Þjóðviljinn - 28.10.1954, Blaðsíða 3
2) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 28. október 1954
Kiihn-Nielseh
Eftir skildsöfu Charles de Costers + Teikningar eftir
,,En frelsi voru og
jafnrétti eiga þeir
ekkert með að halda
fyrir oss“.
Frumvarp þetta er í raun og
veru ekki hænufet til framfara,
tiema menn hugsi sér hænur,
sem þykjast feta áfram, en
váppa reyndar í kring á sama
sorphaugnum og tína korn
þau, er húsbóndi þeirra stráir
á hauginn við og við. Það get-
ur vel verið að einstök hæna
finni góð korn, því skal ég
ekki neita . . . Aðalatriðið er
það, að hér er gerð réttar-
krafa, og hún er sannarlega
á góðum rökum byggð. Það er
alkunnugt, svo ég taki aðeins
stólsgóssin til dæmis, að þau
voru dregin inn í ríkissjóðinn
með því beru skilyrði af kon-
ungs hendi, sem og var sam-
kvæmt hlutarins eðli, að ríkis-
sjóðurinn bæri þann kostnað
þaðan í frá, er á góssunum
hvíldi . . . svo sem skólakostn-
aður, laun biskupa o. s. frv. . .
Og yfir þessa reikninga býður
stjórnin oss nú að slá striki.
Þessu vil ég ekki játa, mér
sýnist miklu réttara að fá
samda lireina reikninga, gjaldi
Ðanir oss það, sem þeir. eru
oss skyldugir, hvort það verður
meira eða minna, en frelsi voru
og jafnrétti eiga þeir ekkert
með að halda fyrir oss. Þetta
verða menn að Ieiða stjórninni
fyrir sjónir, og ég Ieyfi mér
að skora á þá háttvirtu menn,
sem liafa mest áhrif á skoðanir
sjórnarinnar og hún virðir
mest, að láta ekki sinn lilut
eftir liggja í þessu efni. Hefðu
hinir helztu embættismenn
landsins tekið þetta skýrt og
skörulega fram aftur og aftur
og einarðlega lýst þörfum vor-
uni og rétti, þá væri ástandið
í Iandi vroru betra en það er,
því atkvæði og yfirlýsingar frá
stórmennum landsins hlýtur að
hafa meiri þýðingu og meiri
áhrif en það, sem kemur frá
oss smámennunum. En ekki
þar fyrir! — ég er ekki hrædd-
ur um hvernig sem fer, að vér
náum ekki frelsi og jafnrétti
fyrir land vorU, þegar fram
líða stundir, því þar mun sann-
ast um það, sem einn góður
kennimaður sagði nýlega um
guðsorð: Frelsi íslands verður
eigi f jötrað.
(Úr þingræðu Jóns Sig-
urðssonar forseta 1819).
'4 • ÚTBREIÐIÐ
• ÞJÓÐVILJANN
Að pessu sinni er hann alvarlega ástfanginn
Bókmenntagetraun
1 gær birtum við alkunna vísu
eftir Jón Þorláksson á Bægis-
á. Hér kemur enn eldri kveð-
skapur.
Var þar á höndum
hrokkið skinn,
kroppnir knúar . . .
•" fingr digrir,
fúllegt andlit,
lútr hryggr,
langir hælar.
Hann nam að vaxa
og vel dafna.
Nam hann meir að það
megins of kosta,
bast að binda,
byrðar gera,
bar hann heim að það
hrís gerstan dag.
- v18.00 Dönsku-
IVv kennsla; I. fl.
'/ — 18-25 Veðurfr.
18.30 Enskuk. II.
fl. 18.55 Fram-
burðarkennsla í dönsku og
esperanto. 19.15 Þingfréttir. —
Tónleikar. 19.30 Lesin dagskrá
næstu viku. 20.30 Kvöldvaka:
a) Sig. Benediktsson les úr
minningabók Þorsteins Kjarval:
Örlaganornin að mér réð. b)
Júlíana Sveinsdóttir listmálari
talar nokkur orð um vefnað.
c) íslenzkir karlakórar syngja
pl. d) Ælvar Kvaran leikari
flytur efni úr ýmsum áttum.
