Þjóðviljinn - 06.11.1954, Qupperneq 2
2) — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 6. nóvember 1954
,,Og héldu það væri
velgjörð, sem þó var
hin mesta nauð‘‘
íslendingar hafa því goldið hinn
dýrasta skatt, sem lagður verður
á eitt land. Þeir voru hjá Dan-
mörku eins og leiguliðar hjá
stórbúum, eins og þau gerðust á
fyrri öldum. Þó kotungurinn
ynni baki brotnu, sá hann aldrei
ávöxt verka sinna, og öll hag-
sæld rann að liöfuðbólinu, sem
átti allt saman, kú og karl, sem
í kotinu bjó.
Höfuðbóndinn tók þá björg, sefn
hann átti, ef það var meira en
til eins máls, tók af honum
snemmbæra kú á veturnóttum,
en gaf honum gelda í staðinn,
en ól hann svo aftur á góunni,
hann og hans hyski, þegar mat-
arlaust var orðið í koti karls og
allt ætlaði út af að deyja. Áleit
svo kotungurinn hinn sem líf-
gjafa sinn og liöfuðbólið sem
matmóður sína, sem hann liefði
alla björg af og gæti ekki án
þess lifað, en bar ekki skyn á
að meta vinnu sína og aflabrögð
og að hann vann allt fyrir aðra,
en ekkert fyrir sjálfan sig, svo
það var ekki meir en svo, þó
honum væri gefinn matur á út-
mánuðum, svo hann gæti slórt
af til næsta sumars til að vinna
húsbónda sínum.
... Hugsun íslendinga var ekki
ólík þessu ... Héldu menn nú, ef
verzlunin væri laus Iátin, þá
vildi enginn vinna til að sigla
landið upp, mundu menn því ekki
vinna annað en að styggja burtu
þessa dönsku, sem nú kæmu á
hverju vori af gamalli rækt og
vana, en í engu ábataskyni...
Menn sáu ofsjónum yfir hverj-
um pening, sem þeir guldu á
þingum, en í kaupstaðinn galt,
hvert mannsbarn tífaldan skatt
af liverjum munnbita, sem hann
át, og af allri Iífsbjörg sinni. En
þann skatt sáu menn ekki og
héldu það væri velgjörð sem þó
var hin mesta nauð, sem nokkru
sinni gekk yfir landið ...
(Guðbrandur Vigfússon, Ný fé-
lagsrit XX. 1861).
Kvöld- og næturlaeknir
er í læknavarðstofunni í Austur-
bæjarskólanum frá klukkan 14-8 í
fyrramálið — Sími 5030.
Næturvörður
er í Lyfjabúðinni Iðunn t— Sími
7911.
LYFJABOÐIR
IÞÓTEk: AUST- ECvöldvarzla til
URBÆJAR kl. 8 alla daga
■ • nema ialigar-
HOLTSAPÓTEK daga til kl. 6.
□ 1 dag er laugardagurinn 6. nóv.
— Leonliarður — 310. dagur árs-
ins — Tungl í hásuðri kl. 20:49
— Árdegisháflæði kl. 1:18 — Síð-
degisháflæði klukkan 13:48.
Laugarneskirkja.
Messa kl. 2 síðdegis. Barnaguðs-
þjónusta kl. 10:15 árdegis. Séra
Garðar Svavarsson.
Dómkirkjan,
Fermingarguðsþjónusta Háteigs-
sóknar kl. 11 árdegis. Séra Jón
Þorvarðsson — Síðdégismessa kl.
5 (Allrasáínamessa). Séfa’ Jón
Auðuns.
Nesprestakall.
Messa í Mýrarhúsaskóla kl. 2:30
síðdegis. Séra Jón Thorarensen.
Bústaðaprestakall.
Messa i Fossvogskirkju kl. 2. Séra
Gunnar Árnason.
Óháði fríkirkjusöfnuðurinii
Messa í Aðventkirkjunni kl. 2 e.h.
sr. Emil Björnsson.
Iláteigsprestakall
Fermingarmessa í Dómkirkjunni
kl. 11 fm. Sr. Jón Þprvarðsson.
