Þjóðviljinn - 29.06.1954, Síða 6

Þjóðviljinn - 29.06.1954, Síða 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 29. júní 1954 þlÓÐVfUINN *?tgefandl: SamelnJng’arflokkur alþýCu — Sósíallstaflokkurlnn. Fréttastjórl: Jón Bjarnoson. Rltstjórar: Magnús Kjartansson (áb.). SlgurBur GuSmundsson. BlaCamenn: Ásmundur Sigurjónssor.. Bjarnl Benediktsson, Guð- xnundur Vigfússon, Magnús Torfi ólafsson. i' Jtuglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjóm, afgreiOsla, augiýsingar, prentsmlðja: Skólavörðustíg 19. — Sími 7600 (3 línur). Áekriítarverð kr. 20 á mánuSi i Reykjavfk og nágrennl; kr. 17 annars staSar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið. Prentsmiðja Þjóðviljans h.í. Skömmastnleg |@gn Stjórnarblöðin sáu ekki ástæðu til þess að birta mikl- ar fréttir um viðskiptasamningana við Sovétríkin; þau prentuðu hina opinberu tilkynningu ríkisstjórnarinnar siyppa og snauða með litlum fyrirsögnum og völdu henni -stað þar sem búast mátti við aö henni yrði sízt veitt at- hygli. Eitt stjórnarblaðanna, Vísir, hefur meira að segja séS ástæðu til að finna að því að Þjóðviljinn skyldi telja þennan samning merkan atburð. Þetta skýtur nokkuð skökku við áhuga þessara sömu blaöa þegar aðrir atburð- ir hafa gerzt í afm’ðasölumálum fslendinga. T.d. stóðu þau öll á öndinni þegar samningar tókust við svindlarann Dawson, þau sendu sérstaka fréttaritara til útlanda, létu senda sér dagleg skeyti og þar fram eftir götunum. Samt heíou þau viðskipti aðeins orðið örlítið brot af sölunni til Sovétríkjanna, þótt allt he.fði verið með felldu. auk þess sem það er sízt ánægjuefni að selja fisk til útlanda sem hráefni. Og í þokkaoót höfðu íslendingar ekki annað en skaða og skapraun af viðskiptunum við fjárglæframann þennan, og standa nú yfir málaferli sern helzti árangur samninganna. En þeíta dæmi um Ðawson sýnir að stjórnarblöðin geta svo sem haft áhuga á afuröasölumálum og talið þau frétt- næm. Ástæðan til þagnarinnar nú er sú m.a. að það er vacþóknanlegt ríki sem gert hefur stærri og hagstæðari viðskiptasamning við-íslendinga en dæmi eru til; það eru " c-kk'lT'íagsmunir þjóðarinnar heldur pólitískt ofstæki sem einkennir afstöðu þessara blaða. Árum saman var þeim valiö það hlutskipti að verja þær aögerðir stjórnarvaid- anna að kasta á glæ mörkuðum íslendinga í Sovétríkj- unum og láta helriur banna fiskveiðar og freðfiskinn hrúgast upp óseldan en eiga það á hættu að illa þenkj- rndi fólk nærðist á þorski og karfa af íslandsmiðum. Þessi forherðing mótar enn skriffinna stjórnarblaðanna, þeir eru hættir að geta hugsaö og skrifað í samræmi við hagsmuni íslendinga. Þetta er þeim mun athygiisverðara sem viðskiptasamn- ingarmr við Sovétríkin færa þjóðinni mikil og góð tíðindi; þeir eru sönnun þess að afurðasala íslendinga þarf ekki að vera neitt vandamál — og fátt skiptir þjóö, sem lifir á siávarútvegi, meira máli. Það voru íslendingar sjálfir sem stungu upp -á því aö selja Sovétríkjunum-35.000 tonn af freðfiski, og þarlendir ráðamenn voru þegar í stað reiðubúnir til að taka á móti öllu því magni. Það