Þjóðviljinn - 05.08.1954, Page 10

Þjóðviljinn - 05.08.1954, Page 10
30) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 5. ágúst 1954 INNAN Víl) MÚRVEGGINN EFTIR A. J. CRONIN 66. „Hann er fullur,“ sagði rödd úr innsta hringnum. „Hann hefur verið að rugla alls konar vitieysu.“ „í þetta sinn hefur þér tekizt það. Ég hef beðið eftir því. Komdu með okkur.“ Lögregluþjónninn tck í Pál og reyndi að toga hann með sér gegnum mannfjöldann. Þegar hann fann mótstöðu togaði hann hraustlega í Pál og var næstum búinn að snúa úlnlið hans úr liði áður enn hann tók eftir keðjunni. Dökkur roði breiddist um andlit hans og háls. Hann sneri sér að félaga sínum. „Hann hefur hlekkjað sig fastan. Við þurfum vagn- inn.“ Lögregluþjónarnir fóru að reyna að losa keðjuna, hrundu Páli til og frá og forvitnir áhorfendur tróðust enn nær. Nýr lögregluþjónn kom á vettvang; flýtti sér síðan burt aftur og blés í flautu sína. Allir virtust hrópa og troöast í einu, umferðin stöðvaðist, allt var á ringul- reið. Þessari stundu hélt Páll að hann hefði verið að bíða eftir; nú ætlaöi hann að reyna að leika á strengi til- finninganna. „Vinir mínir,“ reyndi hann að hrópa. „Ég bið aðeins um réttlæti. Saklaus maður....“ En unga lögregluþjóninum hafði tekizt að brjóta lás- inn með kylfu sinni. Páli var troðið inn í lögregluvagn- inn og ekið með hann á stöðina. Hann yissi varla hvað um var að vera fyrr en honum var fleýgt' inn í fanga- klefa. Ennið á honum skall í steingólfið, en honurn leið ekkert verr í höfðinu fyrir það; það var fremur eins og hann læknaðist af sljóleikanum. Hann stundi að minnsta kosti. Stunan hafði slæm áhrif á lögregluþjón- ana þrjá sem horfðu á hann og voru honum þegar sár- gramir fyrir alla fyrirhöfnina sem hann hafði valdið þeim. „Sjáið þið kvikindið,11 sagði einn þeirra. „Hann er að vakna af ölæðinu.“ ,,Nei,“ sagði Jupp. „Þetta er ekki ölæði.“ Þriðji lögregluþjónninn sem var þrekinn og þungur á sér, var enn rauöur í framan og másandi — einhver hafði sparkað í magann á honum í átökunum. „Hvað svo sem það er, þá skal hann ekki komast upp með að sparka í mig og útsvína mig.“ Hann beygði sig áfram, tók í hnakkadrambið á Páli og lyfti honum upp eins og hveitipoka. Svo kreppti hann hnefann og barði hann milli augnanna. Blóðið streymdi úr nefi Páls. Hann lyppaöist niður og lá grafkyrr. „Þetta hefðirðu ekki átt að gera,“ sagði Jupp kulda- lega. „Hann fær meira en nóg--------fljótlega.“ Um leið og klefadyrnar lokuðust að máttlausu hrúg- aldinu, rak yngsti lögregluþjónninn upp vandræðalegan hlátur. „Jæja,“ sagði hann eins og hann væri aö friða sam- vizku sína. „Honum var nær.“ Áttundi kafli Þaö var áliðiö dags þegar Páll komst aftur til með- vitundar og fór aö átta sig á umhverfinu. Hann lá drykk- langa stund og starði upp í ljóstýruna í klefaloftinu. Svo reis hann upp á fjóra fætur og skreið að vatnskönnu sem stóð hjá rúmfletinu. Hann hallaöi könnunni, fékk sér að drekka og vætti síðan bólgið og þrútið andlit sitt. Vathið var kalt og svalandi, en hann loghitaði í andlitið. Hægt og varlega brölti hann á fætur og settist á rúm- íletið. Hann var með minni höfuðverk. En sér til undr- unar fann hann aö hann átti erfitt meö að draga and- ann — við hvern andardrátt fékk hann stingandi verk í vinstri síðuna. Bráðlega fann hann aö hann gat forð- ast verkinn, dregið úr honum að minnsta kosti, með því ; að anda ekki eins djúpt. Að visu þurftí hann'að anda þeim mun oítar, en honum fannst það ekki koma að sök. Meðan hann sat þarna og var að reyna að venjast þessum nýja andardrætti, opnuðust klefadyrnar skyndi- lega og maður korn inn. Páll leit á hann bólgnum, þrútn- um augum og þekkti að þarna var kominn lögreglu- stjórinn í Wortley. Dale stóð og horfði þegjandi á hann langa hríð eins og hann vildi sjá til hlítar hvernig ástatt væri fyrir hon-* um. Nú vottaði fyrir yfirlæti í framkomu hans og svipur hans var alvarlegur. Þegar hann tók til máls var rödd hans róleg og stillileg. „Þér fóruð þá ekki að ráðum mínum. Ef ég man rétt ráðlagði ég yður að fara heim. En þér hafið ekki getað sætt yður við það. Þér vilduð heldur vera kyrr og koma af stað vandæðum. Og hér eruð þér kominn, alveg eins cg ég sagði fyrir um, — og þó miklu verr settur, miklu verr.