Þjóðviljinn - 04.11.1954, Blaðsíða 6
(jp) — ÞJÖÐVILJINN — Fimmtudagur 4, nóvember 1954 —------
þJÓÐVIUINN
Otgefandi: Sameiningarflokkur aúréðu — Sósíalistaflokkurinn.
Ritstjórar: Magnús Kjartansson. öigurður Guðmundsson (áb.)
Fréttastjóri: Jón Bjarnason.
Blaðamenn: Ásmundur öigurjónsson. Biarni Benediktsson, Guð-
mundur Vigfússon, Ivar H. jonsson. Magnús Torfi Ólafsson.
Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraiússon.
Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg
19. — Sími 7500 (3 línur).
Askriftarverð kr. 20 á mánuði í Reykjavík og nágrennl; kr. 17
annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið.
| Prentsmiðja Þjóðviijans h.f.____________________ ^
Aðalatriðin áttu að liggja í þagnar-
I gifdi sem áður
S.l. þriðjudag birti utanríkisráðherra Alþingi loks „skýrslu
um varnarmálin". í því sambandi upplýsti hann ýms atriði,
sem liingað til hafa verið látin liggja í þagnargildi og sýnilega
áttu einnig að gera það enn, en þingmönnum tókst þó að toga
út úr. ráðherranum í umræðum þeim er fram fóru um skýrsl-
una. Hafi einhver hingað til efast um lítilþægni íslenzku ríkis-
stjórnarinnar við herstjórn Bandaríkjanna hér þá þarf hann
þess ekki lengur.
1 skýrslunni gat ráðherra þess að mörgum hefði þótt samn-
ingarnir dragast á langinn, en hann og þeir sem með honum
voru hafi heldur kosið seinaganginn, en slá af sínum lágmarks-
kröfum.
En hvernig þær lágmarkskröfur hafa verið má nokkuð sjá
á eftirfarandi svörum sem ráðherra gaf í umræðum síðar við
spurningum þingmanna. Þau voru m.a. þessi:
'1. Að lenging hinna miklu flugbrauta Keflavíkurflugallar
yrðu aðalverkefnið næsta ár.
1 2. Að íslendingum verði ekki falin gæzla radarstöðvanna, sem
verið er að byggja þar sem störf þau kref jast langs og mik-
< ils tækni- og hernaðarnáms til þess að vera vel af hendi leyst
3. Að ekki verði birtar þær reglur sem samið var um um ferð-
ir hermanna um landið, þar sem þær séu hernaðarleyndar-
mál.
Nú er það viðurkennt af öllum helztu forustumönnum stór-
'velda heimsins, að aldrei hafi horfur verið jafnfriðvænlegar sem
nú.
Þá er það einnig vitað að Keflavíkurflugvöllur er með allra
Stærstu og mestu hemaðarflugvöllum veraldar. Samt á nú
stækkun hans að verða aðalverkefni herstjórnarinnar hér næsta
ár a.m.k. Af því er ómögulegt að draga aðra ályktun en þá, sem
Sósíalistaflokkurinn hefur sífellt bent á, að herstöðvarnar hér
eru ætlaðar til árása á meginland Evrópu, þegar Bandaríkjunum
þykir henta. Og þá jafnframt það, að allt fjas um það að her-
liðið sé hér í varnarskyni eru blekkingar einar.
Þá er ekki síður athyglisverð hin játningin að til þess að
stjórna radarstöðvunum þurfi svo mikið og langt tækni- og
Þernaðarnám að ekki sé hægt að fela íslendingum það starf.
Fram að þessum tíma hefur því verið haldið fram við öll
liugsanleg tækifæri af íslenzku hernámsflokkunum, að hér væri
aðeins um að ræða sérstakar vísindalegar athuganir sem ís-
lendingum yrðu faldar á hendur, og alltaf neitað að hér væri
um neins konar herstöðvar að ræða. Nú skeður það allt í einu
að utanríkisráðherra neyðist til að viðurkenna það frammi fyr-
ir þingheimi öllum að Islendingum verði aldrei trúað fyrir
gæzlu þeirra vegna þess að til þess þurfi langt og mikið hern-
aðarnám.
Er hægt að fá betri sannanir fyrir því sem andstæðingar her-
námsins hafa haldið fram, að hér sé um raunverulegar her-
etöðvar að ræða, sem eigi að verða liður í því sama árásar-
kerfi sem Keflavíkurflugvöllur er uppistaðan í. En jafnframt
sýnir þetta hve firnalangt stjórnarvöld okkar hafa gengið und-
an farin ár í því að blekkja þjóðina í þágu hins bandaríska her-
námsliðs. Því það er fyrst í umræðum um skýrslu, er ráðherr-
anria gefur Alþingi um gang þessara mála að þingmenn flækja
hann svo að hann verður að játa þessi atriði.
