Þjóðviljinn - 12.09.1954, Blaðsíða 10
10) PJÖÐVILJINN =• SUiVJ’-tdagur 12. september 1954
INNAN
VIÐ
MÚRVEGG5NN
SFTIH A. J. CRONIN
99.
hann sumpart undir þa'ö sem í vændum var. Þegar
hann kom inn í dagstoíuna sat Elia þar, með hatt
og hanzka og einbeitta svipinn sem hafð'i til skamms
■ tíma boðaö ákveðnar aögeröir þeirra beggja.
1 Þaö var eins og það eitt að sjá hand gerði óvissu
hans meiri. Hann gekk að hliöarborði og féklc sér vatn
að drekka úr vatnsflösku og fann að hún einblíndi
' á hann á meðan.
,.Jæja, nú er allt um garö gengið.“
,.ÞaÖ skulum við vona.“ Hún sat teinrétt, munnsvip-
ur hennar var einbeittur og hún hnykkti til höfðinu.
„Og það er ekki vonum fyrr.“
„Ég veit þetta hefur ekki verið skemmtilegt, Ella,“
1 sagði hann róléga. „En við urðum aö þrauka það til
enda.“
„Einmitt það. Það fimxst þér. En mér finnst það
ekki. Mér finnst þetta allt hafa verið óþarft og út 1
bláinn. Og það sem meira er. Gersarnlega tilgangslaust.
' ög ’þu berö alia á’óýT^ðma. Þú byrjaðir. Þú hélzt
áfram. Gegn vilja allra. Og hvað hefurðu fengið í aðra
hönd? Ekkert. Hreint ekki neitt.“
1 „Það er þó ekki til einskis að hafa unnið málið.“
„Hvaöa gagn er aö því? Þú heyrðir vafningana í þess-
um lögfræðingum — þeir standa allir saman. Þú veröur
að snúa þér til þingsins ef þú átt að fá peninga. Og
jafnvel þótt peningarnir fáist þá færð þú aldrei neitt®-
af þeim.“
Hann roðnaði af blygðun, en neyddi sjálfan sig til aö
svara stillilega.
„Ég hef engan áhuga.á peningunum. Ég hef alls ekki
hugsað um þá. Mig langaði til þess eim að veita föður
mínum uppreisn. Og mér tókst það.“
„Það tök því! Eins og hann hegðar sér núna, þá
hefði þér veríð næ'f að láta hann vera kyrran þar sem
hann var; fyrst þú lætur þér svona annt um mannorð
hans. Hann er búinn að sýna hvað hann er — and-
1 styggileg gömul fyllibytta.“
„Ella! Fangelsið gerði hann svoa .... Hann var ekki
svona áöur.“
„Jæja, hann er svona núna. Og ég ei’ búin að fá
raeira en nóg af þessu. Það var nógu slæmt rneðan hann
var í fangelsinu. En hann var þó ekki fyrir manni þá.
' Fólk sá hann aldrei, vissi ekki einu sinni að hann var
til. Já, meira að segja í réttinum þurfti hann aö vekja
athygli á sér. Þess vegna komu dómararnir fram við
okkur eins og við værum ekki til. Ég hef aldrei skamm-
‘ ast mín eins mikið á ævi minní, — að almennilegt
fólk skyldi komast að því að ég væri á einhvern hátt
’ tengd svona manni. Ég get sagt þér það, að hefði það
ekki verið þín vegna, hefði ég tekið saman dótið mitt
og farið héðan.“
Hann sá að henni var ókleift að skilja hvaö í húfi var.
' Og hún skyldi alls ekki hverju hann hafði oröiö aö
' fórna, né hversu erfiö baráttan hafði verið. Hún hugs-
aði um það eitt að hégómagirni hennar hafði verið
særð, stolt hennar fengið hnekki. Og þess vegna jós
hún yfir hann kvörtunum og ásökunum, sem voru enn
‘ smásmugulegri fyrir það að henni fannst þær réttlæt-
anlegar. Hvernig mátti það vera, aö hann hefði ein-
hvern tíma laðazt aö þessu snotra andiiti, sem tilfinn-
ingasiúk trúrækni skein út úr?
