Þjóðviljinn - 28.10.1954, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 28. október 1954 — ÞJÓÐVILJINN — (7
Braggabúl
skrifar;
Og svo einn morgun er við
vöknum sjáum við að það er
komið haust, sumarið er liðið.
Þeir morgnar þegar það var til-
hlökkunarefni að reka hausinn
út úr dyrunum og anda að sér
hlýju, fersku morgunloftinu,
eru horfnir; morgnar sem að-
eins voru forleikur langs sól-
skinsdags og langra kvölda,
sem tóku kannski aldrei enda,
en runnu saman við næsta
morgun í hógværri kyrrð lág-
nættisins. Nú vöknum við í
grárri morgunskímunni, það er
dökkur bakki við hafsbrún, ó-
veður í aðsigi. Næsta morgun
eru fjöllin í nágrenninu orðin
hvít og það er hrím á fölnuðu
grasinu. Það er sannarlega
komið haust. Og það er hrollur
í okkur þegar við skríðum
undan sænginni. Hver fjandinn
er nú að? Hefur nú hitaveitan
bilað eða er lúxusvillan okkar
ekki vandaðri en þetta að það
skuli setja að okkur hroll þeg-
ar við skríðum framúr? Já, þar
liggur hundfjandinn grafinn,
það er ekki nógu vel gengið frá
lúxusvillunum okkar. Það eru
nefnilega þessar lágu, sívölu
sem striðsmenn Engilsaxa
reistu hér yfir sig á stríðsárun-
um, og enn er hægt að sjá í
öllum hlutum þessa bæjar og
í sumum mikið.
Og þessi vetur sem kominn
er virðist ætla að verða það
kyndugur að fara ekki fram hjá
okkur, þessum eftirlætisbörnum
sem búum í stríðshúsum Engil-
saxa. Og svo ber það við einn
laugardag rétt að loknu hádeg-
isútvarpi að gegnum vinnu-
skarkalann heyrum við sálma-
söng í útvarpinu og við segj-
um hver við annan: „Það á víst
að fara að jarða einhvern“. En
þetta reyndist ekki svo; Alþingi
íslendinga var að koma saman.
Svo líða nokkrir kyrrlátir
haustdagar. Þá er einn alþing-
ismaður sendur niður í útvarp
til að ávarpa lýðinn; eitthvað
hlýtur að liggja við.
Og hver er svo boðskapur-
inn?
Kannski að bundinn verði
endir á þá þjóðarsmán og bæj-
arskömm að láta háttvirta
kjósendur búa í bröggum og
öðru heilsuspillandi húsnæði?
Nei: Kirkja! Það er þá komið
upp úr kafinu að eitt af stór-
málum okkar er kirkja á Þing-
völlum. En ég og fleiri spyrja
eins og bjánar: er það eitt af
aðalvandamálunum i dag að
ekki skuli vera stærri kirkja á
Þingvöllum? Á hún kannski að
vera til að hækka staðinn í
verði ef westanmönnum skyldi
leika hugur ásað kaupa hann?
Skólavörðuholti, — þó að smíði
hennar sé stöðvuð í bili, — svo
hin fagra Neskirkja sem er að
rísa á Melunum. Og samt vant-
ar 3—4 kirkjur svo eftir þessu
að dæma mætti draga þá á-
lyktun að það væru biðraðir
við þær kirkjur sem til eru.
Og yfir þetta fólk er enn
einn vetur að koma. Höfuðó-
vinir braggabúanna, kuldinn og
slaginn, halda hátíðlega inn-
reið sína með fyrstu frostum.
Vansæl og hóstandi börn vakna
til nýs dags, og stíga sínum
litlu fótum ofan á ískalt gólfið.
Enda standa þessi fallegu orð
í Morgunblaðinu 5. okt. s. 1.:
„Bæjarfélagið leggur áherzlu á
að búa sem bezt að börnunum".
Og þurfa braggabúar ekki frek-
ari skýringu við á þessum fal-
legu orðum.
Það er sízt við því að amast
að sú þjóð sem hefur efni á að
byggja kirkjur, meira að segja
f Skálholti kvað eiga að reisa
eina mikla kirkju, svo hinir
öldnu heiðursmenn sem þar
hafa verið grafnir upp geti séð
að hér búi ekki neinir smá-
kallar sem láti sig muna um
að byggja almennilega kirkju.
