Þjóðviljinn - 26.09.1954, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 26.09.1954, Blaðsíða 6
'JB) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 26. september 1954 ♦ i íémmm Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýSu — Sósialistaflokkurinn. Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson (áb.) Fréttastjóri: Jón Bjarnason. Biaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarni Benediktsson, Guð- mundur Vigfússon, Ivar H. Jónsson, Magnús Torfi Óiafsson. Augiýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjórn, afgreiðsla, augiýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustig 19. — Simi 7500 (3 línur). Áskriftarverð kr. 20 á mánuði í Reykjavík og nágrenni; kr. 17 annars staðar á landinu. — Lausasöiuverð 1 kr. eintakið. Prentsmiðja í-jóðviljans h.f. Aiþýðusambandið í hanáur alþýðis! Stuðningsflokkar núverandi Alþýðusambandsstjórnar hafa sýnt það að undanförnu hverja virðingu þeir bera fyrir alþýðusamtök- unum og gefnum loforðum í verðlagsmálum. Iiver verðhækkunin hefur rekið aðra, kaffið hefur tvívegis hækkað, þrátt fyrir gagn- stæðar yfirlýsingar í desemberverkföllunum 1952. Sjálfstæðisflokk- urinn hefur samþykkt að hækka rafmagnsverðið í Reykjavík um 30 %, þrátt fyrir nær 10 millj. kr. reksturshagnað Rafmagnsveit- unnar á s.l. ári. Og loks er skollin á veruleg verðhækkun land- búnaðarafurða. Þeir flokkar sem þannig haga sér gagnvart ahnenningi koma «Ú einu sinni enn fram fyrir fólkið i verkalýðsfélögunum og grát- l.iðja það um að franilengja völd umboðsmanna atvinnurekenda í seðstu stjórn verkalýðssamtakanna, til þess að verkalýðssamtökin séu múlbundin og óvirk í baráttunni á móti hinum skipulögðu verðhækkiuium, arðráninu, okrinu og spiilingunni. En nú eru atvinnurekendaflokkarnir hræddir. Þeim dylst ekki að nú er vakin voldug hreyfing meðal verkalýðsins í landinu sem hefur sett sér það verkeíni að endurheimta samtök sín úr hönd- um fulltrúa atvinnurekendanna. Þeim dylst ekki að íleiri verka- mönnum, verkakonum, sjómönnum og iðnaðarmönnum er það Ijósara nú en nokkru sinni áður, að það er lífsspursmál fyrir vei’kalýðsstéttiua að ráða öllum samtöknm sínum sjálf og Ieysa af j þeim allar viðjar stéttarfjandsamlegra og . framandi afla. Verka-' lýðurinn á íslandi ætlar ekki að láta bjóca sér ofbeldi endurtek- inna verðhækkana og kjaraskerðingar, hann ætiar ekki að þcla að íslenzkir atvinnuvegir verði lagðir í rúst til hagsmuna fyrir framandi Iiernámsöfl. Hann krefst öruggrar aívinnu við íslenzka framleiðslu og batnandi líískjara, og að þeim verkcfnum verði sinnt af framsýni og stórhug, sem vanrækt hafa verið og eiga sinn stóra þátt í erfiðleikum alþýðunnar, og versnandi lífskjörum I.ennar. Til þess að þessi barátta verði auðveld og sigursæl þarf að útiloka áhrif atvinnurekenda og ihalds úr heildarsamtökum ís- lenzkrar alþýðu. Það þarf að skipta um forustu fyrir Alþýðusam- bandi íslands. Tækifærið til þcss er í Alþýðusambandskosningunum sem nú eru hafnar. Öll vinstri sinnuð öfl þurfa að taka liöndum saman og tryggja kosningu þeirra fulltrúa í hverju félagi, sem trúandi er til að styðja nýja sambandsstjóni, sambandsstjórn sem verkalýður- inn sjálfur ræður og reynist honum sönn forusía en tekur ekki við íyrirskipunum aívinnurekenda og floltka þeirra eins og sannað er á núverandi Alþýðusambandsstjórn. Það sem verkalýðurinn á Akureyri hefur gert er hið lýsandi for- clæmi. Málefnasamstaða og kosningabandalag sósíalista og Alþýðu- flokksmanna þar þarf að verða verkalýðnum á öllu landinu fyrir- rnyndin sem unnið verður eftir í fulltrúakosningunum. Morgunblaðið málgagn atvinnurekenda, og Alþýðublaðið í gær, cftir að það er komið í hendur hægri klíkunnar að nýju, boða áframhald þess bandalags í kosningunum sem leitt hefur niður- læginguna yfir Alþýðusambandið og svift verkalýðinn því dýrmæta vopni sem öflugt Alþýðusamband undir dugandi forustu getur ver- ’ið honum, hagsmunum hans og málstað. Engum kemur á óvart áhugi Morgunblaðsins fyrir því