Þjóðviljinn - 21.09.1954, Blaðsíða 3
; •. -:Ixfr . . r' "-irrgf "iji.ci;
Þriðjudagur 21. september 1954 —
ÞJÓÐVILJINN — (3
onoinblaðsins
Þjóðviljanum barst í gær eftirfarandi frá Starfsmanna-
félagi Keflavíkurflugvallar. Er það svar félagsstjórnarinn-
ar við skrifum Morgunblaðsins:
,,S. 1. mánudag hélt Starfs-
mannafélag Keflavíkurflugvall-
ar fund í Ungmennafélagshús-
inu í Keflavík. Fundurinn var
fjölsóttur og ríkti mikill áhugi
fyrir félagsmálum manna er
: starfa á Keflavíkurflugvelli.
Vegna greinar um fund þenn-
. an, er birtist í Morgunblaðinu
16. þ. m. viljum við undirrituð
• er sæti eigum í stjórn félagsins
lýsa yfir eftirfarandi:
1. Þeir sem stóðu fyrir stofn-
■ un félagsins í júnímánuði 1953,
vissu hve mikil þörf væri fyrir
félagsskap fyrir iðnaðarmenn
og verkafólk er vinna hjá hin-
um ýmsu vinnuveitendum á
Keflavíkurflugvelli, og þó sér-
staklega hinum erlendu verk-
• tökum. Var félag þetta stofnað
sem einskonar verkalýðsfélag,
en gat ekki gengið í Alþýðusam-
bandið af skipulagsástæðum, en
. Albýðusambandið studdi félagið
og aðstoðaði bæði ' við stofnun
þess • sem og ætíð síðar. Á
Keflavíkurflugvelli vinnur fjöldi
: manns sem skiptist í starfs-
greinar hinna ýmsu stéttarfé-
laga, margir hópar vinna í
• starfsgreinum ýmissa fagfélaga
sem ná yfir allt land, og þetta
fólk er búsett víða um landið.
Sumir stunda atvinnu á Kefla-
víkurflugvelli skamma stund og
aðrir lengur, eins og gengur og
gerist. Af þessum ástæðum sem
og öðrum var óhjákvæmilegt
annað en að stofna starfsmanna-
félag fyrir þetta fólk, sem stæði
utan við . Alþýðusambandið, en
nyti aðstoðar þess.
2. Fundir voru haldnir á liðn-
um vetri eins og kunnugt er, en
sumarið er óhentugt til funda-
halda.
3. í skýrslu formanns félags-
ins ' Stefáns Valgeirssonar á
fundi þessum, var greint frá hin-
um ýmsu málum, sem félagið
: hefur unnið að, og greint frá á-
. stæðum fyrir því að aðalfund-
ur hefði ekki verið haldinn enn-
þá. Engir ræðumenn gerðu at-
hugasemdir við skýrslu for-
manns sjálfa, né véfengdu á-
stæður þær er formaðurinn
greindi frá, um það hvers vegna
aðalfundur hefði ekki verið
haldinn ennþá. Ádeilur ræðy-
manna á Stefán Valgeirsson
voru fremur persónulegs eðlis en
málefnalegs eðlis, og af félags-
legum ástæðum verða ekki
ræddar hér, eða af okkur á ann-
an opinberan hátt.
4. Ástæðan til þess að fundi
var frestað, er sú, að klukkan
rúmlega 11 kom húsvörður húss-
ins til formanns og tjáði honum
að það yrði að vera búið að
rýma húsið fyrir kl. 11.30. Þar
sem um 20 mín. voru til stefnu,
og margir á mælendaskrá, var
ekki um annað að ræða en að
fresta fundi og var það gert.
Fundur verður haldinn mánu-
daginn 27. sept. eða næstu daga
á eftir, eftir því hvernig sýslast
með húsnæði o. s. frv. Félags-
skirteini geta. menn. fengið hjá
undirrituðum stjórnarmeðlimúm
svo og í skrifstofunni, sem m. a.
verður opin milli kl. 9—10 á
hverju kvöldi til fundardags
nema laugardags- og sunnudags-
kvöldum.
5. Eins og fram kemur í 1.-
lið hér að framan verður það
a@ teljast hæpið að opinberir
starfsmenn ríkisins eigi nokkuð
erindi í þennan félagsskap, þótt
þeir vinni á Keflavíkurflugvelli,
en talsvert bar á slíkum mönn-
um á fundi þessum.
