Þjóðviljinn - 30.10.1954, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 30.10.1954, Blaðsíða 1
Afturhaldið hélt Hreyfli Kosningu lauk í Hreyfli kl. 10 í gærkvöldi. Listi afturhaldsins sigraði, hlaut 272 atkv. B-listinn hlaut 157 atkv. 20 seðlar vora auðir og 1 ógildur. r Fiskircmnsóknir Islendinga anknar verulega á næsta ári Þjó&verjar smí&a nú iullhomnasta rann- sóhnarship og rer&a hér ri& iand a& sumri Þeir Jón Jónsson yfirmaSur Fiskideildarinnar og DavíS Ólafsson fiskimálastjóri eru nýlega homnir heim af fundi AlþjóSa hafrannsóknarráSsins, sem haldinn var í París. íslenzkum fiskirannsóknum mun á næsta ári haldiS á- fram í svipuSu horfi en þó auknar, þar sem 3 ungir- fiskifræSingar munu bætast til starfa á næstunni. Á næsta sumri munu ÞjóSverjar einnig hefja rann- sóknir á norSvestursvæSinu, á nýju skipi er mun vera hiS fullkomnasta sinnar tegundar nú. Hafiiði náðlst ekki á fl©t Togariim lekur mikið og botit Siaus talin mikið skemmdur Siglufirði. Frá fréttaritara Þjóðviljans. Togarinn HafliSi fór frá bryggju hér um sexleytið í fyrrakvöld og strandaði í Staðarhólsfjörunni, beint á, móti hafnarbryggjunni. -Er talið sennilegt að stöðvun hafi orðið í vél skipsins. Tilraunir til að ná honum á flot, þá um nóttina og í gær reyndust árangurslausar. Mikill leki er kominn aS togaranum og botn hans talinn mikið skemmdur. Fundur Alþjóðahafrannsókn- arráðsins var haldinn í Sor- bonneháskólanum í París 4.-12. þ.m. Aðilar að rannsóknarráð- inu eru nú allar þjóðir á vest- urströnd Evrópu frá Portúgal til Noregs, ennfremur ísland, England, Irland og Finnland, eða 13 þjóðir. Rússar og Pól- verjar áttu nú áheyrnarfulltrúa á fundinum og er vænzt þátt- töku þeirra á næstunni. Enn- fremur voru áheyrnarfulltrúar frá hafrannsóknarráðum við Miðjarðarhaf, Indlandshaf svo og stórum hafrannsóknastöðv- um og háskólum. Héðan voru mættir 2 fulltrúar, Jón Jónsson og Davíð Ólafsson, og 2 sér- fræðingar, þeir dr. Hermann Einarsson og Unnsteinn Stef- ánsson. Alþjóða hafrannsóknarráðið. Alþjóða hafrannsóknarráðið hefur aðsetur í Kaupmanna- höfn. Formaður þess er Bretinn Dobson, varaform. er Nórð- maðurinn Sverdrup, einn mesti haffræðingur núlifandi, og aðal- ritari eða framkvæmdastjóri er Árni Friðriksson. Starfsemin er í því fólgin að rannsóknunum er skipt í svæða nefndir og eru svæðin þessi: Norð-vestursvæðið (Island, Fær eyjar, Grænland), Norðaustur- svæðið (við Noregsstrendur) Dönsku sundin, Norðursjór, Eystrasalt og Atlanzhafssvæðið (sunnan Ermarsunds). Nefndir sérstakra viðfangsefna. Auk þsss eru nefndir sem fást við ákveðin viðfangsefni, t. d. síldarnefndin, er Árnl Friðriksson var formaður í áð- ur en hann gerðist aðalritari eða framkvæmdastjóri ráðsins. Slíkar nefndir eru uppsjávar- fiskanefnd, laxa- og silunga- nefnd, sviffræðinganefnd og sjófræðinganefnd er fjallar um sjórannsóknir er ná yfir allt Norður-Atlanzhafið. Nú var gerð sú breyting að norðuraustur- og norðvestur- svæðið voru sameinuð í eina Norður-Atlanzhafsnefnd og nýrri nefnd fengið það sérverk- efni að fást við rannsóknir á þorskfiski, aðallega þorski og ýsu. fslenzkar fiskirannsóknir auknar. Norðvestur-nefndin hélt tvo fundi, annan um störf s. 1. árs, hinn um verkefni komandi árs. Rannsóknir er Islendingar leysa af höndum verða í stærri stíl en áður því 3 nýir fiskifræð- ingar munu taka hér til starfa á næsta ári. Einn þeirra, Aðal- steinn Sigurðsson, er kominn og mun vinna að rannsóknum á flatfiski. Annar Ingvar Hall- grímsson, mun ljúka prófi í Noregi bráðlega og starfa að svifrannsóknum. Þriðji Jakob Magnússon lýkur bráðum námi í Kiel og mun fara í karfa- rannsóknir. Vakti það athygli á fundinum að Islendingar ætla að setja sérstakan mann í krafarannsóknir, en engin