Þjóðviljinn - 08.07.1954, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 08.07.1954, Blaðsíða 5
(5 Fimmtudagiir 8. júlí 1954 — ÞJÓÐVILJINN Chaaa’eliill sagður siaðráðiim í €fð Í€ez& fil í ár Á c?ð hafa tilkynnt Eisenhower þetta á fundi þeirra i Washington um daginn Blaöamaður við blaðið New York Post í New York, Marquis Childs, sagöi í grein í blaði sínu s.l. laugardag aö líkindi bentu til aö Sir Winston Churchill, forsætis- ráðherra Breta, færi til Moskva nú í sumar. Tilgangur hans með þeirri för| herra Sovétríkjanna, G. M. Mal- væri sá að kynna sér skoðanir | enk'offs. Churchill sé framar og samstarfsvilja forsætisráð- j öðru umfcugað um það að gera það sem í hans valdi stendur til að ná samkomulagi við ráða- menn í löndum sósíalismans áð- ur en hann hverfur af sviðinu. „Bjargfastur ásetningur“ Chiids kveðst hafa frétt það frá samstarfsmönnum Churchills á Washingtonfundinum Churchill hafi lýst því yfir á fundunum í Hvita húsinu að það væri bjargfastur ásetningur sinri að ræða við forystumenn komm- únismans til þess að undirbús fund æðstu manna stórveldanm þriggja, Bandaríkjanna, Bret lands og Sovétrikjanna. Gegn vilja Eisenhowers Eisenhower forseti og Dulleí utanríkisráðherra hvöttu \Vinston til að aðhafást ekkert í þessa átt, segir Marquis Childs að Iokum. Sovétstjórnin hefur sent Bandaríkjastjórn orðsendingu og krafizt þess að hún hætti tilraunum rneð kjarnorkuvopn og vetnisvopn á Marshalleyjum í Kyrrahafi, sem eru verndar- gæzlusvæði undir stjórn Banda- ríkjanna samkvæmt samningi við Vemdargæzluráð SÞ. Sovétstjómin bendir á að í- búar Marshalleyja hafa sent Verndargæzluráðinu kæru vegna tjóns á lífi og eignum sem kjarnorkutilraunirnar hafa valdið. Bendir hún á að með; því að valda eyjaskeggjum slík- um búsifjum hafi Bandaríkja- stjórn brotið verndargæzlusamn inginn. Einnig krefst hún þess að Bandaríkjastjórn greiði Marshalleyjabúum bætur fyrir tjónið sem þeim hefur verið unnið. Ekki hdvfems heldur uifi Á Norðurlandaþingi, sem haldið var í Osló í síðustu viku, skýrði Hans Iledtoft, forsætis-l ráðherra Danmerkur, frá því að| ríkisstjórn sin hefði á prjónun- um fyrirætlun um nýtt framlag Dana til norrænnar samvinnu. Varðar það töluorðin í dönsku. Ríkisstjómin ætlar að leggja til að Danir taki upp sama.hátt og Norðmenn og Svíar og segi treti, firti, femti og svo framvegis en hætti að segja tredive, fyrre, halvtreds, tres, halvfirs, firs og haivfems. Myndi þessi breyting vafalaust gleðja alla islenzka dönskunemendur. Hernaðarástand vegna kosninga í Oklahoma Fylkisstjóri Oklahoma-fylkis í Bandaríkjunum, Murr- ay, lýsti fimm héruð fylkisms í hernaðarástand hinn 2. júlí s.I. Orsökin var ólöglegar atkvæðamútur margra auðugra manna við kosningar sem fram fóru í fylkinu er kjósa átti öldungadeildarþingmann, fylkisstjóra,. sex fulltrúadeildarþingmenn og ríkisstarfsmenn. Lögregluliði var boðið út til að hafa eftirlit með kosningunum. Fylkisstjórinn kvað likindi til að önnur héruð fylkis- ins yrðu lýst í hernaðarástand áður en kosningunum lyki. Hann lýsti þvi yfir að liaurt Iiti mjög alvarlegum aug- um á ástandið sem kosningarnar hefðu valdið í fylkinu. Þeir CUill Er sir Winston Churchill, for- sætisráðherra Breta, og Anthony Eden, utanríkisráðherra, stigu um borð í „Queen EIisabeth“ i lýew York á fimmtudaginn i síð- ustu viku neituðu þeir öllum blaðamönnum um viðtal og bönnuðu Ijósmyndurum að taka myndir af sér. Stórblaðið „New York Times“ skrifaði í tilefni af þessu að nið- urstaða Washingtonfundarins hlyti að hafa valdið Bretum