Þjóðviljinn - 26.09.1954, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 26.09.1954, Blaðsíða 5
Sunnudagur 26. september 1954 — ÞJÓÐVILJINN ■— (S Fylgi Kommúiiistaflokks Svíþjóðar jókst um 11% f bæja- og sveitastjórnakosningunum í Svíþjóö um síðustu helgi jókst fylgi Kommúnistaflokks SvíþjóÖar um ellefu af hundraöi frá næstu kosningum á undan. Er þaö mun meiri hlutfallsleg fylgisaukning en hjá nokkr- um öörum flokki. „Ofsóknaræðið í USA kostaði nánasta vin minn lífið“ Endurminningai Trygve Lie um árin semt hann var aðalritari SÞ komnar út Endurminningar Trygve Lie um þau sjö ár, sem hanm var aöah’itari SÞ, komu út í síðustu viku, samtlí'mis 1 Noregi og Bandaríkjunum. í viðtali við danska blaðið Land og Folk um kosningaúrslit- in segir Hilding Hagberg, for- maður flokksins: Aftur í sókn „Kommúnistaflokkurinn er aft- ur í sókn. Atkvæðatala flokksins Hilding Hagberg hefur aukizt verulega iniðað við kosningarnar 1952 og hlut- deild hans í atkvæðamagninu er orðin jafnmikil og hún var 1950. Nú fengu kommúnistar 4,9 % atkvæðanna en 4,3% árið 1952. í helztu iðnaðarborgunum er atkvæðamagn flokksins orðið meira en það var 1950. Grýluáróðurinn er orðinn máttlaus Þýðingarmesta staðreynd kosninganna er að andrúmsloftið í stjórnmálunum hefur breytzt, kommúnistaflokkurinn hefur ekki einungis borið af sér lög andstæðinganna heldur hrakið þá á undanhald. Lygarnar, rógurinn og grýlu- áróðurinn sem beitt hefur verið gegn kommúnistaflokknum, hafa misst öll áhrif. Það hafa orðið straumhvörf. Átökin milli forsætisráðherr- ans og yfirhershöfðingjans, Nguyen Van Hinh, fara stöð- ugt harðnandi, og virðist sá síðarnefndi vinna á. Herinn stendur óskiptur að baki yfirhershöfðingjanum, en ríkisstjórnin hefur aðeins hluta af lögreglunni á sínu bandi. I gær reyndi hún að afla sér liðsauka með því að kalla til Saigon flokk úr hersveitum trúarflokksins caodai, en her- inn stöðvaði flokkinn fyrir ut- Þessar kosningar í Svíþjóð eru enn eitt merki þess að sókn aft- urhaldsins í VesturEvrópu er að fara í mola. Svíþjóð er fyrsta landið í Vestur-Evrópu — að frá- teknum Ítalíu og Frakklandi, þar sem aðstæðumar eru geró- líkar — þar sem sókn aftur- haldsins rann út í sandinn. Það er greinilegt merki þess að rót- tæk verkalýðshreyfing Vestur- Evrópu á nýtt blómaskeið fyrir höndum.“ Hagberg bendir á í viðtalinu Atkvæðagreiðslan um trausts- yfirlýsinguna fór fram í lok umræðna ,sem staðið höfðu í rúma þrjá daga og fjölluðu um endurskipulagningu stjórnar Scelba eftir afsögn Piccionis ut- anríkisráðherra og þá jafn- framt um Montesihneykslið, sem var orsök afsagnarinnar. Naumur meirihluti í umræðunum hafði verið deilt hart á ríkisstjórnina og Scelba persónulega og var stjórninni og honum gefið að sök að hafa reynt að þagga niður Montesihneykslið og hilma yfir þá, sem brutu af sér í sambandi við það. Atkvæða- greiðslan fór þannig, að Scelba hlaut stuðning 114 öldunga- deildarmanna, en 97 greiddu at- kvæði gegn honum. Fékk ekki stuðmng allra fulltrúa flokks síns. Þessar atkvæðatölur þýða, að nokkuð vantar á að Scelba an borgina og rak hann aftur. Var þetta gert með fullu sam- þykki