Þjóðviljinn - 08.07.1954, Blaðsíða 7
Fimmtudagur S. júlí 1954 — ÞJÖÐVILJINN — (7
Það var einu sinni á dimmu
veírarkvöldi suður á Keflavík-
urflugvelli, að við áttum tveir
öryggisverðir samleið burtu frá
varðstað þeim sem nefndur er
af Könum „Rock Crusher"®),
grunnur gilskorningur, skammt
írá Hafnaveginum, þar sem
stórskornar, bandariskar vinnu-
véiar breyta islenzku fjalla-
grjóti. í asfalt á fiugbrautir.
Leiðin lá stuttan spöl upp af-
iíðandi brekku og siðan inn í
Seaveed* *) á skrifstofu örygg-
isvarða — Headquarters of
Securlty Guards of North
Distriot. — Okkur hafði verið
skipað að skipta um varðstað.
>rið gengum upp brekkuna
með vindstrekking í fangið, sem
þeytti göturykinu framan i
andlitin á okkur, Þó sáum við
ijósvitann varpa grænum og
gulum geislum út í svart febrú-
armyrkrið, það var kalt og við
sveipuðum úlpunum þéttar að
okkur.
,.Á ág að trúa þér fyrir leynd-
armáii?“' spuroi félagi minn
allt i einu. — Og hann horfði
rannsakandi á mig. — Allar is-
lenzkar skoðanir eru leyndar-
mál á Vellinum. Það er tilval-
ið að skiptast á skoðunum, þeg-
ar menn ganga, það gerir hreyf-
ingin, menn eru aldrei á sama
síað. þá hlustar enginn. — Svo
verða allir forvitnir, þegar
menn hlusta á leyndarmál —
það varð ég. — Og þessi rólegi,
haínfirzki skipstjóri byrjaði að
tjá mér lejmdarmál sitt.
„Eg skal segja þér frá dálitið
skrýtinni reynslu, sem ég hef
upplifað, síðan ég byrjaði að
vinna hérna á Beisnum*®*).
•) Bandaiíkjamenn hafa
skapað ensk heiti á hóla, gil-
skorning?.; fjöll og hæðadrög og
eru aldrei nefnd öðrum nöfnum
í talmáli og ritmáli á Vellinum.
Þannig býðir Rock Crusher
beint út Klettagjáin.
;i,:!) Seaweed þýðir þara’oyggð
og er runnið frá flotanum í
byrjun stríðsins, nafn á bragga-
hverfi, þar sem sjóliðar höfð-
ust við en hefur lent yfir á
þessar. aðalbækistöðvar Hamil-
tons i talmáli, sem hefur yfir-
bugað hið formlega nafn „Con-
tractors Camp“.
*;l'*)Enska orðið „Base“ er
orðið algengt í talmáli og þýðir
herflugvöllur.
Við hjónin eigum allstóran
vinahóp, sem maður hefur sam-
band við á frídögum sínum.
Þetta er allt velmetið íhalds-
fólk í Hafnarfirði. — Það hef-
ur alltaf verið sagt um mig, að
ég væri fastlyndur íhaldsmað-
ur, rólyndur að eðlisfari og
mér falli miður allar breyting-
ar á ástandinu. — Því síður
hef ég fengið orð fyrir að bera
út gróusögur meðal fólks og
þótt hingað til traustur í frá-
sögnum mínum af daglegu lifi
á sjónum. — í stuttu máli sagt
eins og Kaninn segir: Eg hef
haft átoritet.
En hvað er nú! Þegar ég fer
að segja fólki sögur héðan af
Beisnum, þá bregzt það hið
versta við og gamlir og góðir
vinir mínir rjúka upp úr stól-
unurn og slengja þessu framan
í mig: „Hvað er þetta maður,
þú talar bara eins og kommún-
isti“. Og það er nú víst í fyrsta
skiptið á ævinni“, segir þessi
rólyndi íhaldsmaður mæðú-
lega.
Og þarna í göturykinu með
flugvéladrunur i lofti og banda-
rískar bifreiðar þjótandi fram-
hjá okkur, fórum við að leita
að eðlilegri skýringu, og það er
ekki fjarri lagi, að við komumst
að þessari niðurstöðu, sem ég
veit þó að íhaldsmaðurjnn vill
hafa fyrirvara á.
