Þjóðviljinn - 30.10.1954, Qupperneq 5
Laugardagur 30. október 1954 — ÞJÓÐVILJINN — (5
Enri engin lausn á
hafnardeilunni
Fjöldaíundir verkfallsmanna í 8 brezkum
hafnarborgum í dag
Þrátt fyrir góðar samkomulagshorfur í brezku hafn-
ardeilunni í fyrrakvöld hefur ekki tekizt að leysa hana
enn.
Fulltrúar vinnuveitenda, verk-
fallsmanna og verkamálaráðu-
neytisins sátu á fundum í allan
gærdag og gekk ekki saman með
þeim. Aðeins eitt ágreiningsat-
riði er nú eftir. Gengið hefur
verið frá málamiðlun þess efnis,
^kærur við
Kínaströnd
Stjórn Sjang Kajséks á For-
mósu tilkynnti í gær, að komið
hefði til bardaga milli herskipa
úr flota hennar og kínverska
flótanum við eina af eyjunúm,
sem Formósustjórn hefur á valdi
sínu við strönd meginlandsins.
Strandvirki alþýðuhersins, skutu
á stöðvar Formósumanna á
Kvimoj.
Múhameðsbræðra-
lagíð leyst upp
Egypzka stjórnin bannaði í gær
Bræðralag Múhameðsmanna, en
áður höfðu meira en 500 af félög-
um þess verið handteknir. Aðal-
bækistöðvum bræðralagsins í
Kaíró og 200 deildarskrifstofum
þess um allt landið hefur verið
lokað og eignir þess, sem nema
milljónum egypzkra punda, verið
gerðar upptækar.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem
bræðralagið er bannað, en þau
bönn hafa hingað til verið áhrifa-
lítil, því að félagsmenn eru vel
undir leynistarfsemi búnir.
að verkfallsmenn taki upp vinnu
aftur og jafnframt verði hafnir
samningar um nýja skipulagn-
ingu eftirvinnunnar og að meðan
þeir samningar standi yfir skuli
verkamönnum í sjálfsvald sett
hvort þeir vinna eftirvinnu. En
ágreiningur er enn um það, hvort
þessi málamiðlun skuli aðeins
gilda um höfnina í London, þar
sem verkfallið byrjaði, eða eins
og fulltrúar verkfallsmanna vilja,
að hún gildi um vinnu í öllum
brezkum höfnum.
i
Fjöldafundir í dag
í dag verða haldnir fundir
verkfallsmanna í þelm átta höfn-
urti, sem verkfollin ná til, og
múnu leiðtogar þeírra bera undir
þá tiflögur um hvað gera skuli.
Nokkrar líkur eru taldar á því,
að þær tillögur geti leitt til þess
að vinna hefjist að nýju.
Skipasmiðaverkfallið
Engar horfur eru aftur á móti
á skjótri lausn deilu skipasmiða
í London við vinnuveitendur.
Þeir hafa verið i verkfalli lengur
Mendes-France
lækkar skatta
Franska stjórnin tilkynnti i
gær, að hún mundi leggja fyrir
þingið frumvarp um jlækkun
skatta á lágtekjufólki og smáat-
vinnurekendum. Allar tekjur
lægri en 5500 kr. verða skatt-
frjálsar, en skattur á tekjur innan
við 10.000 kr. verður lækkaður
úr 18% í 9%.
en hafnarverkamenn og verkfall
þeirra nær til 8000 manns. Við-
gerðir á mörg hundruð skipum
hafa tafizt vegna verkfallsins.
Eisenhower
gerður íit
Eisenhower Bandaríkjaforseti
flutti kosningaræður í fjórum
fylkjum Bandaríkjanna í gær.
Hann ferðaðist í flugvél og
flutti ræðurnar á flugvöllum í
Ohio, Michigan, Kentucky og
Delaware. í öllum þessum fylkj-
um telur flokksstjórn republik-
ana hættu á ferðum, en þeir eiga
nú 32 fulltrúa af 48 frá þessum
fylkjum og 6 af 8 öldungadeildar-
þingmönnum. Þykist flokks-
stjórnin sjá fram á, að demo-
kratar muni vinna af þeim þing-
sæti nema persónulegar vinsæld-
ir Eisenhowers verði þyngri á
metunum en óánægjan með
stjórn repúblikana.
„Moby Dick"
ógnar skipum
Brezka útvarpið sendi í gær
út aðvörun til skipa á hafinu
undan strönd Wales og Suðvest-
ur-Englands, að stór hvítur hval-
ur, 25 metra langur og 12 lestir
að þyngd ræki þar fyrir straum-
um. Hvalur þessi hefur þó aldrei
verið lifandi, heldur er hann
eftirlíking, sem notuð var við
upptöku á kvikmynd, sem byggð
er á hinni kunnu skáldsögu Her-
mans Melvilles um hvíta hval-
inn Moby Dick. Höfðu festar
slitnað, þegar var verið að draga
líkanið til lands. Strandgæzlubát-
ar og flugvélar úr brezka flug-
hernum leituðu að „Moby Dick“
i allan gærdag.
