Þjóðviljinn - 18.05.1954, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 18.05.1954, Blaðsíða 10
30) — ÞJÓÐVILJINN — Þriöjudagur 18. maí 1954 INNAN VIÐ MÚRVEGGINN EFTIR A. J. CRONIN 4. var ekki vilji hans. Ég hafði óttazt stóra atburði, en það voru smámunir sem réðu úrslitum, — kennslan þín í sumarskólanum. En þetta hlaut aö koma. Það segir presturinn. Ég grátbað hann að hjálpa mér til að hlífa þér með einhverju móti. En hann neitaði. Hann segir að þú sért orðinn fullorðinn maður og verðir að fá að vita sannleikann“. Geðshræring hennar fór vaxandi með hverju oröi og þótt hún hefði ætlað að halda rósemi sinni endaði hún mál sitt í þjáningarstunu. Hönd hennar skalf þegar hún rétti honum skjalið. Hann tók við því eins og í leiðslu og sá þegar í staö að nafn hans stóð ekki á því. í stað- inn fyrir nafnið Páll Burgess las hann Páll Mathry. „Þetta er ekki rétt ....“ Hann þagnaði, leit af skjal- inu og á hana; einhver dulinn strengur í huga hans titraði við nafnið Mathry, eins og hörpustrengur í yfir- gefinni stofu. „Hvað á þetta að þýða?“ „Þegar við komum hingað tók ég upp gamla nafnið mitt, Burgess. Ég er frú Mathry, faöir þinn var Rees Mathry, þú ert Páll Mathry. En ég vildi gleyma því nafni.“ Það fóru viprur um munn hennar. „En ég vildi að þú þyrftir aldrei að heyra það nafn.“ „Hvers vegna?“ Það varö þögn. Hún leit niður fyrir sig. Hún svaraði svo lágt að varla heyrðist: „Til þess að forða þér .... frá hræðilegri smán.“ Hann fann hve hjarta hans barðist, það var eins og maginn á honum herptist saman, en hann beið hreyf- ingarlaus eftir framhaldinu. En það var eins og hún gæti ekki meira. Hún leit á hann í örvæntingu. „Neyddu mig ekki til að halda áfram, sonur minn. Herra Fleming lofaði að hann skyldi segja þér allt af létta. Farðu til hans Hann bíður eftir þér.“ Hann sá að henni var kvöl að tala um þetta, en hann þjáðist líka og gat ekki hlíft henni. „Haltu áfram,“ sagði hann hljómlausri röddu. „Þ'að er skylda þín að segja mér það.“ Hún fór að gráta, hún tók andköf og rýrar axlir henn- ar skulfu. Aldrei fyrr hafði hann séð hana gráta. Eft- ir nokkra stund andaði hún djúpt eins og hún væri að safna kröftum. Án þess að líta á hann stundi hún: „Faðir þinn dó ekki í Suður-Ameríku. Hann var að reyna að komast þangað, þegar lögreglan tók hann fastan.“ Á dauða sínum hefði hann átt von en ekki þessu. Það var eins og hjarta hans hætti að slá sem snöggvast en tæki síðan till aftur með auknum hraða. „Fyrir hvað?“ stamaði hann. „Fyrir morð.“ Það var dauðaþögn í litla herberginu. Morö. Þetta hræöilega orð bergmálaði ofsalega í heila hans. Hann missti allan mátt. Kaldur sviti spratt út um allan lík- ama hans. Loks hvíslaði hann titrandi rödd: „Var hann .... var hann hengdur?“ Hún hristi höfuðið og það kom hatursgiampi í augu hennar. „Betur aö svo hefði verið. Hann var dæmdur til dauða .... náðaður á síðustu stundu .... hann er að afplána ævilangan fangelsisdóm í fangelsinu í Stoneheath." Þetta varö henni ofraun. Höfuð hennar seig út á öxl- ina, hún riðaði og féll fram yfir sig. Þriðji kafli Hús séra Flemings stóð í hjarta Belfastborgar í nám- unda við aðalbrautarstöðina, — ljótt, óvistlegt hús. grá- málað eins og kirkjan sem var áföst við. Þótt hann væri þreyttur og örmagna og hefði helzt viljað fela sig í ein- hverju skúmaskoti, hafði einliver knýjandi máttur rek- ið Pál eftir regnvotum strætunum til fundar við prest- inn. Þegar móðir hans kom til sjálfrar sín hafði hún farið beint í rúmið. Hann gat ekki hvílt sig fyrr en hann vissi meira, vissi allt af létta. Þegar hann barði var kveikt á útiljósinu og Ella Fleming hieypti honum inn. „Ert það þú, Páll. Komdu inn fyrir.“ Hún vísaði honum inn í setustofuna; þar var lágt undir loft, gluggatjöldin dökkrauð; eldur brann á litl- um arni. „Pabbi er að tala við mann. Hann verður ekki lengi.“ Hún brosti eins og hún hélt aö við ætti. „Það er hrá- slagalegt úti. Ég skal koma meö kókó handa þér.