Alþýðublaðið - 08.09.1921, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 08.09.1921, Blaðsíða 4
4 ALÞYÐUBLAÐIÐ Vísnr við skemtiför verkamanna. Við hrindum frá oss herfi og plóg, við hríndum gnoð á freisissjó um afarstutta stund. Við orfi sinnum ei né ljá, við ítum pál og reku frá. Með stífað brjóst og stfgvél gljá er stefnt á skemtifund Við skulum ganga inn að ám og af oss hrista rik og kám sem dagleg elur eymd. Við skemtum oss með skrafi’ og söng, við skoðum krafta lagða’ i þröng, sem eiga’ að lýsa upp þau göng er áður voru gleymd. Þó séu í Iófum okkar ör og alt í taugum lamað fjör, við töluui óhög orð. Ef göngum upp á grænan hól, við getum séð að okkar sól, hún er að gægjast yfir pól, og allra skín á borð. Þó fátt í vösum glartifi gjald og gullkálfarnir hafi vald, sú endar tíðin eins. Það kemur seinna tími og tfð þeir teymdir verða út í stríð, þeim reynsíudisin ristir nfð og ræður leik til meins. Guð blessi þessa gleðistund, Við gróa sjáum Edens lund i hverri hrcinni sál. Við getum ekki gert að því þó gullrauð séu’ ei allra ský, ef. btosin eru blið og hlý þá brýnt er andar stál. óskar góðrar skemtunar y y. a Skóblífar og gúmmfstfg- vélaviðgerðir eru ávalt brztar á gúmmívinnustofu Reykjavfkur á Laugaveg 76. Göð stúlka óskast í vetr- arvist á Vesturgötu 14, Sigurbjörg Hansen. Vatnið. Vegna þess hve mikið er notað af vatninu, verður aftur lokað fyrir það á næturnar milli kl. n—7. — Menn eru ámiutir um að spara vatnið svo mlkið sem möguiegt er. BæjarYerkfræðingurínn H.í. Versl. HTerfi8g. 56 A. Pipar. Allehaande. Negull. St. kanili. Heill kanili. Karry. Muskat. Kardemommer. Lindaipenai fundinn. — Vitjist á afgreiðslu biaðsins. RiUtjóri og abyrgd&rmaðBf. ólaísir Friðrikssoa. Prentimiðiaa Gntenberg, Æskuminningar. Efttr Ivan Turgeniew, Klukkan tvö um nóttina kom hann heim og gekk inn 1 herbergið sitt. [jÞjóninn, sem kveikti, lét hann fara, Iagðist svo upp í legubekkinn, sem stóð rétt hjá ofninum, og huldi andlitið i höndum sér. Aldrei áður hafði hann verið eins þreyttur — bæði andlega og líkamlega. Alt kvöldið hafði hann verið hjá yndislegum stúlkum og mentuðum mönnum; sumar af stúlkunum höíðu blátt áfram verið fallegar, hér um bil allir karlmennirnir höfðu verið gáfugarpar og hæfi- leikamenn — honum hafði sjálfum tekist upp í samtal- inu, verið alveg með besta móti og samt hafði lífsieið- an aldrei verið annað eins farg á honum eins og ein- mitt núna. Hefði hann verið lítið eitt yngri — myndi hann hafa grátið af þunglyndi, sorg og gremju. Honum leið frámunalega illa. Hann var svo einmana og yfir- gefinn. Alstaðar í kring um hann var sami sortinn, sama myrkrið. — Hann vissi ekki hvernig hann átti að umflýja myrkr- ið og beiskjuna. Hann þorði ekki að gera sér von um að geta sofið. Hann vissi að hann gat það ekki. Þá var ekki annað að gera en að lofa huganum að ieika. Hann fór að hugsa um það hve lífið væri í rauninni marklaust, falskt og viðbjóðslegt. Æfiskeiðin runnu honum fyrir hugskots- sjónir hvert af öðu — sjálfur var hann nú þegar orðiun fimmtíu og tveggja ára — og öll voíu þau að hans áliti jafn auðvirðileg. Hverju þeirra fylgdi sami hégóm- inn, sama barnalega oftraustið. Það er sama hvað barn- ið hefir sér til hughreystingar — ef það aðeins ekki grætur! — Og fyr en varði var ellin komin, jafn skyndilega og regn úr skýjuðu lofti — og með henni þessi sífelda, óbærilega hræðsla við dauðann. Eftir var ekkert annað en heljarstökkið — út f myrkrið! En það var svo sem ekki altat að menn, féngu að ljúka æfi sinni á svo óbrotinn hátt. Nei, heldur urðu menn smásaman að að tærast upp af sjúkdómum og kvölum rétt á sama hátt eina og gamalt járn eyðist hægt og hægt af ryð- inu. . . . Fyrir hans hugskotssjónum var lífið ekki neinn ólgu- sjór eins og skáldin eru vön að lýsa því. Nei, honum fanst það vera alira líkast lygnu, spegilsléttu hafi, þar sem sæist alveg til botns. Og sjálfur sat hann í litlum bát og horfði niður í djúpið. n. hafsbotninum sá hann allar þrautir mannlífsins eins og ógurlega stóra fiska og sjóskrímsli. Þar voru sjúkdómar. gremja, brjálsemi, fá- tækt, blindni. . . . Hann starði niður í djúpið. Hvað er þetta? Þarna kemur ein ófreskjan, hún nálgast yfirborðið meir og meir, verður altaf greinilegri og jafnframt viðbjóðslegri. . . . Eftir eina inínútu fanst honum að ófreskjan hlyti að rekast á bátinn og hvolfa honum! En svo fjarlægðist hún aftur, sökk til botns, lá þar og hreyfði uggana ósköp hægt. En hann vissi að sá dagur myndi koma að hún kæmi til þess að hvolfa bátnum. . . . Hann hristi höfuðið, stökk á fætur, gekk aftur og fram í herberginu og settist svo við skrifborðið dró út hverja skúffuna af anuari og blaðaði í gömlum bréfum sem flest voru frá stúlkum. Hann vissi ekki sjálfur, hvers vegna hann gerði þetta, Það var ekki fyrir það, að hann væri að leita að neinu. Æfintýri Jack Londons er komið út. Fæst á afgreiðslu Alþýðublaðsius. — Bæjarmenn. sem hafa pantað bókina, eru beðnir að vitja hennar þangað.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.