Þjóðviljinn - 18.05.1954, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 18. m«i 1954 — ÞJÓÐVILJINN — (7
I.
Sveitina ínína heimsaekja
margir ferðalangar á sumrin
þegar sólin skín. Þeir koma
þangað sér til skemmtunar, og
ég hygg að fáir verði fyrir
vonbrigðum. Hér er sannarlega
sérkennileg íegurð, og óvenju-
leg fjöl'oreytni í riki nóttúrunn-
ar. En margur ferðamaður
spyr okkur heimamenn, á
hverju lifið þið hér? Hvar eru
túnin, hvar eru í-æktunarskil-
yrðin? Það er von að ókunn-
ugur sem um veginn fer spyrji
svo. Ódáðahraun teygir arma
sína heim að túnfæti sumra
bæjanna, úfið og grett, sums-
staðar vaxið kjarri 'og skógi,
annarsstaðar er svart yíir að
líta. En svo gott land er ís-
land, að jafnvel Ódáðahraun,
sem ætla rnætti að væri einn
gróður- og gæðasnauðasti hluti
þess, 'oýr yfir þeim kjarna, sem
íslenzk sauðkind kann að meta
og nýta.
Hefur þú hugsað
út í það
Þó meira sé um vert að horfa
íram á veginn, er þó líka nauð-
syniegt að líta um öxl til lið-
ins tíma. Hefur þú hugsað út í
það lesandi góður, að fyrir
nokkrum áratugum var svo
umhorfs í landi okkar eftir
þúsund ára búsetu, að landið
var þá næstum ver til búsetu
fallið en það hefði verið, ef
hér hefði aldrei frumbyggi
stigið fæti á land fram að þeim
tíma. Engar varanlegar bygg-
ingar, engin nýtileg fram-
leiðslutæki til lands né sjávar,
engir vegir sem því nafni gátu
nefnzt né nýtiiegar brýr, og
Svo að ógleymdu: Ræktað land
nauðalitið, enda þótt þjóðin
bvggi öll í sveitum, en land
allt urið og blósið af hlífðar-
lausri beit og skógarhöggi, s.s.
rányrkju.
Það var fyrst og fremst lang-
varandi ránýrkja, í stað rækt-
unar, sem setti svip sinn á við-
skipti fólksins við ættland sitt.
Auðvitað lágu tii þessa marg-
víslegar orsakír, en ekki sízt
það, að þjóðin glataði sjálf-
stæði sínu í hendur erlendu
ríki um sjö alda skeið. Þess
er þjóðihni allri hollt að minn-
ast í dag, og þá ekki sízt vald-
höíum okkár, 1 svo gálauslega
sem beir fara nú með hið
enclurheimta fjöregg, sjálístæði
íslands og frelsi.
Frá rányrkju
tl ræktunar
En það var fyrst og fremst
ræktun landsins, \sem þessum
hugleiðingúm mínum var ætlað
að snúast um. Flestum eða
öllum er nú orðið ljóst, hversu
mikil lífsnauðsýn það er að
snúa frá rányrkju til ræktunar.
Það er því eðlileg spurning
sem ferðamaðuiinn varpar
fram, er hann kemur hingað,
hvort ekki séu hér erfið og tak-
mörkuð ræktunarskílyrði. Og
vissulega eru þau það í mikl-
um hluta sveitarinnar, miðað
við það sem er í fjölmörgum
byggðarlögum þessa lands. Á
mörgum bæjum hér í sveit er
það einkenni túnrséktar. að
vegna staðhátta er ræktað land
hvers bónda mjög sundurslit-
ið, ein dagslátta hér og önnur
þar, og af bví leiðir að ó-
kunnugir sjá hér minni rækt-
un en þar sem túnið breiðir
Starri
hk Garði:
Að
slá
nýja
túnið
© 9
sig samfleytt út frá bænum.
Auðvitað er það ókostur, að
staðháttum skuli vera þann veg
farið.
Við keyptum okk-
ur dráítarvél
Fyrir áratug síðan var hý-
rækt hér í sveit fremur litil
og gömlu túnin á flestum bæj-
um eru mjög lítil. Franí að
þeim tíma hafði öll nýrækt
verið brotijj hér með hestum
frá því öld þaksléttanna sleppti,
en þaksléttunum tilheyrði rek-
an og spaðinn. Hér var því úm
afkastalítil vinnubrögð að
ræða, miðað við véltækni nú-
tíman.s. Fyrir tíu árum réðumst
við fjórir ungir menn i að
kaupa í félagi International
hjóla dróttarvél, ásamt plóg
og herfi. Það var fyrsta drátt-
arvélin sem kom hér í hrepp-
inn. Meira var það áhugi en
fjárhagsleg geta okkar félaga,
sem ,á bak við þetta fyrirtæki
stóð, enda hefur ánægja okk-
ar af slarfinu með þessum
tækjum orðið meiri en fjár-
hagslegur ■ ávinningur, þótt
sama gildi um þessar fram-
farir sem aðrar, að erfitt er
að meta þær til fjár. —
Hefur þú lesandi góður setið
á dráttarvél, sem dregur af-
kastamikinn, sterkan plóg,
sem ristir þykkan, breiðan
streng, dráttarvél, sem stritar
áfrarn með jöfnum hraða,
manni • finnst vélin lifandi
vera, plógstrengurinn bylgjast
óslitið yfir plógjámið, iem
veltir honum örugglega við,
svo svört moldin snýr upp.