“ Ella leit svo á að kókóbolli væri allra meina bót — en þessa stundina var fjarri því að hann hefði lyst á því, en hann hafði ekki þrek til að afþakka það. Var það hugarburður hans, aö hlutlaus framkoma hennar, sam- anbitnar varirnar gæfu til kynna vitneskju um áfallið mikla? Hann settist þunglega niður, hún sótti bakka fram í eldhús, hrærði saman kókói og sykri og heUti sjóðandi vatni á. Hún var tveim árum eldri en hann, en hún var grannvaxin, mittismjó og fölleit og dálítið telpuleg. Augu hennar grágræn voru stór og svipmikil — aöal- prýði hennar. Venjulega voru þau glampandi og fjör- leg, en stundum voru þau tárvot og eldur gat brunn- ið úr þeim. Hún hugsaði vel um útlit sitt og þetta kvöld var hún í dökku felldu pilsi, svörtum sokkum og þunnri, hvítri, nýstrokinni blússu, fleginni 1 hálsinn. Hann tók við bollanum og drakk kókóið þegjandi. Einu sinni eða tvisvar leit hún upp og leit spyrjandi á hann yfir prjónana sem hún hélt á. Hún var ræðin að eðlis- fari og við það að vera ráðskona föður síns eftir lát móð- urinnar, hafði hún öðlazt talsvert öryggi í fasi. En þegar hann svaraöi engu hversdagslegum athugasemdum hennar, hnyklaði hún vel snyrtilegra bmnirnar og sætti sig við þögina. Innan skamms heyrðist mannamál í anddyrinu og svo heyrðist útidyrunum lokaö. Ella reis samstundis á fætur. „Ég skal segja pabba að þú sért kominn.“ uuít Þetta g'erðist í Frakklandi: Hún var 79 ára er hún kom til lögfrœðing'sins að ræða við har.n um skínað frá manni sínum. Hve gamail er maður yðar? spurði lögfræðingurinn. Hann er 86 ára .svaraði frúin. Og hve lengi hafið þið verið S hjónabandi ? Rétt sextíu ár. Og ætlið nú að fara að skilja? Já, finnst yður ekki timi tii lcominn? Líti'.l drengur talaði við miðdeg- isverðarborðið mjög um draum sem hann haföi dreymt nótt- ina áður. Heyrðu, væni minn, sagði móðir hans: veiztu nokkuð hvað draumar eru i raun og ver ? Já já, það eru kvikmyndir scm maður sér í svefni. Kynleg huggun: Sjúklingurinn beið uppskurðar og sagði við hjúkrunarkonuna sem var mjög samúðarfull á svipinn: Eg kviði svo fyrir þessu, þetta er fyrsti uppskurðurinn minn. Eg er lika kvíðinn, svaraði kon- an, læknirinn er maðurinn miTin — og þetta er líka fyrsti upp- skurðurinn hans. með þtn að setja flauelsuppslög á þær. Látlaus kjólí á uiiglifíg Smátclpa í íalicgn kápíi síðarmeir. Kápan þarf auðvitað að vera með góðum faldi, og þegar þarf að setja á hana nýjan flauelskraga má nota tækiíærið og lengja ermarnar sturs- umbúðir Þegar húsmóðirin fer að um snúa öllu á vorin og gera hreint kemur það stundum fyrir að mcnnirnir smitast afj hreingerningarlöngun og fara að taka til og gera við. Efj húsbóndinn á heimilinu þarfj að grípa til tangarinnar sinn- ar, sem er fín og gljáandi, getur hann þiurft á því að halda að hlífa henni með hefti- plástursumbúðum. Bæði hlífir það tönginni og kemur einnig í veg fyrir að það rispist sem verið er að gera við. Þessa hugmynd er einnig hægt að nota ef maður þarf að notast við stór skæri sem töng. Smáköflótt efni eru hentug í bamakápur, því að köflótt( efni eru ekki eins saurljót og einlit. Elinnig cr hægara að lengja eimar og skipta umj kraga á köflóttum kápum án þess að viðgerðarsvipur komi. á þær. Kápan á myndinni er snotur og hentug. Hún er með fellingum í bakið og spe'di, og það er því hægt að víkka hana að aítan ef á þarf að halda Veslisgs meðurínn Ungur maður hefur snúið sér til lögreglunnar í Toronto í Kanada og kvartað yfir því að 19 ára gömul stúlka elti hann á röndum. En við þetta komst lögreglan í vanda, þvn að löggjöfin í Kanada mælir ekkert fyrir um afskipti lög- reglunnar af slíkum málum. En samkvæmt úreitum lögum um verkfallsvörð (!) var stúlk- an dæmd til að láta veslings manninn í friði í eitt ár. En hið merkilegasta við sög- una er það, að stúlkan er ljómandi lagleg. Virginie, franska tízkufirm- að, sem einkum fæst við að framieiða föt á unglinga, hef- ur gert kjólinn hér á mynd- inni og hann er afar látlaus. Pokavasarnir sem eru næstum framan á maganum eru þó ný- stáriegir. Blússan er iaus- rykkt að framan. Kjóllinn er úr einlitri uliarblöndu og í mittið er svart lakkbelti. Takið eftir litia smáköflótta taubatt- inum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.