Þjóðviljinn - 12.09.1954, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 12.09.1954, Blaðsíða 4
tír kvikmyndinni „Saít jarðar“. Lögreglan setur konur og börn verklallsmanna í fangelsi. Á miðri myndiuni er B. Revueltas. Ný bandarísk kvikmyncl SALT JARÐAR, hefur vákið geysilega athygli. Á kvikmyndaháííðinni í Marí- anske Laszne í Tékkósló- vakíu í sumar hlaut hún f yrstu verðlaun ásarnt kvikmynd frá Ráðstjórnar- ríkjunum eins og Þjóðvilj- inn hefur áður skýrt frá. Eftirfarandi grein um þessa kvikmynd og íildrög hennar er eftir GUNNAR LEISTIKOW, fréttaritara norska borgarablaðsins VERÐENS GANG í Oslo. Sendi hann blaði sínu greinina að vestan um daginn og birtist hún þar 21' ágúst s.l. - ____________________________> Eyrir tveimur árum. skall á - mjög óveftjulegt■ 'verkfatl í sínkftámu við SilVér City' í Nýja ' Mexíkó í suðvesturhorni Bandaríkjanna. Vinnudeila þéssi varð geysilega hörð, þvi að inn í hana blandaðist kyn- þáttavandamál og réttindi þjóðernisminnihluta. Nýja Mexíkó er eitt þeirra land- svæða, sem Bandaríkin inn- limuðu árið 1848 eftir tveggja ára styrjöld við Mexikó, og ennþá er þar svo stór mexí- kanskur þjóðernisminnihluti, sém talar spænsku, að þetta tungumál nýtur viðurkenn- ingar sem annað opinbert mál fylkisins og er j^fnrétthátt ensku. En að ýmsu leyti er jafnrétti hinna tveggja þjóðerna í fylk- inu aðeins til á pappírnum. Að undanskildum nokkrum vellauðugum stórbændum eru mexíkanarnir fiestir bláfátæk- ir verkamenn og bændur, sem engilsaxarnir í fylkinu hafa fyrirlitningu á, bæði sökum þess, að þeir eru skör lægra settir í þjóðfélaginu og vegna hörundslitar þeirra. Svo sann- kaþólskir hafa Spánverjar ætíð reynzt, að þeir hafa aldrei biygðazt sín fyrir að blanda blóði við Indíána í þeim lönd- um Eómönsku Ameríku, sem þeir lögðu undir sig. Þessar kynþátta- og þjóðern- isandstæður hafa orðið verka- iýðshreyfingunni á þessum slóðum mikill fjötur um fót. Erfitt hefur ■ r-eynzt . að^ .fá „anglos“ (engilsaxa) og mexí- kana til að vinna saman í verklýðsfélögum. Andstæður í menningu og trúarbrögðum voru geysimiklar, og hinir inn- fluttu, enskumælandi verka- menn höfðu engan áhuga á að setja sig inn í lífvenjur og hugsunarhátt sinna mexík- önsku vinnufélaga. Verklýðs- samböndunum reyndist örðugt að brúa þessar andstæður, og vinnuveitendur áttu auðveldan leik að nota sér þær. Þeir buðu engilsöxum hærri laun og betri vinnuskilyrði og þeir reystu handa þeim nýtízku hús með öllum þægindum, en á sama tíma urðu hinir fyrir- litnu mexíkanar að bqa i. hreysum að falii komnum, án vatnsleiðslna og Lrárennslis. Markmið og vald. í verkfallinu stóð deilan um sama rétt fyrir sömu vinnu, reglu, sem fyrir löngu var al- mennt viðurkennd víðast hvar í landinu. Vinnuveitendur bjuggust við, að Samheldni verkamanna myndi bresta í verkfallinu og leiða til ósigurs. þeirra, en hins vegar óttftðUst verkamenn, að allt, sem þeir höfðu unnið í þessu efni í ára- tuga baráttu, myndi taþasf, ef þeir létu þar undan. Námufélagiðí reyndi að eyði- leggja verkfallið með því að senda á vettvang engilsaxneska verkfallsbrjóta, en þeir veigr- uðu sér við að brjótast með valdi gegnum raðir verkfalls- varðanna, jafnvel þótt þeir nytu verndar lögreglustjórans. Eftir átta mánuði tókst vinnu- veitendum loks að fá dómstól til að kveða upp dóm, þar sem verkfallsvörður var bann- aður, og var það samkvæmt ákvæðum í hinni hötuðu, nýju vinnulöggjöf. Svo leit nú út sem leikurinn væri tapaður fyrir verkamönn- um. En þá datt eiginkonum, mæðrum og systrum verkfalls- manna snjallræði í hug. Bann dómstólsins hindraði aðeins verkfallsmenn sjálfa í að standa verkfallsvörð. Það náði ekki til vandamanna þeirra. Daginn eftir höfðu verkfalls- verðir aftur stillt sér upp — en nú voru það konur og born, sem gengu um með kröfuspjöld verkfallsmanna. Karlmennirnir sátu heima. Þeir hugsuðu um ungbörnin, bjuggu til mat og kaffi