Fríklrkjan
Messað kl. 2. Sr. Þorsteinn Björns-
son.
Langholtsp restak all
Barnasamkomá að Há'ogalandi kl.
10:30 fh. Kvikmynd. — Messa í
Laugarneskirkju kl. 5 eh. (Allra
heilagramessa). Ingvar Jónasson
fiðluleikari leikur við guðsþjónust-
una. Söfnun við barnastarfið að
Hálogalandi eftir messu. Séra Ár-
elius Níelsson.
Lúðrasveit verkalýðs-
ins. Æfing á morgun
kl. 10 f.h.
Kvenfélag Óliáða
fríkirkjusafnaðarins
heldur fund í Edduhúsinu í kvöld
kl. 8:30. Fjölmennið.
Minnlngarspjöld
Krabbameinsfélags Islands fást í
öllum lyfjabúðum í Reykjavík og
Hafnarfirði, Blóðbankanum við
Barónsstíg og Remediu. Ennfrem-
ur í öllum póstafgreiðslum á land-
inu.
Frá Breiðfirðingafélaginu
Þriðju umferð keppninnar er
lokið og er staðan nú þannig. 12
efstu pörin:
1. ívar — Gissur 26-3.5 stig
2. Baldvin—Lilja 261 —
3. Olgeir — Benni - 257.5 —
4. Dagbjört — Kristj. 254 —
5. Guðrún — Óskar 253.5 —
6. Ragnar — Magnús 251.5 —
7. Þorberg — Bjarni 249.5 —
8. Þórarinn — Þorst. 248 —
9. Ingi — Einar 247.5 —
10. Magnús — Þórarinn 247 —
11. Hafliði — Kristín 234.5 —
12. Kristjana — Jón 234.5 —:
Islenzkur Iðnaður,
blað Fll, október-
blaðið flytur fréttir
af fundi iðnrek-
enda 16. október,
Frumvarp um Iðn-
aðarmálastofnunina sem laganefnd
hennar hefur samið og ennfrem-
ur frumvarp um breytingar á lög-
um um iðju og iðnað, sem stjórn
Fll hefur beðið iðnaðarmálaráð-
Bræðrafélag Óháða
f ríkirkjusafnaðarins
heldur félagsvist -og dans í- Aðal-
stræti 12 sunnudaginn 7. nóv. kl.
8:30 síðdegis. Hafið vinsam’egast
spil með. Safnaðarfólk velkomið.
1 dag verða gefin
saman í hjónaband
af séra Jóni Þor-
varðssyni ungfrú
Alda Þ. Jónsdótt-
ir Njátegötu 4 A
og Magnús Eyjólfsson Dyrhólum
Mýrdal.
Söfnin eru opin
Bæjarbókasafnið
Útlán virka daga k!. 2-10 siðdegis.-
Laugardaga kl. 2-7. Sunnudaga kl.
5-7. Lesstofan er opin vii’ka daga
kl. 10-12 fh. og 1-10 eh. Laugar-
daga kl. 10-12 og 1-7. Sunnudaga
kl. 2-7.
Landsbókasafnið
kl. 10-12, 13-19 og 20-22 alla virka
daga nema laugardaga k'l 10-12
og 13-19.
Náttúrugripasafnið
kl. 13:30-15 á sunnudögum, 14-15 á
þriðjudögum og fimmtudögum.
Þjóðminjasafnið
kl. 13-16 á sunnudögum, kl. 13-15
á þriðjudögum, fimmtudögum og
laugardögum.
Þjóðskjalasaínið
á virkum dögum kl. 10-12 og
14-19.
Listasafn ríkisins
er lokað um óákveðinn tíma.
Llstasafn Einars Jónssonar
á sunnudögum kl. 13:30-15:30.
Fi'á sumarferðum ÆFR
Vegna fyrirhugaðs myndakvölds
eru allir þeir sem tóku myndir í
ferðalögum ÆFR í sumar vinsam-
lega beðnir að lána myndir sínar.
Hafið samband við skrifstofu
ÆFR. á Þórsgötu 1 i d£vÉ.
