Þjóðviljinn - 12.11.1954, Blaðsíða 10
10) — MÓÐVILJINN Pösí'«dagur 12. nóvember 1954
Stigamaðurinn---------------------'
Eftlr
Giuseppe Berto
v............. ..... V
þessii' dágar í skóginum voru frjálsir! Ég
komst fyrirhafnarlaust upp, sat á bakinu á Martino,
milli kastaníutrjánna sem farin voru að gulna og eik-
anna sem enn höfðu ekkert látið á sjá. Og við hverja
bugðu sást dalurinn breikka fyrir neðan, þorpin neöst
■ með öllu fólkinu og mannvonzku þess og þau fjarlægð-
ust í sífellu. Og enn hærra uppi kom vindurinn til móts
við mann og það hvein í honum eins og fossi og honum
fylgdi ilmur af rótum og mosa og grenitrjám. Martino
t gekk létt og rösklega yfir grasið og laufin og við skild-
■ um heiminn eftir að baki á leið okkar gegnum skóg-
1 ana. Ég leitaði að safamesta grasinu handa Martino.
Ég stöðvaði hann og batt hann í langt tjóðurband, svo
að hann gæti bitið að vild. Og hann horfði á mig, næst-
um þakklátur, og stundum hrein hann af fögnuði. Hann
byrjaði á því að rífa í sig grasið, en ef blóm varð fyrir
honum, beit hann allt í kringum það en át það ekki,
vegna þess að hann vissi að mér þótti vænt um blóm.
Martino var góður asni; betri asni en hann var ekki
til. Hann var með löng eyru og hann var dökkur, næst-
um svartur á bakið, en kviðurinn á honum var ösku-
grár og það var snoppan á honum líka og hún var
undurmjúk. Og hann var með stór aug-u, sem voru
heill heimur, lítill heimur að vísu en dásamlegur þó
og með ótal, mismunandi litbrigðum. Og það var hægt
að tala við hann; hann skildi það sem maður sagði
Hann skildi ekki allt eins og Said, en hann skildi þó;
1 og hann kom til mín og rak hausinn í öxlina á mér
þegar hann vildi leika og ef hann vildi bíta virti hann
mig ekki viðlits, Þá teygði ég úr mér í grasinu og smám
' saman fylltist ég djúpri friðarkennd og allar áhyggjur
’ voru gleymdar. Loftið var mjúkt og tært, og aðeins
þurfti örlítinn vindblæ til að láta skrjáfa í trjánum ;en
* fyrir ofan þau var þögn, aöeins óendanlegur himinn
með hægfara, hvítum skýjum. Og gammar flögruöu
um loftið með þanda vængi og hópar smærri fugla
svifu suður á bóginn, því að bráðum kæmi haust. Hve
’ einmanaleikur skóganna var dásamlegur — ólíkur ein-
manaleiknum heima, eða einmanaleiknum sem fylgir
því að vera innanum framandi fólk.
Stundum kom það auðvitað fyrir að ég mætti fólki,
jafnvel efst uppi á fjallinu. Það voru skógarhöggsmenn,
kolagerðarmenn og eftirlitsmenn sem fylgdust með
vexti kartaflanna og hiröar sem komu langt að með
fjárhópa sína. Þetta fólk var ólíkt fólkinu sem bjó í
þorpunum; það var fáskiptið og vant einverunni. Ég
spurði alla frétta af Michele Rende og stúlkunni sem
með honum var. Mennirnir horfðu tortryggnislega á
mig. Ef til vill hafa þeir haldið að ég væri njósnari á
vegum lögréglunnar eða stigamannsins sjálfs og í báð-
um tilfellum höfðu þeir ástæðu til að gæta orða sinna.
Og svörin voru samkvæmt því. Sumir sögðust aldrei
hafa heyrt neins stigamanns getið. Aðrir höfðu heyrt
á hann minnzt en aldrei séð hann. Nei, þeir vissu ekki
hvort hann hafði enn aðsetur í fjöllunum eða hefði far-
.ið annað. Þeir vissu ekki neitt. Samt sem áður hélt ég
áfram að spyrja í hvert skipti sem ég mætti einhverj-
um. Ég lagði ekki lykkju á leið mína til að hitta fólk, en
ég spurði alla sem ég hitti.