að fjötra verkalýðshreyfinguna í viðjar atvinnurekendavaldsins. En það er fróðlegt fyrir heiðarlega alþýðuflokksmenn að kynnast fyrstu herhvöt hinnar „nýju“ flokksforustu Haralds Guðmunds- sonar, Stefáns Jóhanns og Guðm. í. Ekki gátu þeir betur sannað hð þeir eru ófrjálsir fangar íhalds og atvinnurekenda en með þeirri afstöðu sem þeir taka nú, þrátt fyrir gagnstæðan vilja verkamanna í flokknum, sem gleggst hefur komið fram í gerðum alþýðuflokksmanna á Akureyri og samskonar viðbrögðum alþýðu- fiokksmanna á Siglufirði og víðar um land. Hægri klíkan þarf að fá að þreifa á því í Alþýðusambands- kosningunum að hún er einangruð og fyrirlitin af öllu vinnandi fólki. Að verkalýðurinn sem fylgir Sósíalistaflokknum og Alþýðu flokknum ætlar að vinna saman, þrátt fyrir svik hægri foringjanna og þjónustu þeirra við atvinnurekendur og íhald. Þannig verður ,Alþýðusambandið tekið úr höndum umboðsmanna atvinnurekenda- valdsins og gert að því afli sem hindrar áform afturhaldsins um á- framhaldar.di kjaraskerðingu og færir verkalýðsstéttinni nýja sigra i sókn hennar til öryggis og betra iífs. , íslenzkir verkamenn! Fram til sigurs í fulltráakosningunum til sambandsþings. Alþýðusambandlð í hendur alþýðúnnar! Úr höfuðstað Norðurlantjs barst nýlega sú fi'egn, að verkalýðsflokkarnir þar hefðu gert með sér samkomulag um kosningu fulltrúa á þing Al- þýðusambands Isl. á hausti komanda. Samkvæmt því skulu verkalýðsflokkarnir á Akureyri vinna saman að því að efla einingu verkalýðsins innan ASÍ svo hann standi sem bezt að vigi til varnar og sóknar í hagsmimabarátt- unni. — Barizt skal sameigfin- lega fyrir bættum launakjör- um verkalýðsins á sjó og landi, fyrir útrýmingu at- vinnuleysisins, sem víða út á landi hefur verið mjög til- finnanlegt. Raunhæfar aðgerð- ir í húsnæðismálum. — Barizt skal í efnahagsmálum gegn þeirri þróun, sem gerir fjár- hagsafkomu landsmanna stöð- ugt háðari dvöl erlends her- liðs í landinu og framkvæmd- um á vegum þess. Barizt skal fvrir tafarlausri uppsögn her- varnarsamningsins og ógild- ingu hans svo fljótt sem auð- ið er o. s. frv. Með öðrum orðum nú skal stungið fót.um við því ófremd- arástandi, sem ríkt hefur á undangengnum árurn í verka- Jýðssamtökum landsins. Nú skal snúið við blaðinu: kveðið upp úr með það sem áður var ósagt látið eða niðurbælt ofan frá innan heildai’samtakanna, barizt gegn því sem til þessa naut skjóls þar á háum stöðum, barizt fyrir því, sem til þessa og enn í dag vísar öndvert við erindisbréf auð- valdsleppanna í núverandi stjórn Alþýðusambands Is- lands. — Nú skal þess freist- að með samhentu átaki verka- lýðsins að létta martröð at- vinnurekenda og auðstéttar- valds af heildarsamtökum ís- lenzks verkalýðs, koma þeim aftur til sjálfs sín, í sitt rétta hlutverk í lífi og baráttu vinn- andi fólks. Fregnin um samkomulag verkalýðsflokkanna á Akur- eyri vakti að vonum fögnuð allra vinstri afla í landinu. En þar með var þessari gleðifregn ekki stakkur skorinn. Þetta samkomulag var gleðiefni öllum þeim, sem orðið hafa að skotspæni margvíslegustu kjaraskerðingum af hálfu auðvaldsstjórna og goldið að- gerðarlausra heildarsamtaka í höndum svikulla foringja und- anfarin sex ár. — Fregnin frá Akureyri hefur sannarlega, án tillits til ólikra stjórnmála- skoðana og flokka, glætt von- ir alls verkafólks, sem skilur nauðsyn eigin stéttarsamtaka yfirleitt og hvílíkt afl vakandi verkalýðssamtök geta verið í baráttu hverrar þjóðar fyrir efnahags- og þjóðemislegu frelsi. En gleðin út af sigrí verka- lýðseiningarinnar á Akureyri átti þó sín takmörk, sína und- antekningu. Á einúm stað vakti Akureyrarfréttin bæði ugg og reiði. Já, svo hams- laust uppnám, að likast var sem um líf eða dauða. væri að tefla. — Þetta var hjá Morg- unblaðinu. Þetta blað telur að með einingu verkalýðsins um hags munamálin og breyttri forystu í Alþýðusambandinu sé öllu stefnt í voða, um leið og það á ekki nein nógu sterk orð til að dásama ,,samstarfið“ í stjórn ASl'S.l. sex ár. Til að komast til