“ Aftur varð þögn. „Eflaust hafið þér verið mjög ánægður með sjálfan yður. Að ögra lögregluþjóni og sleppa við svo búið. Fara huldu höfði þessar vikur. En þér þurfiö ekki að blekkja sjálfan yður, vinur sæll. Það var fylgzt með hverri hreyfingu yðar. Ég hefði getað látið taka yður fyrirvara- laust. En af einhverjum ástæðum og gegn betri vitund, vildi ég gefa yður enn eitt tækifæri. Og þér gripuð það ekki.“ Það skein í sterklegar tennurnar á Dale. Og nú eruð þár iila kominn eftir útliti yðar að dæma. Ef til vill hafa strákarnir rnínir verið dálítið harðhentir. En — þér megið ekki taka það illa upp. Það er alvana- legt þegar lögregluþjóni er sýnd mótspyrna og hann er að gera skyldu sína. Þár getið sjálfum yður um kennt.“ OC Coolidge forseti hinn þögli sat einu sinni sem oftar veizlu eina mikla. Við hlið hans sat kona af háum stigum. OEr nokkuð var liðið á veizluna og forsetinn hafði ekki sagt eitt einasta orð, sagði konan: Þér eruð svo þögull, herra forseti. Mig langar þá til að segja yður að áður en ég kom til veizlunnar veðjaði ég við tvær vinkonur mínar um það að ég skyldi hafa upp úr yð- ur meira en tvö orð í kvöld. Þér tapið, svaraði Coolidge. Eitt sinn er de Valera var að halda ræðu í bænum Ennis var hann skyndilega hand- tekinn, Puttur í fangelsi og hafður í haldi í eitt ár. Er hann var látinn laus, hélt hann rakieiðis til Ennis, boð- aði til fundar og hóf ræðu sína með þessum orðaim. Eins og ég var að segja, þeg- ar gripið var fram í fyrir mér á dögumim .... á mjmdinni. Það er auðsaum- aður búningur, en efnið má ekki vera of stíft. Búningurinn er saumaíur í einu lagi og í mittið er breitt teygjubelti. Hægt er að notast við gamalt Sern be':ur fo-- í'”u ekki öllj ný strandföt furðu’.eg útlits og| kjána’.eg. Margar f íkur eru j fallegar og ski’aut'égar og hafa auk þess þenn kost að auð-| ve't er r * --i-n—- bær he'ma. Oft er e'’T*-í i' ta síðbuxur fara vel. en er rv’-r'u minni fyrrhöfn r 5 s'uttbuxur. F’-rst. v!5 ’Ps á tví- skipta ■ v'pa st.uttu buxnn-’-’ o'v dökkb1'u b '■’fh’ÚF-inni úr með hvítum leggingum. Það er auð velt að saúúiá ieggingarnar á. Erfiuaat er áiý-saúraa stuttbux- urnar, aa ’ þr/í' styttri jéár þær eru, því auðveidaia er að sauma þær. Ef maður er hræddur við að sauma aðskornar stuttbuxur, er reynandi að athuga stuttu pokabuxurnar elns og sýndar eru á. smáröndótta búningnum .j belti og þá verður svona skraut laus búningur mjög ódýr. Anh- ars er þetta einkum búningur fyrir ungar stúikur og áður en maður hefst handa við að sa.uma hann ætti maður að aðgæta, hvort maður hefur vöxt til að bera hann. Líttu í spegil og athugaðu sjálfa þig, einkum að aftanverðu, því að stuttbuxur og fyrirferðai-mikill bakhluti fara ekki mjög vel saman. Ef maður hefur ekki vöxt til að ganga í stuttbuxum eða treystir sér ekki til að sauma þær, er hægt að saumá erma- lausan jakka eins og sýndur er á mvndinni. Hann kemur í staðinn fvrir stuttbuxur og blússu og það er miklu auð- veldara að sauma hann. Hann er sniðinn beinn upp og nið- ur og i mittið er teygja. ;Ef hann ér notaður yfir sundbol, þetta snotur, einfaidur og sólbaðsbúningur, og þáð sauma hann úr ’nvaða efni . er, frotté, bömuílarefni, jafnvei silkiefnL :.r 0 ’ imillsþáííur

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.