Þjóðviljinn - 15.06.1954, Qupperneq 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 15. júní 1954
|IÍÓ©¥1UINN
Útgefaodl: Samelnlngarflokkur alþýflu — SósiaHstaílokkurina.
Rttstjórar: Magnús Kjartansson (áb.)t SigurBur GuSmundsson,
Préttastjóri: Jón Bjarnason.
Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarnl Benediktsson, Gu8-
mundur Vígíússon, Magnús Torfl Ólaísson.
▲uglýsingastjóri: Jónsteinn Karaldsson.
ftltstjórn, afgreiSala, auglýsingar, prentsmiBja: Skólavörðustíg
19. — Siml 7500 (3 línur).
Adkrtftarverð kr. 20 á mánuði I Reykjavtk og nágrenni; kr. 1T
annars staSar á landlnu. — Lausasoluverð 1 kr. elntakiB.
Prentsmlðja Þjóðviljans h.í.
Hernámið og Sjál f stæðisf I okku ri n n
Það hefur lengi verið á vitorði almennings að $jálfstæðis-
flokkurinn stendur í beinum og nánum tengslum við bandaríska
hemámsliðið á Keflavíkuiflugvelli. Það voru helztu foringjar
$jáJfstæðisflokksins sem höfðu forgöngu um inngöngu íslands
í Atlanzhafsbandalagiö og síðar um hemám landsins þótt þeir
nytu til þess atfylgis þingmanna Framsóknar og Alþýðuflokks-
ins. Skrefið sem stigið var með þessum óheillaatburðum er
einkar glöggt dæmi um spillingu og niðurlægingu burgeisa-
stéttar sem glatað hefur öllum þjóðlegum metnaði og varpar
sér umhugsunarlaust í fang erlendra heimsvaldasinna í von um
stuðning gegn framfaraöflum og frelsisbaráttu alþýðustétta síns
eigin lands. Enginn heilskyggn maður efast nú lengur um að
þessi var og er tilgangur hernámsins, allt skraf um „árásar-
hættu“ úr austri er einber blekking, sett fram í þeim tilgangi
eiroai að vilia um fyrir mönnum sem takmarkaða þekkingu hafa
• á hinum flóknari alþjóðamálum.
Hafi einhver verið í vafa um það í upphafi hvað fyrir $jálf-
stæðisflokknuni vakti með hemámi landsins ætti sá vafi ekki
að vera lengur fyrir hendi eftir þá margháttuðu reynslu sern
fer.gizt hefur af afstöðu hans og vinnubrögðum. Forkólfar
•Sjáifstæðisiiokksins hafa gerzt samvizkulausir agentar her-
nátnsliðsihs á öllum sviðum. Þeir hafa veitt því hverja þá að-
stoð sem óskað hefur verið eftir þegar sýna hefur átt íslend-
irtgum ofbeldi og yfirgang. Skoðananjósr.imar sem fylgt liafa
í kjölfar hernárnsins cru nákvæmlega skipulagðar af skrifstofu
Sjáifstæðisflekksins. Það er $jálfstæðisflokkurinn sem ábyrgð-
iua ber á þeirri svívirðilegu meðferð sem íslenzkir farmenn hafa
Síeit af hálfu' bandarískra yfiryáida: kyrrsetningu, yfirheyrslum
og brottvikningu úr starfi. Og það er $jálfstæðisflokkurinn
sem skipuleggur snuðrið og njósnirnar um þá íslenzku verlta-
menn, iðnaðarmenn og aðra sem hraktir vom með skipulögðu
aivinnuleysi til starfa á Keflavíkurflugvelli. Skýrslugjafiraar
um nánustu ættingja, vini og kunningja atvinnuumsækjendanna
þar voru allar mnnar undan rifjum þeirrar ósvífnu og föður-
landslausu auðmannaklíku sem á og rekur $jálfstæðisflokkinn.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki látið sér nægja þessar aug-
ljósu ofsóknir og hreinsunarstarfsemina í sambandi við ráðn-
ingar á Keflavíkurflugvöll. Á Keflavíkurflugvelli sjálfum hefur
aúk þess verið komið á stofn sérstakri njósnadeild á vegum
Siáífstæðisflokksins sem starfar opinskátt í þjónustu hins banda-
ríska hemámsliðs. Með fulltingi hernámsliðsins og beinum stuðn-
ingi þess er hafin þar blaðaútgáfa í þjónustu þessarar þokkalegu
stsrfsemi. Flugvallarblaðið svonefnda er hvorttveggja í senn,
méjgagn $jálfstæðisflokksins og hernámsliðsins, enda helztu
starfsmenn þess launaðir erindrekar njósnadeildar bandaríska
liersins samkvæmt eigin yfiriýsingum.