Ef . þú hefur ekki reynt þetta,
áttu mikið eftir.
Ég held að ekkert starf sé
eins skemmtilegt. Það er margt
sem styður að því, að ræktun
lands er öðrum störfum á-
nægjulegri.
Þú þekkir ekki
holtið áftur
Ekki spillir það ánægjunnj,
ef þú hefur þekkt frá því þú
varst barn að alclri holtið, mó-
inn eða mýrina, sem þú ert að
brjóta til ræktunar, og heíur
gert þér Ijóst hversu lítil gagn-
semd v-ar að þessari mýri eða
mó, miðað við ræktað land.
Og þú hefur á meðvitundinni,
að endur fyrir löngu var það
vaxið skógi og vafið grasi, er
spratt í skjóli hans, en for-
leður þínir eyddu hvoru-
tveggja. Þú plægir, herfar, jaín-
ar flagið, ekur í það áburði,
sáir, herfar enn og valtrar. Eft-
ir fáar vikur fer þú að sjá
grænar, grannar spírur gægjast
upp úr moldinni, og fyrr en
varir er moldarflagið orðið þak-
ið dökkgrænu safamiklu grasi,
sem bylgjast fyrir hlýrri sum-
argolunni. Þú þekkir ekki aft-
ur gamla holtið, móinn eða
mýrina. Það er aðeins til i
huga þínum mynd af því sem
áður var. Þú hefur skapað nýtt
land. Og þú hugsar sem svo
þar sem þú stendiir tilbúinn
að slá nýja túnið þitt í fj'.rsta
sinn: Þetta nýja tún á eftir
að auka farsæld mína, bæta
hag minn, ég hef bætt að
nokkru fyrir brot feðra minna
við þetta land, og síðast en
ekki sizt: komandi kynslóðir
munu njóta góðs af þessum
verkum mínum. Og þegar þú
berð saman þennan clökkgræna
akur, og urin rányrkt hrjóstr-
in í kring, þá skilur þú ef til
vill fyrst, að landið þitt, ísland
er sannarlega gott lanö, og það
er á þínu valdi að gera það
enn betra, laða fram það bezta
sem bað býr yfir.
II.
En á þessari stundu hljóta
ýmsar spurningar að leita á
huga þinn. Og þú spyrð: Hverju
hefur aukísa ræktun áorkað á
hag bændanna, hvaða breyting-
ar hefur hún haft í för með
sér, og hvernig er hagur baend-
anna nú?
Eða með öðrum orðum: Hver
er hlutur þjóðfélags okkar í
þessu máli? Siyður þjóðfélag-
ið að því að aukin ræktun
komi bændunum og um leið
þióðinni allri að gagni, eða
hið gagnstæða?
Syndamegm verÚ-
ur bagrginn þyngi-i
Fyrst er að geta þess, sem
vel er af þjóðfélagsins hálfu.
Hver sá, sem brýtur land til
ræktunar fær styrk frá því
opinbera til framkvæmdanna.
Styrkurinn er það ríflegur,
sem líka vera ber, að verulega
murrar um hann fyrir bóndann.
í þessu felst viðurkenning
þeirrar staðreyndar, að rækt-
unarstarfið sé unnið engu sið-
ur fyrir framtíð en nútíð. En
þá get ég því miður ekki bet-
ur séð en upptalið sp að mestu
það, sem vel er af þjóðfélags-
ins hálfu, en syndamegin verð-
ur bagginn þyngri. Skal nú sá
þáttur rakinn lítilsháttar, þó
stiklað verði á stóru.
Það er margt sem aukin
ræktun veldur til breytingar á
búskaparháttum. Segja má, að
hún sé að nokkru leyti undir-
rót aukinnar veltu, þ. e. meiri
notkun peninga til búrekstar-
ins, sem er andstætt þvi sem
áður gilti þegar hver bóndi
bjó sem mest sð sínu, keypti.
sem minnst, notaði sem mest
sjálfur eigin framleiðslu, fram-
leiddi minna á markað.