frönsku herstjórnarinn- ar, sem sagði að koma caodai- hermannanna til Saigon mundi aðeins auka hættuna á blóðug- um bardögum. Herinn, öryggislögreglan og hersveitir trúflokksins binh xu- yen margfölduðu í gærkvöld varðliðið í Saigon og þótti líklegt að í nótt kynni að kom til blóðugra bardaga milli stuðningsmanna hers og stjórn- ar. að Folkpartiet, sem verið hefur í óslitinni sókn undanfarin kjör- tímabil, tapaði nú 125.000 at- kvæðum eða tæpum sjöunda hluta fylgis síns. Folkpartiet er bojgaralegur lýðskrumsflokkur svipaður Sjálfstæðisflokknum hér á Xslandi. Helmingur af fylg- ístapi hans fór til verkalýðs- flokkanna en helmingur til Hægriflokksins, sem er yfirlýst- ur íhaldsflokkur. „Það er athyglisvert", segir Hagberg, „að Folkpartiet er sá sænskra stjórnmálaflokka, sem hlynntastur hefur verið aðild Sví- þjóðar að Atlanzhafsbandalag- inu. Ósigur hans er því ekki sízt sár fyrir sænska A-bandalags- sinna“. tækist að fá alla fulltrúa flokks síns, kaþólska flokksins, i lið með sér, en flokkurinn á 116 fulltrúa í deildinni. Hins veg- ar hafa 11 þingmenn auk full- trúa sósíalista og kommúnista greitt atkvæði gegn stjórninni. Getur enn orðið stjórn hans að falli Enda þótt Scelba héldi þann- ig velli, blandast engum hugur um, að Montesihne.ykslið og þær afhjúpanir sem af því hafa leitt geta enn orðið honum að falli. Það er minnihluti öldunga- deildarinnar sem vottaði honum traust sitt, og fréttaritari Reuters í Róm símaði í gær, að vaxandi ólga væri í öllu landinu út af Montesihneyksl- inu. Þeir Nehru, forsætisráðherra Indlands, og Sastroamidjojo, for- sætisráðherrn Indónesíu, hafa undanfarna daga ræðzt við í Delhi. Viðræðum þeirra lauk í gær og var gefin út sameiginleg yfirlýsing að þeim loknum. Kólombórikin á fund í Djakarta I yfirlýsingunni segir, að þeir ráðherrarnir hafi orðið sam- mála um að boða til ráðstefnu hinna svonefndu Kólombóríkja í Djakarta, höfuðborg Indónesíu, á næstunni. Þessi ríki eru Ind- land, Indónesía, Pakistan, Burma og Ceylon. Að þessum fundi loknum yrði Lie hefur skýrt frá þvi að' hann ætli að skrifa endurminn- ingar sínar í þrem bindum. Hef- ur hann nú byrjað á þeirri bók- inni, sem síðust kemur í tíma- röðinni, til þess að nota sér sölumöguleikana meðan atburð- ir þessara ára eru enn í fersku minni. Fær harða dóma í mörgum norskum blöðum hefur bók Lie fengið harða dóma. Kvarta ritdómararnir yfir að hann sjái varla heimsviðburðina fyrir sjálfum sér. Bókin er full af smásögum úr diplómataveizl- um en minna skýrt frá gangi mála, sem Lie hafði sérstaklega góða aðstöðu til að fylgjast með. Sjálfsmorð Abrahams Fellers Eins og á embættisárum sínum lofsyngur Lie stefnu Bandaríkj- anna í heimsmálunum en áfellist sovétstjórnina. Þó kveður hann upp harðan dóm' yfir Bandaríkjunum í einu máli enda var þá nærri Lie sjálfum höggvið. Er þar um að ræða ofsóknir bandarískra stjórnarvalda. gegn Bandaríkja- mönnum í starfsliði SÞ, sem urðu til þess að Abraham Feller, einn af æðstu embættismönnum SÞ, réði sig af dögum 13. nóvember 1952. Fórnarlamb galdfaofsóknanna „Abe Feller stóð mér nær en nokkur annar að fjölskyldu minni . frátaldri“, segir