Þjóðviljinn - 26.09.1954, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 26.09.1954, Blaðsíða 4
4) -r- ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 26. september 1954 Jacinto Fombona-Pachano: (1901-’51 Venezuela). Mivinsi tii Abrshams Lincolns Foringi, ég er að leitá að þér, því ég hefi heyrt þeir ætii að myrða þig aftur — og nú vitum við það með vissu. Hhista eftir fótataki þeirra sem voka lævíslega yfir þér eins og engisprettur og eru farnir að liugsa sér gott til glóðarinnar. Gættu þín, foringi, gættu þín! Skjálfti fer um kornstönglana og syrtir í iofti — klær þeirra og skoitar séu þér viðvörun: Gættu þín! Þarna, í leikhússtúku þinui---- £g veit það, og ég segi við þig: Blómlegir akrarnir hyijast myrkri. Það mun ekki standa stcinn yfir steini og borg þsn fióa í tárum. Ef þeir myrða þig aftur hvaðan streyma oss þá lindir friðarins. Ef þeir myrða þig aftur----- þá verðum við að gæta þín. Að þeir myrði þig aftur — — það getur ekki skeð framar, ekki einusinni í myrkviði draumanna, því það er krökt í hæðunum kringum gröf þína, dag og nótt. Foringi, ég er að leita að þér tii að vara þig við að þeir sitja um þig með hlaðnar byssurnar, til að skjóta þig aftur, til að'opna þér nýja und, drepa þig nýjurp blóðlausuin dauða hvar ekkert myndi gróa framar og hæðirnar kringum þig tortímast. Og hvar myndum við þá geta jarðað þig, þau okkar sem hiýða kalii þínu og skiija harmdýpi augna þinna------- hvar, ef þú værir ekki íiíandi, heldur dauður? H. B. B. Lauslega gert eftir enskri þýð. W. Lowenfels. Röhbað um Noreg hér á landi og anda Steíáns Jóh. — Gamall draumur — Kölski undrast heimsku mannanna SVIPALL hefur sent Bæjar- póstinum eftirfarandi línur: — „Hvar er Noregur, Jón minn, er hann hér á landi?“ spurði kerling ein bónda sinn. ,,Hvaða vitleysa kona, hann er langt norður í sjó“, svar- aði kariinn. — Það er langt síðan þetta var, og síðan hef- mr margt breytzt. Þá var þetta kannski gott og blessað. (En hitt þykir mönnum kyn- legt, að vafi virðist vera á því enn hjá sumum, hvort Noregur er hér á landi. Svona getur maður orðið andlega "sinnaður allt í einu, þegar það er vitað að andi Stebba Jó i svífur ennþá yfir vötnum Al- þýðuflokksins, og í hugann læðist draumur löngu dreymd- ur, sem er þó ennþá að mörg- um virðist að koma fram, !- — þótt hann sé nú meira en t aldar gamall. — „Mér varð þá reikað á Lögberg; ærnar prestsins voru þar allar og bældu sig í lynginu. — Eg nennti ekki að tala á þessu sauðaþingi og hálflangaði mig þó til þess,'ef vera mætti að ærnar skildu mig. Þá stóð djöfullinn hinu megin Flosa- gjár. Hann hóf upp mikið bjarg og varpaði því í hyldýp- ið, lagði svo við hlustirnar að heyra bjargið sökkva. „Dýpra og dýpra," sagði and- skotinn. „Það kemur ekki upp aftur að eilífu“. í brekkunni fyrir vestan stóð múgur manns; þeir liöfðu á sér klafa eins og nautgripir og voru tjóðraðir við steina; ella hefðu þeir stolizt á burt og strokið af Þingvelli. Þá gekk djöfullinn að þeim, þar sem þeir teygðu klafana og lauk upp höfuðskeljum mannanna en þeir fundu það ekki. Hann Tónleíkcsr og listdans Listakvöldi þessu í Þjóð- leikhúsinu mánudaginn 20. september var hagað á mjög svipaðan hátt og fyrsta kvöld- inu, 1. sept.: fyrst pianó leikur Tamöru Gúsjevu, því næst knéfiðluleikur Rostropo- vitsj og að iokum danssýning þeirra Irínu Tichomírnovu og Gennadí Ledjak, en þar inn á milli