Tilgangurinn var að þegja yfir þeim sem fyrr.
Þá er ekki annað en brosleg sú ástæða, að ekki megi birta
reglur þær, sem hernámsliðinu eru settar um ferðir utan samn-
ingssvæðanna. Slíkar reglur eru sem sé hernaðarleyndarmál.
Er máske talin hætta á, að Rússar kynnu að nota tækifæri
til áð gera árás á Keflavíkurflugvöll, ef opinbert væri að á ein-
hverjum tíma væru fleiri hermenn á brott þaðan samkvæmt
leyfi en venjulega? Ef svo er væri heppilegast að leyfa engar
ferðir herliðsins út úr herstöðvunum, og birta þá ákvörðun op-
inberlega. Slíkt yrði áreiðanlega bezt þegið af íslendingum.
En meðan þær eru ekki birtar trúir hver einasti Islendingur
J)ví að þær séu engar til, því sögu um slíkt sem hernaðarleynd-
armál gerir hver einasti maður grín að, nema e.t.v. utanríkis-
jráðherra.
Glundroðl í Bandarxkjunum af-
leiðing kosningaúrslitanna
Ósigur republikana mikill álifshnekkir
fyrir Eisenhower forsefa
egar þetta er ritað, eru úr-
slit kosninganna í Banda-
ríkjunum ekki að fullu kunn, en
höfuðdrættir þeirra eru þó
orðnir svo greinilegir að hægt
er að draga ýmsar ályktanir
um afleiðingarnar af áfellis-
dómi kjósenda yfir tveggja
ára stjórn republikana undir
forustu Eisenhowers. Engum
blöðum er um það að fletta að
um áfellisdóm yfir stjórn og
þingmeirihluta republikana er
að ræða. í fulltrúadeildinni
hafa demokratar, stjórnarand-
stöðuflokkurinn, fengið um 30
sæta meirihluta, en kosning-
in til þeirrar deildar gefur
rétta mynd af þjóðarviljanum.
Fulltrúadeildarmenn eru
kjörnir í jafnstórum kjördæm-
um um allt landið. Um öld-
ungadeildina gegnir öðru
máli. Þar er ekki kosið nema
um þriðjung sæta í einu og
að auki þau sem losna við
fráfall þingmanna. Öldunga-
deildarmenn eru jafnmargir
úr öllum fylkjunum, tveir úr
hverju hvort sem fylkisbúar
eru á annan tug milljóna eða
einungis nokkur hundruð þús-
unda. Flokkaskipting í öld-
ungadeildinni er því meira til-
viljunum háð en í fulltrúa-
deildinni.
JT’isenhower forseti er sá aðili
sem verst fer út úr kosn-
ingunum. í fyrstu ætlaði
hann að leiða kosningaátökin
sem mest hjá sér, en þegar
stjórnendur kosningabaráttu
Strom Thurmond.
republikana urðu þess varir að
þeir áttu í vök að verjast fyrir
sókn demokrata, hétu þeir á
forsetann að skakka leikinn.
Persónufylgi Eisenhowers, sem
færði honum sigur í forseta-
kosningunum í hitteðfyrra, er
enn mikið, enda hefur hann
gætt þess vandlega að taka
ekki opinberlega skýra og ó-
tvíræða afstöðu í nokkru máli,
sem skoðanir eru verulega
skiptar um í Bandaríkjunum.
Forsetinn lét til leiðast að
varpa sér út í kosningabarátt-
una til bjargar flokki sínum.
Hann fór um mörg fylki og
flutti ræður til stuðnings fram-
bjóðendum republikana og gekk
jafnvel svo lárigt að leyfa að
ráðuneytisfundi væri sjónvarp-
að viku fyrir kjördag, ef það
mætti verða flokknum að gagni.
Fréttaritarar evrópskra blaða
í Bandaríkjunum hæðast óspart
að þessum sjónvarpsfundi, þar
sem ráðherrarnir sátu með vand
ræðaleg spariandlit frammi fyr-
ir sjónvarpsmyndavélunum og
þuldu utanaðlærðar romsur
hver um annars afrek.
•• ....... ...11 " ---
E r 1 e u d
tíðindi
ir . ' . ~ . ■ , -
17" jósendur hafa látið sér fátt
um þessa skrautsýningu
finnast. Öllum sem fylgzt hafa
með kosningabaráttunni ber
saman um að stefna ríkis-
stjórnarinnar í innanlandsmál-
um hafi ráðið mestu um afstöðu
kjósenda. Milljónararnir, sem
skipa ráðuneyti Eisenhowers,
hafa dyggilega gætt hagsmuna
auðfélaga og stórgróðamanna,
en látið sér hægt um ráðstafan-
ir til að leysa vanda bænda og
verkafólks. Afurðaverð til
bandarískra bænda hefur farið
sílækkandi undanfarin ár en
vísitala framfærslukostnaðar
hefur engu að síður hækkað.
