Þjóðviljinn - 29.06.1954, Blaðsíða 8
8) — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 29. júui 1954
Hvers vepa var
í vetur var á Alþingi gefin
undanþága frá lögbanni á inn-
flutningi á kjötvörum, vegna
þess að innlend framleiðsla á
þeim var orðin með öllu ófull-
nægjandi vegna niðurskurðar
fjár á sýktum svæðum og harð-
indakafla í nokkrum hluta
landsins.
Yfirdýralæknir okkar, Sig-
urður Hlíðar, var sendur til
Danmerkur til að líta eftir að
danskir dýralæknar gengdu
embættisskyldu sinni, svo eng-
inn húsdýrasjúkdómur slædd-
ist hingað til landsins með inn-
flutta kjötinu, því við vitum af
sárri reynslu hvað óaðgætni í
þessu tilliti getur kostað þjóð-
ina, enda segir gamalt mál-
tæki að brennt barn forðist
eldinn. Þess vegna fannst mér
það virðingarvert að Sigurður
Hlíðar yfirdýralæknir fann svo
til ábyrgðar gagnvart bændum,
að hann reyndi að tryggja eins
og í hans valdi stóð, að engin
pest flyttist hingað tii lands
með kjötinu, enda var hann
þekktur gegnum langa starfs-
ævi fyrir samvizkusemi og á-
byrgðartilfinningu.
En fyrir skömmu heyrði ég
að hann hefði leyft Þorvaldi í
„Síld og fisk“ að flytja mat-
arleifar Bandaríkjamanna á
Keflavíkurflugvelli að Litlu
Vatnsleysu og fóðra á þeim
svín. Nú veit ég ekki, hvort
hann hefur skipt um skoðun
um áhættuna við algert eftir-
litsleysi með innflutningi á
hverskonar matarúrgangi, því
fyrir nokkrum árum bannaði
hann með öllu að matarleifar
Bandaríkjamanna væru notað-
ar til svínaeldis. Eg efast um
að hann hafi skipt um skoðun
í þessu máli, hitt er líklegra
að hann hafi verið þvingaður
til þess af yfirboðurum sínum
í stjórn landsins til að ógilda
fyrra bann sitt, vegna þess að
gróðafýkn auðugs manns hafi
með ýmsum ráðum orðið sjálf-
sagðri varúð og ábyrgðartil-
finningu ráðherra landsins yf-
irsterkari.
Nú langar mig til þess að
vita, hvers vegna bannið var
afnumið, því ef svo er að
gróðafíkn eins auðmanns er
þyngri á vogarskálinni en sér-
fræðiþekking og ábyrgðartil-
finning gagnvart landi og þjóð,
er kominn tími til að athuga
sinn gang.
Við lásum eftir stríðslok, að
konur og börn erlendis þurftu
til að bjarga lífinu, að hreinsa
sorptunnur bandaríska hersins
af öllu því er meltanlegt var.
Ekki datt mér þá í hug, að
nokkur maður hér á landi,
mundi árið 1954 sækja fast að
mega sækja matföng í sorp-
tunnur bandaríska hersins, en
oft og tíðum lítur út fyrir að
til se fólk, sem telur líf sorp-
rottunnar í leifum hersins
æðsta hnoss til að sækjast
eftir.
Einar Petersen.
um kjötskoðon
Samkvœmt lögum nr. 5 22. febr. 1949 um kjöt-
mat o.fl. skal heilbrigðisskoðun og gæðamat fara
fram á öllu kjoti og innyflum af sláturfénaði, sem
ætluð eru til sölu í kjötbúðum, veitingahúsum eöa
öðrum opinberum sölustöðum.
Allt kjöt, sem ekki hefur verið heilbrigðisskoðað
og gæðametið, og sem slátrað hefur verið innan
lögsagnarumaæmis Reykjavíkur eða flutt hefur
verið til lögsagnarumdæmisins í framangreindu
augnamiði, ber, með vísun til ofanritaðs, að flytja
til skoöunar í kjötskoðunarstað 1 húsakynnum
Sláturfélags Suðurlands við Skúlagötu, frá cg meö
1. júlí n.k. Það varðar sektum, ef út af er brugðið.
En skoöunargjald fer eftir gjaldskrá, sem atvinnu-
málaráðuneyt'ö staöfestir.
Reykjavík 29. júní 1954
Borgaríækiúr
r
RITSTJÚRI. FRtMANN HELGASON
Heimsmeistarakeppnin i knattspyrnu:
Urnguay og
morgun
Fjögur lönd eru nú eftir í heimsmeistarakeppn-
inni í knattspyrnu: Austurríki, Ungverjaland, Urug-
uay og Þýzkaland, og keppa þau til undanúrslita á
morgun. Um s.l, helgi voru leiknir fjórir leikir í
keppninni og urðu úrslit þessi: Á laugardag sigr-
aði Austurríki Sviss 7—5 og Uruguay England 4—2,
en á sunnudag sigraoi Ungverjalan.d Brasilíu 4—2
og Þýzkaland Júgóslavíu 2—Ð.