hljóðfæraleikur og söng- ur íslenzkra listamanna. Á efnisskrá Gúsjevu voru að þessu sinni þrjú verk: „Ballata nr. 1 í g-moll“ eftir Chopin, „Sónata nr. 3 í a- moll“ eftir Prokofjev og „Spænsk rapsódía" eftir Liszt. Um leik hennar þarf ekki að fjölyrða frekar en orðið er eftir fyrri tónleika hennar hér. Listakonunni bárust blómvendir, og henni var klappað verðugt lof í lófa. Rostropovitsj lék fyrst „Largetto" eftir Hándel, en einkum var þó fróðlegt að heyra hann fara með aðal- röddina í „Sónötu í e-moll fyr- ir selló og píanó“ eftir Bralims, sem gaf honum tæki- færi til ■ að sýna til fulls hvorttveggja í senn, tækni sína og tónlistargáfu. Þegar shk verk sem þessi sónata er flptt af annarri eins snilld og þarna var gert, bæðl áf hiifu aðaíleikara og" undir-^ leikara, þá verður það að telj- ast til þeirra tónlistarvið- burða, sem oss venjulegum lúustendum gefst ekki nema sjaldan kostur að njóta. Að lokum stigu þau Irína Tichomírnova og Gennadí Le- djak nokkra dansa. Allt var j það frábærlega fagurt, en undursamlegastur alls var þó dansinn við lagið „Melódía11 eftir Gluck, enda var þar hvorttveggja jafnyndislegt, danslistin og tónlistin. Gísli Magnússon lék 1. þátt úr „Fantasíu, op. 17, í C-dúr“ eftir Schumann milli 1. og 2. dansþáttar, prýðisvel. Milli 2. og 3. dansþáttar söng Guð- rún Á. Símonar einkar fallega „Dein blaues Auge“ eftir Brahms og aríur úr óperun- nm „La Bohéme“ eftir Puccini og „Rakaranum í Sevilla" eft- ir Rossini. B. F. tók þá hnefafylli úr hverju höfði og hugði vandlega að. „Eintómar kvarnir,“ sagði andskotinn „og ekki nema tvær í þorskkindinni.“ Mér varð svo hverft við, þegar ég sá hinn forna óvin furða sig allan á ofurmegni heimsk- unnar, að ég sneri mér und- an .......“ — Þetta var nú draumurinn og mörgum finnst það kannski undarlegt að nú- tímamanni skuli detta hann í hug, þegar 113 ár eru, síðan að hann varð til. Eg geri ráð fyrir því að flestir viti hver það var, sem dreymdi þennan draum ef draum á að kalla. Það var Jón- as Hallgrímsson, skáld. — Við skulum vona að draumur þessi sé nú þegar genginn upp að hnjám eins og draug- arnir forðum, þótt veðurspá- in sé ekki sem bezt í dag — hér á landi, svo ekki sé nú einu sinni Noregur nefndur. Svipall.“ Hef j wm sóknarloíu um helgina Undirskriftasöfnun um kröfuna um uppsögn her- námssamningsins er nú í fullum gangi um land allt, Áróður hernámsblaðanna gegn þessari nýju sókn i frelsisbaráttu þjóðarinnar sýnir glöggt að geigur hefur gripið hernámsforkólfana, falsanir þeirra á staðreynd- um, blekkingar þeirra um augljós sannindi, yfirbreiðsla þeirra yfir óhæfuverk sín og hlálegir vitnisburðir þeirra um „vernd“ af „illri nauð- syn“, er nú öllu áhrifa- minni en fyrr, sökum þess, að allir landsmenn, sem nenna að hugsa sem íslend- ingar, sjá, að verjendur hersins standa strípaðir og aumkunarverðir fyrir þjón- ustu sína í þágu erlends valds og hernaðar. Áróður þeirra hefur hleypt mörgum kapp í kinn, svo að þeir verða fleiri og fleiii sem biðja um lista til undir- skrifta, fleiri og fleiri nýir liðsmenn gefa sig fram dag- lega. Okkur berast ágætar fregnir utan af landi. Vega- vinnuverkstjóri uppi á fjöll- um bað um að sér yrði sendir söfnunarlistar, for- stjóri hraðfrystihúss gerðist umboðsmaður okkár, 1 en sá forstjóri ér Sjálfstæðismað- ur, Suðurnésjamenn tala -um að slá hring um herinn á Keflavíkurflugvelli og mót- mæla