Þjóðviljinn - 28.10.1954, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 28.10.1954, Blaðsíða 8
 B)' — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 28. október 1954 Verkfall hafnarverkatnaimanna Framhald af 6. síðu. valdboði, skipuðu þeim stjórn- ír og tilnefndu fulltrúa þeirra. Afleiðingin er auðvitað sú að óbreyttir verkamenn iíta ekki á sambandið sem sín eigin sam- tök heldur framandi og jafn- vel fjandsamlegt afl, sem vill íá að segja þeim fyrir verkum en meinar þeim að hafa nokkur áhrif á stjórn sinna eigin mála. Flutningaverkamannasamband- ið er skrifstofubákn með yfir milljón meðlima sem Deakin leitast við að stjórna með ein- ræðisvaldi. færi til að kjósa fulltrúa sína og ákveða afstöðuna í málum sem koma til kasta verkalýðs- hreyfingarinnar. Hafnarverk- fallið sem nú stendur yfir er ekki sízt athyglisvert fyrir þá sök, að það sýnir, að uppreisn óbreyttra félagsmanna gegn einræðisstjóm hægriforingj- anna í flutningaverkamanna- sambandinu er að magnast. M. T. Ó. «>-----------------------# Útsala — Útsala T»egar bók hins bandaríska félagsfræðings kom út spar- aði Deakin ekki hæðileg orð Um hana og höfundinn. Siðbót hefur því engin orðið í flutn- jngaverkamannasambandinu og verður ekki meðan Arthur Deakin fær nokkru ráðið. Á- ítæðan er að einræðisvald hans yfir sambandinu hefur gert hann að áhrifamesta mannin- ium í brezka Verkamannaflokkn- imi. Á þingum Alþýðusambands Bretlands og Verkamanna- iiokksins fer hann með um milljón atkvæða eins og honum sýnist, hann þarf aldrei að •íaka minnsta tillit til vilja um- ‘fojóðenda sinna vegna þess að þeir fá aldrei neitt tækifæri til '3 láta vilja sinn í Ijós. Yfir- sáð hægri armsins í Verka- /nannaflckknum byggjast á linræði Deakins í flutninga- ' ’erkamannasambandinu og ein- ræðí annars náunga af sama sauðahúsi, Tom Williamsons, í >ambandi verkamanna í þjón- •ustu bæjarfélaga. Saman ráða þessir tveir menn yfir þriðj- umgi atkvæðanna á þingi Al- þýðusambands Bretlands og fjórðungi atkvæða á þingi "i'erkamannaflokksins. lT|eakin er erkióvinur Aneur ins Bevans og vinstri mann; ; Verkamannaflokknum. Bevai kallar Deakin og félaga han: sálarlausa skriffinna, og segii íð þeir séu að eyðileggj; Verkamannaflokkinn. Hanr .skýrði frá því að afstöðnu síð asta flokksþingi að hann hefð larið úr flokksstjórninni vegna pess að völdin í flokknum væru ekki hjá henni heldur sljórn- um stóru verkalýðssamband- í-nna. Bevin mun einbeita sér £ð því að hnekkja valdi hægri íoringjanna í . námumanna- sambandinu, sem lengi hefur ítaðið mjög tæpt vegna þess að sumum deildum þess er stjórn- sð eftir iýðræðisregium, ó- breyttir félagsmenn fá tæki- Verzlunin er að ílytja Allt á að seljast. Mikið af nýjum vörum. Mikill afsláttur Ægisbúð Vesturgötu 27. —----—----- ttmmecús siauumoKranðoii Minningarkortin eru til sölu í skrifstofu Sósíalistaflokks- ins, Þórsgötu 1; afgreiðslu Þjóðviljans; Bókabúð Kron; Bókabúð Máls og