handa hinum hugprúðu konum, sem létu sig engu skipta táragas og ólöglegar handtökur. ‘ • y > I sjö mánuði stóðu konurnar verkfalisvörð, og enginn laga- bókstafur fyrirfannst, sem . banpaði þeim það. .Eftir fimmtán mánaða , samfleytt verkfall lét námufélagið und- an. Sömu vinnuskilyrði voru innleidd fyrir alla og bætt ör- yggi á vinnustað. Konurnar liöfðu unnið verkfaliið. Tilvalið efni. Þetta var efni með mikla dramatíska spennu. Alveg til- valið efni handa hinu nýstofn- ana kvikmyndafélagi Inde- pendent Producers. Þetta félag fór sínar eigin götur og reyndi að framleiða kvikmyndir, sem áttu meira skylt við amerískan raunveruleika en glansmyndir þær, sem Hollywood spýr út. Samband námuverkamanna lýsti ákaft stuðningi sínum við þá liugmynd að gera kvikmynd Framhald á 8. síðu. Ösíöðugi verðlag — Eru dagprísar í sumum verz.I- umim — Hvimléiður óvani bíógesta — Óloít á níusýningum OFT OG víoa hefur verið rætt sé kona upp við Bæjarpóstinn urn óviðelgandi fraisrkomu af- urn daginn út af hæpnu vöru- greiðslufólks í verzhmum og verði í ákveðinni verziun. Hún rnargir halda því fram að hafði’ komið-, tvo daga í röð með va-xandt vörumagni; hafi að athuga. efni. Fyrri daginn kurtelgi afgreiðslufóiks farið var éin stúlka í búðinni og minnkandi, en i rauninni sýndi hún hemri tvær tegund- ekyidi maður ætla að kurt- ir af umbeðnu efui, annað efein ætti að vaxa með vöru- einbreitt á. 25 krónur, hitt magninu, því að meiri vandi tvíbreitt á krónur 27. Konan er að fá fólk til að kaupa ætlaði að athuga sinn gang, þegar alit er til í öllum búð- en næsta dag kom hún aftur, um. En þetta var nú útúrdúr, v.ar þá búin að laka ákvörð- þótt ætlunin væri að minnast un og sækja peninga og voru á afgreiðslu. Það bar sig sem þá tvær stúlkur í búðinni. En nú brá svo við að afgreiðslu- stúikan vildi meina að tví- breiða efnið kostaði 36 krón- ur. Konunni fannst það liafa hæklcað ískyggilega frá gær- deginum og var þá kallað á hina stúlkuna sem stóð fast á sínum 27 krónum og þarna varð mikil rimma milli stúlkn- anna því að hvorug viidi láta sig. Ekkert á pakkanum gaf til kynna verðið á efninu og lauk þessu svo að konan fór efnisiaus og harmaði þaS eitt að húir skyldi ekki hafa ver- ið með peninga daginn áður og fengið efnið á 27 kall. Og konunni þótti þetta að vonum bera vofí um hirðuleysi. ’’ ★ BÍÓGESTUR skrifar: „Kæri Bæjarpóstur. Einn er sá ó- siður kvikmyndahúsgesta sem mig langar til að fetta fing- ur út í. Að vísu væri full á- stæoa til að víta þá fyrir ó- stundvísi, bæði í upphaíi sýn- inga og eftir hlé og sömu- leiðis skrjáf í sælgætispok- um og ótímabært tal og hvísl- ingar sí og æ. En ekkert af þessu ætlaði ég að minpast á í þetta sinn, heldur þann leiða vana mjög margra bíógesta að kveikja í sígarettum um leið og þeir rísa úr sætum til þess að rétta úr sér í hléinu eða að lokinni kvikmynd. Þetta er ekki einungis ósiður vegna eldhættu, heldur einnig vegna þess að þessi reykur forpestar svo andrúmsloftið í sýningarsalnum að líkt er nær óþolandi fyrir þá sem ekki reykja. Flestir kannast við hið þykka og þunga loft sem á móti manni leggur, ekki hvað sízt þegar maður kemur á níusýningar á sunnu- dagskvöldum og kvikmyndir hafa verið sýndar allan dag- inn. Óioft þetta stafar auðvit- að af því að loftræstingar- tæki eru víðast hvar ófull- komin, -en þó ekld síður af þehu óvana fóiks aðigeta ekki beðið með a® avælá í sig tó- bakið þangað til það er komið út úr sýningarsalnum, og all- ir vita að tóbaksreykur loðir næi' endalaust í húsgögnum og áklæði. í Stjörnubíói hef- ur verfð komið upp aðvörUn- , arspjöldum til fólks um þetta efni og sömuleiðis talar rödd tií bíógcsfa um slíkt hið sama, en það er ekki nema brot af sýningargestum sem verður við þessum tilmælum. Þetta er ljótur og leiður ó- vani ,sem fólk ætti hið bráð- asta að leggja niður. — Bíógestur.“

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.