Samkeppni um Olympíu-
söng
Alþjóða Ólympíunefndin hef-
ir efnt til alþjóðasamkeppni
um Ólympíusöng. Lagið á að
syngja við setningu og slit
Ólympíuleikja hér eftir.
r~
Mál og menning
T E K U R upp þá nýibreytni íélagsmönnum til hagræðis að af-
greiða til þeirra bækurnar beint frá forlaginu í Þingholtsstræti
27 (hornsalnum) í dag (laugardag) kl. 5 til 7 e.h. og á morg-
un kl. 2 til 5 e.h.
Á þessum tíma munu nokkrir höfundanna
ver'öa viðstaddir og árita bœkur sínar
fyrir þá er þess óska.
MÁL OG MENNING
Félagsmenn i Hafnarfirði
vitji bókanna í Verzlun Þorvaldar Bjarnasonar.
Bakpokfim fl|úgandi i
Franski hugvitsmaðurinn Georges Sáblier þarf ekki
annað en gera eina handhreyfingu og þá er hann
kominn á loft. Hann hefur sjálfur smíðað þennan
helikopter, sem vegur ekki nema tœp 30 kíló. Vélin
getur borið hann í 10 klukkutíma samfleytt með 50
kílómetra hraða á klukkustund og farið upp í 2500
metra hœð.
Borgarstjóri í Vest-
ur-Berlín settur af
Hafði misbeitt valdi sínu í þágu nazista
Borgarstjórn Vestur-Berlínar samþykkti í gær van-
traust á einn af borgarstjórum borgarinnar, dr. Conrad,
og setti hann úr embætti.
Dr. Conrad hefur haft stjórn
heilbrigðismála borgarhlutans á
hendi. Hafa stjórnarstörf hans
verið gagnrýnd mjög, og hefur
hann þótt beita valdi sinu í þágu
gamalla nazista.
Upp úr sauð fyrir nokkrum
vikum, þegar komst upp um,
að hann hafði neitað lyfsala af
gyðingaættum um leyfi til að
starfrækja lyfsölu í húsakynnum,
sem hann hafði haft til afnota
í því skyni, áður en gyðingaof-
sóknir nazista bitnuðu á honum.
Lyfsalinn missti alla sína nán-
ustu í fangabúðum nazista. í
staðinn hafði dr. Conrad látið
gamlan nazista fá leyfið.
Sósíaldemokratar í borgar-
stjórninni hafa lengi krafizt þess,
að dr. Conrad færi frá, en flokks-
Danðadóinar
i Iran
Áfrýjunarherréttur í íran stað-
festi í gær dauðadóminn yfir
Hussein Fatemi, fyrrv. utanríkis-
ráðherra írans.
Annar herréttur staðfesti dóma
yfir 12 foringjum í íranska hern-
um, sem dæmdir höfðu verið
til dauða fyrir „njósnir í þágu
Sovétríkjanna“. Þeir voru annar
hópur liðsforingja, sem leiddir
hafa verið fyrir rétt fyrir sömu
sakir, en alls hafa um 600 for-
ingjar í hernum verið handteknir.
Dauðadómunum verður fullnægt
í dag.
menn hans, fulltrúar Frjálsa lýð-
ræðisflokksins, og fulltrúar ann-
arra hægri flokka hafa hingað til
haldið hlífiskildi yfir honum.
Eftir þetta síðasta hneyksll
treystu þeir sér ekki til þess
lengur og var vantrauststillaga
sósíaldemokrata samþykkt me5
75 atkvæðum gegn 35. Fulltrúar
Frjálsa lýðræðisflokksins sátu
hjá við atkvæðagreiðsluna.
Adenauerhrað-
ar sér heim
Konrad Adenauer hefur ákveð-
ið að stytta dvöl sína í Banda-
ríkjunum. Hann fer heim þegar á
inorgun, en ætlunin hafði verið
að hann dveldist fyrir vestan fram
á fimmtudag í næstu viku. Eng-
inn vafi er talinn á því, að hanra
vilji hraða sér heim til að hindra
þá upplausn sem tekin er að gera
vart við sig í flokki hans út af
Saarsamningunum, en 10 af
þingmönnum flokksins hafa iýst
yfir að þeir muni ekki greiða
atkvæði með fullgildingu þeirra.
Adenauer flutti raéðu í Wash-
ington í gær og komst m. a.
svo að orði, að nauðsyn bæri til,
að Vesturveldin gerðu öryggis-
sáttmála við Sovétríkin og önnur
ríki Austur-Evrópu. Þó mætti
ekki gera slíkan máttmála, fyrr
en gengið hefði verið að fullu
frá samningunum um hervæð-
ingu Vestur-Þýzkalands.