Millilaudaflug
Gullfaxi fer til
Kaupmannahafnar
kl. 8:30 í fyrra-
- málið.
Hekla er væntanleg til Rvikur kl.
7 i fyrramálið frá New York; fer
til Óslóar, Gautaborgar og Ham-
borgar kl. 8:30.
Edda er væntanleg til Rvíkur kl.
19:00 á morgun frá Hamborg,
Gautaborg og Ösló; fer til New
York kl. 21:00.
Innanlandsflug: 1 dag er áætlað
að fljúga til Akureyrar, Fagur-
hólsmýrar, Hó’.mavíkur, Hoi-Trá-
f jarðar, Isafjarðar, Klrkjubæjar-
klausturs og Véstmannaeyja. — Á
morgun eru ráðgerðar flugferðir
til Akureyrar Blönduóss, Egils-
staða, ísafjarðar, Patreksfjarðar,
Sauðárkróks og Vestmannaeyja.
Bókmenntagetraun
Vísuna sem við birtum í gær orti
Bólu-Hjálmar um lífskjör sín. —
Hvaðan skyldi þetta vera?
Mildur svarar af mæði,
mjúkur í veldishöllu:
Að vísu veiti ég þér.
Þið skuluð þiggja bæði
það þið viljið með öllu,
svo fagrlega fylgduð mér.
Verði vilji þinn, völdug hjartans
móðir,
vegsamlegur, og svo þinn,
Jóhannes bróðir,
Jieyri ég, að þið viljið hjálpist
allar þjóðir,
hvort það er heldur vondir menn
eða góðir.
Frá orðuritára .
Forseti Islands hefur nýlega, að
tillögu orðunefndar, sæmt þessa
menn heiðursmerki.fálkaorðunnar:
Bjarna Jónsson, forstj. frá Galta-
felli, stórriddarakrossi. Steingrím
Jónsson, rafmagnsstjóra, Reykja-
vik, stórriddarakrossi. Elísas.Þor-
steinsson, forstjóra, formann Sölu-
miðstöðvar hraðfrystihúsanna,
riddarakrossi. Ingvar Kjaran,
skipstjóra, Reykjavík, riddara-
krossi. Þórð Jónsson þjóðhaga. frá
Mófeilsstöðum í Skorradal, ridd-
arakrossi.
Óskalög sjúklinga
(Ingibj. Þorbergs).
13:45 Heimilisþátt-
ur (Frú Elsa Guð-
jónsson). 18:00 Út-
varpssaga barn-
anna: Fossinn eftir Þórunni Elfu
Magnúsdóttur; (Höf. les). 18:30
Tómstundaþáttur barna og ungl-
inga (Jón Pálsson). 18:50 Úr ó-
peru- og hljómleikasal. 20:30 Sam-
felld dagskrá um þjóðsögur. Einar
Ól. Sveinsson og Bjarni Vilhjálms-
son ta.ka saman efnið og búa til
útvarps. Útvarpshljómsveitin leik-
ur einnig íslenzk þjóðlög í út-
setningu Karls O. Runólfssonar.
22:10 Danslög pl. 24:00 Dagskrár-
lok.
i ." ..
Krossgáta nr. 507.
t V
Lárétt: 1 eldsvoði 4 núna 5 lík 7
sting 9 dvöí 10 hrópa 11 ónotaðs
13 númer 15 umdæmismerki 16
ökumaður.
Lóðrétt: 1 býli 2 sár 3 ákv. grein-
ir 4 veiðarfærin 6 bardaga 7 eld-
stæði 8 dolla 12 hrindi 14 ein-
kennismerki 15 fæði.
Lausn á nr. 506.
Lárétt: 1 magnari 7 of 8 Unan 9
lim 11 nnn 12 ók 14 na 15 Aram
17 eu 18 uúv 20 krossar.
Lóðrétt: 1 moli 2 afi 3 nú 4 ann
5 rann 6 innar 10 mór 13 kaus 15
aur 16 mús 17 ek 19 VA.
