Þjóðviljinn - 06.11.1954, Side 6

Þjóðviljinn - 06.11.1954, Side 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 6. nóveraber 1954 ImmmumH Útgefandi: Sameiningarflokkur u.iþyúu — Sósialistaflokkurinn. Ritstjórar: MagnÚ9 ICjariaiioöon, öigu;óur Guömundsson (áb.) Fréttastjóri: Jón Bjarnaoun Blaðamenn: Ásmundur Sigurjór.soon. Bjarni Benediktsson, Guð- mundur Vigfússon, ívar H. Jónosun, Magnús Torfi Ólafsson* Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Rltstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. — Sími 7500 (3 línur). Áskriftarverð kr. 20 á mánuði í Reykjavík og nágrenni; kr. 17 annars staðar á landinu. — Bausasöiuverð 1 kr. eintakið. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. Hvernig á að byggja nýtt hús? í útvarpsumræðum frá Alþingi, þeim er fram fóru s.l. fimmtudagskvöld líkti formaöur Framsóknarflokksins .— Hermann Jónasson — samvinnu stjórnarflokkánna viö fúinn og lekan húshjall, sem auðvitaö gæti ekki stað- iö lengi, en yrði þó aö láta lafa svo lengi sem ekki tækist Eö byggja nýtt og og betra. Hermanni Jónassyni tekst stundum að komast mjög nærri sannleikanum í fáum orðum og svo var einnig hér. Enginn sem virkilega hefur fylgst með stjórnaraö- gerðum síðustu ára efast um aö samlíkingin um hús- hjallinn sé laukrétt. Ekki þarf heldur að efast um, aö hjallurinn muni halda áfram að hrörna því örar, því lengur sem líður, og því lengur sem hruniö dregst, því stærra afhroö muni þjóðin verða að gjalda. Þetta virtist Hermanni Jónassyni nokkurnveginn ljóst, því tæpast mun hægt að halda svíviröilegri ræðu í garð samstarfs- flokks, heldur en hann flutti í þessum umræðum. Hinsvegar sló heldur út í fyrir ræðumanninum, þegar hann fór að ræða möguleikana á því að byggja nýtt hús í staðinn fyrir fúahjallinn. Hann harmaði mjög eöa lézt a.m.k. harma þaö, að Alþýðuflokkurinn væri ekki nægi- 3ega sterkur til að mynda meirihluta á þingi með Fram- sóknarflokknum. Svo þeir gætu í sameiningu byggt nýtt hús í staðinn fyrir hinn leka fúahjall Ihalds og Fram- sóknar. Hins vegar gat hann ekki stillt sig um ,að kyrja gamla lagið um að sósíalistar hefðu dæmt sig sjálfir frá allri slíkri samvinnu. Og auðvitað hlutu Þjóðvarnarmenn sama dóm, samkvæmt reglunni um að allir sem eru á inóti bandariskum her á íslandi séu kommúnistar og ó- hæfir til samstarfs. Niðurstaða þessa foraianns Framsóknarflokksins varö svo sú, að eina leiðin til þess að lofa mætti gamla hrófinu að hrynja væri sú, að Sósíalistaflokkurinn og Þjóðvörn gengju einfaldléga til fylgis við Framsókn og Alþýöu- flokkinn og þá auövitaö fyrst og fremst Framsókn. Þá ruundi ekki standa á að ný bygging yrði reist. Hermann Jónasson er allt of æfður og reyndur stjórn- málamaður, til þess aö vita ekki, að svona á ekki að hefja málaleitun um samvinnu milli flokka um stjórnar- samstarf. Aö segja aðeins: Þiö eigið bara í einu og öllu að hlýða okkur, kjósa okkur og láta okkur öllu ráöa. Þetta verður enn þá betur ljóst, þegar litið er á atkvæöa-“ fylgi þessara flokka við síðustu kosningar. Þá hafði Framsókn 21,80% allra atkvæða, en Sósíalistaflokkurinn og Þjóðvörn samanlagt ním 