Þjóðviljinn - 15.06.1954, Qupperneq 7
Þriðjudagur 15. júní 1954 — ÞJÓÐVILJINN — (7
Frá síðustu þingkosningum í
júní 1953 hefur aukin athygli
beinzt að Sosíalistaflokki Ítalíu.
Siðan 1950 hafði það verið al-
menn skoðun að hinar tvær
klofningar í flokknum 1947 og
1948 hefðu riðið Sósíalistaflokki
Ítalíu að fullu og að hann væri
nú áhrifalaus.
Samt sem áður er það einmitt
frá árinu 1950, sem telja má að
endurnýjun og endurskipulagn-
ing Sósíalistaflokks Ítalíu hefj-
ist eftir kosningarnar. Af þess-
um ástæðum komu úrslit kosn-
inganna 1953 mönnum á óvart,
ekki sízt sósíaldemókrötum.
Sósíaldemókrataflokkur Sara-
gats beið ósigur, hlaut einungis
1200000 atkv. 1953, en 1800000
1948. Sósíalistaflokkur Ítalíu
hlaut 3,5 milljón atkv. og 75
þingsæti en áður 42. Aukning
flokksfylgisins hefði þó getað
orðið meiri, ef skipulagning
flokksins hefði verið betri, eink-
um á Suður-Ítalíu.
Að okkar skoðun er hinn hag-
stæði árangur kosninganna að
þakka einingarstefnu flokksins,
sem er aðalatriði í stefnuskrá
hans. Erlendis heíur sú skoðun
komið fram að kosningasigur
flokksins eigi rætur sínar að
rekja til þess að ekkert kosn-
ingabandalag var að þessu sinni
milli sósíalista og kommúnista
eins og 1948.
Á Ítalíu hefur þessi áherzla,
sem iögð er á sjálfstæða stefnu
flokkanna fengið á sig mynd
andkommúnisma og andstöðu
gegn einingu alþýðunnar. En
niðurstaða kosninganna 1953
reyndist ekki hliðstæð þessari
stefnu. Kommúnistaflokkurinn
fékk 6.200.000 atkv. og vann 1%
millj. atkvæða frá 1946. Þessi
atkvæðaaukning er þó án efa að
þákk'a heilsteyptri stefnu
flokksins og' ágætri skipulagn-
ingu hans.
Ef bomar eru saman at-
kvæðatölur Alþýðufylkingar-
innar 1948 og samanlagðar töl-
ur Sósíalista- og Kommúnista-
fiokksins 1953, þá sést að þær
hafa þsekkað úr h. u. b. 8 millj.
í h. u. b. 10 millj. Þetta sýnir
aukið fyigi við einingarstefnu
vinstri flokkanna, og myndi ár-
angur Sósíalistaílokksins þó
hafa orðið betri, hefði aldrei
komið til klofnings 1947—48.
Það hafði í íör með sér, að
fylgi Sósíalistaflokksins dreifð-
ist. og gekk yfir til kommúnista,
og í öðru lagi að flokkurinn
tapaði fylgi meðal millistéttar-
fólks, án bess þó að það færi
yfir til sósíaldemókrata eins og
sést af hinu litla fylgi þeirra í
þeirri stétt.
Réttmæti stefnu Sósíalista-
flokks Ítalíu hefur verið stað-
fest á annan hátt. Stefna hans
er í fyrsta lagi mótuð af stigi
því sem stéttabaráttan er á í
Ítalíu, og í .öðru lagi af kenn-
ingum marxismans sem Sósíal-
istaflokkurinn hefur því nær
alltaf fylgt. Baráttuaðferð
flokksins er að vísu nokkuð frá-
brugðin baráttuaðferðum ann-
arra sósíalistaflokka í Evrópu.
Þetta á þó rót sína að rekja til
hinna óvenju skörpu stéttaand-
stæðna á Ítalíu, sem eru marg-
falt skarpari þar en í Englandi,
Frakklandi eða Þýzkalandi, að
ekki sé minnzt á Norðurlond.
Barátta okkar fyrir stjórnmála-
Samvinna verkalýðsfiokk*
anna er grundvallaratriði
legu lýðræði hefur alltaf verið
og mun halda áfram að verða
harðari en í téðum löndum, að
undanteknu Þýzkalandi þó.