Aukin ræktun heíur gert
hvorttveggja, aukið kaup bónd-
ans á rekstrarvörum og alls-
konar tækjum, og á hinn bóg-
inn aukið framleiðslu hans á
markað. Um Icið er hann kom-
inn meir en áður var inn í
hringiðu fjármálalifsins, háður
duttlungum bes's og syeiflum, í
þjóðfélagi, þar sem sá þykir
mestur og beztur, sem náð get-
ur lengst í því að hirða arðinn
af annarra vinnu gegnum verzl-
un og viðskipti. Rétt er að
víkja að því nánar, á hvern
hátt aukin ræktun hefur orð-
ið völd að þeim breytingum bú-
hátta, sem drepið hefur verið á.
Að gerast heira
resms og sólar
Með aukinni ræktun kemur
nýr útgjaldaliður til sögunnar,
sem eykst í sama hlutfalli og
ræktunin. Það er tilbúinn á-
burður. Sá útgjaldaliður, er
þegar orðinn einn sá stærsti í
búrekstri þess bónda, er tekur
heyfeng sinn á ræktuðu landi.
Þá er vélvæðing sú, sem allir
bændur keppa nú að, og margir
eru langt á veg komnir með
að koma á hjá sér, raunveru-
lega afleiðing aukinnar rækt-
unar. Án ræktaðs lands kæmu
vélarnar tæpast til greina, og
eftir því sem ræktunin er
meiri, njóta vélarnar sín bet-
ur. Vélvæðingin hefur aftur í
för með sér enn nýja útgjalda-
liði, og þá ekki svo smáa, þar
sem fyrst er stofnkostnaðurinn,
og siðan rekstrarkostnaðurinn.
Nú sér það hver hygginn bóndi,
að þar sem svo mikið fé er Iagt
í það á hverju vori að láta
túnin spretta, stenzt hann alls
ekki efnalega að eiga það
lengur undir sól og regni,
hvort heyið hirðist vel, hrekst
eða verður ónýtt. Þá er að-
byggja votheyshlöður og þurr-
heyshlöður með súgþurrkun.
Fleira mætti telja sem aukin
ræktun leiðir af sér, þó hér
sé látið staðar numið.
Um tilbúinn áburð
En hvaða áhrif hefur svo
þjóðfélagið á hag bóndans í
gegn um alla þessa nýtilkomnu
útgjaldaliði? Þá er það fyrst
tilbúni áburðurinn. Það má
kalla furðanlegt fyrirbrigði í
verzlunarmálum okkar í dag,
að þessi nauðsynjavara hefur
ekki verið gerð að féþúfu
braskara og auðhringa, sem
flest annað. Bezt gæti ég trú-
að að sala og dreiíing áburð-
arins væri í sæmilegu Iagi,
og eigum við það Áburðar-
einkasölu ríkisins að þakka.
Gefur það bendingu um, hversu
haga mætti innflutningi og
dreifingu ýmissa annarra nauð-
synjavara til stórhagsbóta fyrir
atvinnuvegi og almenning, frá
því sem nú er.
Bjargráðið og
benjamínið
Til er stjórnmálaflokkur er
nefnir sig Framsóknarflokk.
Forystumenn þess flokks kalla
sig fulltrúa bænda á Alþingi
og í ríkisstjórn, enda þangað
komnir mest fyrir atkvæði
bænda og má það teljst meira
en lítið vafasamur búhnykk-
ur. Þessir „fulltrúar bænda“
sungu í kór látlausan barlóms-
söng um dýrtíð og verðbólgu,
sem allt væri að drepa. Töldu
þeir sig einir færa um að bæta
úr meininu, sem hinir flokk-
arnir væru valdir að. Þetta
var á mestu velgengnisárum al-
mennings á íslandi, upp úr
1940. Um raunverulega dýrtíð
var þá ekki að ræða, því hag-
stætt hlutfall var þá milli
kaupgjalds og verðlags fyrir
vinnandi stéttirnar, almenning
í landinu. „Fulltrúar bænda“
höfðu úrræði á reiðum hönd-
um, gegn dýrtíð þeirri og verð-
bólgu, er þeir stögluðust mest
á. Og ekki stóð á framkvæmd-
unum, strax og þessir „fulltrú-
ar bænda“ komust í valdaað-
stöðu í innilegri ást og ein-
drægni með svartasta aftur-
haldinu. Og hvað haldið þið
að ráðið hafi verið? Það var
gengislækkun. Þessi ráðstöfun
bar að vísu vörumerkið: „made
Framhald á 8. aiðu.
Áburðaryerksmiðjan varð mörgum miUjónatu-rum dýrarl en þurft
bel'ði að vera. hún verður fljótlega of lííil. En þrátt íyrir það
tengja bændur við hana vonir um möguleika til aúklnnar ræktunar.