Þjóðviljinn - 15.06.1954, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 15.06.1954, Qupperneq 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 15. júní 1954 Útvarp síðustu viku er fá- dæma lítið umræðuefni. Ég hef að jafnaði verið fáorður um hljómlist, en nú er það hún, sem ég minnist helzt. Einsöngur Magnúsar Jónsson- ar á hvítaunnudag var mjög glæsilegur, og er mikið fagn- aðarefni, er svo ágætir og glæsilegir listamenn koma fram á sjónarsviðið og bætast í hóp þeirra er fyrir eru. Kór- söngurinn frá Húsavík var látlaus og elskulegur. Tilbrigð- in um stef eftir Sjækofskí á fimmtudaginn voru unaðsleg og skyggðu þó hvergi á söng Elísabetar Svarthöfðu það hið sama kvöld. Laugardagskvöldið bauð upplestur skáldverka og.önn- uðust þann upplestur kunnir leikarar. .Valdimar Lárusson las mjög vel stílhreina smá- sögu eftir Kristján Bender, Þorsteinn Ö. Stephensen kvæði eftir Jakobínu Sigurð- ardóttur. Kvæði Jakobínu hafa orðið þjóðkunn síðustu Bióu'stiívi tvö árin og það að fáheyrðum ágætum, sém byggjast á hvoru tveggja í senn: fullkomleíka þess ljóðforms, er skýrast og áhrifaríkast talar til okkar Islendinga, og þess yrki3efnis, sem næst liggur hjartarótum okkar, þegar allt kemur til ails. Betri upplesara fyrir ljóð hennar getur maðui’ vart hugsað sér en Þorstein Ö. Iiöskuldur Skagfjörð las kafla . úr Önnu á Stóruborg eftir Jón Trausta. Ekki snart hann nærri eins og þeir fyrr- nefndu, og mun það að ein- hverju hafa legið í því, að hann valdi sér ekki eins list- rænt viðfángsefni. — Upp- ilöí. Tónlistaríélagið Norræna tónlistarliátíSm Kammer — tónleikar veröa haldnir í kvöld kl. 6.45 síðdegis í Austurbæjarbíó. Flutt verða verk eftir Jan Maegaard, Johannes Midlelfart Kivertz, Niels Viggo Bendtson, Joonas Kokkonen, Bjarne Brustad, Eino Limala og Er- land von Koch. Aögöngumiðar seldir hjá Eymundsson og Lárusi Blöndal. Verð kr. 20,00. Tvær ferðií í viku frá 16. jásd Frá og með 16. júní verður flugferðum „Gullfaxa" til KAUPMANNAHAFNAR fjölgað. Flogið verður beint til Kaupmannahafnar á miðvikudögum og þaðan til Reykja- víkur samdægurs. Á laugardögnm verða flugferðir til Kaupmannahafnar með viðkomu í OSLÓ og á sunnudög- um verður flogið frá sömu stöðum til Reykjavíkur. Flugfélag íslands er eina félagið, sem heldur uppi beinum samgöngum milli Reykjavíkur, Kaup- mannahafnar og Osló. Doktorsritgerð Halldórs Kalldórssonar ÍSLENZK ORÐTÖK Eins og kunnugt er af fréttum varði Halldór Halldórs- son dósent í íslenzku við Háskólann, doktorsritgerð sína íslenzk orðtök á laugardaginn var. Blaðið getur nú fært lesendum sínum þá ánægjulegu fregn að ritgeröin hefur þegar verið prentuð og kemur á markaðinn áöur en lang- ir tímar líða. lestur Helga Kristinssonar á fimmtudagskvöldið var lát- laus og viðfelldinn. Kvæðin voru yfirleitt mjög vel valin, og er það góðra gjalda vert að velja lítt kunn kvæði eftir lítt kunna höfunda, en öll af þeirri gerð, að þeirra verður auð- veldlega notið við fyrstu heym. Þá ber ekki sízt að minnast á upplestur norska skáldsins Hermans Wild- denvey, er hann flutti ljóð sín á sunnudagskvöldið. Var það ein herleg nautn á að hlýða þeim, er svo vel kunnu skil á máli hans, að ljóðalest- urs yrði að fullu notið af þeim sökum, og einnig hygg ég aðr- ir hafi notið nokkurrar á- nægja við að hlýða á raddblæ og hrynjandi, og er manni næsta auðvelt að trúa því, að Norðmenn muni ekki eiga aðra honum snjallari í íþrótt framsagnarlístarinnar. Erindi Stefáns Einarssonar prófessors um leikritaskáldið Evgene O’Neill var skýrt og greinargott svo sem önnur er- indi þessa vandvirka vísinda- manns. Það var gaman að fá Baldur Bjarnason með sagn- fræði sína efir langa hvíld. Baldur gerir fræðiatriði sín ljós og þannig úr garði, að það er viðfelldið að hlýða á hann, þótt málfar hans geti ekki talizt gallalaust. Jóhann- es Markússon flugmaður ræddi um flug á fimmtudag- inn. Þessum erindum Úr heimi flugsins hygg ég að margur hafi ánægju af, og það gleður mig mjög, hve málfar flug- mannanna hefur verið gott í erindum þeim. — Unnsteinn Stefánsson ræddi enn um sjó- rannsóknir af sömu prýði og áður. Eg missti af því út- varpsefni, er á eftir kom á föstudaginn. — Ólafur kristni- boði ræddi um tilorðningu biblíunnar á sunnudaginn. Ræða hans lá á mótum sagn- vísinda og trúrækni og veitti þó trúrækninni betur. En það er oftast eitthvað hlýlegt við að hlusta á Ólaf. — Minnis- stæðasta útvarpsefni vikunn- ar var þáttur Björn Th. Ur heimi m yndliistarinnar, og hef ur hann ekki verið merkilegri í annan tíma. Bar