menning- ar, Skólavörðustíg 21; og í Bdkaverzlun Þorvaldar Bjarnasonar í Hafnarfirði. Andspyrnu- hreyfingin hefur skrifstofu í Þingholts- stræti 27. Opin alla virka daga kl. 7—9 síðd., sunnud. ki; 4—6. Komið og takið áskriftalista og gerið skil. Almennur launþegafundur verður haldinn í fundarsal félagsins, Vonarstræti 4, í kvöld klukkan 8.30. FUNDAREFNI: Lokunartími sölubúða og skrifstofa á laugardögum. Félagar sýni skírteini við innganginn. STJÓRNIN. f ÍÞRÓTTIR ftlTSTJÖRI FRtMANN HELGASON V —----------------- Frjálsíþróttamenn KR sigurscelir í sumar - Hyggja til stórrœða nœsta sumar - Barátt- an hörðust við fjárhagsvandrœðin — segir Ásmundur Bjarnason, formaður frjálslþróttadeildar K.R. Sumarið í sumar hefur ver- ið það bezta í sögu KR mið- að við hin félögin, sagði Ás- mundur Bjarnason við tíðinda- mann Iþróttasíðunnar er hann var spurður um árangur frjáls- íþrótta í KR í sumar og hvað framundan væri. Þetta byrjaði vel hjá okkur því að á fjrrsta móti ársins sem var meistaramótið innan- húss, urðu KR-ingar meistarar í öllum fjórum íþróttagreinun- um sem keppt var í. Á sumr- inu hafa 40 manns tekið þátt í kappmótum í frjálsum íþrótt- um fyrir KR. Hafa margir þessara manna orðið sigursælir og má í því sambandi geta þess að í Reykjavíkurmótinu sem var stigamót fékk KR 229.5 st. en hin félögin tvö Ármann og Í.R. 206.5 st. Félagið fékk líka 8 íslandsmeistara í frjálsum í- þróttum. Því má líka bæta hér við segir Ásmundur ennfremur að KR-ingar settu 6 ísl. met á árinu, og voru það einu Is- landsmetin sem- sett voru í frjálsum íþróttum í sumar. Af þeim átti Þórður B. Sigurðs- son 4. Farnar voru tvær ferðir út á land, önnur til Stykkishólms en hin til Keflavíkur og tókust báðar vel. Já og svo má ekki gleyma Bernarförunum sem 3 voru frá KR og tveir þeirra er til Bukarest fóru og má eftir atvikum öllum segja að þeir hafi staðið sig vel. Margir ungir, efnlegir menn Við erum sannarlega bjartsýnir með framtíðina, því að undan- förnu hafa verið að koma fram margir ungir, efnilegir íþrótta- menn, sem lofa mjög góðu, ef þeir æfa vel og taka íþrótt sína alvarlega. Má þar nefna m.a.: Svavar Markússon, Pétur Rögn- valdsson, Guðjón Guðmundss., Sigurþór Tómasson, Guðmund Valdimarsson, Valbjörn Þor- láksson og Guðjón B. Ólafs- son. 20 ára starfsafmæli Okkur K.R.-ingum er ljóst að höfuðástæðan til velgengni okkar mörg undanfarin ár er sú, að við höfum notið kennslu og leiðsagnar Bendikts Jakobs- sonar. Hann hefur aflað sér mikillar menntunar í þessum efnum, og hefur hann miðlað okkur af þessari þekkingu sinni bæði á íþróttavelli og eins ut- an vallar. Það vildi nú svo til, að um miðjan þennan mánuð átti Bendikt 20 ára starfsaf- mæli hjá K.R., og verður þess vissulega minnzt með hátíða- höldum síðar. Vetrarstarfið að liefjast Þó að frjálsar íþróttir séu taldar sumaríþróttir, heldur Ásmundur áfram, þá vita allir, sem þær iðka, að veturinn má nota mjög mikið til að byggja upp