sýnir að íuflir moguleikar eiga að vera á að selja mun meira magn ef við teljum okkur geta framleitt það. Og víst mætti ætla að állir þjóðhollir menn teldu slík tíðindi mikil og merk, hvað sem öllum ágreiningi um þjóðmál líður. Þessi viðskipti sanna að þjóðin öll getur haft örugga og góða atvinnu af íslenzkum framieiðslustörfum — og það er sú staðreynd sem ekki sízt bögglast fyrir brjóstinu á stjórnarvöldunurr.. Um þessar mundir vinna um 3000 manns á vegum hernámsliðsins, 1 þágu erlendra manna sem eru að búa um sig á íslenzkri grund. Allt þetta xólk er tekið frá íslenzkum framleiðslustörfum og þau eru takmörkuö sem því nemur. Afleiðingarnar blasa m.a. við í því að meginhluti togaraflotans er nú stöðvaður, mikil- yirkustu framleiðslutæki íslendinga eru ekki hagnýtt. Þessi staðreynd er þeim mun ömurlegri sem hver maöur véit nú að það er aðeins stefna ríkisstjórnarinnar sem hamlar framkvæmdum. Og ríkisstjórnin stöðvar togarana cg lamar starfrækslu hraðfiystihúsanna til þess að tryggja hernámsliðinu nægilegt vinnuafl. Þetta er ráðamönnum stjórnarblaðanna mæta vel ljóst, og einmitt þess vegna er reynt að fela stærstu afurðasölu- sámninga sem íslendingar hafa nokkru sinni gert í þeirri von að almenningi dyljist þær staðréyndir sem nú skipta mestu máli. Það bar mikið á kirkjunni í útvarpinu síðustu viku, bisk- upsvígsla á sunnudag, setning prestastefnu og prestsvígsla á mánudag og síðan synodus- erindi bæði á mánudags- og þriðjudagskvöld. — Auðvitað hafði maður ekki tíma til að hlýða nema litlu einu. Maður heyrði þó skörulega ræðu hins nývígða biskups og syno- duserinain bæði. Séra Sigurð- ur Stefánsson er ágætur útvarpsmaður og hefur sann- að það fyrr en með erindi sínu um séra Jón Þorláksson prest á þriðjudagskvöldið. Hann kann vel að velja fólki hugstæð efni, byggir vel er- indi sín og semur þau fjör- lega og hefur skýra, látlausa og þægilega framsögn. — Er- indi Richards Beck á mánu- dagskvöldið var einnig hið fróðlegasta um efni, sem nærri stendur hjarta okkar, þar sem er • fálagsstarfsemi landa okkar vestan hafs og þjcðlegir þættir hennar. En tiifinningasemi lýtir mál hans hæði að- því er frásögn og framsögn snertir. Vignir nokkur Guðmunds- son tollþjónn á Akureyri talaði urn daginn og veginn, og varð sá þáttur ómerkilegri en ég minnist áður. Mjög er tekinn að dvína skilningurinn á upp- runalegu eðli þessa þáttar, og hefur oft verið á það minnzt, að það hæfir ekki að flytja í þeim þaetti heilsteypt erindi, • jafnvel þótt það séu vel sam- in erindi um hin merkustu efni, þau-eiga heima á öðrurii stað í dagskránni. En það bítur þó höfuðið af allri skömm að taka þennan þátt til svo ó- gfímuklæddrar yfirstéttar- þjónkunar sem erindaflutnings gegn 8 stunda vinnudegi. Ræða hans hefði verið hugsanleg þingræða hjá nautheimskum í- haldsgaur fyrir 15—20 árum. Auk innrætisins, sem erindið opinberaði, þá ljóstraði það líka upp algerri vanþekkingu á máli því, sem um var rætt. — Ræðumaður hamast á löggjöf sem banni mönnum að vinna eftir kl. 5 á kvöldin, hve ólm- ir sem verkamenn eru til þeirra hluta, til