Þaö var þögn og meö tilliti til fyrri reynslu túlkaði
hún hana sem samþykki. Það blíðkaði hana lítið eitt,
og vegna þess áð hann svaraöi ekki fyrir sig, tók hún
aftur til máls í mildari rómi, eins og píslarvottur sem
særður hefur verið holundarsári, en telur það skyldu
sína að fyrirgefa.
'• F'-mdu bá. Settu niöur í töskurnar þínar.“
..Til hvers?“
. ‘*.í því að við erum að fara, kjáninn þinn. Það er
ekki eftir neinu að bíða. Herra Dunn er búinn að gera
upp reikninginn — og mér finnst það ekki nema sann-
gjarnt, eins og blaðið hefur grætt á okkur. Við ætlum
með sjöferjunni frá Holyhead.“
„Ég get ekki farið frá honum, Ella.“
Hún leit á hann undrandi og síðan hneyksluö.
„Ég hef aldrei heyrt aðra eins fjarstæöu á ævi minni.
Þú kærir þig ekki um hann og hann kærir sig ekki um
þig. Um leið og hann kom út úr réttarsalnum flæktizt
hann inn á einhverja andstyggilega drykkjukrá. Láttu
hann eiga sig þar. Þegar hann kemur heim aftur, þá
er bezt að við séum öll farin .... “
Hann hristi höfuðið.
„Ég fer ekki.“
Blóðið steig upp í andlit henni. ,Augu hennar leiftr-
uðu.
„Ef þú gerir það ekki Páll, þá áttu eftir að iðrast
þess. Ég hef þolað mikið vegna þín og ástar okkar.
En það eru takmörk fyrir því sem ég læt bjóða mér ..“
Meðan hún talaði hástöfum opnuðust dyrnar. Herra
Fleming og móðir Páls komu inn í herbergið. Bæði
voru ferðaklædd. Presturinn leit af Páli á dóttur sína.
„Hvað er að?“ spurði hann.
„Allt,“ hrópaði Ella. „Eftir allt sem við erum búin
að gera fyrir Pál, þykist hann ekki ætla að koma
með okkur aftur."
Það kom vandræöasvipur í augu Flemings. Undan-
farnar vikur hafði hann átt í hugarstríði cg hann hafði
þjáðst mjög. Hann hafði vonað að hann gæti betrum-
bætt Mathry, en þrátt fyrir alla viðleitni og allar bænir
hafði honum mistekizt. Ósigurinn amaði hann og dró’
úr honum kjark. Og nú var röðin komin að dóttur
hans og Páli — hann vissi ekki hvernig hann átti að
bregðast við. Hann reyndi að miðla málum með marg-
þvældum, slitnum setningum, sem hann var næstum
farinn að fyrirlíta.
„Finnst þér þú ekki vera búinn að gera nóg, dreng-
ur minn? Þú hefur unnið svo — göfugt starf.“
„Já, góði Páll,“ sárbændi móðir hans. „Þú verður
að koma _ með okkur.‘
„Og frá siðferðilegu sjónarmiði ber þér engin skylda
til að vera,“ sagði Fleming, en bætti síðan viö: „Eöa
ef,, til vill .... ef við förum núna .... gætir þú komið
á eftir.“
Nú er farið að fraraleiða
nælonsokka sem kallaðir eru
85% sokkar. Þeir ná dálítið
upp fyrir hnéð og að ofan er
teygjuhólkur. Þessir sokkar eru
ekki koranir á markaðinn hér
ennþá, en sjálfsagt er von á
þeim með tíð og tíma.
Læknar hafa oft varað við
því að nota of þrönga teygju
um fséturnar, en á þessum nýju
sokkum er breiður hólkur með
lastexþráðum sem láta vel
eftir, og það er tæplega eins
hættulegt og einföld teygja.