kröftugléga’. Bréf hafa borizt úr sveitum landsins frá nýjum liðsmönnum, er gefa sig fram. Auk samein- aðra. aðila úr öllum vinstri flokkunum vinna nú fjöl- margir Framsóknarmenn og Sjálfstæðismenn að mót- mælúnum, þeir hlæja að brölti hernámsblaðanna, æska landsins hefur þegar lagzt vel á sveifina og lista- mannakynslóðin má heita nær því óskipt með mál- staðnum.. En áríðandi er að ymna ötullega, nota hverja stund og hvert tækifæri sem gefst til þess að safna undirskrift- um. Um helgina þarf að gera öflugt átak, efla sókn- ina sem mest og sem víð- ast og leita að nýjum liðs- mönnum og samlierjum. Aldan gegn hernáminu þyng- ist og rís hærra og hærra. Hún þarf að verða svo öfl- ug og þung að hún skoli herliðinu og öllu þess hafur- taski af íslenzkri grund. Það er metnaðarmál sannra fslendinga að leggja lið sitt fram í baráttunni, það gildir líf og framtíð íslenzku þjóð- arinnar. Skrifstofa Andspyrnuhreyf- ingarinnar er í Þingholtsstr. 27 II. hæð. Opin virka daga kl. 5 til 9 síðdegis og kl. 3 til 4 s.d. á súnnudögúm. Þar eru veiftar ýmsar upplýsing- ar óg söfnunargögn afhent. Hefjum sóknarlotu um helgina. G. M. M. Minnist á morgun Menningar og Minningarsfóðs kvenna Á niorgun er merkjasölu- dagur Menningar- og Minn- ingarsjóðs kvenna og ritar frú Ragnheiður Möller af því tilefni eftirfarandi hvatning- arorð um sjóðinn: Að þessum sjóöi standa Kvenréttindafélag íslands og sambandsfélög þess víðsvegar um landið, — og sjóðurinn veitir árlega styrki og hefur frá stofnun sinni 1946 verið sú hjálparhella, sem stundum hefur riðið baggamuninn í bar- áttu ungra nómskvenna fyrir verklegri og andlegri mennt- un, og í baráttu þeirra í stöðu- vali í lifinu. Ung nómskona sagði mér í fyrra að það hefði munað þær stöllurnar miklu, að vita að þær gátu fengið á- framhaldandi hjálp úr sjóðn- um, svo framarlega sem þær stunduðu námið af alvöru, og varð óneitanlega til þess, að þær hugsuðu með minni kvíða til þess, hvernig takast mætti að kljúfa fjárhagslegan kostn- að námsins, því báðar voru þær við viðamikið nám erlend- is, eðlilega höfðu þær mennta- málaráðsstyrki, en ekki nægði það fyrir öllum námskostnaði, og báðár efnalausar. Sigurður Nordal sendiherra sagði eitt sinn við mig, að við værum komnar inn á sömu hálu braut og Menntamálaráð að dreifa styrkjunum um of, í staðinn fyrir að veita full- nægjandi styrki svo hægt væri með vissu að komast fram úr náminu. Þetta er sannarlega sjónarmið sem gaman væri að geta tekið til greina, en hingað til hafa styrkir ur sjóðnum ver- ið viðbótarstyrkir, og aldrei verið veittur hærri árlegur styrkur en 3000,00, en aíls hef- ur tveim námsstúlkum verið veittar 7250,00 kr. til fram- haldsnáms erlendis — allt í allt. Það er eins og hugsun manna snúist nú æ meira um þá sjálfa — og skal það ekki lastað, en við verðum að hafa eitthvað aflögu til félagshyggj- unnar, annars virðist tilveran vera heldur fátækleg í verki, er bezt að hylla hugsjónir. Þau framfaramál eru ótalin sem félagssamtök kvenna og konur af fórnfýsi hafa borið fram ár eftir ár, eitt af þeim er Menningar- og minningar- sjóður kvenna og við megum ekki við því að snúa baki við því jákvæða og mikilsverða starfi, sem hann vinnur fyrir ungu stúlkurnar okkar. Gef- ið ykkur fram á mánudaginn til að aðstoða við merkjasöl- una og beriö merki sjóðsins. 1i9 9 n r leiðin

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.