Lie. „Hann hafði verið trúnaðarráð- gjafi minn í sjö ár og varla íeið sá dagur að hann kæmi ekki í skrifstofu mína — venjan var að boðað til ráðstéfnu fullvalda ríkja í Asíu og Afríku til að ræða um ráðstafanir til áð tryggja friðinn í þéssum heims- álfum. * Nehru á hugmyndina að slíkri ráðstefnu og stofnun öryggis- bandalags ríkja í þessum álf- um og er hugmynd hans sú, að ríkin í Asíu og Afríku eigi að bindast samtökum' til að vega upp á móti stríðsundirbúningi Bandaríkjanna og leppríkja þeirra í Ásíu. Alþýðu-Kína mun vafalaust boðið að sitja slíka ráðstefnu sem mun verða nýr á- fangi í sókn friðaraflanna í heiminum. hann kom þangað oft á dag. Alltaf þegar mest lá við var Abe kominn, skjótráður, þag- mælskur, fullur atorku og hug- mynda. Eg dáði hann fyrir gáf- ur og varð æ hlýrra til hans vegna hollustu hans og skap- gerðarþroska. Abe var tvimæla- laust fórnarlamb galdraofsókn- anna, næstum ómótstæðilegs þunga æðisgenginna árás;a á SÞ sem afturhaldið hélt uppi og notaði sér til framdráttar15, Fordæmið frá Mussolini Feller fleygði sér út um glugga á íbúð sinni á tólftu hæð, eftir að Bandaríkjastjórn og óame- rísku nefndirnar á Bandaríkja- þingi höfðu lagt bandaríska starfsmenn SÞ í einelti. Lie segir: „Hann sá móðursýk- isæði grípa menn i æðstu stöð- um og breiðast út um allt lancl sitt og troða undir fótum grund- vallarreglur mannréttinda og heiibrigðs réttarfars". TRYGVE LIE Þegar Bandaríkjastjórn þar fram kröfu sína um að allir Bandaríkjamenn í þjónustu SÞ yrðu reknir ef stjórnmálaskoð- anir þeirra væru ekki yfirvöld- unum að skapi, fór Lie að leita að fordæmum 'í sögu Þjóðá- bandalagsins. „Mér til skelfingar fann ég ekki annað fordæmi en tilskipun ítölsku fasistastjórnarinnar frá 1927, þegar Mussolini var að reyna að liindra að ítalir sem Framh. á 11. síðu, E-tierssinsa vikið ir slarfi Mendés-France hefur vikið fastafulltrúa Frakklands í At- íanzbandalagsráðinu, Herve Alphand, úr embætti. Alphand hefur verið eindreginn stuðn- ingsmaður Evrópuhersins, og er það talin ástæðan til þess- arar ákvörðunar. Alphand var boðið sendi- herraembættið í Kairó í stað- inn, en hann hefur hafnað því boði. Couve de Murville, sendi- herrann þar, hefur tekið við embætti hans. Fulíur fjandskapur hers og stjórnar í Saigon Bao Dai geíur Ngo Dinh Diem bendingu um að segja aí sér embætti Bao Dai, keisari í suSurhluta Viet Nam, hefur leyst Ngo Dinh Diem forsætisráölrerra frá hollustueið sínum og þar með gefið honum vísbendingu um að segja af sér. Scelbo hlcnil naumaxt meirihluta á þingi ÖidgnitgadeiIdÍB veitti honnm transi m@3 i 14:37 öldungadeild ítalska þingsins samþykkti í gær með naumum meirihluta að votta stjórn Scelba traust sitt. Indland ® g Indónesía hoða tll irióarþings ¥ilja að fnlivalda rski Assu og Afnkn stofnl með séi öiyggiskaitdalag Forsætisráðherrar tveggja öflugustu Kólombóríkjanna, Indlands og Indónesíu, gáfu í gær út sameiginlega til- kynningu, þar sem lögð er áherzla á nauösyn þess, a.ð haldin verði ráðstefna fullvalda ríkja Asíu og Afriku til að efla friðinn í þessum álfum heims.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.