Það, er ekkert efamál, að hin
borgaralegu dagblöð stunda sér-
stakan áróður gagnvart her-
/---------
Fyrri
hlutí
l_________
náminu, þar sem þau viðhalda
ákveðinni sjálfsblekkingu borg-
arastéttar, sem vegna efnahags-
legrar og andlegrar aðstöðu vill
ekki trúa að mismunur sé milli
herraþjóðar og undirþjóðar, og
allar sögur sem kvikna út frá
þessu sambýli og bera vott um
kúgun hálfnýlendu, hljóti að
vera runnar frá sósíalistum,
sem ætíð hafa varað þjóðina við,
skilgreint öll stig bandarískrar
ásælni, frá því hún byrjaði hér
á landi.. — Enda hefur hér
gætt aflsmunar, þar sem um er
að ræða ertt dagblað á móti
fjórum, sem stríðir gegn sjálfs-
blekkingu hernámsins.
★
Undanfarinn mánuð hef ég
lesið mér til mikillar furðu rit-
deilur milli Stefáns Valgeirsson-
ar og Konráðs Axelssonar, sem
birzt hafa á víxl í Tímanum
og Morgunblaðinu og er vikið
að mér persónulega í báðum
þessum skrifum. Kunningjar
míntr hafa stöðvað mig oft á
götu þessa dagana og spurt mig
um skilgreiningu þessara mála.
En það er kannski ekki ómaks-
ins vert að opinbera sína skil-
greimngu. — Mér færari menn
hafa svo árum skiptir skrifað
varnaðarorð i þetta blað o‘g
barizt gegn þeirri sjálfsblekk-
ingu rem meiri hluti þjóðarinn-
ar er ha'dinn af gagnvart her-
náminu. — En það eru alltaf
tii mem, sem vilja skýra skiln-
ing sinn á ástandi líðandi stund-
ar og þegar eitt af þessum
sjaldgæfu tækifærum brosir
við vegna innri hagsmunabar-
áttu auðvaldsins og það glittir
í sannleikann í sorinu, þá er
það sjélfsagt frá hendi sósíal-
ista pS nota þá aðstöðu, sem
borgara’eg dagblöð færa upp 1
hendurnar á honum og ræða
þessi mál af hreinskilni og
virðiugu fyrir því sem sannara
réýnist. '— Það hefur einnig
orðið mér hvatning, að lesa þan
skrif, sem Timinn lét í ljósi
ein i daginn, að óvcsnju sannar
og r’ákvæmar fré*tir hefðu birzt
i Þjóðviljanum undanfarið af
ásíani’jnu á KeHavíkurflug-
velli og heíði blaðið nánast
sagt eins góð sambönd og Morg-
unolaðið ætti völ þar syðra.
Ekki er að efc að Tíminn sé
dómbær á sai nleiksgilöi þess-
ara frétta, þar sem hann er nú
vettvangur þess ráðherra,
sem ræður isicnzkum málum á
Keflavíkurflu.gvelli.
★
En nú skulum við at’nuga til-
drög þessara mála.
Það var uppi fótur og fit í
Seaweed einn sólrikan maí-
morgun, þegar mjólkurbíllinn
kom með dagblöðin frá Rvík
og það fréttist af grein í Tím-
anurn, þar sem ráðizt var að
Flugvallarblaðinu og tveir
Til að endurreisa Kóreu þarf ekki aðeins að byggja mannvirki, heldur einnig að grœða
jöröina. Hér eru menn að þeim siörfum á Maranbon-hœöum í nágrenni Pjonjang.
Guðgeir Magnússon:
Þegar ég
var ráðinn
blaðamenn þess ásakaðir fyrir
að starfa jafnframt fyrir leyni-
þjónustu bandaríska hersins,
þar sem þeir áttu að vera á
verði gegn óánægjuröddum í
hópi verkamanna á Vellinum
og sjá um að slíkir menn væru
tafarlaust reknir inn i islenzkt
atvinnulíf aftur.
Menn urðu undrandi að sjá
þennan sannleik skrásettan á
síður þessa stjórnarblaðs. —
Manni verða minnisstæðir
rnargir ungir Framsóknarmenn
hvað þeir réttust í bakinu þeg-
ar þeir töluðu við Heimdelling-
ana sem svöruðu þegar með
atómsprengjum. Nokkrum dög-
um seinna kemur svo þessi
fræga grein í Flugvallarblað-
inu, sem er eitt af stærstu póli-
tískum asnastrikum Sjálfstæð-
isflokksins, op réði næstum falli
heillar ríkisstjórnar, cg er þó
ekki séð fyrir endann á því.