22.10 Daglegt mál (Árni Böð-
varsson, cand. mag.). 22.15
Upplestur: Sambýlisfólk, sögu-
kafli eftir Þórunni Elfu Magn-
úsdóttur (Höfundur les). 22.40
Sinfónískir tónleikar. pl.: Sin-
fónía í e-moll op. 27 eftir Rach-
maninoff (Sinfó'níuhljómsveitin
í Minneapolis leikur; Ormandy
stjórnar). 23.30 Dagskrárlok.
Q í dag er fimmtudagurinn 28.
október. — Tveggja postula
messa. 301. dagur ársins. Tungl
í hásuðri kl. 13:28. Árdegishá-
flæði kl. 6:03. Síðdegisháflæði
klukkan 18:18.
LYFJAB0 ÐIR
IPÓTEK AUST-Kvöldvarzla til
URBÆJAR kl. 8 alla daga
• tiema laugar-
HOLTSAPÓTEKdaga til kl. 6.
Kvöld- og næturvörður
er í læknavarðstofunni í Aust-
urbæjarskólanum frá kl. 18-8 í
fyrramálið. Sími 5030.
Næturvarzla
er í Laugavegsapóteki. Sími
1618.
Tímaritið Úrval.
Komið er út nýtt
hefti af Úrvali,
sem flytur að
vanda fjölda
fróðlegra og skemmtilegra
greina. Þessar eru helztar:
Kristin friðarstefna, Nýtt lyf
við of háum blóðþrýstingi, Ann-
að líf um sextugt, Huldusjóðir
hafsins, Framtíðarmaðurinn í
ljós mannfræðinnar, Píkassó í
þrem speglum (þrjár greinar
um Píkassó sín frá hverju
landi), Pottflugið yfir frum-
skógum Brasilíu, Shfnið í
Sarajevo, Úr sögu tómatanna,
Er skírlífi úrelt dyggð? Ýmis
fróðleikur í stuttu máli, Bæti-
efni í benzínið ? Af hverju
þreytumst við? Kýpur, Fórnar-
lamb vetnissprengjunnar, Er
ofdrykkja sjúkdómur? Þriggja
tíma barátta við dauðann,
Hugleiðingar um ketti, Mat-
vælaeitrun af völdum bakter-
ía, Holskurður í djúpi hafsins,
og loks bókin Hermaðurinn,
sem vildi ekki skjóta, eftir
William Bradford Huie. —
Samvinnan, septemberheftið
1954, er nýkomið út. Efni:
Sameinuðu þjóðirnar styðja
samvinnu, Vel.komið heim
Helgafell, Tungan og þjóðernið,
eftir Jón Sigurðsson Ystafelli,
Fulltrúar 117 millj. samvinnu-
manna á þingi í París, Hinn
dularfulli boðskapur (smá-
saga), Kaupfélagskonur leggja
land undir fót, eftir Ragnar
Ásgeirsson, Maðurinn sem ráð-
ið hefur útliti 31000 000 bif-
ijeiða, Bein Páls biskups í
steinkistunni, Rækjuuppskriftir,
Betri búnaðarhættir, betri
verzlun, betra líf, Hefndin
söguþáttur eftír Jón Björnsson,
Gulleyjan, myndasaga.
Millilandaf lug:
Edda, millilanda-
í dag frá Ham-
borg, Gautaborg og Osló. Flug-
vélin fer klukkan 21 til N.Y.
Gullfaxi, fer til Kaupmanna-
hafnar á laugardagsmorgun. —
Innanlandsf Iug:
I dag er ráðgert að fljúga til
Akureyrar, Egilsstaða, Fá-
skrúðsfjarðar, Kópaskers, Nes-
kaupstaðar og Vestmanpaeyja.
— Á morgun eru áætlaðar
flugferðir til Akureyrar, Fag-
urhólsmýrar, Hólmavikur,
Hornafjarðar, ísafj., Kirkju-
bæjarklausturs og Vestmanna-
eyja.
Eimskip:
Brúarfoss fór frá Húsavík 26.