6. Þess skal getið að Stefán
Valgeirsson hefur ekki komið
nálægt fjármálum félagsins, og
ber því ekki að deila á hann um
það efni, en reikningar félags-
ins verða lagðir fram á aðal-
fundi, sem haldinn verður fljót-
lega eftir framhaldsfund síðasta
fundar.
7. Að lokum viljum við taka
fram, að þó mismunandi skoð-
anir séu innan félagsstjórnar
um félagsmál, munum við ekki
ræða félagsmál opinberlega, en
leggja gerðir okkar fyrir fund
þann sem framundan er, svo og
aðalfund.
8. Þeir aðrir starfsmenn á
Keflavíkurflugvelli, sem vilja
hag og velferð félagsins sem
beztan, hljóta að vera okkur
sammála, og væntum við þess
að menn fjölmenni til funda, og
þar sem félagið hefur nú nýver-
ið fengið húsnæði til skrif-
stofuhalds, má segja að nú fyrst
geti félagið fyrir alvöru unnið
að þeim málum sem það beitir
sér fyrir, við viðunandi skilyrði.
Keflavíkurflugvelli, 17. sept.
1954.
í stjórn Starfsmannafélags
Keflavíkurflugvallar.
Böðvar Steinþórsson,
varaformaður.
Jóhann Kristjánsson.
Þóra Ólafsdóttir“.
Eitt íslenzkt leik-
BifreiðaþjófnaS-
ur npplýstnr
Aðfaranótt 9. ágúst í sumar
var stolið þrem bifreiðum, tveim
þeirra hér í Reykjavík og einni
í Skíðaskálanum í Hveradölum.
Þjóðviljinn fékk þær upplýs-
ingar hjá lögreglunni í gær, að
mál þetta væri nú upplýst.
Þarna höfðu tveir menn verið
að verki. Stálu þeir fyrst bifreið
hér í bænum og óku henni inn
í Sogamýri, þar sem þeir skiptu
um og óku síðan á þeirri seinni
austur í Hveragerði.
Þegar þangað kom brutust
þeir inn í verzlun eina og stálu
þaðan nokkru af sælgæti, en óku
heimleiðis eftir skamma viðdvöl.
Er þeir komu upp á Hellis-
heiði varð bíllinn benzínlaus og
gengu þeir félagar þá niður í
Skíðaskálann í Hveradölum, þar
sem þeir stálu þriðju bifreiðinni
er þeir óku á heim.
En áður en þeir skyldu við
bílinn á Hellisheiði tóku þeir af
honurn varahjólbarða og földu
í hrauninu sem þarna er.
Hjólbarði þessi hefur nú ekki
komið í leitirnar og eru það vin-
samleg tilmæli frá lögreglunni,
að ef einhver hefur fundið hann
á þessum slóðum þá gefi hann
Sig fram.
Eins og kunnugt er efndd
þjóðleikhúsin og nokkur fleiri
leikhús ■ á Norðurlöndum til
norrænnar leikritasamkeppni í
fyrravetur. Skilafrestur var
upphaflega bundinn við 1. ág.
sl. en síðan framlengdur til 1.
janúar nk. Þrennum verðlaun-
um hefur verið heitið fyrir
beztu leikritin og nema þau
12 þús., 6 þús., og 2 þús.
danskra króna. 1 hverju Norð-
urlandanna mun sérstök dóm-
nefnd velja þrjú beztu leik-
ritin til aðalsamkeppninnar, en
íslenzku nefndina skipa Indriði
Waage, Sigurður Grímsson og
Guðlaugur Rósinkranz. Hand-
rit á að senda til þjóðleikhús-
stjóra, en samkvæmt upplýsing-
um hans hefur eitt íslenzkt
leikrit þegar borizt • til sam-
keppninnar.
459 kr. fyrir 75
anra
Úrslit í 28. leikviku á laug-
ardag:
Aston Villa 1 —- Charlton 2 2
Burnley 0 — WBA 2 2
Cardiff 3 — Manch. City 0 1
Chelsea 0 -— Everton 2 2
Leicester 3 — Newcastle 2 1
Manch. Utd 1 — Iluddersf. 1 x
Preston 3 — Arsenal 1 1
Sheff. Utd 1 — Sheff. Wedn 0 1
Sunderland 2 — Blackpool 0 1
Tottenham 1 — Portsm. 1 x
Wolves 1 — Bolton 2 2
Liverpool 4 — Fulham 1 1
Mörg úrslitanr.a voru mjög
óvænt og komu þwí ekki fleiri
en 10 réttir fyrir. Var það að-
eins á 2 seðlum, báðum með
einföldum röðum. Var annar
frá Borgarnesi og koma 450
kr. fyrir aðeins 1 röð, eða fyr-
ir 75 aura. Á hinum, sem er
frá Akranesi, eru 8 einfaldar
raðir, og koma einnig 450 kr.
fyrir hann. Aðeins 5 seðlar
reyndust með 9 réttum og var
þriðji hæsti vinningur 270 kr.
fyrir seðli frá Akureyri.