22%, eða öllu meira. Fram- sókn hefur að vísu nær helmingi fleiri þingmenn en hinir ibáðir til samans, en þaö sýnir aöeins hve gífurlegu ó- réttlæti þeir kjósendur eru beittir sem þessum síðartöldu flokkum fylgja. Hvernig getur nokkrum heilvita manni til hugar komið að þeir, flokkár sem biðlaö er til á þennan hátt og eru stærri aðilinn geti eöa vilji ganga skilyrðislaust í þjón- ustu hins, og þá ekki síöur, þegar reynslan af honum^ er eins og reynslan hefur verið af Framsókn í samstarfinu viö ihaldiö. Nei á þann hátt verður ekki mynduð vinstri samfylking. Hitt er svo annað mál, að vinstri samfylkingu þarf aö mynda, og sú samfylking þarf aö vinna fyrst og fremst að því að losna við Bandaríkjaherinn úr landi, efla ís- lenzkt atvinnulíf, svo þjóðin geti lifað á því fullkomnu menningarlífi og standa öruggan vörð um allar arfleifðir íslenzkrar þjóðmenningar. Slík samfylking verður ekki jnynduö án Sósíalistaflokksins, því án hans yrði hún ekk- ert annað en vasaútgáfa af fyrri sjórnarsamvinnu her- hámsflokkanna. Það verður að koma 1 hlut fólksins sjálfs í Framsókn og Alþýðuflokknum að knýja leiðtoga sína tii slíkrar samfylkingar. Og þeir verða' að skilja þaö, að ef þeir draga of lengi að ganga til slíkrar samvinnu, þá hrynur fúakofinn yfir þá fyrr en varir og tvísýnt, að þeir íái þá bjargazt undan rástunum. Nehru (t.v.) rœðir við Ho Chi Minh í Hanoi á leiðinni til Kína. För Nehrus til K í na var svar við Asíuhandalagi Vesturvelda eg'ar Nehru, forsætisráðherra Indlands, var í Kalkútta á leið út í flugvélina, sem flutti hann áleiðis til Kína, komst hann svo að orði við blaða- mennina, sem hópuðust í kring- um hann, að hann hikaði ekki við að telja þetta ferðalag sitt heimsviðburð. Með þessum orð- um staðfesti Nehru það, sem reyndar var áður vitað, að för hans til Peking um daginn var ekki venjuleg kurteisisheimsókn til annars ríkis. Fundir hans með forustumönnum Kína hafa stórpólitíska þýðingu og áhrifa þeirra mun ekki aðeins gæta i Asíu heldur um allan heim. Svo er nefnilega komið, að þjóðir Asíu eru ekki lengur máttlaus peð, sem stórveldi Evrópu og Ameriku geta farið með að vild sinni. Flest Asiu- ríki eru orðin sjálfstæð, og þar hafa á siðasta áratug komið fram tvö stórveldi, Kína og Indland, sem í vaxandi mæli hafa áhrif á rás heimsviðburð- anna. 17'ör Nehrus til Kína var ráð- in skömmu eftir að Vest- urveldin og fylgiríki þeirra í Asíu stofnuðu með sér hern- aðarbandalag á ráðstefnu í Manila. Að því standa Banda- ríkin, Frakkland, Ástralía, Nýja Sjáland, Pakistan, Filipps- eyjar og Thailand. í þessu bandalagi eru því einungis þrjú Asíuriki og aðeins eitt, Pakist- an, sem nokkuð kveður að. Bandalaginu er fyrst og fremst beint gegn Kína enda sett á stofn að frumkvæði Banda- ríkjanna. Það er þó svo laust í reipunum, að Kína hefur litla ástæðu til að óttast það. Indlandsstjórn hefur hinsvegar meiri áhyggiur út af þessari bandalagsstofnun. Með þátttöku í henni hyggst stjórn Pakistan tryggja sér fulltingi Vestur- veldanna í deilu sinni við Ind- land um héraðið Kasmír. Þar að auki er það yfirlýstur meg- intilgangur bandalagsins að kljúfa sem mest