Þjóðviljinn - 12.11.1954, Side 1
VILJINN
Föstudagur 12. növember 1954 — 19. árgangur — 258. tölublað
Heríoringjar Hitlers
5. síða.
Ný sjónarmið í sögu
íslands
7. síða
I
Ríkistekj urnar frcmt úr óætlun
það sem söluskattlnum nemur
Réttur Dana til ú innlima
Grænlánd véfengdur
Samt ætla stjórnarflokkarnir að
leggja hann á — Þjóðvörn mótmælir
að nokkur nema Eysteinn fái skattinn
í umræðum um söluskattinn á Alþingi í gær kom það
fram, að ríkisstjórnin ætlar sér enn að framlengja skatt
þennan óbreyttan, þrátt fyrir það að tekjur ríkisins fara
fram úr áætlun á þessu ári um sömu upphæð og stjórn-
in sjálf áætlar söluskattinn.
Þeir Karl Guðjónsson og Gylfi
Þ. Gíslason sýndu fram á það
í nefndaráliti því er þeir gáfu
út um málið sem minnihluti fjár-
hagsnefndar neðri deildar, að
skattinn vasri haégt að fella nið-
ur. Vitna þeir til þess að Ey-
steinn Jónsson fjármálaráðherra
V erkf alli engu
sinnt
Ástralska þingið samþykkti
í gær frumvarp, sem Holt
verkamálaráðherra lagði fyrir
það fyrir nokkrum dögum,
þess efnis, að vinnuveitendur í
áströlskum höfnum skuli öðlast
rétt til að ráða menn í vinnu
án þess að spyrja félög hafn-
arverkamanna um leyfi.
Þegar frumvarpið var lagt
fram fyrir rúmri viku, lögðu
allir 26.000 hafnarverkamenn
landsins niður vinnu í mót-
mælaskyni við það og eru þeir
enn í verkfalli.
tMÓÐVILIINN
Allt til heimilisins — er kjör-
orðið í happdrætti Þjóðviljans.
í gær sögðum við frá sjö þús-
und króna ísskápnum, sem stend-
í dag bjóðum við
húsmóðurinni ryk-
sugu og hrærivél
til þess að létta
henni heimilisstörf-
in.
í hundrað vinn-
inga happdrætti
Þjóðviljans eru tvær hrærivélar,
önnur 3000 og hin 1700 króna
virði. Og svo er 1300 króna ryk-
sugan.
Tryggið ykkur því happdrætt-
ismiða strax í dag, því að það
verður áreiðanlega dregið þann
4. desember og því nær sem líður
að þeim degi, því fleiri munu
keppast um að ná sér í miða
í þessu bezta happdrætti ársins
— hundrað vinninga happdrætti
Þjóðviljans. >
Og sölumenn! Munið, að i dag
og á morgun eru sérstakir skila-
dagar í happdrættinu!
viðurkenndi í framsöguræðu
sinni fyrir fjárlagafrumvarpinu,
að tekjur ríkissjóðs mundu á
þessu ári ná 550 millj. kr. en á
fjárlögum voru þær áætlaðar
nál. 443 millj. kr. þ. e. þær fara
um 107 millj. kr. fram úr á-
ætlun, en það er einmitt sama
upphæðin og rikisstjórnin áætlar
söluskattinn á næsta ári.
Þeir Karl og Gylfi leggja því
til að frumvarpið um framleng-
ingu söluskattsins verði fellt. En
til vara leggja þeir til að fjórð-
ungur söluskattsins verði látinn
Kirkjur S-Afríku
mótmæla
Prestar ensku biskupakirkjunn-
ar í Suður-Afríku hafa samþykkt
mótmæli gegn kynþáttalöggjöf
stjórnarinnar þar í landi og í-
hlutun hennar í innri málefni
kirkjunnar. Aðrar kirkjur í
landinu hafa samþykkt svipuð
mótmæli.
öeirðir í Túnis
Síðustu daga, eftir að upp-
reisnin byrjaði í Alsír, hefur
fjölgað mjög hermdar- og
skemmdarverkum í Túnis.