Eimskip
Brúarfoss fór frá Vestmannaeyj-
um í gær ti.l New Castle, Grims-
by, Boulogne og Hamborgar. Detti
foss -er í Reykjavík. Fjallfoss ,fór
frá Antverpen í gær til Rotter-
dam, Hulí, Leith og Reykjavikur.
Goðafoss er í Leníngrad. Gu,llfoss
er í Reykjavík.. Lagarfoss fer; frá
Vestmannaeyjum í dag til Reykja-
víkur. Reykjafoss fór frá Akur-
eyri í gærmorgun til Siglufjarðar,
Húsavíkur.Skagastrandar og Rvik-
ur. Selfoss fór frá Abei'deen í gær
til Gautaborgai'. Tröl.’afoss fór frá
Belfast 4. þm til Liverpool, Cork,
Rotterdam, Bremen, Hamborgar
og Gdynia. Tungufoss fór frá
New York 30. fm til Reykjavíkur.
Sambandsskip
Hvassafell er á Húsavik. Arnar-
fell fer væntanlega frá Genova í
dag. Jöku'fell er á ’eið frá Ro-
stock til Reykjavíkur. Dísarfell
er í Keflavik. Litlafell er í Faxa-
flóa. Helgafell fór frá Nwe York
2. þm til Reykjavíkur. Sine Boye
er væntanlegt til Hafnarfjarðar í
dag. Kathe Wiards fer væntanlega
frá Póllandi í dag til Siglufjarð-
ar. Tovelil er í Álaborg. Stientje
Mensinga er í Amsterdam.
Ríkisskip
Hekla er á austfjörðum á norður-
leið. Esja fer frá iReykjavík kl. 20
í kvöld vestur um land í hringferð.
Herðubreið fer frá Reykjavík á
mánudaginn austur um Iand til
Ba.kkafjarðar. Skjaldbreið er á
Húnaflóa á suðurleið. Þyrill er á
leið frá Bergen til Reykjavikur.
Skaftfellingur fór frá Reykjavík
í gærkvöld til Vestmannaeyja.
Togararnir
Akurey fór á ísfiskveiðar í fyrra-
dag. Geir fór á ísfiskveiðar í
fyrrakvöld. Fylkir er í Rvíkur-
höfn. Hallveig Fróðadóttir kom
til Rvíkur í gærmorgun af isfisk-
veiðum. Hva'fell kom 3. þm. af
ísfiskveiðum. Ingóifur Arnarson er
væntanlegur á morgun frá Þýzka-
landi. Jón Baldvinsson er á ísfisk-
veiðum. Jón Forseti kom frá
Þýzkalandi í fyrra.kvöld. Jón Þor-
iáksson er á ísfiskveiðum. Karls-
efni fór á ísfiskveiðar í fyrrakv.
Marz er í Rvík. Ólafur Jóhannes-
son er í Rvík. Pétur Halldórsson
fór á veiðar 29. fm. Skúli Magn-
ússon er væntanlegur í dag frá
Þýzka’andi. Þorkell Máni fór á
saltfiskveiðar í fyrradag. Þor-
steinn Ingólfsson fór á ísfiskveið-
ar 1. þessa mánaðar.
llafnarf jarðarbíó
sýnir i kvöld hina vinsælu frönsku
mynd 1 gullsnöm Satans með Ger-
ard Philipe og Michel Simon í að-
alhlutverkunum. Þetta eru síðustu
forvöð til að sjá þessa ágætu
mynd, því að hún verður send
utan eftir helgina.
Eítir skáldsöfu Charles de Costers * Teikningar eítir Helgc Kiihn-Nieisen
En hann var ekki einn á þessum veiðum sínum. Skemmtilegt var að
sjá veiðimennina koma til baka af veiðunum með Lamba í farar-
broddi. Þeir ráku fénaðinn á undan sér og börðu gæsirnar áfram
með prikum. . . . > ,
Dag einn er þeir voru á ferð um úthafið sigldi framhjá stór skipa-
lest frá Lissabon. Þeir fengu skipun urn að kasta akkerum og voru
umkringdir á samri stundu.