fulls skiln- ings á tilfinningum Morgun- blaðsins út af samkomulaginu á Akureyri og umhyggju þess fyrir núverandi sambandsfor- ystu, er rétt að virða nánar fyrir sér þennan verkalýðsvin. I fljótu bragði virðist það kannske út fyrir efnið farið að bera hér fram nokkrar spurningar, sögulegs efnis, en vér spyrjum samt. Hvert er það málgagn, sem frá því fyrst. það hóf göngu sína, hefur aldrei sett sig úr færi til að vinna samtökum verkalýðs og hagsmunum skaða, þegar til átaka kom um kaup og kjör? Það er blaiið, sem nú virð- ist eiga sér einn augastein: núverandi st.iórn Alþýðusam- bands íslands. Þí ð er Morg- unblaðið. Hvert er það málgagn, sem hefur undantekningárlaust tal- að máli gengislækkana, vísi- tölufalsana, tollaálagna og annarra þvíukra árása á kjör vinnandi fólks? Það er blaðið, sem nú legg- ur verkamönnum heilræði varðandi kosningu æðstu trún- aðannanna verkalýðssamtak- anna. í>að er Morgunblaðið. Hvaða blað er það, sem í desemberverkföllunum 1952 reyncli a5 æsa til hvítliða- mennsku og verkfallsbrota og krafðist þess að stofnaður yrði íslenzkur her til að berja niður lífskröfur verkalýðsins og stéttarsamtök hans með mannvígum, ef kaupníðing- arnir þyrftu á að halda? Það var Morgunblaðið. Hvert er höfuðmálgagn þeirra, sem stóðu að verð- hækkun á kaffi og rafmagni nú á dögunum? Það er Morguiiblaðið. Já, þetta vita allir, þegar að er gáð. —- En hvers vegna er þetta höfuð málgagn kaup og kjaraníðinga svona ofsa- lega spennt fyrir fulitrúakjör- inu á þing ASl nú í haust? Hvers vegna er þetta blað svo mikið á móti samkomulagi verkalýðsflokka um starf í verkaiýðssamtökum ? Svarið liggur beint við: Nú- verandi forysta ASl er eins og Morgunblaðið hefur sjálft upplýst, byggð á samstarfi Morgunblaðsmanna þ.e. höfð- ingjanna í Hoísteini og vina þeirra í Alþýðuflokknum og Framsóknarfiokknum; hún er samkomulagskrói auðstéttar- fulltrúanna £ þessum þrem stjórnmálaflokkum og sannar- lega veit enginn betur en Morgunblaðsklíkan hvílíkur gullfugl núverandi Alþýðu- sambandsforysta hefur verið þeim fjárplógsklíkum, sem auðgast hafa á ófarnaði verka lýðsins og alþýðu allraráund- anförnum árum. — Er þá ekki skiljanleg ást Morgunblaðsins á hægriöflunum í Aiþýðu- flokknum og hatur þess á vinstrimönnum, mönnunum sem vilja í flokksnafni segja skilið við Moggadótið? Þýzki verkalýðsleiðtoginn Bebel sagði á síraim tíma eitt- hvað á þessa leið: „Þegar and- stæðingarnir hrósa mér þá veit ég að ég hefi gert eitt- hvað rangt“. Vel mættu þessi aðvörunar- orð Bebels verða leiðarljós fyrir þá, sem innan síns flokks eiga nú á milli að velja þeirra, sem Morgunblaðið liæl- ir, og hinna, sem nú eru í ó- náð þess. En viðbragð Morgunblaðsins nú, þegar fregnir berast af vaxandi samheídni verkalýðs- ins gegn harðnandi ásókn fjárplógsafla á hagsmuni al- þýðu er sannarlega vert íhug- unar fyrir allt vei’kafólk, ekki sízt þá, sem í góðri trú á fög- ur siagorð Morgunblaðsídík- unnar um kosningar, liafa tal- ið sig tii Sjálfstæðisflokksins. Er ekki komin fylling tím- ans fyrír þetta fólk . til að láta þá Holsteinsburgeisa vita, að afskiþtá-semi þeirra, og- ráðsmennska í stéttarsamtök- um verkafólks ekki lengur þegin og að það vilji vera frjálst að því. að ráða þar sjálft sínum ráðum í bróður- legu samstarfi með öðru vevka fólki, þar sem sameiginlegir hagsmunir og stéttarleg sjón- armið éru lögð til grundvallar. Er ekki tími til að . visa samstarf Morgunblaðssinna í verkalýðssamtökunum á dyr og leiða þar aftur til öndveg- is samstarf verkafólks án til- lits til flokkaskiptingar, án til- lits til nokkurs annars en stéttarlegra lxagsmUna verka- lýðsins. — Er ekki einmitt tækifærið nú í fulltrúakosning- unum á þing Alþýðusambands Islands? xx. Við seljum ódýrt! Innflutningstakmark- anir em framundan. Veljið það bezta Vöruntarkaðuriiut, Ilverfisgötu 74 4>-----:------------:---« *-----------------------* Matvörnrnar fást hjá okkur Við seljum ódýrt! Vörumarkaðurmn. Franfnesveg 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.