að sleppa við að fara á fyllirí. En það er bara ekki til einn einasti stafkrókur í lögum um 8 stunda vinnudag, 8 stunda vinnudagur er eitt at- riði í samningum verkamanna við atvinnurekendur á hverj- um stað. Úívarpsráð verður að ganga úr skugga um, áður en það ræður mann til erinda- flutnings, að það sé ekki að ráða eirihvern illa innrættan vankunnandi fábjána til þeirra hluta. Þórarinn Þórarinsson flutti erindi frá útlöndum. Og pað var mjög á sömu breiddargráðu og erlendu pistlarnir í Títnan- um. — Þar er ekki feimninni fyrir að fara við að ganga í berhögg við staðreyndir og skálda upp staðreyndir, til að gera hlutina dálítið sögulega. Hann lýsir því yfir, að raun- verulega sé Genfarráðstefnunni lokið án árangurs, nákvæmlega á sama tíma og mestrar bjart- sýni gætir um árangur. Svo leggur hann heilmikið út af óskum og draumum Rússa og Kínverja um langa stjórnar- kreppu i Frakklandi, meðan kommar í Indó Kina eru að koma fram vilja sínum. Komm- arnir í Frakklandi virðast ekki aldeilis eins hlýðnir yfirboður- unum í Moskva eins Qg af er látið um þá tegund manna um v-íða veröldu, þar sem þeir lögðu einhúga hönd að verki með að síyðja fyrstu tilraun- ina, sem gerð var til stjórnar- myndunar. Þórarinn er kæru- lausastur allra, sem flutt hafa erindi frá útlöndum. Enn eru tvær útvarpssögur á ferðinni. Heimur í hnotskurn svíkúr ekki þau fyrirheit er fyrsti lestur gaf. Hvert kvöld er meira og minna sjálfstæður þáttur um mer.n, sem urðu .kunningjar hlustenda strax fyrsta kvöldið. Kýmnin og gam- ansemin er á hverju kvöldi söm við sig og nýtur sín svo prýðilega í látlausri framsögn Andrésar Björnssonar. — Mér var niikið fagnaðarefni, þegar fyrirheitið kovn um hið mikla skáldrit Maríu Grubbe, sem maður hafði lesið fyrir löngu. En fkitningur hennar er ómögu- legur. Rödd Kristjáns Guð- laugssonar er óhrein, hann vantar alla leikni í lestri og kunnáttu til að nálgast hlust- andann. Þetta skáldrit gerir kröfu til mjög fullkomins flutn- ings. Og manni verður það ó- sjálfrátt á að hugsa til Helga Hjörvars. Úr heimi myndlistarinnar var gott og skemmtilegt, en ekki eins ágætt og verið hefúr. Það fylgir því mikill vandi, að hafa gert hluti ágætlega. — Frá- sögn Ólínu Jónasdóttur var skemmtileg og fagurlega gerð og hagleiki stöku hennar er löngu þjóðkunnur. — Gerð og eðli efnisins var þungt eins og fyrri daginn og fremur ólíklegt til újáfcsnningshylli. — Erindi MagOTrear Finnbogasonar urn biargsig og fýlatekju var mjög fróðlegt, og þótt flutningur væri -þunglamalegur, þá var svo mikil sál í frásögninni, að mikil nautn va.r á að hlýða þeim sem ánægju hafa af fróð- leik af þessari gerð. — Náttúr- legir hlutir væru mjög hugþekk ir hjá Ingólfi Davíðssyni, ef hann flytti dálítið betur. — Léttu tónarnir hjá Jónassyni eru alltaf mjög neðarlega. Forleikurinn að Tannhauser, lögin eftir Sigíús Einarsson, einsöngur Schlusnuss og söngur Guðmundar Jónssonar á laug- ardagskvöldið var hvert öðru hugþekkara og glæsilegra.. Og þá'má ekki í bví sambandi láta ógetið erindis Róberts Abra- hams um asneriska nútíma- hljómlist. Mál