Þjóðviljinn - 15.06.1954, Síða 5
Þriðjudagur 15. júní 1954 — ÞJÓÐVTLJINN —• (5
H IMjélk ur baunttm,snáðar irfiskinpli
Brúning fordœmir fylgispekt viS USA,
krefsf samninga v7ð Sovétrikin
Deilan innan borgarflokka Vestur-Þýzkalands um ut-
mríkisstefnu Konrads Adenauers liarðnar sífellt. Ræða
sem prófessor Heinrich Briining, fyrrverandi forsætis-
,’áðherra Þýzkalands og flokksbróðir Adenauers, flutti
i félagi iðjuhölda í Diisseldorf, hefur haft svipuð áhrif
á umræðurnar og olía á eld.
Brúning, sern var forsætisráð-
lerra Weimarlýðveldisins frá
1930 til 1932, talaði á fundi
Etínar-Ruhr klúbbsins í Dussel-
iorf, miðstöð iðnaðarhéraðsins
nikla í Vestur-Þýzkalandi.
Varar við einhliða stefnu
1 ræðu sinni sagði Brúning að
bað næði ekki neinni átt fyrir
Þjóðverja að binda sig einhliða
við algera fylgispekt við vilja
Bandaríkjastjórnar eins og
Adenauer hefur gert.
,,Það er fásinna að fallast á
3amningana um stofnun Vestur-
Evrópuhers, meðan enn er hugs
anlegt að árangur verði af
samningum við Sovétríkin....
Dhugsandi er að Rússar semji
ef einu sinni er búið að stofna
Vestur-Evrópherinn“.
Sameining Þýzkalands
„Sameining Vestur- og Aust-
ur-Þýzltalands er útilokuð ef
þess er krafizt að sameinað
Þýzkaland skuli ganga í Vest-
ur-Evrópuherinn eða Atlanz-
hafsbandalagið," sagði Brúning
ennfremur. „Af engum er hægt
að krefjast að hann fremji póli-
tískt sjálfsmorð."
Hlutlaust Þýzkaland
Brúning tók undar kröfuna
um að Vestur-Þýzkaland taki
upp beina samninga við Sovét-
stjórnina og sagði: „Það er
slærtit að menn í Bonn hafa ekki
gefið gaum Rappallosamningn-
um (sem Sovétríkin og Þýzka-
and gerðu 1922) og aðstæðun-
um sem sköpuðu hann ....
Rappallossamningurinn og Loc,-
arnosamningarnir (milli Þýzka-
lands og Vesturveldanna)
þýddu að friðsamt Þýzkaland
skapaði jafnvægi í Evrópu. Því
sama hefði verið hægt að koma
til leiðar eftir heimsstyrjöldina
síðari.“
Biðskákis'; 11.
Framhald af 1. síðu.
verjann Sliwa, sem er fjórði
með sex og hálfan vinning. —
Skák Guðmundar Pálmasonar
fór einnig í bið en hann tefldi
við Szabo.
I sjötta og sjöunda sæti eru
Ungverjinn Barcza og Svíinn
Stáhlberg með sex vinninga
og biðskák hvor, Tékkinn Sajt-
ar hefur sex, Þjóðverjinn Uhl-
man og Ungverjinn Kruger
fimm og hálfan og biðskák,
Tékkinn Filip og Rúmeninn
Balanel fimm og biðskák og
Búlgarinn Minéff fimm. Pach-
man og Sajter gerðu jafntefli.
Guðmundur Pálmason hefur
f jóra og hálfan vinning og bið-
skák.
Kreppa óhjákvæmileg
Þrátt fyrir það þótt iðnaður
Vestur-Þýzkalands hafi náð sér
furðu vel á strik er kreppa ó-
hjákvæmileg, sagði Briining.
Það er sjálfsblekking að halda
að endurhervæðing geti komið í
veg fyrir hana. Kreppan verður
þeim mun tilfinnanlegri sem
viðskiptasambönd Vestur-Þýzka
lands eru meira einhliða í
vestur.
Dr. Luther sama sinnis
Á fundi Rínar-Ruhr klúbbs-
ins var einnig staddur annar
forsætisráðherra Weimarlýð-
veldisins, dr. Hans Luther.
