Þjóðviljinn - 04.11.1954, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 4. nóvember 1954 — ÞJÖÐVILJINN — (51
Þefar laxfim
sig áfram?
Tveir bandarískir iiskifræðing-
ar hafa gert athugun á því, að
hve miklu leyti það er lyktar-
skynjun laxanna að þakka, að
þeir rata aftur heim í þær ár,
sem þeir eru runnir upp. At-
huganirnar fóru fram í fljótinu
Issaquah og einni þverá þess,
skammt frá Seattle,, á xestur
ströndinni. Laxarnir voru merkt
ir, þegar þeir voru á ieið til
hafs, þannig að sjá mátti hvort
þeir voru úr Issaquah eða þver-
ánni. Þegar þeir komu aftur
voru þeir veiddir í gildru áður
en þeir voru komnir að þveránni
og lyktarfæri þeirra gerð óvirk.
Það kom í Ijós, að þeir laxar,
sem þannig var farið með, áttu
erfiðara með að rata en hinir.
Bardcifiar héð-
• B
ir i
Fregnir frá Alsír herma að
franskt herlið eigi í stöðugum
skærum við vopnaðar sveitir
landsmanna í óbyggðum nærri
landamærum Túnis. Segja kunn-
ugir, að búast megi við að Frökk-
um reynist torsótt að sigra sveit-
ir þessar þrátt fyrir liðsmun og
yfirburði í vopnabúnaði.
Eni verkfall
í London
Enn lögðu 5000 hafnarverka-
menn í London niður vinnu í
gær, til að mótmæla því að 57
starfsbræðrum þeirra, sem geng-
izt höfðu fyrir að verkamenn
neituðu að vinna með ófélags-
bundnum vörubílstjórum, var
synjað um vinnu. Ákveðið var á
fundi í gær að vinna skyldi haf-
in á morgun eftir að loforð um
engar refsiaðgerðir vegna verk-
fallanna höfðu verið ítrekuð.
Fyrsla stjórnarskrá Kína þjáffkjörið
ping Kína, sem kosið var í almennum kosning-
um s.l. sumar, hefur komið saman og samþykkt
fyrstu lýðræðisstjórnarskrá þessa víðlenda ríkis.
Áður hafði stjórnarskráruppkastið verið til um-
rœðu á almannafundum um allt land í heilt ár
og voru gerðar ýmsar breytingar á uppkastinu
eftir tillögum, sem fram komu í þessum viðrœð-
um. Myndin er tekin, þegar Líú Sjaósji, framsögu-
maður stjórnarskrárnefndar, íagði stjórnar-
skrána fyrir þingið.
Skortur á kvenfólki
á Nýjci Sjálcmdi
Taimn imdirrót siðferðisspillingar
Mikill skortur er á ungu kvenfólki á Nýja Sjálandi og
er þaö talin ein orsök þeirrar siöspillingar, sem gert hef-
ur vart við sig meðal æskufólks þar í landi.
Stjórn Nýja Sjálands sá sig
tilneydda fyrir nokkrum vikum
að setja á laggirnpr nefnd til
að rannsaka orsakir þessarar
spillingar, sem hefur verið meira
rædd en nokkurt annað mál þar
í landi að undanförnu. Nefndin
hefur m. a. komizt að þeirri nið-
urstöðu, að fjölga þurfi stórum
ungu kvenfólki í landinu, ef von-
ir eigi að vera til að hægt verði
að fyrirbyggja orsakir þessar-
ar spillingar í framtíðinni.
Formaður nefndarinnar, O.
Mazengarb, sagði í ræðu nýlega,
að flytja þyrfti inn 30.000—
40.000 ungar stúlkur innan þrí-
tugsaldurs til landsins til að
skapa jafnvægi milli kynjanna,
og hann hélt því fram að laus-
læti ungra stúlkna í landinu staf-
aði af því, að þær voru svo
miklu færri heldur en karlar á
sama reki. Mazengarb sagði, að
stjórn landsins ætti að skora á
stúlkur í Bretlandi og öðrum
löndum Norðvestur-Evrópu að
koma til Nýja Sjálands.
Framhald af 1. síðu.
héldu öidungadeildarsætum sín-
um þrátt fyrir harða hríð repu-
blikana, sem sökuðu þá um að
aðhyllast óamerískar skoðanir
og jafnvel sósíalisma.