þm til Seyðisfjarðar, Norð-
fjarðar, Eskifjarðar og Fá-
skrúðsfjarðar. Dettifoss fór frá
New York 26. þm til Reykja-
víkur. Fjallfoss fór frá Berg-
en 26. þm til Rotterdam og
Hamborgar. Goðafoss fór frá
Vestmannaeyjum 24. þm til
Rotterdam, Leníngrad, Kotka
og Helsingfors. Gullfoss fer frá
Kaupmannahöfn 36. þm, 'til
Leith og Reykjavíkur. Lagar-
foss fór frá Gdynia í fyrrinótt
til Gautaborgar, Sarpsborgar
og Reykjavíkur. Reykjafoss er
Reykjavík. Selfoss fór frá
Sauðárkróki 26. þm til Dal-
víkur, Ólafsfjarðar, Siglu-
fjarðar, Raufarhafnar og það-
an til Aberdeen og Gautaborg-
ar. Tröllafoss er á Akureyri;
fer þaðan til Norðfjarðar, Fá-
skrúðsfjarðar og Belfast. —
Tungufoss er í New York.
60 ára
er í dag Ingibjörg Ingvars-
dóttir frá Voslæk í Fljóts-
hlíð, nú til heimilis á Kárs-
nesbraut 4 í Kópavogshreppi.
Krossgáta nr. 499.
Ríkisskip:
Hekla var á Akureyri síðdegis í
gær á vestur leið. Esja var á
Isafirði í gærkvöld á norðurleið.
Herðubreið er á Austf j. á norð-
urleið. Skjaldbreið er á Breiða-
firði. Þyrill er í Rvík. Skaftfell-
ingur fer frá Rvík til Vestm-
eyja á morgun.
Skipadeild SÍS:
Hvassafell er á Flateyri. Arnar-
fell fer frá Napoli í dag til
Cagliari. Jökulfell fer í dag frá
Oskarshöfn áleiðis til Rostock.
Dísarfell fer frá Hamborg í
dag til Rostock. Litlafell er á
Faxaflóahöfnum. Helgafell er í
N.Y. Sine Boye er á leið til
Borðeyrar. Kathe Wiards lest-
ar í Stettin.
Iðja, félag verksmiðjufólks.
heldur félagsfund í kvöld kl.
8.30 að Þórscafé, (gengið inn
frá Hlemmtorgi). Á dagskrá
er uppsögn samninganna.
Lárétt: 1 rófa 4 gras 5 tilvís-
unarfornafn 7 draup 9 skip-
stjóri 10 handlegg 11 "vegg 13
leikur 15 skst. 16 huldumaður.
Lóðrétt: 1 leit 2 ýta 3 drykk-
ur 4 kasta 6 runa 7 á trjám
8 bali 12 varg 14 líkamspart-
ur 15 klukka.
Lausn á nr. 498.
Lárétt: 1 kelluna 7 uv 8 ólar
9 lak 11 LGN 12 ók 14 aó 15
urri 17 ar 18 ólu 20 krummar.
Lóðrétt: 1 kula 2 Eva 3 ló 4
ull 5 naga 6 Arnór 10 kór 13
króm 15 urr 16 ilm 17 ak
19 ua.'
Freygáturnar 22 sigla hjá. En á skipum sæfaranna eru bumbur barðar, og flautur blásn-
ar. Lummi hrópar: — Gerum áhlaup í prins ins nafni. Og á öllum skipunum hrópa skip-
stjórnarmennirnir: — Gerum áh'aup í nafni srtóraðmirálsins. — Gerum áhiaup! Sæfarinn
lifi! kveður við frá hermönnum og hásetum um allán flotann.
Foringjaskip Þrílangs, þar sem Lambi og Ugluspegil! eru um borð, heitir Bryla. Skipin
Jóhanna, Svanur og Sæfari fylgja þvi fast eftir og ekki líður á lön'gu unz þau hafa tekið
herskildi fjórar freygátur. Öllu þvi, sem spánskt er fleygja þeir í sjóinn, en Niðuriend-
inga taka þeir til fanga. Þeir tæma skipin al;erlega og láta þau siðan reka stjórnlaus
fyrir sjó og vindi.
Fimmtudagur 28. október 1954 — ÞJÓÐVILJINN — (3[
Aukin vi&ger8aþjónusta FÍB
F. í. B. hefur hafið' nýja þjónustu fyrir alla félagsmenn
sína hvar sem þeir eru á landinu, en í sumar hélt fé-
lagið uppi viögerðarþj ónustu fyrir félagsmenn sína hér
i nágrenninu.