Róberts íinnst Framh. á 11. siðu Þriðju Norðuiiandatónleikar Sirifoníuhijómsvéit Ríkisút- varpsins úndir stjórn Ólafs Kiellands arinaðist þessa þriðju tónleika eins og þá'fýrstu. „Litil sinfónía fyrir strok- hljómsveit“ éftir Svíann Hild- ing Hallnás var þar fremst á efnisskrá, býsna köld og strembin, nema helzt andante- kaflinn, sem var ekki óáheyri- legur. „Sinfónía nr. 4“ eftir annan Svía, Dag Wirén, er frambærilegt verk. Sá höfund- ur liefur alltaí einhverjar hug- myndir fram að færa, að vísu aldrei djúpúðgar né heillandi, en þó þannig .lagaðar, að hlust- andinn veitir þeim athygli. I fyrri hluta verksinS „Andante ed allegro alla burla“, eftir Finnlendinginn Jouko P. Tolon- en brá fyrir áheyrilegri lag- línu ásamt greinilegum finnsk- um tóni, en í síðari hlutanum i var stefið allt of ómerkilegt til að vera boðlégt. „Sinfónía nr. 3“ eftir Aarre Merikanío er ær- ið hávaðasöm, og heldur ó- fróðleg, að því er fyrsta og síð- asta kaflann varðar, en svo er þar miðkaflina eíns og gróandi vin í eyðimörkinni, flæðandi hljómlist af aridánum innblás- in, ósvikinn finnskur tónskáld- skapur. Líklega cr þessi an- dante-þáttur það ’bezta, sem flutt hefur verið í tilefni nor- ramu tónlistarhátíðarinnar (ef undan er skilinn Péturs Gauts forleikurinn og Finnlandia, sið- asta tónverkið á efnisskrá Sin- fóníusveitarinnar að þessu sinni). — Þegar litið er yfir það, sem flutt hefur verið á fyrr- nefndri tónlistarhátið, hlýtur það að vekja athygli, hversu lítið flest þessara skandína- vísku tónskálda virðast hafa til brunns að bera. Allt eru þetta að vísu menn, se.m hlot- ið hafa ágæta’ tónlistarmennt- un, svo að kúnnáttuskortur er þeim varla fjÖtur um íót.- En það er eins og þessum nútírna- mönnum sé einatt fyrirmunað að segja nokkuð það, er glatt geti hjarta hlustandans, — og í hverju ætti sönn tónlist að yera fólgin, ef ekki því? Hér er nú auðvitað ekki verið að kveðr upp neinn áfellisdóm yfir nú- tímatónlist út af fyrir sig, enda hafa óneitanlega verið samin ágætistónverk í nýtízku stíl, og aúk þess voru satt að segja fæst af þessum tonverk- um norrænu tónlistarhátíðar- iunar fram úr hóíi riýtízkúíeg. Meginástæða þess, hversu rnik- ið af þeirri tónlist, sem satri- in er nú á tímum, verðúf að teljast fánýtt, er eflaust sú, hversu lítilþæg mörg tónská'd eru orðin um sjálfan efnivið tónsmíða sinna, en um dýpri orsakir þeirrar staðrevnc.ar mætti rita langt mál. Úr léieg- um steíjum verða aldrei verð- mæt tónverk, jafnvel þó að tækni sé í sæmilegu lagi -y-Þótt yér séum hér að gagn- rýna þessa norrænu frænciur okkar, sem látið hafa verk sin af bc-ndi til flutnings, ,er ékki svo að skilja, að vér þykjumst sjálfir miklu betur á vegi staddir. Sannleikurinn er sá, að talsverður hluti þeirrar tón- listar eftir íslenzk tónskáld, sem glymur í útvarpinu dag hvern, á sér varla mikinn til- verurétt. Hér skal þó ekki far- ið frekar út í bá sálma, en þeim skandínavísku tónskáld- um, sem hér bafa ótt hlút að máli, þakkað fyrir að hafa lát- ið oss til sín heyra. ■' B. F.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.