Þannig hefur Sósíalistaflokk-
ur Ítalíu ávallt fylgt sósíalist-
iskri vinstri stefnu, hliðstæðri
stefnu annarra sósíalistaflokka
í Evrópu og annarsstaðar í
heiminum. í upphafi gætti nokk
uð áhrifa stjómleysingja, en
þau hafa aigerlega þorrið á síð-
ari árum. Flokkurinn hefur
stöðugt staðið fremst í fylkingu
í baráttunni gegn nýlenaustyrj-
öldum, allt frá stríðsæviniýri ít-
ölsku borgarastéttarinnar 1885
í Erítreu til stríðsins 1911 í
Líbíu. Andstaðan gegn Eþiópíu-
styrjöld Mússólínis 1935—36
tók á sig aðra mynd, þar sem
öll frjáls samtök alþýðu höíðu
verið kúguð niður í 10 ár.
Enníremur barðist flokkurinn
harðvítugt gegn heimsvalda-
styrjöidinni 1914—18,- cg þó að
grundvöllur þeirrar baráttu
hans i kenningu og starfi hafi
ekki verið eins traustur og
kenning Leníns um heimsvalda-
stefnuna, þá stóð ílokkurinn þó
nálægt henni. Sósíalistaflokkur
Pictro Nenni
Ítalíu var og einhuga í að segja
sig úr öðru Alþjóðasambandinu
árið 1919 og er einn af stofn-
endum hins þriðja. Árið 1921
skildu þó leiðir flokksins við 3.
Alþjóðasambandið, án þess þó
að það hefði áhrif á stuðning
hans við Októberbyltinguna.
Á Ítalíu voru andstæðurnar
milli sósíalista og kommúnista
engu minni en í Frakklandi og
Þýzkalandi. Margir héldu þó
fram þeirri skoðun, að flestar
deilur milli þeirra væru byggð-
ar á misskilningi og væru á-
stæðulausar frá fræðilegu og
sögulegu sjónarmiði. Af þessum
sökum var alltaf af okkar
hálfu reynt að finna grundvöll
Eftir Pietro Nenni,
forseta Sósíalista-
flokks Ítalíu
fyrir samvinnu og gagnkvæman
skilning, þrátt fyrir misjafnar
undirtektir af hálfu kommún-
ista.
Árið 1934 náðist samkomulag
um samvinnu milli flokkanna,
og þveröfugt við sósíalistaflokka
í öðrum löndum (t. d. Frakk-
landi og Spáni) hefur Sósíal-
istaflokkur Ítalíu aldrei rofið
þetta samkomulag, að undan-
teknum árunum 1939—40, frá
griðasáttmála Þýzkalands og
Ráðstjórnarríkjanna og þar til
Hitler hóf aðra heimsstyrjöld-
ina.
Það sem jók samvinnuvilja
flokkanna 1934 var hættan af
fasismanum, sem vofði jafnt
yfir báðum og bóðir flokkarnir
töldu helztu sk^ddú sína að
berjast á móti. Þriðja Alþjóða-
sambandið hafði þó tekið ein-
dregna afstöðu gegn sósial-
demókrötum á 6. þingi sinU
1928. í Þýzkalandi leiddi sú
stefna til hættulegs klqfnings1
vinstri aflanna og varð það m.
a. til þess að auðvelda Hitler
valdatökuna 1933.
Á þingi Alþjóðasambands
sósíaldemókrata í Paris í ágúst
1933 lagði ég fram tillögur um
sameiginlegar aðgerðir sósíal-
demókrata og kommúnista gegn
fasisma og til varnar friði. Und-
ir þessar tillögur mínar tóku
bezt Ottó Bauer í Austurríki og
Zyromsky í Frakklancli. En í
þessu máli, sem mörgum öðr-
um var fólkið sjálft á undan
flokkunum til aðgerða. Vinn-
andi fólk Frakklands gerði alls-
herjarverkfall i febrúar 1934 til
að mótmæla tilraunum aftur-
haldsins að afnema þingræðið.