Talsmaður frönsku herstjórn-
arinnar í Túnis, sagði í gær að
gengið jnði milli bols og höfuðs
á flokkum skemmdarverkamanna
hve langan tima sem það kynni
að taka, og talsmaður stjórnar-
innar í París tilkynnti, að Frakk-
ar myndu ekki veita Túnisbúum
sjálfstæði, fyrr en hermdar-
verkamenn hættu iðju sinni.
Sitja áíram
t StJÓFlI
Flóttamannaflokkurinn í V-
Þýzkalandi, sem hótað hafði að
taka ráðherra sína úr stjórn
Adenauers, ákvað í gær að láta
þá sitja áfram, ef Adenauer
efnir loforð sín um auknar
skaðabætur og aukinn lífeyri
til handa því fólki, sem fluttist
burt úr austurhéruðum Þýzka-
lands í lok heimsstyrjaldar-
innar.
ur til boða.
renna til bæjar- og sveitarfélaga.
Bergur þjóðvarnarmaður not-
aði tækifærið til að stíga í stól-
inn og lýsa yfir þeirri afstöðu
sinni, að hann vildi ekki láta bæj-
arfélögunum eyri í té af þess-
um skatti og engum trúa fyrir
honum nema Eysteini.
Var Naguib
í vitorði?
Einn þeirra manna, sem
handteknir voru fyrir hlut-
deild í banatilræðinu við Nass-
er, forsætisráðherra Egypta-
lands á dögunum, sagði fyrir
rétti í gær, að Naguib forseta
hefði verið skýrt frá, að það
stæði til, og hefði hann fallizt
á að halda útvarpsræðu, ef til-
ræðið heppnaðist, til að róa
landsmenn. Þetta hefði sér ver-
ið sagt af einum leiðtoga
Bræðralags múhameðsmanna,
en hann hefði engin gögn í
höndunum til að sanna þessi
ummæli.
Austur-vestur
viðskipti
Undirritaður hefur verið í
London viðskipta- og greiðslu-
samningur milli Breta og Pól-
verja.
Samið er um allVeruleg við-
skipti milli þeirra, en auk þess
skuldbinda Pólverjar sig til að
greiða 5.500.000 sterlingspund í
skaðabætur fyrir brezkar eignir,
sem hafa verið þjóðnýttar í Pól-
landi.
Sækist illa að fá Grænland viðurkennt
sem hluta danska ríkisins
Margir fulltrúar í verndargæzlunefnd SÞ hafa lagzt á
móti því, að nefndin viðurkenni rétt Dana til að innlima
Grænland í danska ríkiö að Grænlendingum forspuröum.
Umræður í nefndinni um kröfu
Dana um viðurkenningu á þvi,
að Grænland sé nú hluti danska
ríkisins og heyri því ekki lengur
undir nefndina, stóðu fram eftir
öllu kvöldi í gær og var ekki
lokið á tilsettum tíma. Mæltu
flestir þeirra fulltrúa, sem tóku
til máls í gær, á móti því, að
nefndin veitti þessa viðurkenn-
ingu og byggðu þeir það allir á
þeirri röksemd, að innlimun
Grænlands í danska ríkið hefði
farið fram að Grænlendingum
fornspurðum.
Grænlendingar
ekki spurðir
Fulltrúi Júgóslaviu hélt langa
ræðu og deildi hart á dönsku
stjórnina fyrir að gefa Grænlend-
ingum ekki tækifæri til að
láta vilja sinn í ljós í þjóðar-
atkvæðagreiðslu. Sagði hann,
að ef nefndin féllist á kröfu
Dana, hefði öðrum ríkjum, sem
kynnu að ásælast lönd, sem nú
heyra undir nefndina, þar með
verið gefið hættulegt fordæmi.
