandi rík- isstjórnir til að beita sér fyrir friösamlegri lausn deilu- mála á alþjóöavettvangi. 1 ályktuninni eru stórveldin hvött til þess að reyna að kom- ast að samkomulagi um að draga úr vígbúnaði og alþjóð- legt eftirlit með kjarnorkuvopn- um. Lýst er yfir stuðningi við allar ráðstafanir sem eru til þess fallnar að skapa mann- kyninu skilyrði til að búa við réttlátan og varanlegan frið. Undirnefnd af.vopnunarnefnd- ar SÞ kom saman á fund í gær í London til að ræða um eftir- lit með kjarnorkuvopnum. ál viðfangsefnanna er Karelia- forleikur, En Saga og Firi- landia eftir Sibe'.ius, þættir úr Jussi Jalas Kalevalasvítu eftir Uuno Klami og sönglög cftir Leevi Madetoja höfund óperunnar österbottn- ingar, sem gestir finnsku óper- unnar fluttu hér í Þjóðleik- húsinu í fyrra. Ennfremur mun Koskinen syngja sönglög eftir Sibelius og loks eru á efn- isskránni nokkur karlakórslög eftir Toivo Kuula og Sibelius, sem Karlakórinn Fóstbræður flytur undir stjórn Jóns Þór- arinssonar. Jussi Jalas kom hingað til landsins á þriðjudaginn og tók að æfa hljómsveitina strax dag- inn eftir. I viðtali við blaöa- menn í gær kvað Jaias hljóm- sveitina hafa tekið mik.lum framförum síðan hann var hér í fyrra skiptið og auðfundið væri að hím hefði verið í góð- um höndum. Sfjórin Laniels lafir við vö á fveggja afkvo meirihlufa VanfraustíS fellf me<5 289 gegn 287 afkv* Atkvæðagreiðslan í franska þjóðþinginu í gær um van- traust á stjórn Laniels vegna þeirrar afstööu hennar að leyfa ekki viðræður um Indó Kína fór þannig aö stjórnin liélt velli með aðeins tveggja atkvæða meirihluta, og er þá víst að líf hennar fer að styttast úr þessu. Bæði kommúnistar, sósíaldemo- kratar og gaullistar höfðu kraf- izt þess, að þingið fengi að taka til meðferðar styrjöldina í Indó Kír.a. CarJlistar og aðrir hægri menn hafa einkum viljað ræða þátt ríkisstjórnarinnar í óför- um franska hersins við Dienbien- phu. Það er ekkert launungar- mál lengur, að það var stjórn Laniels og þá fyrst og fremst hann sjálfur og Pleven land- varnaráðherra, sem tók þá á- kvörðun að Dienbienphu skyldi varin, hvað sem það kostaði. Franska herstjórnin hafði vilj- að flytja setuliðið burt þegar henni var ljóst að í tvísýnu var teflt, en Laniel og Pleven álitu mikilvægast að beina herstyrk Viet Minh frá Laos og þá einkum höfuðborginni Luang Prabang, sem sjálfstæðisherinn hóf sókn gegn í haust. Stjórnin verður æ valtari í ræðu sinni í þinginu í gær viðurkenndi Laniel óbeinlínis þátt stjórnarinnar í mistökunum við Dienbienphu og sú viður- kenning hefur vafalaust orðið þess valdandi, að í þetta sinn snerust flestir þingmenn gaull- ista gegn stjórninni. í atkvæða- greiðslu um vantraust á Laniel í síðustu viku, hlaut stjórn hans 49 atkvæða meirihluta, og er þvi sýnilegt að hún verður æ valtari í sessi og verður henni ekki spáð langlífi úr þessu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.