Milliliðirnií^hafa sem sagt feng-
ið að plokka bæði framleiðend-
ur og neytendur. Atvinnuleysi
hefur tvöfaldazt frá því repu-
blikanar komu til valda. Við
þetta bætist að framlög ríkis-
sjóðs til verklegra framkvæmda
hafa verið skorin niður til þess
að gera mögulega skattalækkun,
sem færði auðfélögum stórauk-
inn gróða en létti nær ekkert
skattabyrðina á launafólki.
Sparnaðurinn á ríkisfé hefur
einkum komið fram í því að
stórlega hefur verið dregið úr
rafvirkjunum á vegum hins
opinbera, vörnum við upp-
blæstri og flóðum og áveitu-
framkvæmdum. Þetta eru fram-
kvæmdir sem gefa ekki áreif-
anlegan arð í svipinn, en víða
um Bandaríkin er fólki ljóst
að á þeim veltur hvort byggð-
arlög þess eyðast með tíman-
um fyrir skammsýna rányrkju
eða verða byggileg til frambúð-
ar.
T ítill vandi var fyrir demo-
krata að finna í þessu og
fleiru árásarefni á stjórn
republikana. Svar helztu áróð-
ursmanna ríkisstjórnarinnar
með Nixon varaforseta í broddi
fylkingar var að ráðast á demo-
krata fyrir að þeir hefðu ekki
verið nógu skeleggir í skoðana-
ofsóknum gegn kommúnistum
og öðrum róttækum mönnum
á stjórnarárum sínum og núa
þeim um nasir fjárdrætti og
mútuþægni, sem sannazt hef-
ur á ýmsa embaettismenn
stjórnar Trumans. Kosningaúr-
slitin sýna að dregið hefur úr
áhrifamætti kommúnistagrýl-
unnar í Bandaríkjunum en hún
er þó hvergi nærri aldauða. Nú
þegar Eisenhower hefur leitt
republikana fram til ósigurs,.
má búast við að McCarthy og
hans nótar færist í aukana og
haldi því fram að nær' hefði
verið að fara að þeirra ráðum
og gera „baráttuna gegn komm-
únismanum“ að aðalmáli kosn-
inganna.
Glundroði í stjórnarfart
Bandaríkjanna hlýtur að>
sigla í kjölfar þessara kosn-
ingaúrslita. Demókratarnir, sem.
fengið hafa meirihiuta í full—
trúadejldinni, væru englar ent
ekki menn ef þeir gætu stillt.
sig urn að nota aðstöðu sína tií
að bregða að minnsta kosti ein-
stöku sinnum fæti fyrir forset—
ann, sem þeir mega búast við^
að þurfa að berjast gegn í
næstu forsetakosningum. Ekki
bætir það úr skák, ef republik-
anar halda naumum meirihluta
í öldungadeildinni. Þá verður
Dwight Eisenhower.
hráskinnsleikurinn milli deild-
anna jafnvel enn tillitslausari.
en verða myndi ef andstöðu-
flokkur forsetans réði báðum
þingdeildum. Það ér enn í
minnum haft i Bandaríkjunum,,
hversu það torveldaði öll við-
brögð við kreppunni miklu
fyrstu tvö árin sem hún þjak-
aði þjóðina, að demókratar
höfðu meirihluta í fulltrúadeild-
inni eftir kosningarnar 1930.
Hoover forseti var republikani
og sá flokkur réði öldungadeild-
inni.
Ahugnanlegasta fyrirbærið í
" þessum nýafstöðnu kosn-
ingum í Bandaríkjunum er að
þær hafa sýnt greinilegar en
nokkru sinni áður hin síðari
ár, hve kynþáttafordómarnir og
kynþáttakúgunin stendur djúp-
um rótum í suðurfylkjunum. í
fyrsta skipti í sögu Bandaríkj-
anna hefur frambjóðandi náð
kosningu til öldungadeildarinn-
ar án þess að nafn hans væri
prentað á kjörseðilinn. Er það
uppreisnarsinnaður demókrati,
Strom Thurmond, fyrrverandi
fylkisstjóri í South Carolina.
Stuðningsmenn hans urðu að
rita nafn hans fullum stöfum á
atkvæðaseðlana en engu að síð-
ur náði hann kosningu með
miklum meirihiuta yfir hinn
opinbera frambjóðanda demó-
krata, Edgar Brown. Sigur
Thurmonds stafar af því að
Brown er ekki talinn nógu
Framh. á 8. síðu..