líkamann, svo að menn geti náð sínu bezta þegar sum- arið - kemur. Því betur sem þetta er rækt í byrjun því lengur geta menn ausið af þessum forða og jafnvel í mörg ár. Við höfum ákveðið að hafa æfingar 4 sinnum í viku, mánu- daga og föstudaga í íþrótta- húsi Háskólans og miðvikudaga og laugardaga í húsi K.R. og verður Benedikt þjálfari og leiðbeinandi. Áhugi er mikill og. væntum við þess, að hann dragi fleiri unga menn til að æfa frjálsar íþróttir og að sjálfsögðu er deild okkar opin öllum. Utanfarir næsta suinar Við höfum unnið að því að takast megi að fara með álit- legan hóp frjálsíþróttamanna til útlanda næsta sumar. Fyrst og fremst til Noregs og liggur boð fyrir þangað, en þar var flokkur frá K.R. 1949. Auk þess höfum við Þýzkaland í huga, og erum í þann veginn að gera athuganir á för þang- að. Vandamálið milda., Erfiðleikarnir hjá okkur eru ekki í því fólgnir að fá menn til þátttöku eða lialda áhug- anum vakandi. Þeir eru fjár- hagslegs eðlis. Fólkið er hætt að koma á frjálsíþróttamótin svo engar tekjur eru af þeim að hafa. Á þessu ári liefur deildin fengið aðeins 1000 kr. styrk til starfseminnar, og þótt ár- gjöldin bætist við nær það skammt til að standa undir starfseminni. Við erum því að koma af stað hlutaveltu inn- an skamms til að losna úr skuldunum. Manni verður á að hugsa til þess að gera má ráð fyrir a.m.k. 300 unglingar muni sækja „sjoppur" og ,,billjard“-stofur á hverju kvöldi hér í bæ. Ekki er fjarri lagi að áætla, að hver eyði um 30 kr.. Þarna eru nær 10 þús. krónur, sem eytt er á hverju kvöldi í skemmtanalíf, sem þarf raunar ekki að lýsa, eða um 300 þús. á mánuði á meðan frjálsíþróttadeildir fé- laganna hér og raunar öll í- þróttafélög berjast í bökkum með að geta haldið íþrótta- starfsemi sinni gangandi. Úr afrekaskrá KR 1954 (Bezti maður í hverri grein). 100 m. Ásm. Bjarnason 10.5 13 hlupu á 12 sek. og betri tíma. 200 m. Ásm. Bjarnason 21.6 5 hlupu undir 24 sek. 400 m. Ingi Þorsteinsson 51.5 800 m. Svavar Markúss. 2.0014 1000 m. Svavar Markúss. 2.42.8 1500 m. Svavar Markúss. 4.07.4 Framhald á 11. síðu. 1684 kr. fyrir 11 rétta Úrslit leikjanna á laugardag urðu: Aston Villa 2 Arsenal 1 1 Blackpool 1 Chelsea 0 1 Bolton 2 Manch. City 2 x Charlton 4 Cardiff 1 1 Huddersfield 2 Everton 1 1 Manch. Utd. 2 Newcastle 2 x Portsmouth 2 Leicester 1 1 Sheff Wednl Burnley 1 x Sunderland 2 Sheff. Utd 2 x Tottenham 3 Preston 1 1 Wolves 4 WBA 0 1 Swansea 1 Hull 0 1 Bezti árangur reyndist 11 réttir, sem komu fyrir á 18 raða seðli frá Akureyri. Er hann því með 10 rétta í 5 röð- um og 9 rétta í 8 röðum, auk 1 raðar með 11 réttum. Verður vinningurinn samtals 1684 kr. Vinningar skiptust annars þann ig: 1. vinningur 903 kr. fyrir 11 rétta (1), 2. vinningur 129 kr. fyrir 10 rétta (7), 3. vinn- ingur 17 kr. fvrir 9 rétta (52). Úrslit 100 m. hlaupsins á meistaramótinu; Ásmundur Bjarnason er fyrstur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.