Enska lióið, sem lék gegn
heimsmeisturunum frá Uru-
guay, sýndi ágætan leik og
mikinn baráttuvilja. — Þrjár
breytingar höfðu verið gerðar
á liðinu frá leiknum við Sviss-
lendinga um fyrri helgi: Hinn
gamli, góði Stanley Matthews
var settur inn á aftur ásamt
Lofthouse, og Finney gerður
að vipstri útherja. Breytingar
þessar voru taldar til mikilla
bóta, því að Matthews sýndi
mjög góðan leik og var einn
bezti maður liðsins en Loft-
house skoraði annað mark Eng-
lendinganna.
Uruguay tók forustuna í
leiknum þegar í byrjun, er mið-
framherjinn skoraði á 6. mín.
Lofthouse jafnaði 10 mín. síð-
ar en heimsmeistararnir tóku
aftur forustuna 2:1, er 2
mín. voru eftir af fyrri hálf-
leik. Strax á fyrstu mín. síðari
hálfleiks settu þeir síðan þriðja
mark’ð, Finney skoraði annað
mark Englendinga skömmu síð-
ar, en er 13 mín. voru eftir af
leik kom fjórða og síðasta
mark Uruguay.
SLAGSMAL —
BROTTVISANIR
Leikur Ungverjalands og
Brasilíu í Bern varð allsögu-
legur. Vitað var fyrirfram að
leikurinn yrði harður og jafn,
því að liðin voru talin tvö af
þrem beztu kappliðunum á
heimsmeistaramótinu.
Fyrirliði Ungverja, Puskas,
gat ekki keppt með félögum
sínum að þessu smni vegna
meiðsla;. hann meiddist allilla
á fæti í leikmím við Þjóðverja
fyrra sunnudag og varð þá að
yfirgefa völlinn, er 20 mín voru
liðnar af síðari hálfleik. Þrátt
fyrir þetta mikla óhapp tókst
ungversku meisturunum. að
sigra hina skæðu keppipauta
sína frá Bras'líu með 4 mörk-
um gegn 2 (í hálfleilc stóðu
leikar 2:1 fyrir Ungverja).
Þegar leið á leikinn færð-
ist mikil harka í hann og
áttu hinir blóðheitu Brasilíu-
menn sök á því. Varð
dómarinn, Englendingurinn
Arthur Ellis, loks að vísa
þrem leikmönnum út af vell-
inum: tveim Brasilíumönn-
um og einum Ungverja. —
Ungversku leikmennirnir,
dómari og línnverðir urðu
að yfirgefa völlin undir lög-
regluvernd í leikslok.
1 sambandi við leik Austur-
ríkis og Sviss á laugardaginn
má geta þess að Svisslending-
ar höfðu um eitt skeið þrjú
mörk yfir Austurríkismenn.
Eins og áður var sagt fara
undanúrslit heimsmeistara-
keppninnar fram á morgun. Á
laugardaginn leika svo þær
þjóðir, sem tapa á morgun, um
3. og 4. sæti keppninnar, en
úrslitaleikurinn fer fram á
sunnudaginn.
Enski langhlauparinn Jim
Peters sigraði í maraþonhlaupi
: í Englandi sl. laugardag og
hljóp vegalengdina (rúma 42
: km) á 2 klst. 17 mín. 39.4 sek.
Er það bezti tími, sem náðst
hefur í maraþonhlaupi til þessa,
en staðfest heimsmet er ekki
til í íþróttagreininni. Fyrra
,,heimsmetið“ átti Jim Peters
einnig og var það 2; 18.34,8,
sett í Turku í Finnlandi í októ-
ber 1953.
‘
i
Lokað vegna sumarleyía
írá 5.—21. júlí
Efnagerðin
Rekord
I byrjun maí. sl. var haldin
alþjóðleg keppni í hjólreiðum
á leiðinni Varsjá-Berlín-Praha.
Þátttakendur voru fjölmargir,
en sigurvegari varð Daninn El-
Uf Dalgárd. — Sigurvegari á
fyrsta hluta leiðarinnar Var-
sjá-Lodz varð Pólverjinn Wis-
zewskí (á myndinui við hlið-
ina) en hann var sjöundi í öll-
um kappakstrinum. A mynd-
inni fyrir ofan sjást nokkrir
þátttakendur á lciðinni tíl
Lodz. Fleiri myndir frá þess-
ari keppni verða birtar hér á
síðunni næstu daga.
Finnarnir sýna
í Ytri-Njarðvík
á morgun
Finnski f;mleikaflokkurinn
sýndi tvisvar í Tívolí á sunnu-
daginn við mikla hrifningu. 1
gær fór flokkurinn til Gullfoss
og Geysis í boði bæjarstjórn-
ar Reykjavíkur.
Á morgun er áætlað að fim-
leikamennirnir sýni í Ytri-
Njarðvík. Sennilega verður
haldin e;.n sýning ennþá hér í
Reykjavík.