von- brigðum. Segir blaðið að þetta sé í fyrsta sinn sem sir Winston Framh. á 11. síðu. TMðnr gegn sex lfónmift f dýragarði í Durban í Suður- Afríku skeði það nýlega að sex óð ljón réðust á umsjónarmann sinn og temjara. Fjölleikatrúður nokkur, vinur hans, sem var þar nærstaddur greip þá til sinna ráða til að bjarga lífi vinar síns. Hann greip sér stól í hönd, stökk inn í ljónabúrið og með þeim kúnstugustu brögðum listar sinn- ar er hann réð yfir gat hann snúið athygli ljónanna frá temj- aranum, svo að hægt var að ná honum urdan þeim þar sem hann lá meðvitundariaus á gólfinu. Trúðurinn særðist alvarlega, en vinur hans ljónatemjarinn dó skömmu síðar á sjúkrahúsi. Þessar myndir voru nýlega teknar í Peking af þeim bandarísku og brezku hermönnum, sem teknir voru höndum í Kóreu og neit- uðu að hverfa heim, þegar vopnahlé var samið. Efri myndin er telcin í garði háskólans í Peking en sú neðri í einni eðlisfræði- vinnustofu háskólans. Mikil þörf kvikmyBda við Fyrir skömmu var haldin í Stokkhólmi ráðstefna um fram- leiðslu kvikmynda handa börn- um. í lokaályktun ráðstefnunnar segir, að yfirvöldunum beri að veita framleiðslu barnakvik- mynda meiri athygli en gert héf- ur verið hingað til. Skorað er á menntamálaráðuneyti Norður- landa, Svíþjóðar, Noregs, Finn- lands og Danmerkur og menn- ingarmálanefnd Norðurlanda að þau stuðli að því að yfirvöld hvers lands leggi fram fjármagn til að kosta framleiðslu kvik- mynda handa börnum undir 12 ára aldri. Kvikmyndir þessar verði undanþegnar sköttum og tollum. Það væri dýrmætt ef tækist að skapa fjárhagslegan grund- vöil undir framleiðslu barna- kvikmynda sem búnar væru til í hverju landi Norðurlanda fyrir sig, þannig að leikendurnir töl- uðu hver sitt móðurmál. Töldu loftbelg vera, fljugandi disk66 Fjöldi manns sá um hádegis- bilið í gær gljáandi kringlu svífa yfir London hátt í lofti. Símuðu menn unnvörpum til blaðanna og sögðust hafa séð „fljúgandi disk“. Það kom þó á daginn að þarna var ekki um neitt dular- fyllra að ræða en stóran loftbelg, sem látinn var svíf a upp í 30.000 . metra hæð með sjálfvirk tæki til rannsókna á geimgeislum. um NýrækiarsvæSið á að vera orðið 13 millj. bektara fyrir ^ * Kæsta árs Moskvublaöið Pravda skýrði frá því fyrir nokkrum dög- um aö áætlanirnar um ræktun áður óræktaðs lands í sovétlýðveldunum í M-Asíu séu aöeins inngangur að áætl- unum um enn víötækari aukningu kornframleiðslunnar á næstu árum. Nýræktun þassi í Asíu hófst í vor eð leið. Núverandi áætlan- ir gera ráð fyrir að 13 milljón- ir hektara lands skuli tcknar. til .ræktunar fyrir árslok 1955. Pravda segir að auðvelt ætti að vera að tvöfálda eða jafnvel þrefalda.þessa tölu á næstu ár- uœ Dg,þeadir :á.nð í ár.fhafv nv- ræktunin þar i Asíu verið 3.6 milljónir hektara í stað 2 ' milljóna sem upphaflega haf verið áætlaðar, 140.000 manns hafa gefið sif fram víosvegar.að úr Sovétríkj unum til að taka þátt í rækt unarstarfinu. Pravda leggur á herzlu á að framkvæmd og ár- angur þessara mikiu fram- kvæmda sé að miklu leyti undir því kominn að skipulagningin sé nægilega góð. En samt hefut þau-komið í -ljés að hefmi er í lörgu áfátt, segir blaðið að >kum. i Þess skal getið til samanburð- r, að allt ræktað land í einu nesta landbúnaðarlandi Ev- ‘ópu, Danmörlcu, var árið 1946 ■úmlega 3.1 milij. hektara. Ný- ■æktarsvæðið, sem ætlunin er ið taka í notkun í Sovétríkjun- um fyrir lok næsta árs, er all- miklu stærra en allt ísland; 130.000 férkílómetrar, ísland er 103.000 ferltxn. ' : •

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.