- Þessir sokkar eru góðir
handa þeim sem vilja losna við
magabeltin en treysta sér þó
ekki til að ganga berfættar.
Eiáurmn nær en hún
hugði
Húsmóðir nokkur í Salem í
Bandaríkjunum hringdi fyrir
skömmu til brunaliðsins og
skýrði frá því að megn bruna-
lykt væri í húsinu og hún héldi
að það væri kviknað í upp á
loftinu. Brunaliðið kom fljót-
lega á vettvang og húsmóður-
inni til skelfingar fleygðu þeir
teppi yfir liana og slengdu
henni í gólfið. Það var ekki
kviknað í uppi á lofti, heldur
aftan í kjólnum hennar. Sjálf
slapp hún ómeidd en kjóllinn
eyðilagðist.
Þessi hágreiðsla er einkum
ætluð ungum stúlkum og hún
er falleg og fer vel. Að fram-
jýjpyfii
OCOVMN
Forstjóri fyrirtækis eins í
London var frægurv fyrir
smámunasemi.
Af honum er sögð þessi sagar
Einn dag mætti einn minni-
háttar skrifscofumaður of
seint til vinnunnar og var
þannig útlits þegar hann loks
kom, að fötin voru í tætlum,
annar handleggurinn í fatla
og glóðarauga á báðum aug—
um.
Forstjórinn leit á, klukkuna.
og sagði: Hún er nú hálf tíu,
en þú áttir að mæta klukkan .
hálf níu.
Skrifstofumaðurinn vesaldar—
lega: Eg féll út um glugga á
tíundu hæð.
Forstjórinn þungbúinn: Nú.
og varstu lieila klukkustund.
að því.
- o -
Það kom fyrir skömmu eftir
jólin, að reið móðir strunzaði
inn í leikfangavcrzlun með
vatnsbyssu, sem hún hafði.
keypt fyrir stuttu handa syni
sínum.
„Þessi vatnsbyssa, sem ég
lceypti hér er ekki í lagi,‘£
sagði þú.n. Síðan miðaði hún
byssunni á búðarmanninn,
þrýsti á gikkinn og hleypti
af. En viti menn, buna af '
fjólubláu bleki spýttist beint
í auga mannsins.
„Þetta var skrýtið," sagði.
konan brosandi, byssan sem,
var ónýt í gær.
an er stuttur ennistoppu'r,
hárið er strokið aftur ’og upp
frá eyrunum og tekið saman í.
hnakkanum á skemmtilegan.
hátt. Hatturinn sem á við hár--
greiðsluna er náskyldur venju—
legum alpahúfum og hann er
hafður beint ofaná höfðinu.
Þetta er mjög fallegt frá hlið,
en að framan eru áhrifin ekki,
alltaf eins heppileg. Ung stúlka
með kringluleitt, unglingslegt
andlit getur litið dálítið-
skringilega út með hattinn.
beint ofaná höfðinu, en annars
fer það eftir andlitsfalli við-
komandi stúlku hvernig henni
fer hatturinn bezt.
PlasSpðkar ussdÉr ra§p
Þegar þið fáið varnig i plast-
pokum er sjálfsagt að geyma,
þá; það er hægt að nota þá til
margs. Gegnsæu plastpokarnir
eru ágætir til að hafa í kruð-
ur og tvíbökur þegar maður
mylur það í rasp. Þá losnar
maður við brauðmola um allt
eldhúsborðið. Það er hægt að
mylja þietta með kökukefli þótt
það sé í plastpoka. Ef maður
notar ekki allt raspið má
geyma afganginn í pokanum
þangað til næst, en það þarf
að hafa hann vandlega lokað-
an. En varið ykkur á plastpok-
um sem eitthvað sápukyns hef-
ur verið í. Það getur komið
sápulýkt og bragð úr þeim og'
það fer eltki svo vel við mat~
vöru.