Svo er hitt aftur á móti spurn-
ing' hver á að sitja undir messu
í þessum kirkjum. Hér í
Reykjavík er talin mjög brýn
þörf á fleiri kirxjum og' efast
ég ekki um að svo sé, þvi ef-
laust eru allar þær kirkjur sem
hér eru troðfullar á öllum
messutimum alla helga daga
ársins, svo þörfin ætti að vera
mjög mikil. Enda eru tvær
kirkjur í smíðum, önnur á
En einhvers staðar stendur
eitthvað skrifað, og ef ég man
rétt eitthvað á þessa leið:
Fuglar eiga sér hreiður, refir
eiga sér greni en mannsins son-
ur á hvergi höfði sínu að að
halla.
Það eru nefnilega margir
svo skrítnir að telja fleiri
kirkjur ekki aðalvandamál okk-
ar nú, þó að þær séu góðar til
síns brúks.
í flestum, ef ekki öllum,
kirkjusóknum í Reykjavík eru
braggahverfi, stærri eða minni,
og það fólk sem þar býr skipt-
ir ekki hundruðum heldur þús-
undum, og það er stór meiri-
hluti af þessu konur og börn.
margar kirkjur, geri það. Hún
má byggja svo margar kirkjur
sem hún vill fyrir mér. Hún
má byggja kirkju á Þingvöll-
um, Skálholti og margar í
Reykjavík. Hún má meira að
segja byggja kirkju upp á
Kaldadal. En að öskra: kirkju,
kirkju, meiri kirkjur, kirkjur
fyrir tugi milljóna, meðan vis-
vitandi er verið að eyðileggja
heilsu þúsunda í Reykjavík, og
það sérstaklega kvenna og
barna, það ér heldur of mikið.
Þessir herrar sem mest tala
um nauðsyn á meiri kirkjum,
virðast stundum gleyma því
hvað líf þessarar þjóðar hefur
verið í þúsund ár. Það er ekki
i
J
kirkjur og meiri kirkjur. Það
hefur æði oft verið barátta við
kirkju og kirkjuvald. Barátta
við erfiðleika, harðrétti og kúg-
un, og það sem átti að fá okk-
ur til að gleyma þessu öllu var:
kirkjur, meiri kirkjur.
Og svona er það enn í' dag.
Látum allt helvítis draslið eiga
sig, skítt með bragga, kulda,
slaga, hósta, bara meiri kirkjur.
í sumar flutti einn ágætur
prestur erindi um daginn og
veginn í útvarpið og talaði auð-
vitað um kirkjur, hver er sjálf-
um sér næstur. Og vonandi
koma sóknarbörn hans sem eiga
heima í bröggum rétt hjá kirkj-
unni hans til að hlusta á hann
þegar hann messar þar. En
gaman hefði mér þótt hefði
þessi ágæti klerkur líka minnzt
á nauðsyn þess að rífa bragg-
ana sem eru í námunda við
kirkjuna hans og koma ibúum
þeirra í hús. Sérstaklega þar
sem hann hefur lagt bragga-
búum lið á öðrum vettvangi.
Nei, mun einhver segja fullur
vandlætingar, þið braggabúar
þurfið ekki undan neinu að
kvarta. Það er þegar farið að
byggja yfir ykkur. Það- er
hvorki meira né minna en 45
íbúðir sem verið er að reisa
bara handa ykkur braggabúum
sem ekki eruð nema eitthvað
3000!! Það er byrjað á þessum
íbúðum vegna þess að íhaldið
þorði ekki annað en gera eitt-
hvað, en að hvaða notum það
kemur braggabúum ér önnur
saga og önnur spurning sém
við fáum ekki svarað strax;
Herskálabúarnir verða senni-
lega að blása í kaun nokkrum
sinnum enn og hugga sig við
þetta ágæta boðorð hreppstjór-
ans í Stóru-Bervík.
„Þeir sem ekki geta haft að
sér á haustin verða að drepast
þar sem þeir eru komnir“.
En á meðan forráðamenn
þjóðarinnar á Alþingi og víðar
ræða um nauðsyn þess að
byggja fleiri og stærri kirkjur
og menn eru sendir í útvarpið
til að tala um að það vanti
meiri kirkjur, að það þurfi rneiri
peninga svo hægt sé að byggja
fleiri kirkjur, og það er sam-
þykkt að láta meiri péninga
svo hægt sé að byggja meiri
kirkjur, halda braggahverfin
áfram að bera vitni því íhaldi
sem viðheldur þeim. Kuidinn
heldur áfram að leita inn, vind-
urinn heldur áfram sinni eilífu
hringrás, lítil börn halda áfram
að hósta braggahóstann og litl-
ir fætur þeirra halda áfram
að stíga niður á ískalt bragga-
gólfið.
Kannski við getum helzt hit-
að okkur með því að öskra af
öllum kröftum: Meiri kirkjur!
I. B. f. G.