í fyrrasumar hóf Félag ís-
lenzkra bifreiðaeigenda að veita
:félagsmönnum aðstoð ef bílar
þeirra biluðu. Hafði félagið við-
gerðarbíla á þjóðvegunum hér í
grennd um verzlunarmannahelg-
ina. S. 1. sumar var þessari
'Starfsemi haldið uppi um hverja
helgi, bæði á Mosfellsheiðar- og
Hellisheiðarvegunum og voru
"tæplega 200 félagsmenn aðstoð-
aðir á s. 1. sumri. Viðgerðarbílar
Mislingar breið-
ast enn út
Mislingar lialda enn áfram
að breiðast út, samkvæmt upp-
lýsingum um farsóttir frá
skrifstofu borgarlæknis. I vik-
unni 10.-16. þ.m. voru mislinga-
tilfelli 185 hér í bænum í stað
147 vikuna áður.
Kvefsótt og kverkabólga stóðu
í stað en kikhósti minnkar, var:
aðeins eitt tilfelli umrædda
viku í stað 7 næstu viku á^
undan.
Einn maður veiktist af tauga-
veikibróður, en Þjóðviljinn fékk
þær upplýsingar hjá borgar-
lækni í fyrrakvöld að sá mað-
ur hefði veikzt erlendis en ekki
vitað hvað að honum var fyrr
en heim kom, og hafi verið
gerðar sóttvarnarráðstafanir til
'þess að veikin breiddist ekki
út.
F.I.B. veittu einnig fleirum að-
stoð, — ef þeir gengu í félagið,
en félagsmenn geta bíleigendur
gerzt á vegum úti hjá viðgerðar-
mönnunum. í félaginu eru nú
um 1000 bíleigendur, auk félags-
deilda í Hafnarfirði og á Akur-
eyri.
Viðgerðaþjónusta félagsins hef-
ur verið þeim félagsmönnum að
kostnaðarlausu sem bilað hefur
hjá, og, er þó árgjald félags-
manna aðeins 50 krónur. Um
síðustu helgi var aðstoðar-
svæðið stækkað þannig að
hvar sem er á landinu greiðir
félagið fyrir kranabíl til að flytja
bilaða bíla félagsmanna til næsta
verkstæðis, — að því tilskyldu
þó að sú vegalengd sé ekki yfir
50 km. Þurfa félagsmenn þó að
leggja út kostnaðinn sjálfir, en
fá hann endurgreiddan gegn
reikningi. Verður þetta vafa-
laust til að auka tölu félags-
manna.
Ökuþór, tímarit félagsmanna
kemur út á næstunni og verður
bar rækilega skýrt frá þýzkum
bílum, en ætlunin er að halda
áfram kynningu bíla frá ýmsu—
löndum.
Æ. F. 11.
Skrifstofan er opin alla virka
daga frá kl. 6—7 nema laugar-
daea kl. 3—5.
Monris */« tonn sendilesSaLiíireiS
Hi. Egl Viihjálmsson
Laugaveg 118 — Reykjavík — Sími 81812
ALLT Á SAMA STAÐ
Einkaumboð fyrir:
Moíris Y2 tonn sendiferðabifreið
Ísvestía hirtir grein um íslandsmál:
Hvaðan er íslandi ógnað?
Ísvestía, aðalmálgagn sovétstjórnarinnar flytur 17. þ.
m. þrídálka grein eftir S. Kondrasoff, er nefnist „Hvaðan
er íslandi ógnað?“
Greinarhöfundur mótmælir sem fjarstæðu þeirri
kenningu að íslendingar þurfi að hafa erlendan her í
iandi sem „vörn“ gegn „ógnun frá Sovétríkjunum“ og
leggur áherzlu á aö samskipti Sovétríkjanna og íslands
hafi alla tíð byggzt á gagnkvæmri virðingu fyrir sjálf-
stæði, fullveldi og óhlutsemi um innanlandsmál ríkjanna.
Er fyrst skýrt frá ávarpinu
um undirskriftasöfnun gegn
hernáminu, og rifjuð upp gerð
hernámssamningsins 1951.
Bandaríkin líti á Island sem
eitt hinna „strategísku“ her-
virkja sinna við Atlanzhaf, og
af fregnum íslenzkra blaða
verði ljóst að Bandaríkjamenn
séu stöðugt að færa út kví-
arnar.