Danska stjórnin gæti ekki lagt
fram neina sönnun fyrir því, að
Grænlendingar kysu að land
þeirra væri hluti danska ríkis-
ins. Þeir hefðu ekki verið spurð-
ir ráða; grænlenzka landsráðið,
sem samþykkti fyrir sitt leyti
stjórnarskrárbreytinguna um
hina nýju réttarstöðu Grænlands
í danska ríkinu, gæti ekki talað
fyrir hönd Grænlendinga, eins og
bezt mætti sjá af því, að for-
maður ráðsins væri ekki Græn-
lendingur. Þá gagnrýndi júgó-
slavneski fulltrúinn, að íbúar á
Norður- og Austur-Grænlandi
hafa ekki rétt til að kjósa menn
í landsráðið eða á þjóðþingið í
Kaupmannahöfn. Nefndin ætti
því ekki að fallast á kröfu
dönsku stjórnarinnar, fyrr en al-
menn þjóðaratkvæðagreiðsla
hefði farið fram á Grænlandi
um þetta mál og dönsku stjórnar-
skránni breytt þannig, að Græn-
lendingum væri heimilað að
segja sig úr lögum við Dani, ef
þeir skyldu óska þess síðar meir.
f sama streng tóku m. a. full-
trúar Uruguay og Grikklands.
Grænlendingur
verður fyrir svörum.
Á fundinum voru staddir full-
trúar Grænlendinga á danska
þinginu, og varð annar þeirra
Frederik Lynge fyrir svörum af
hálfu Dana. Hann sagði að á-
stæðulaust hefði verið og væri
að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu
meðal Grænlendinga, þar sem
ósk um slíkt hefði aldrei verið
borin fram af nokkrum Græn-
lendingi. Grænlendingar vildu
allir halda áfram að vera í tengsl
um við Dani, enda misræmið
milli fámennis þeirra og stærð-
ar lands þeirra svo mikið, að eng-
Framhald á 5. síðu.
Innritun í kvöldskóla alþýðu hafin |
Einsfcett tækifœri fyrir unga og gamla til
að afla sér hagnýtrar þekkingar
í vetur veröur starfræktur
sniöi þar sem kenndar veröa
manna er nauösyn aö hafa
1 skólann í kvöld.
Kvöldskóli alþýðu mun starfa
með námsflokkasniði. Eins og
námsskrá skólans ber með sér,
verður námsefnið hið fjölbreyétt-
asta og ágætlega hefur verið
vandað til kennara. Kennsla fer
að verulegu leyti fram með
flutningi erinda, enda er skól-
inn jafnt ætlaður ungum sem
gömlum. Tvær námsgreinar verða
kenndar á kvöldi, sú fyrri frá
8,30 til 9,15, en hin síðari frá
9,20 til 10,20. Hver grein verð-
kvöldskóli með námsflokka-
margar greinar sem alþýðu
þekkingu á. Hefst innritun
ur kennd einu sinni á viku nema
þýzka, sem kennd verður tvisv-
ar.
Að sjálfsögðu er skólinn öllum
opinn, hvort sem þeir eru með-
limir Sósíalistaflokksins eða ekki.
Innritun í skólann hefst í
kvöld kl. 8,30—9,30 og heldur á-
fram á sama tíma næstu kvöld
til föstudagskvölds. Innritunin
fer fram í Þingholtsstræti 27, á
annairi hæð, gengið inn frá
Skálholtsstíg.
Forstöðumaður skólans er Adda
Bára Sigfúsdóttir. Þessar náms-
greinar verða kenndar:
1. íslenzkar nútímabókinenntir.
Kennari: Kristinn E. Andrés-
son magister.
2. íslandssaga, þættir. Kennari
Björn Þorsteinsson sagnfræð-
ingur.
3. Verkalýðsfélög og stjórnmál
verkalýðshreyfingarinnar á ís-
landi.
a) Verkalýðshreyfingin til
1916. Kennari Sigurður
Guðmundsson, ritstjóri.
b) Stjórnmálaflokkar verka-
lýðshreyfingarinnar 1916—
Framhald á 3. síðu.
Munið að í dag er skiladagur í 100 vinninga happdrætti Þjóðviljans