Þessa grein skrifaði Helgi S.
í samráði við formann þess
hlutafélags, sem telur sig eiga
þetta blað, en það er Konráð
Axelsson ráðningarstjóri. Þarna
er utanrikisráðherra borinn
þeim sökum að hann sé komm-
únisti og haldi uppi komjnún-
istum í þessari herstöð Atlants-
hafsbandalagsins. — Alörei
hafði nú áður heyrzt slikt um
þennan rólega, norðlenzka
fræðimann. Að vísu lýsti þessi
ráðherra margoft yfir á þingi
i vetur, að ekki skipti máli,
hvaða stjórnmálaskoðanir menn
hefðu í vinnu á flugvellinum,
þrátt fyrir að sami ráðherra
furðaði sig á því i persónuleg-
um viðtölum, hvernig þessi og
þessi sósíalisti hefði komizt í
vinnu á flugvellinum, — þegar
fór að skýrast fyrir honum hið
mikla njósnabákn, sem' her-
námsflokkarnir og bandaríska
leyniþjónustan hafa komið á
fót síðustu árin. — Það er eng-
inn eíi á þvi, að ofsa greinar-
innar er að rekja til þess and-
rúmslofts, sem bandarísk ógn-
arstjórn skapar á Vellinum. en
þess ekki gætt. að greinin er
einnig lesin af athygli utan
takmarka Vallarins og vekur
meðal annars óskaplegt fjaðra-
fok niðri á skrifstofum Hol-
stein, sem hafa margra ára
reynslu við að túlka þessi mál
fyrir þjóðinni.
Þessi grein vakti fyrst t stað
enga sérstaka furðu innan Vall-
arins, fyrir þá, sem þekkja
MacCartyismann í raun, menn
ypptu aðeins öxlurn og vissu að
hér talaði.bandaríska leyniþjón-
ustan í gegnum íslenzka njósn-
ara sína. Það var ekki fyrr en
reykvísk dagblöð fóru að skýra
málið fyrir sér og öðrum að
heiftin blossaði sérstaklega upp
i ungum Framsóknarmönnum,
sem tóku upp vörn fyrir ráð-
herra sinn.
Mér er minnisstætt atvik sem
kom fyrir i einum söluturn-
anna, þremur dögum eftir
að greinin birtist, er ég var að
afgreiða tvo unga menn með
dýrselda mjólk og var annar
Framsóknarmaður en hinn
Heimdellingur. Þeim lenti fljót-
lega saman yfir mjólkurdrykkj-
unni og Framsóknarmaðurinn
segir að lokum yfirkominn af
heift:
„Það er aðeins ein meðhöndl-
un, sem þið Heimdellingar eig-
ið skilið: það á að skjóta ykk-
ur með dúm-dúm-kúlu í mag-
ann. Það kemur pínulítið gat,
þar sem kúlan rifur sig inn að
framan, en springur út að aft-
an með stóru holundarsári".
„Haltu helvítis kjafti“, segir
Heimdellingurinn. Svo skildi ég
aldrei almennilega þessa lang-
sóttu viðbót: „Hvernig í ósköp-
unum stendur á þvi, að Banda-
ríkjamenn eru ekki farnir að
nota atómsprengjur“. Ekki
nema þá að Heimdellingurinn
vildi nota atómsprengjur á
Framsóknarflokkinn. En mór-
allinn hjá báðum þekkist allt
of vel frá bandarískri glæpa-
sögu „Eg, dómarinn“, sem ný-
komin er á markaðinn, og að
öðrum þræði frá hótunum
bandarískra öldungadeildar-
þingmanna' gagnvart Kína.
★
Það var einmitt á þessum
sömu dögum að jeppabifreið
renndi upp að söluturninum og
í dyrunum birtist rólegur hörg-
dælskur bóndi með diplódam-
tiskt bros á andlitinu. Þetta var
formaður Starfsmannafélagsins,
Stefán Valgeirsson. Það var
enginn inni í búðinni og formað-
urinn segir þegar við mig:
„Jæja, karlinn, nú ferð þú
að koma við sögu úr þessu.
Það er svo mál með vexti, að
Konráð réði þig á sínum tima
i öryggisvörðinn, þar sem þú
barst honum kveðju frá manni,
sem Konráð skuldar peninga.
Framhald á 8. siðu.