Hann tók í sama streng og
Brúning. Þriðji forsætisráð-
herrann frá árunum milli styrj-
aldanna sem enn er á lífi, dr.
Joseph Wirth, hefur fyrir
löngu sett fram svipaðar skoð-
anir og stendur framarlega í
heimsfriðarhreyfingunni.
Adenauer æfur
Afstaða Brúnings er þungur
álitshnekkir fyrir Adenauer.
Kaþólski miðflokkurinn, sem
Brúning var foringi fyrir, er
fyrirrennari Kristilega lýðræð-
isflokksins, sem Adenauer
stýrir. Brúning hefur til þessa
verið talinn mjög hlynntur
nánu samstarfi við Bandaríkin.
Hann var í útlegð vestan hafs
öll stjórnarár Hiters og gegndi
þar prófessorsstöðu við háskól-
ann 'Harvard. Síðan hann
hvarf heim árið 1947 hefur
hann látið stjórnmál með öllu
afskiptalaus þangað til nú. |
Strax eftir ræðu Brúnings
birti Adenauer tilkynningu, þar
sem ráðizt er á skoðanir hans.
Kröfu ÍBrúnings um sjálfstæða
þýzka stefnu, sem miði að yin- |
samlegum samskiptum bæði í
austur og vestur, er líkt við
landráð og hann sakaður um
að vekja tortryggni í garð Þjóð
verja með því að láta líta svo
út að þeir kunni að „etja Sov-
étríkjunum og Vesturveldun-
um saman."
Áður en Brúning flutti ræðu
sína hafði helzti samstarfs-
flokkur Adenauors, hinn íhalds-
sami Frjálsi lýðræðisflokkur,
krafizt þess að tekið yrði upp
stjórnmálasamband og samning
ar við Sovétríkin og sumir af
flokksbræðrum Adenauers á
þingi tóku í sama streng.
Churchsil gerðisr
sokkabands-
¥i!ja svipía
Frakka aðsíoð
Styles Bridges, formaður
fjárveitinganefndar öldunga-
deildar Bandaríkjaþings, sagði
í gær að hann áliti að svipta
bæri Frakkland allri efnahags-
aðstoð úr ríkissjóði Bandaríkj-
anna.' Hann kvaðst geta sagt
með fullri vissu að nefnd sín
myndi neita að veita eins mik-
ið fé til aðstoðar við önnur
lönd og ríkisstjómin fer fram
á.
Bridges sagði einnig, að á
lokuðum fundi nefndarinnar
hefði fulltrúi utanríkisráðu-
neytisins lýst yfir samþykki við
það sjónarmið, að svipta beri
þau lönd, sem ekki samþykkja
samningana um Vestur-Evrópu-
her, allri bandarískri aðstoð.
Löndin sem þetta á við eru
Frakkland og Italía.
Elísabet Bretadrottning sæmdi
i gær Winston Churchill forsætis-
ráðherra Sokkabandsorðunni við
hátíðlega athöfn í hallarkapell-
unni í Windsor. Aðeins 25 menn
sem ekki eru konungbornir
mega bera orðuna samtímis.
Börnin á myndinni eru smakkarar í þjónustu Barna-
hjálparsjcSs SÞ (UNICEF). Vísindamenn hafa á vegum
sjóðsins framleitt gervimjólk úr sojabaunum og snúða úr
fiskimjöli og krakkarnir voru fengnir til að dæma um
þaö, hvernig þessi nýstárlegu matvæli smökkuðust. Dóm-
urinn var hagstæöur og nú verður framleiðsla hafin í stór-
um stíl. Þessi matur er ódýr en mjög eggjahvíturíkur.
Mun hann koma að miklu gagni við aö efla hreysti og
heilbrigði barna í löndum eins og Indónesíu, þar sem
fátt er um kvikfénað og því skortur á mjólk og kjöti.
Lyf við flogaveiki
er unnið úr rófum
Fyrsta heilaljörsfnið sem framleitS er
Vonir standa til að í fyrsta skipti hafi tekizt að finna
Ivf við flogaveiki. Það er unnið úr rófum.
Dv. Pearce Bailéy, stjórnandi
stofnunar heilbrigðismálastjórn
ar Bandaríkjanna sem rannsak-
ar taugasjúkdóma, hefur skýrt
þingnefnd í Washington frá
þessu.