Greinarhöfundur minnist á
efnahagslegar afleiðingar her-
námsins og vaxand.i andstöðu
landsmánna gegn því, og vitn-
ar í blöðin „Alþýðumanninn",
„Frjálsa þjóð“ og „Alþýðu-
blaðið“ máli sínu til stuðnings.
Gegn þessari vaxandi and-
stöðu hafi bandarísk stjórnar-
völd og þau öfl á íslandi, sem
halli sér að Bandaríkjunum
gripið til herbragðs í blekking-
arskyni, svo sem „endurskoð-
unar“ ýmissa atriða hernáms-
samningsins, en lítinn árangur
hafi sú endurskoðun borið.
Afturhaldsblöðin á Islandi
hafi einnig svarað vaxandi and-
úð á hernáminu með áróðurs-
herferð þar sem reynt sé að
réttlæta hersetu Bandaríkj-
anna með því, að íslandi sé
„ógnað“ af Sovétríkjunum.
Nefnir höfundur til Morgun-
blaðið og Vísi er reki þennan
áróður.
Einmitt þessi áróður gefi til-
efni til hugleiðinga um þá raun-
verulegu ógnun við sjálfstæði
íslands sem felst í skiptum
þess við Bandaríkin. Augljóst
sé að íslenzku þjóðinni sé mik-
Framhald af 1. síðu.
þyí í desember 1952, að mjólk
skuli seld á sama verði í Eyj-
um og annarsstaðar.
Fyrir desember-verkfallið
var mjólk í Eyjum seld á ýmsu
verði allt upp í 4 kr. líterinn,
en fyrir baráttu verkalýðsfé-
laganna náðist loforð fyrir
samræmingu á mjólkurverðinu,
sem einnig skyldi taka til
V estmannaey ja.
Þetta loforð hefur ríkis-
stjórnin svikið og beitt ýmsum
undanbrögðum til að afsaka
svik sín. Verkalýðsfélagið hef-
ur sífellt leitast við að ná fram
réttu verði Vestmanneyingum
til handa og orðið það ágengt,
oð mjólkurverð lækkaði fyrst
í 3 kr. og síðar í kr. 2,85 en
þar við situr.
Við síðustu samningsgerð
félagsins skuldbundu atvinnu-
rekendur og Vestmannaeyja-
bær sig til að vinna með Verka-
lýðsfélaginu að því að ná fram
réttu mjólkurverði.
Þessa skuldbindingu hefur
bæjarstjórnarmeirihlutinn í
Eyjum nú svikið að sínu leyti
og hefur Verkalýðsfélagið nú
ilvægt að vita hið sanna í
þessu máli, og sú spurning
hljóti að vakna hverra hags-
munum þeir hópar þjóni, sem
reyni að ástæðulausu að drótta
því að Sovétríkjunum að þau
ógni Islandi. Það eitt sé víst,
að þeir séu ekki með því að
vinna gagn þjóðarhagsmunum
Islendinga.
íslendingum sé það kunnugt,
að öll samskipti Islands og
Sovétríkjanna hafa mótazt af
friðarstefnu og vináttu milli
þjóða. Samskintin hafi byggzt
á gagnkvæmri virðingu fyrir
sjálfstæði ríkjanna og gagn-
kvæmri óhlutsemi um sérmál
þeirra. Islendingum mun held-
ur ekki ókunnugt um að Sovét-
ríkin hafa unnið að því að
draga úr þenslunni í alþjóða-
málum. Því mun reynast örð-
ugt að telja íslenzku þjóðinni
trú um að hún þtirfi að hafa
erlendan her í landi sínu til
„varnar“ gegn „ógnun“ af hálfu
Sovétríkjanna.
Islendingum er það einnig
kunnugt, að skilyrði eru til
hagstæðra viðskipta við Sovét-
ríkin. Talsmenn ísl. stjórnar-
valda hafa ekki farið dult með
það hverja þýðingu viðskipta-
samningarnir við Sovétríkin frá
1953 hafa haft fyrir sölu fisk-
afurða frá íslandi, en þær eru
um 90% alls útflutningsins.
