Þjóðviljinn - 06.11.1954, Side 4

Þjóðviljinn - 06.11.1954, Side 4
 4) _ ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 6. nóvember 1954 Mmningarsjóður íslenzkrar alþýðu um Sigíús Sigurhjartarsen Bréf til Indriða Waage leikstjóra Tjarnargata 20 Munið að gera skil á greiðslu- loforðum til sjóðsins. Ódýrt! Ódýrt! Haustvörurnar komn- ar, mikið vöruúrval. Gjaíverð Vörumarkaðurinn, Hverfisgötu 74: NIÐURSUÐU VÖRUR Kæri Indriði. Það er ömurlegt að lesa þann fáránlega þvætting sem Morg- unblaðið leggur á borð fyrir okkur sem dóm um leikritið Lokaðar dyr sem þú stjórnar í Þjóðleikhúsinu,,í>að var vissu- lega viðbúið að einhverjir spá- menn myndu rísa upp til að bægja frá sér og okkur svo voðalegum umhugsunarefnum sem leikurinn hlýtur að vekja hverjum sem telst skynvera með nokkrum rétti. Málsvarar apamannakabaretta hljóta að vera ánægðir með niðurstöður þess sem gerður er út sem gagnrýnandi Morgunblaðsins. í þetta sinn er sú afsökun ekki tiltæk að hann hafi ekki kynnt utameeús Si&uumatiraRð ou Minningarkortin eru til sölu í skrifstofu Sósíalistaflokks- ins, Þórsgötu 1; afgreiðslu Þjóðviljans; Bókabúð Kron; Bókabúð Máls og menning- ar, Skólavörðustíg 21; og í B'ó! averzlun Þorvaldar Bjarnasonar í Hafnarfirði. sér það sem hann skrifaði um: ég sá hann sjálfur í leikhús- inu. Ég er alveg gáttaður á þvi fólki sem kemur ósnortið alls frá því að sjá svoná leik. Þetta angistar- og heimsþjáningaróp er svo magnað og svo satt og svo átakanlegt áð ég held að leikhús sé yfirleitt ekki fyrir það fólk sem verður ekki fyrir áhrifum af því. Það ér lið apa- mannsins: það eru þeir sem þora ekki að hugsa út í það hverskonar heimi við lifum í, vilja ekki láta skelfa sig með þeim svimandi djúpum þján- ingarinnar sem birtast í þessum leik, geispa í staðinn og segja æ ég er alveg að sofna eða snúa sér uncjan og segja iss og taka því ákafar til við þau myrkrahöfðingjans instrúment sem hér kveður svo mikið að í leikhúsum og kvikmyndahús- um: sælgætisposana. En svo maður snúi sér aftur að gagnrýnandanum: ósköp er það ömurlegt að vita til þess að útbreiddasta blað landsins skuli helzt nota sem fræðend- ur fólksins um flest menningar- mál kavaléra sem virðast helzt vilja einhverjar hreppabarn- ingssmáþústakitlur mislukkaðar máraguddur og annað kyrlátt og tilþrifalaust smælki en verða reiðir þeim sem vilja hrífa fólk úr viðjum vanans og svifta það tómlætisins svefnró. Má ég þakka þér fyrir. Thor Vilhjálmsson Blaðamaður sem kemur víða við — Nýjar frjósem- iskenningar — „Léttir tónar” á skökkum stað — Þáttarleysi eða svefnleysi. SV. M. HEFUR SENT Bæjarpóst- inum eftirfarandi línur: • „Kæri Bæjarpóstur. Maður nokkur nefnif sig Þ. Th. Hann er víst blaðamaður við Mbl. Þetta er sjálfsagt allra vænsti maður, einhvernveginn hef ég aldrei getað fellt mig við pilt- inn síðan hann ruddist inn í afmælisveizlu til Sigurðar Guðnasonar, naut þar gestrisni og vináttu, en greiddi síðan beinann með „viðtali" að mestu uppsoðnu frá eigin brjósti, allt var svo þetta „produkt“ að sjálf- sögðu saman soðið til að þókn- ast peningapúkum þeim sem eiga Mbl. Þá má og geta þess að maðurinn hefur stundum flutt „þáttinn frá útlöndum“ í útvarpinu. Er mér minnisstæð- astur þáttur hans um svert- ingjavandamálið, en þar reyndi hann að fegra Bandaríkjamenn af svertingjaofsóknum þeirra. Mér hefur sem sagt þótt fyrir- brigðið Þ. Th. heldur leiðinlegt. En engum er alls varnað og ekki heldur téðum blaðamanni. Hann hefur sem sagt sínar björtu hliðar. Maðurinn er „specialist" í frjósemismálum. Ég hef verið haldinn þeim barnaskap að halda að einung- is konur yrðu ófrjóar við visst aldurshámark og yrðu hreint « ekki frjóar úr því. Nú hefur títt nefndur blaðamaður sann- að að þessu er eins farið um karla, nema skilst mér að þeir geti orðið frjóir aftur. Sem dærrii um slíkan karlmann tek- ur Þ. Th. engan smákarl, hvorki meira né minna en nóbelsverðlaunahöfundinn Hem- ingway. Orðrétt segir greinar- höfundur í Morgunblaðinu föstudaginn 29. okt. 1954, 2. siðu: „Hemingway er einn þeirra fáu hamingjusömu, sem öðl- ast viðurkenningu í lifanda lífi. Ekki er hægt að segja að hann sé gamall maður — 56 ára. En nú hafa menn óttast að hann stæði e. t. v. á hættulegum tímamótum, á þeim aldri þeg- ar margir rithöfundar taka að verða ófrjóir.“ Það skal tekið fram, að grein Þ. Th. er ekki „viðtal“ við Hemingway. Sv. M.“ SVO KEMUR hér bréf frá H. B. u,m fstaðsetningu .jLéttra tóna.“ „Bæjarpóstur. Eitt er það í sambandi við vetrardagskrá útvarpsins, sem mér finnst illþolandi.. Það er Framhald á 11. síðu. 100 vinninga - happdrætti Þjóðviljans Bezta happdrætti ársins! Húsgögn Stofuskápur Málverk Plötuspilari Isskápur Þvottavélar Strauvél Hrærivélar Ryksuga Hraðsuðukatlar Straujárn Brauðristar Kvendragt Kápa Nælonsokkar Allt til heimilisins Verðlaunakrossgáta í hverri blokk Þrenn verölaun Dregið 4. desember Drœtti alls ekki frestað Aðeins einn mánuður eftir Afgreiösla á Skólavörðustíg 19 og Þórsgötu 1 Kvöldsloppur Karlmannsföt Karlmannafrakki Kuldaúlpur Reiðhjól Myndavél Tjald Skíði Skíðaskór Svefnpoki Bakpoki Skautar Ritvélar Bækur (samkvæmt vali). Kaupið miða strax í dag! Aðstoðið við dreifingu og sölu! 100-vinninga-happdrættismiða í hvers manns hönd! ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.