Meðmæli Eisenhowers
lítils \irði
Það vakti sérstaka athygli,
að tveir fulltrúadeildarmenn
republikana, sem Eisenhower
forseti hafði sérstaklega skor-
að á kjósendur að senda aftur
á þing, féllu báðir. Annar var
í framboði í kjördæmi því í
Pennsylvania, þar sem Eisen-
hower á búgarð og telur sig
heimilisfastan.
James Roosevelt, elsti sonur
forsetans sáluga, var kosinn í
fulltrúadeildarkjördæmi í Kali-
forníu. Miðstjórn demókrata-
flokksins neitaði að styðja fram
boð hans, vegna þess að hann
Ienti nýlega í hjónaskilnaðar-
máli, þar sem eiginkonan lagði
fram undirritaða yfirlýsingu
frá honum um að hann hefði
haldið framhjá henni með tólf
nafngreindum konum.
93 sjálfkjörnir
Af 530 þingmönnum á Banda-
ríkjaþingi þurftu 93 ekki að
heyja neina kosningabaráttu,
Islenzkir tónar
GLÆSILEGASTA
miðfiætnr-
skemmturi
ÍKSINS
verður endurtekin í Áusturbæjarbíói í kvöld klukkan 11.15
15 þekktustu skemmtikraftar
okkar koma þar fram..
Kynnt 30 dægurlög — Ballett
— Skopþættir — Gamanvísur
Síðasta smn
/ íisss wsw
Drangey,
Aðgöngumiðar seldir í i/ramft3V4 Laugaveg 58
og í Austurbœjarbíói eftir kl. 6, ef eitthvað verður óselt.
vegna þess að þeir voru einir í
framboði í kjördæmum sínum.
Voru þetta 78 fulltrúadeildar-
menn og fjórir öldungadeildar-
menn demókrata í suðurfylkj-
unum og 11 fulltrúadeildar-
menn republikana í Nýja Eng-
landi og miðvesturfylkjunum.
Eisenhower forseti sagði
blaðamönnum í gær, að hana
liti ekki á kosningaúrslitin sem
vantraustsyfirlýsingu á stjóra
sína. Hann myndi fylgja sömu
stefnu hér eftir og hingað til.
Hann vildi nú gera sem minnst
úr þeim ummælum sínum í
kosningabaráttunni, að af sigri
demókrata í þingkosningunum
myndi leiða kalt stríð milli
þings og ríkisstjómar næsta
kjörtímabil.
Kína samþyklár
bóiáriu Breia
Kínastjórn hefur skýrt brezku
stjórninni frá að hún muni
greiða að fullu kröfu Breta um
360.000 punda skaðabætur fyrir
missi flugvélar og manntjón,-
þegar kínverskar orustuflugvélar
skutu brezka farþegavél niður
af misgripum við strönd Suður-
Kína í sumar. Brezka stjórnin
hefur falið sendifulltrúa sínum
í Peking að skýra kínversku
stjórninni frá þakklæti þeirrar
brezku fyrir hve vel Kínverjum
hefur farizt í þessu máli.
Vill naða
v©si Neuraíli
Púskin, stjórnarfulltrúi Sovét-
ríkjanna í Þýzkalandi, hefur lagfi
til við stjórnafulltrúa Vestur-
veldanna að von Neurath, fyrr-
verandi forsætisráðherra í þýzkia
nazistastjórninni, verði sleppt úr
fangelsi vegna heilsubrests. vons
Neurath er 81 árs gamall og hef-
ur afplánað níu af 15 ára stríðs-
glæpadómi, sem hann hlaut vi<5
réttarhöld Bandamanna í Núrn-
berg.
Kosningasvindl
Framhald af 1. síðu
inn hefur lýst yfir að hann muni
standa með demókrötum, svo að
þeir ná meirihluta í deildinni ef
þeir vinna í New Jersey. Ef það
sæti fellur hinsvegar republik-
önum í skaut standa 48 deildar-
menn gegn 48 og forseti deildar-
innar, Nixon varaforseti Banda-.
ríkjanna, fær að greiða úrslita-
atkvæði sitt republikönum í viL