í staðinn hafa Islendingar feng-
ið olíu og benzín, dýrmætar
vörur íslenzkum sjávarútveg
og samgöngum. Vitnar grein-
arhöfundur til' ummæla Kristins
enn upp baráttu til að ná fram
fullri efnd á þessu nærri
tveggja ára loforði ríkisstjórn-
arinnar.
Það er Mjólkursamsalan, sem
rekur aðal mjólkursöluna í
Eyjum og ákveður mjólkur-
verð það sem um er deilt, vafa-
laust í samráði við Fram-
leiðsluráð landbúnaðarins og
ríkisstjómina.
Veður var ágætt og börnin í
góðu skapi, enda tók fólk þeim
vel. \
BR. þakkar öllum, sem lögðu
málefni þess lið með vinnu og
fjárframlög. Nokkrir bóka-
útgefendur gáfu félaginu góðar
bækur, svo að duglegustu börn-
in fá bókaverðlaun.
BR. þakkar sérstaklega for-
Guðmundssonar utanríkisráð-
herra og Davíðs Ólafssonar
fiskimálastjóra um það mál.
Loks víkur KondrasOff að
þeim menningartengslum sem
sem komizt hafa á milli ís-
lands og Sovétríkjanna, með
þeim hafi fjölmargir íslending-
ar kynnzt þeim vinarhug og
samúð sem íslenzka þjóðin
njóti meðal þjóða Sovétríkj-
anna.
Þessar staðreyndir vegi þungt
á móti áróðursherferðinni um
„ógnun frá Sovétríkjunum“.
Enda muni Islendingum yfir-
leitt skiljast hver er tilgangur
þeirrar áróðursherferðar. Skiln-
ingurinn á því, hvaðan Islandi
er ógnað, dýpkar óðum meðal
Islendinga og þeim fer fjölg-
andi sem skipa sér í raðir
hreyfingarinnar gegn hernáms-
samningunum og hersetu
Bandaríkjaliðs í landinu, segir
Kondrasoff að lokum.
100. sýning
áTopaz
Þjóðleikhúsið hefur nú sýnt
hinn vinsæla franska gamanleik
Topaz í 99 skipti eða oftar en
nokkurt annað leikrit. 99. sýning-
in var í gærkvöldi, 100. sýningin
og sú síðasta verður í næstu viku.
Auk sýninganna hér í Þjóðleik-
húsinu hefur Tópaz verið sýndur
á 27 stöðum víðsvegar úti um,
land.
Þýzkt tímarits-
hefti helgað
Islandi
Þjóðviljanum hefur borizt
septemberhefti vesturþýzka tíma-
ritsins Westdeutsche Wirtschaft
og er heftið að þessu sinni helg-
að íslandi. Birtir það allmargar
greinar, ljósmyndir og auglýsing-
ar frá íslandi, en ritstjóri tíma-
ritsins dvaldist hér á landi um
mánaðarskeið í sumar til að
undirbúa þetta hefti. Af efni þess
má nefna: Kristinn Guðmunds-
son utanríkisráðherra skrifar
ávarpsorð, Jóhannes Nordal um
peningamál, Þórhallur Ásgeirssort
um viðskiptamál, Þorleifur Þórð-
arson um ísland sem ferðfe-
mannaland, Davíð Ólafsson um
fiskveiðar og fisksölu, Páll Zóp-
hóníasson um landbúnað og Páll
S. Pálsson um íslenzkan iðnað.
Heftið er 36 síður, gefið út í
4 Múnchen.
stjóra Tripolibíós, hr. Emi Clau-
sen, fyrir þá drengilegu rausn
að bjóða félaginu sérstakar sýn-
ingar ókeypis handa sölubörnun-
um. Mikil var gleðin hjá barna-
hópnum, sem safnaðist samarí
hjá Trípolibíó ó sunnudaginn.
Næsta sýning fyrir sölubornini
er sunnudaginn kemur, 31. oktí
kl. 13,30 (blár aðgöngumiði).
Vestmannaeyjafélög segja upp
Tekjur barnaverndardagsins 49 þús.
Fjársöfnun Bamaverndarfélags Reykjavíkur 1. vetrar-
dag gekk mjög vel. Bók félagsins, Sóhvörf 1954, seldist
upp og merki félagsins seldust betur en nokkru sinni
fyrr. Alls söfnuöust 40 þúsund krónur, og er þaö allmiklu
hærra en áður hefur safnazt.