Hann kvað efni þetta, glúta-
Chaplin tekur á móti verð-
laumirn Heimsfriðarráðs
Charlie Chaplin, kvikmyndasnillingurinn heimsfrægi,
nefur veitt viðtöku friðarverðlaunum Heimsfriðarráðs-
ms.
Brezki vísindamaðurinn dr. R.
L. M. Synge afhenti Chaplin
verðlaunin í garðinum umhverf-
is hús hans í Vevey nærri
Lausanne í Sviss. Dr. Synge,
sem fékk nóbelsverðlaun fyrir
vísindaafrek í eðlis- og efna-
fræði árið 1952, er varaforseti
brezku friðarnefndarinnar.
Börnin að leik
Meðan verðlaunaafhendingin
fór fram léku fjögur börn
Chaplins sér milli trjánna í
Kaupmenn fangelsaðk
Phibun Songgram, einræðis-
herra Thailands, lét lögreglu
sína í gær handtaka 60 kínverska
kaupmenn í höfuðborginni Bang-
kok. Er þeim gefið að sök að
hafa stundað kommúnistiska
starfsemi.
Charlie Chaplin
garðinum.
Chaplin flutti stutta tölu og
fórust þannig orð:
„Friðarþráin er almenn. Eg
er sannfærður um að það er
skref í rétta átt að ala á kröf-
unni um frið, hvort heldur er
úr austri eða vestri. Þess
vegna er mér gleði og heiður að
veita þessum verðlaunum við-
töku.“
Fordæmir vetnisprengjuhótanir
„Eg ætla mér ekki þá dul að
kunna ráð við þeim vanda sem
nú steðjar að friðnum en svo
mikið veit ég þó að þjóðirnar
munu aldrei leysa þennan
vanda meðan andrúmsioftið‘*er
þrungið hatri og tortryggni, og
því síður munu hótanir um að
varpa vetnissprengjum leysa
hann.
Á yfirstandandi kjarnavís-
;indadaöld verða þjóðirnar að
ifinna einhverja nýrri og upp-
: byggilegri aðferð en ofbeldi til
að jafna ágreiningsmál.“
Framhald á 11. síðu.
mín, „gefa r.v.klr.r vonir“ um
að með því yrði hægt að hafa
hemil á flogaveiki.
Gátur heilans
Dr. Bailey kallaði glútamín
„fyrsta heilafjörefnið, sem
tekizt hefur að framleiða“.
Hann kvað vonir standa til að
með hjálp þess yrði hægt að
leysa ýmsar gátur heilastarf-
seminnar auk þess að halda
flogaveiki í skefjum.
Dagskammtur kostar
3200 ltr.
Læltnirinn sagði að komið
hefði í ljós að glútaminsýru-
skortur væri í heila flogaveiki-
sjúklinga. Ekki tókst að bæta
úr þessu með því að gefa glúta-
mínsýru sem lyf því að heil-
inn tók hana ekki til sín úr
blóðinu. Vandinn var að finna
samband glútamínsýru og ann-
ars efnis, sem hefur þann eig-
inleika að setjast að í heilanum
þar sem sýran skilst svo frá.
Glútamín er einmitt þesskonar
efni.
Dagskammtur af glútamín
fyrir einn sjúkling kostar nú
3200 krónur en þegar fram-
leiðsla í stórum stíl verður
hafin er búizt við svipuðu verði
á því og penisillíni.
Verið er að leita að aðferð
til að gera það þannig úr garði
að hægt sé að taka það inn.
Áður aðeins deyfilyf
öll lyf sem áður hafa verið
notuð við flogaveiki hafa eng-
in áhrif haft á sjálft eðli sjúk-
dómsins heldur aðeins verið
deyfilyf, sagði dr. Bailey. „Þau
vinna ekki á tilhneigingunni til
floga heldur dylja hana ein-
ungis. Ég álít að við höfum nú
rofið þann leyndardómsfulla
Framhald á 11. síðu.
Nú eru aðeins þrír dagar þar til söfnuninni lýkur—Skiljna engan mögnleika eftir
'*»'*$* m t.tfí