Njósnarar hernámsliðsins og starfsmenn $jálfstðisflokksins á
Keííavíkurflugvelli hafa nú gengið það langt í þjónustu sinni
við húshændur sína að utanríkisráðherrann hefur ekki talið annað
i
fært en fyrirskipa opinbera réttarrannsókn á framferði þeirra
cg biaðaútgáfunni sem þeir hafa með höndum. Voru þetta vissu-
lega eðlileg og sjálfsögð viðbrögð þegar svo langt var gengið;
að sjálfur utanríkisráðherrann, sem margsinnis hefur þó lýst.
sig eindreginn fylgjanda Atlanzhafsbandalagsins og stuðnings-J
mann hernámsins, var opinberlega stimplaður erindreki Rússa
og stórhættulegur samtökum „frjálsra þjóða" í málgagni njósna
deiidarinnar og $jálfstæðisflokksins.
i
klorgunblaðið, aðalmálgagn $jálfstæðisflokksins hefur nú
bmgðizt þannig við rannsókn utanríkisráðherrans að augljóst
er að það óttast niðurstöðurnar verði hún framkvæmd án undan-'
brsgða og tillitssemi við þessa erindreka $jálfstæðisflokksins
og bandaríska hernámsliðsins. Hótanir og öskur Morgunblaðs-j
iiifi sýna ekkert annað en það sgm flestir vissu, að njósna- (
starfsemin á Keflavíkurflugvelli og opinskár Bandaríkjaáróður
Flugvallarblaðsins er einn skuggalegasti þátturínn í þeirri ó-
þjóðlegu iðju sem forkólfar $jálfstæðisflokksins reka i þágu
hins erienda hernámsaðila. Þannig hugðist auðmannaklíkan
sem ræður $jálfstæðisflokknum að drepa manndóminn í "Islend-
ingum og eyða sjálfstæðisþrá þeirra og sjálfsvirðingu. En margt
fer öðruvisi en ætlað er. Yfir $jálfstæðisflokknum vofir nú al-|
ntenn fordæming og fyrirlitning þjóðarinnar sem sér nú betur
c-n áður í gegnum svikavefinn sem spunninn var um hernámið.
Og í því á Morgunblaðið sjálft sinn stóra og þakkarverða þátt
meS skrifum sínum siðustii daga.
Norrænar tónHstarhátíðir
Svo sem kunnugt er komu
Norðurlöndin seint við sögu tón-
mennta. Til voru að vísu merkir
tónlistarfrömuðir meðal Norðv.r-
landabúa fyrr á öldum, allt frá
danska tónskáldinu Buxtehude,
sem var uppi á dögum Jóhans Se-
bastian Bach og að sænsku tón-
skáldunum Roman og Benvald,
Pacius með Finnum, Kjerulf með
Norðmönnum og Pétri Guðjónsen
með íslendingum, én hið æðra
tónmenntalíf Norðurlandabúa var
lengi að mestu eða öllu leyti
bergmál frá tónlistarlífi suð-
rænna þjóða.
Á nítjándu öld seint byrja þjóð-
ir Norðurlanda að finna sjálfa
sig, jafnt á sviði tónskáldskapar
sem í mörgum efnum öðrum.
Gade meðal Dana, Grieg meðal
Norðmanna, Jóhann Svendsen
starfandi hjá báðum, Sjögren
með Svíum og Sibelius með
Finnum, eru brautryðjendur.
Merkur tónlistarforleggjari, Wil-
helm Hansen í Kaupmannahöfn,
kemur einnig við söguna. Aðilar
þessir bundust samtökum, er
þeir fóru að finna sérleiðir sínar.
Þannig mun fyrsta tónlistarhátíð
Norðurlanda hafa orðið til árið
1888. Ekki hefur tekizt að útvega
rækilegar upplýsingar um þessa
fyrstu hátíð, en vitað er að þar
komu fram helzíu tónmennta-
frömuðir Norðurlanda, Gade
Grieg, Svendsen o. fl.