Áhrif verkfalls þessa voru mik-
il, bæði í Frakklandi og ó ít-
alíu. Samvinnusáttmáli vrar
undirritaður milli sósíaldemó-
krataflokks Frakklands i júlí
1934 og í ágúst 1934 milli Sósial-
istaflokks Ítalíu og Kommúnista
flokks Ítalíu. Tveim árum síðar
var hliðstæður sáttmáli undir-
ritaður milli sósíaldemókrata
og kommúnista á Spáni,
er borgarastyrjöldin stóð sem
hæst. 7. þing þriðja Alþjóða-
sambandsins, sem haldið, var í
júlí og ágúst 1935 hallaðist og
að sameiginlegri baráttu verka-
lýðsflokkanna gegn fasisma.
Þessi stefna sannaði réttmæti
sitt í hinum glæsilega kosn-
ingasigri Alþýðufylkingarinnar
í Frakklandi 1936 og myndun
ráðuneytis Blums.
Þessi samvinna var að skoð-
un okkar ítalskra sósíalista
ekki miðuð við tímabundin
vandamál, heldur grun’dvallar-
atriði. Á ítaliu hefur hún nú
staðið í 20 ár.
Þessum 20 árum má skipta í
4 aðgreind tímabil. Fyrsta tíma-
bilið, frá 1934—1943 var tíma-
.i »o
áttu fyrir friði og hlutleysi
lands okkar, gegn þátttöku í
Atlantshafsbandalaginu, sem
stoínar öryggi og friði í hættu,
varið réttindi borgaranna, sem
troðin eru undir hæl amerískrar
og geistlegrar yfirdrottnunar,
og stöðugs stuðnings sósíal-
demókrata við hana, barizt gegn
plágu atvinnuleysisins og ör-
birgðinni, sem hvergi í Evrópu
er jafn himinhrópandi, nema ef
vera skyldi í Grikklandi og
Spáni.
7. júní 1953 hefst hið fiórða
tímabil. Þó að kosningarnar
hefðu ekki áhrif á. stjórnmála-*
ástandið í grundvallaratriðum,
sköpuðu þær hagstæðari bar-
áttuaðstöðu fyrir vsrkalýðs-
flokkana. Hefðum við sósíalist-
ar hlotið einni milljón atkvæða
meira, hefðu skapast möguleik-
ar á sósíalistískri ríkisstjórn.
En skilyrði fyrir henni væri
samt að kristilegir demókratar
neyddust til samkomulags við
vinstri öflin. Á þingi berjumst
við nú fyrir því, en utan þings
5p, Œf >(i
Leiðtogar ítölsku verklýðsflokkanna: Pietro Nenni og
Palmiro Togliatti.
bil baráttu gegn fasisma og
hinu fasistíska stríði. Annað
var frá 1944—1947, tímabil
sigurs yfir fasismanum og út-
rýmingar hans, stofnunar lýð-
veldis’ á Ítalíu, 2. júní 1946.
Þriðja tímabilið hófst 1947 með
sundrun samvúnnu kommúnista,
sósíalista og kristilegra demó-
krata í rikisstjórn undir for-.
sæti De Gasperis, en það var
gert að undirlagi Bandaríkj-
anna, Vatíkansins og hins í-
haldssamari hluta borgarastétt-
arinnar, en hún, hafði hreiðrað
um sig í efnahagslífinu og þar
af leiðanói á hinu pólitíska
sviði. Á þesstim sex síðustu ár-
um höfum við háð stöðuga bar-
fyrir einingu alþýðunnar, en án
hennar myndi baráttan á þingi
leiða til hentistefnu.
Þannig gegnir Sósíalistaflokk-
ur Ítalíu forystuhlutverki í
baráttu verkalýðs- og bænda-
stéttar landsins fyrir friði, til
að halda uppi málstað, lýðræðis
með því að viðhalda efnahags-
legu lýðræði.
Frá þessum sjónarhól hefur
Sósíalistaflokkur Ítalíu ekki
einungis þjóðlegt, heldur og al-
þjóðlegt gildi. Flokkurinn er í
engum tengslum við mig per-
sónulega, heldur samsvarar
hann brýnum þörfum verka-
iýðsstéttárinnar og öreigalýðs-
ins alls á Italíu.
Fundur verður haldinn í
élcgi ðslands,
laugardaginn 19. júní kl. 15, í fundarsal Slysa-
varnafélags íslands, Grófin 1.
Stjórnin.
Mimið Sigfúsarsfóð - Söfnuninxii lýkur 17. júnx