þjóð nema Bandaríkjamenn mun hafa sett sérstakan mann í það verk. Karfinn er hinsvegar orð- inn mjög þýðingarmikill fyrir fiskveiðar Islendinga og það hefur því mjög mikla þýðingu fyrir okkur að fá sem mesta þekkingu á lifnaðarháttum karfans. Hefur Jakob rannsak- að fjölgun karfastofnsins og þegar gert ýmsar athyglisverð- ar athuganir. Þjóðverjar á fullkomnasta rannsóknarskipinu. I sumar bætast Þjóðverjar í hóp þeirra þjóða er stunda rannsóknir á hafinu umhverfis Island. Verða þeir á nýju rann- sóknarskipi, Anton Dohrn, sem er byggt sem togari, tveggja þilfara, 800 tonn, og mun vera Framhald á 3. síðu. Þhigmenn úr öllum flokkum af Vestfjörðum og Austurlandi flytja á Alþingi tillögur um stækkun friðunarsvæðisins úti fyrir Vestfjörðum, Austfjörðum Það var um fjöru þegar tog- arinn strandaði. Var þá tölu- verður norðaustanvindur, en tiltölulega sjólítið. Hann fór frá bryggjunni vegna Heklu, sem var að koma frá Akur- eyri til að sækja farþega er ætluðu á málverkasýningu Kjarvals. Hekla felldi ekki nið- ur landganginn heldur lét far- þega til Siglufjarðar stökkva niður. á bílpall á bryggjunni og hélt svo rakleitt togaranum til aðstoðar. og Suðausturlandi. í þingsályktunartillögu er Hannibal Valdimarsson og Eirík- ur Þorsteinsson flytja er lagt til að takmörk friðunarsvæðisins Flóð var um kl. 11 í fyrrá- kvöld og reyndi Hekla þá að ná togaranum á flot, en vírina slitnaði. Skipshöfnin var öll um. borð í togaranum í fyrri nótt. Á flóðinu í gærmorgun kom Ægir á vettvang og reyndi að draga Hafliða á flot með tog» vír, en hann slitnaði. Mikill leki kominn að togaranum. Mjög mikill leki kom að skip«- Framhald á 12. síðu. fyrir Vestfjörðum verði ákveðið af sjávarútvegsmálaráðuneytinu 16 sjómílur utan við grunnlínu- punktana Bjargtanga, Kópanes„ Barðann, Straumnes og Kögur,, sem miðað er við í reglugerðinni um verndun fiskimiðanna um» hverfis ísland. Við þessa tillögu flytja allir þingmenn af Austurlandi (nema Eysteinn Jónsson) þeir Halldór Ásgrímsson, Vilhjálmur Hjálm- arsson, Lárus Jóhannesson, Páll Þorsteinsson, Páll Zóphoníasson, Lúðvik Jósefsson og Eggert Þor- steinsson, breytingartillögu 4 þessa leið: • Ennfremur skal friðunarlínan, fyrir Austfjörðum og Suðaustur- landi á svæðinu milli Langaness og Ingólfshöfða dregin þannig, að takmarkalína núverandi friðun- arsvæðis, þar sem hún er dregin utan við grtmnlínupunkt nr. 12 í reglugerðinni (Langanes), fram- lengist í beina línu og liggi 1& sjómílum utar en grunnlínu- punktar nr. 15 og 16. Þaðan skal línan dregin þannig, að hún liggi 16 sjómílum utar en grunnlínu punktar nr. 17—19 og í útlínu núverandi friðunarsvæðis við Hvalbak (grunnhnupunkt 50)', Þaðan sé línan framlengd og liggi 16 sjómílum utar en grunn- línupunktar nr. 24 og 25, þangað til hún nær línu, sem framlengist í beina stefnu frá takmarkalínu núverandi friðunarsvæðis utan við grunnlínupunkt nr. 28. (Ing- ólfshöfða). Á uppdrættinum sem hér fylgir er sýnt hvernig takmörk friðun- arsvæðisiris fyrir Austurlandi yrðu samkvæmt tillögunni. Ungmennafélag Njarftvíkur skorar á önnur ungmennafélög að krefjast brottfarar hersins af landinu Heitii’ imdirsknftasöÍBimmiii fulium síuðningi „Fundur haldinn í Ungmennafélagi Njarðvíkur 25. okt. 1954 lýsir fullum stuðningi við samtök pau, sem beita sér fyrir undirskriftasöfnun undir áskorun um uppsögn herverndarsamnings íslands og Bandaríkja Nor&ur-Ameríku. Jafnframt skorar Ungmennafélag Njarðvíkur á önnur ungmennafélög í landinu að taka upp skel- egga baráttu fyrir pví, að hinum erlenda her verði vísað úr landi og ísland verði fyrir íslendinga.“ TiUögur fluttar á Alþingi: Stækkun friðun arsvæðisins út af Vestfjörðum og Husturlandi

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.