Vinningar skiptust þannig:
1. vinn.: 450 kr. fyrir 10 rétta
(2), 2. vinningur: 180 kr. fyrir
9 rétta (5) og 3. vinningur: 15
kr. fyrir 8 rétta (60)!
Félagsfyndisr
Æskulýðsfylkíngin heldur fé-
lagsfund n.k. fimmtudag kl.
8.30 í Baðstofu iðnaðarmanna,
Búnaðarfélagsliúsinu, gengið
inn frá Vonarstræti.
Dagskrá:
1. Kosning fulltrúa á XIII.
þing Æ.F.
2. Verkalýðsmál. (Framsaga
Guðmundur J. Guðmundsson).
3. Undirskriftasöfnunin.
4. Frásögn frá æskulýðsmót-
inu í Osló. (Einar G. Einars-
son).
5. Félagsmál.
Félagar fjölmennið.
Stjórnin.
heldur félagsfund næstkom-
andi fimmtudag, 2^. sept., kl.
8.30 síðdegis í Aðalstræti 12
uppi.
Dagskrá fundarins er:
1. Félagsmál.
2. Halldóra Guðmundsdóttir
flytur erindi um för sína
um Sovétríkin.
3. Petrína Jakobson segir frá
sumardvalarheimili barna
í Sovétríkjunum er hún
heimsótti í sumar.
4. Önnur mál. Kaífi.
Félagskonur fjölmennið.
Stjórnin.
Framkvæmdaíiefnd samiiðrrænu
siiEtákeppgiiuuar þskkar
Nú pegar keppninni er lokið vill nefndin pakka pátt-
tölcuna, sem er íslandi til sóma livort sem um verður að
rœða sigur eða ekki.
Nefndin pakkar öllum sundnefndum og trúnaðarmönn-
um fyrir ánœgjulegt samstarf og starfsfólki sundstaða
pakkar nefndin fórnfýsi og ötulleika.
Þá vill nefndin pakka blöðum og útvarpi virka aðstoð
svo og öllum peim, sem lögðu keppninni lið.
Þátttakendur sem eigi gátu fengið merki að lokinni
pátttöku, en vilja eignast merki, snúi sér til starfsfólks
-sundstaða og leggi par fram beiðni sína.
Þann 1. nóv. kl. 12 á hádegi tilkynna Norðurlöndin
hvert öðru árangur keppninnar.
Síðdegis pann sama dag mun framkvœmdanefndin
birta árangur hverrar sýslu og kaupstaðar, svo og hver
drangur keppninnar varð hjá öllum pátttökupjóðunum.
Hafi sundnefndir óskir fram að fœra um úrvinnslu
mafnaskránna, eru pcer beðnar að koma peim óskum á
framfœri við framkvœmdanefndina sem fyrst.
í framkvœmdanefnd Samnorrœnu sundlceppninnar,
Erlingur Pálsson,
Þorgeir Sveinbjarnarson,
Þorsteinn Einarsson.
TÍMARÍT
MÁLSOG '
MENMNGAR
2. hefti 1954 -
er komið út
Félagsmenn vitji Tímarifsms sem fyrst í
EFNI:
Manites PétKisson:
Tvö kvæði
Halldór K. Laxness:
Vandamál skáldskapar
á vorum dögum.
Þóibergur Þárðaisem:
Raulað við sjálfan sig
Frisiján Bender:
Forspá (saga).
Þreytist könd.
írskt ljóð frá 11. öld.
Jónas ámason:
Þrír á báti.
Sigurd Hoel:
Stjarnan (saga)
árni Böðvarsson:
Þjóðir og tungumál.
Helgi J. ialldórsson:
Nokkur orð um ljóð
Kristjáns frá Djúpalæk
Bókabúð Múls og menningar
Skólavörðustíg 21. — Sími 5055.