Við nánari athugun á sögu nor-
rænna tónlistarhátíða kemur í
Ijós, að hátíðin hér í Reykjavík
nú er þrettánda tónlistarhátíð
Norðurlanda, og birtist hér skrá
um hinar fyrri norrænu tónlistar-
hátíðir:
Fyrsta hátíð í Kaupmannahöfn
1888, önnur í Stokkhólmi 1897,
þriðja í Kaupmannahöfn 1919,
fjórða í Helsinki 1921, fimmta í
Stokkhólmi 1927, sjötta í Hels-
inki 1932, sjöunda i Osló 1934,
áttunda í Kaupmannahöfn 1938,
nítmda í Stokkhólmi 1947 („tón-
listardagar“), tíunda hátíð í Osló
1948, (,,tónlistardagar“), ellefta í
Helsinki 1950, (tónlistard.), tólfta
í Kaupmannahöfn 1952, (tónlist-
ard.), þrettánda í Reykjavík
1954, 13.—17. júní.
Undirritaður hefur verið við-
staddur sjö af þessum hátíðum
og hlýtt á flesta hljómleika
þeirra.
Einkum er mér minnisstæð há-
tiðin í Kaupmannahöfn 1919, en
þar stjórnuðu Carl Nielsen og
Sibelius verkum sínum, og Sten-
hammer stjórnaði „Strindberg-
Symfoni“ eftir Ture Rangström.
Þetta voru merkustu nöfn þeirr-
ar hátíðar. Verk Rangströms þótti
þarna tilkomumest, en hefur síð-
an misst mikið af áhrifagildi sínu.
Hinsvegar þótti hljómkviðan eft-
ir Sibelius mögur, en verk hans
hafa síðan getið sér vaxandi orðs-
tis. Nielsen hevrði ég þar æfa sína
fjórðu hljómkviðu „Det uud-
slukkelige" með nákvænmi, og
var verkinu tekið með virðingu
án hlýju. Þessara hljómleika hef-
ur síðan \ærið minnst sem hinna
merkustu í sögu norrænna tón-
listarhátíða.
Á norrænu hátíðina í Osló 1934
var undirrituðum boðið sem á-
heyrnarfulltrúa „Bandalags ís-
lenzkra listamanna". Þaðan minn-
ist ég ekki svo mjög tónverk-
anna, heldur hinnar ágætu ræðu,
er menntamálaráðherra Noregs,
herra Liestöl hélt í átveizlu
isinni. Ekki var enn komið að því
að ísland tæki virkan þátt i tón-
listarhátíðum þessum. Það varð
ekki fyrr en 1938.
Danir, voru fyrsta þjóðin, sem
bauð íslandi virka þátttöku í
norrænni tónlistarhátíð. Það var
áttunda tónlistarhátíð Norður-
landa í Kaupmannahöfn 1938, og
hafði ísland þar heilan hljóm-
sveitartónleik með eingöngu ís-
lenzkum verkum, auk margskon-
ar flutnings á ýmsum stofutón-
leikum. Margir túlkandi lista-
menn frá íslandi komu þar einnig
fram. Hátíð þessi er mörgum hér
enn i fersku minni og skal því
ekki fjölyrða urn hana. Nýir
menn voru komnir til sögunnar,
m. a. Knudáge Riisager, þá ný-
kjörinn formaður danska tón-
skáldafélagsins.
í ófriðnum 1939—1945 lá öll
samvinna Norðurlandanna niðri í
þessum efnum. Siðan tóku nor-
rænu tónskáldafélögin í sínar
hendur, að halda þessar hátíðir
annaðhvert ár. Voru þær nú kall-
aðar „norrænir tónlistardagar'1
til þess að undirstrika þá nauð-
syn að eyða tímanum frekar í
hagnýta vinnu og kynningu
nýrra verka en í hátiðaveizlur og
annan gleðskap.
Tónskáldafélag íslands var tek-
ið upp í Norræna tónskáldaráð-
ið haustið 1947 jafnrétthátt og
tónskáldafélög hinna Norðurland-
anna, og síðan hafa ætíð íslenzk
tónverk verið flutt jöfnum hönd-
um á hinum norrænu tónlistar-
hátíðum. Átta íslenzk tónskáld
hafa þannig kynnt áður ókunn og
örðug verk eftir sig á Norðurlönd-
um. I Helsinki var 1950 þannig
haldinn heill hljómleikur með
eingöngu islenzkum verkum.