þar hvort tveggja til: fi’æðslan um hið mikla Ásbúðarsafn og samtal- ið við höfund þess. Leikritið Hans og Gréta hefur tvímælalaust notið sin betur í leikhúsi en í Utvarpi. — Nú var rætt um hirðingu skrúðgarða á góðu máli. — Fréttaauki Hallbergs hins sænska á fimmtudaginn var mjög skemmtilegur. G. Ben. Sjómaimadagur Framhald af 3. síðu. dórsson og Ólafur Aðalbjöfnsson. Dagskrá útvarpsins á sunnu- daginn var að vérulegu leyti helguð Sjómannadeginum, m. a. var útvarpað frá hátíðahöldun- um við Dvalarheimilið og hófinu á Hótel Borg. Merki dagsins og Sjómannadagsblaðið voru seld á götum úti. Einnig hófst sala á miðum í Bíla-, báta- og búvéla- happdrætti Dvalarheimilisins og var salan ör. Hér er um mikið verk að ræða: 416 blaðsíðna bók, settá þéttu letri. Höfundur byrjaði að vinna að henni árið 1939, hélt síðan áfram með hana árið eftir og 1942. Síðan lá verkið í salti til seinrií hluta vetrar 1951, er höf- undur tók því' lokátakið, og lagði það síðan fram með um- sókii um dóseiitsembæfti við Há- skólann. • Undirtitill bókarinnar er: Drög að rannsóknum á mynd- hverfum orðtökum í íslenzku, en méð því er átt við orðtök er fela í sér líkingu. Henni er skipt í tvo hluta. Er hinn fyrri al- menns efnis, um verkefnið, rannsóknaraðferð og heimildir o. s. frv. En seinni hlutinn er hins- vegar orðtakaskrá, þar sem gerð er grein fyrir uppruna, sögu og merkingu 830 orðtaka í íslenzku máli. Er þeim raðað eftir staf- rófsröð, þar sem „lykilorðið" ræður röðinni, en ekki kann fréttamaður að gera nánari grein fyrir því, þar sem hann hefur aðeins haft tækifæri til að líta á bókina. Hér kemur til skýringar kaflinn um orðtak nr. 531: kemur út innan skamms „Kríta múka um e-ð. Orðtakið merkir „segja frá e-u“. Það er t. d. notað í sam- bandinu ég veit ekki, hvort ég á að kríta neina múka um það „ég veit ekki, hvort ég ætti að minnast á það“. f alkorti var reikningur haldinn þannig, að gerð voru krítarstrik fyrir vinn- inga, Frá því er orðtakið runn- ið. Um orðið múkur er rætt við nr. 532“. Fátt hefur verið skrifað um þetta efni á íslenzku áður, og sambærilegt verk mun ekki vera til á Norðurlandamálum. Á síðkastið hefur það farið allmjög í vöxt að menn hafi misskilið og vanskilið íslenzk orðtök. Af því hefur leitt mik- inn rugling og vond mállýti. Mun dæmið um þjófin sem kom úr heiðskíra loftinu vera þar einna gleggst. Þessi bók á að geta kennt íslendingum aftur hvern- ig helztu orðtök í málinu eru hugsuð og mynduð, og stuðlað þannig að málvernd og málauðg- un. Það er fagnaðarefnið sem á var minnzt í upphafi fréttar- innar. Verk sem unnin eru á næturnar — Tal og hlátur á næturþeli — Bréf frá G.H.E. — Þolum við ekki þrifabaðið? SUM VERK ERU unnin á næt- urnar, t.d. eru kantarnir á gangstéttunum málaðir á næt- urnar, þegar minnst er um- ferðin. En nú hefur Bæjar- pósturinn verið beðinn að koma því á framfæri við rétta aðila að menn þeir sem þessa næturvinnu annast, séu áminnt ir um að hafa ekki hátt við vinnu sína. Brögð hafa ver- ið að því að þeir hafa talað hátt og hlegið með þeim af- leiðingum að fólkið í húsun- um í kr.ing hefur vaknað af værum blundi. Þetta á auð- vitað ekki að eiga sér stað; verk sem framkvæmd eru kringum mannahústaði á svefntima eiga að vinnast í kyrrþey svo að fólkið hafi svefnfrið. Verkamennirnir verða að reyna að hafa taum- hald á kátínu sinni og talanda meðan þeir eru að vinna fyrir neðan svefnherbergisgliigga sofandi fólks. Vonandi verður þetta góðfúslega tekið Lil at- hugunar. , { G,H.E. sendir eftirfarandi bref: „•Háttvirti herra Bæjarpóstur. þ Séra Denjamín er að níða Kiljan í Morgunblaðinu ný- lega. Ég held að prestvígðir menn ættu að nota menntun- ina til annars þarfara en kasta steinum að þeim sem eru á undan samtíðinni. Við eigum svo lítið af stórum mönnum, að við ættum að hafa vit á að láta þá í friði; það er það minnsta sem við getum gert fyrir þá. Fólkið talar um sóðaskapinn í ritum Kiljans, segir að hann lýsi bara heimsku fólki og aum- ingjum. Hvað á oft áð segja það, að það erum við sem erum sóðar; skáldið er að taka okkur í 'gegn. Ekki trúi ég því að við þolum ekki þrifabaðið án þess að verða vondir. Við megum til að þola snillingnum, þótt hann trufli nægjusemi okkar, helzt að vera svo gáfaðir að þakka honum fyrir ónæðið. Hafa ekki frumkvöðlar mannkyns- ins alltaf sett samfélagið á annan endann, blásið á það eins og spilahorg. Ég held að við Islendingar ættum að vera montnir af Kiljan okkar og Framhald á 9. síðu

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.