utan úr hlut- leysisblökkinni, sem Indlands- stjóm hefur lagt kapp á að koma saman í Asíu. Ásamt Indlandi iiafa Burma, Indónesía og Ceylon neitað að láta drag- /■ - > Erleud tíðindi \____________________✓ ast inn í átök Vesturveldanna og sósíalistisku ríkjanna en í þess stað leitazt við að bera klæði á vopnin. Nú rær Banda- ríkjastjórn að því öllum árum að tæla þessa bandamenn frá Indlandi og fá þá til að ganga i Manilabandalagið. "Y^firlýst stefna Bandaríkja- stjórnar er að kollvarpa al- þýðustjórn Kína og meðan sú stefna er óbreytt getur ekki verið um tryggan frið að ræða í Asíu. Meðan ráðamenn í Washington halda áfram á þeirri braut að blása að glóðum úlfúðar og óifriðar í Asíu, hljóta þeir að fá Indland meira og meira á móti sér. Efling at- vinnuveganna og ráðstafanir til að bæta lífskjör almennings stranda á því, að vegna ó- tryggs ástands og mikillar hern- aðaraðstoðar Bandaríkjanna við Pakistan sér Indlandsstjórn sér ekki annað fært en verja veru- legum fjárhæðum til landvarna. Annað ráð og kostnaðarminna til að hindra það, að utanað- komandi öfl egni ríki Asíu hvert gegn öðru er þó til. Það er náin, vinsamleg sambúð Ind- lands og Kina. Þessi tvö lönd byggja samtals 940 milljónir manna eða hátt í helmingur mannkynsins. Ef þau standa saman geta þau ráðið mestu um gang mála í Asíu nú þeg- ar, enda þótt iðnþróun þeirra og hagnýting hverskonar auð- linda sé enn skammt á veg komin. Tndland og Kína hafa gert með ■*- sér sáttmála, þar sem skil- greindar eru nokkrar megin- reglur um friðsamlega og vin- samlega sambúð ríkja, sem búa við ólíkt þjóðskipulag. For- ustumenn Kína og Indlands hafa látið i Ijós von um, að þessi sáttmáli geti orðið grund- völlur að sambúð ríkjanna í Asíu. Þess er getið til, að framkvæmd þessarar fyrirætl- unar hafi verið eitt helzta um- ræðuefnið á fundum þeirra Nehrus og Sjú Enlæ og Maó Tsetúngs í Peking. Svo mikið er víst, að í ræðu í kveðjuveizl- unni, sem honum var haldin í Peking, sagði Nehru að bæði ríki væru staðráðin í að hindra það, að utanaðkomandi öfl fái spillt vinfengi þeirra. Hann benti á, að við núverandi að- stæður væri ekki hægt að virða að vettugi vilja þjóða, sem til samans telja nærri þús- und milljónir manna. „Nýtt jafnvægi er að komast á i Asíu“ í stað hýlenduskipulagsins, sem Nehru kvað liðið undir lok. Sjú Enlæ komst svo að orði, að Indland og Kína séu bæði stór- veldi og ósk þeirra sé að lifa í heimi, þar sem friður ríki. "Ilið blaðamennina frá Ind- ” lándi,, Bretlandi og víðar, sem fylgdu honum til Man- sjúríu og annarra staða í Kína, sagði Nehru eitt sinn, að oft heyrðist talað um það á sumum stöðum, að hið nýja Kína þurfi að breytast svo að umheimur- inn geti sætt sig við það. Fyrir sitt leyti kvaðst hanrl álíta, að meiri þörf væri á að breyta umheiminum, svo að hið nýja Kína gæti sætt sig við hann. Þessari sneið til Bandaríkja- stjómar, sem eflir Sjang Kai- sék til loftárása og hafnbanns á Kína, hefur að vonum verið illa tekið í Washington. Hinsveg- ar hafa fádæma vinsældir Nehr- us i Kína komið glöggt í ljós á Framhald á 9. síðu.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.