Tónlistarhátíðir Norræna tón-
skáldaráðsins eru haldnar eftir á-
kveðnum reglum. Leitast er við
að láta hverju landi í té sömu
lengd dagskrár og að flytja ein-
göngu þau tónverk, sem ekki
hafa áður heyrzt á staðnum. Með
tilliti til hinna takmörkuðu
flutningsmöguleika tónlistar hér
á landi hefur Tónskáldafélag ís-
. lands talið kurteisast, að fórna
| tima þeim, sem til umráða er, og
, vinnukrafti túlkendanna ein-
! göngu verkum hinna Norður-
landanna, en hyggst að hafa sér-
staka tónlistarhátíð með ein-
göngu íslenzkum verkum á næsta
ári, þegar Tónskáldafélagið verð-
ur tíu ára.
Jón Leifs.
iöiigskemmtim á vegnm
T ónlistarfélasfsins
Fræg söngkona frá Metro-
politan-óperunni í New York,
sænsk að uppruna, eins og
ættarnafnið bendir tii, hefur
sung'.ð hér fyrir styrktarfé-
laga Tónlistarfélagsins.
Efnisskráin á tónleikunum
mánudaginn 7. ’p.m. hófst á
þrem lögimi eftir Hándel. —
Meðferð þeirra sýndi greini-
lega, að hér er á ferðinni
söngkona, sem hefur fullkom-
ið vald á dramatískum söng.
Og þó kom það von bráðar
í ljós, að ljóðsöngur lætur
henni engu miður, þrátt fyrir
valkyrjulegt svipmót hennar
og yf'rbragð. Lögin „Auf dem
Kirchhofe", „Wiegenlied",
„Dort in den Weiden" og
„Der Sclimied" eftir Brahms,
aukalagið „Dein blaues Auge“
eftir sama tónskáld og sænska
lagið „Fjorton ár“, einnig ut-
an efnisslcrár, voru flutt af
leikandi tækni og þokkafullri
söngvísi, sem aðeins er af-
burðasöngvurum gefin. Stór-
glæsilega var farið með aríu
úr óperunni „Nabucco" eftir
Verdi. Nokkur m:stök urðu í
íslenzka laginu „Sofnar lóa",
ekki r.ðeins í meðferð texta,
heldur og laglínu, og er það
varla tiltökumál um söng á
ókunnri, eríendri tungu, æfð-
an í sktmdi. — Rödd söng-
konunnar er ovenjulega b!æ-
brigðarík og raddsviðið mikið
og sérstak’ega athvglísvert er
hið geysim:lda styrkbreytinga-
svið raddarinnar, sem fram
kom til dæmis í „Voca’Lse"
eftir Ravel. Fylling raddarinn-
ar er sJílc, að iafnvel veikasta
píanissimo ber hún sér á öld-
'nm út yfir víðan tónleikasal
án þess að missa nokkurs i,
að því er vinðist. — Síðari
hluti eínisskrárínnar var sam-
tíningur úr ý-msum áttum, -—■
lög eftir Johnson, Berger, Ra-
vel, Faure, Bizet, Foster, auk
nokkurra þjóðlaga. Með flutn-
ingi þeirra áréttaði söngkon-
an enn fjölhæfi sína og leik-
sviðstækni.
B F.
Aths. Það skal tekið fram
uni orðin „tviung", „bríung",
„femng“ o. s. frv. í tónlistar-
dómi s. 1. laugardag, að þetta
eru auðvitað allt kvenkyns-
orð. B. F.
Ödýrt — ðdýrt
ChesterFeiilpakkinn 9,<M) Ur.
Döniublússur frá 15,00 kr
Dömupeysur frá 45,00 kr.
Suudskýlm- frá 25,00 kr.
Bamasokkar frá 5,00 kr
Barnahúfur 12,00 kr.
Svuntur frá 15.00 kr.
Prjónabindi 25,00 kr.
Nylon dömuundirföt, kari-
mannanærföt, stórar kveu-
buxur, barnafatnaður i ár-
vall, nylon manehetskyrtur,
herrabindi, herrasokkar.
Fjölbreyttar vörubirgðir ný-
komnar. LAGT VERÐ.
Vörumarkaðnrinn
Hverfisgötn 74.
TU
LIGGUB LEIÐIN