Og á meðan var allt kornið komið í hús, tveir sekkir
á dag. Nú var röðin komin að kartöflunum; en að fylla
tvo sekki af kartöflum var ekki eins auðvelt verk og
•fylla þá af korni. Það þurfti að bogra yfir moldinni
tímunum saman. En það hefði verið synd gegn guði að
láta þær eyðileggjast í moldinni. Og ég fór því að taka
þær upp og safna þeim saman smátt og smátt, eina
röð í einu. Það var seinlegt verk og það var ekki mikill
tími lengur til að ráfa um skógana. En jarðyrkjan er dá-
samleg og hefur í för með sér andlega fullnægingu. Ég
var ánægður á kvöldin þegar ég gekk heimleiðis fyrir
aftan Martino, sem var klyfjaður kartöflum. Sekkirnir
voru svo þungir að hann gekk gætilega, nam 'staðar
öðiu hverju til að kanna götuna, því að það var skugg-
sýnt; það var alltaf orðið skuggsýnt þegar ég lagði af
stað að ofan.
Eitt kvöldið nam Martino staðar á miðjum stígnum,
50. dagur
JSæSt
Og hve
lagði eyruri við og hnusaði út í loftið. Ég hottaöi á hann
en hann vildi ekki halda áfram. Og ég gekk því fram
fyrir hann til að aðgæta, hvaða hindmn væri á vegi
hans. Fimiani lögregluþjónn stóð þar. „Hleyptu mér
framhjá“, sagði ég. „Asninn er með þunga byröi“.
Hann hreyfði sig ekki af stígnum. Hamingjan góða,
hvað mér var illa við hann. Því aö hann var klæddur
alveg á sama hátt og Donori lögregluþjónn Getur
nokkur munur verið á tveim mönnum sem eru í sömu
stoðu óg kiæðast sams konar búningi? „Hleyptu mér
framhjá“, sagði ég.
„Þú ert að hjálpa Michele Rende“, sagði hann.
„Veiztu ekki hver hegning liggur við því að hjálpa stiga-
manni?“
Það leyndi sér ekki að hann hafði fengið sér neðaní
því. Hann var loðmæltur og vínlyktina af honum lagöi
alla leið til mín. „Láttu mig í friði“, sagði ég. „Það er
meira en mánuður síðan ég hef séð Michele Rende.“
„Til hvers ferðu þá upp í fjöllin?"
„Ég fer í mínum eigin erindum. Michele Rende er
farinn burt. Hann er ekki lengur uppi í fjallinu".
Hann vildi ekki trúa mér. Hann fór að tauta eitthvaö
í belg og biðu eins og ölvuðu fólki er títt. „Þykistu vera
að snúa á mig með því að segja mér að hann sé ekki
lengur uppi í fjallinu? Heldurðu að við höfum ekki góð
sambönd? Heldurðu að við vitum ekki hvað hann er að
gera og hvar hann er? Og heldurðu að við drepum
hann ekki eins og hund ef við komumst í færi? Hann
á skilið smánarlegan dauödaga, vegna þess að hann
skaut á lögregluna að tilefnislausu. Segðu honum, þeg-
ar þú sérð hann, að hann eigi skilið að deyja eins og
hundur. Segðu honum aö Fimiani lögregluþjónn hafi
svarið það við höfuð barna sinna.“
„Hleyptu mér framhjá“, sagði ég. „Þú ert drukkinn“.
Orðin hittu hann eins og rothögg. Hann riðaði við og
studdi sig upp við öxlina á mér. Og hann talaði beint
upp í andlitið á mér og- víndaunninn ætlaði að kæfa
mig. „Drukkinn, ha? Og hvers vegna heldurðu að ég
■
■ Tveir kaupsýslumenn höfðu
i haft með sér félagsskap, en.
■ nú var annar þeirra látinn,
■ en hinn lifði og sagði þessa
■ sögu frá viðskiptum þeirra:
■ Við gerðum báðir ráð fyrir að
! í öðru lífi mundi vera þörf
: fyrir peninga ekki síður en
: hér, svo að við komum okkur
: saman um að hvor okkar sem
■
j dæi á undan skyldi fá með
: sér í líkkistuna frá hinum.
■
■ fimm hundruð dollara, þann-
■ ig að sá látni gæti komið
• undir sig fótunum hinum meg-
| in.
■ Nú og svo fór að ég tapaði,
j þar eð ég lifði lengur.
: En settir þú nú peningaupp-
j hæðina í kistuna? var spurt.
j Vissulega, svaraði kaupsýslu-
j maðurinn, en reyndar var hún
j í ávísun og enn hefur ekki
j verið komið með ávisunina í
j bankann.
j Tommi, hvers vegna er bróðir
j þinn að gráta? spurði móðir
j drengjanna tveggja. — Það
j er vegna þess að ég er að
i borða kökuna mína og vil ekki
■ gefa honum neitt, svaraði
• Tommi.
■ En er kakan hans þá búin?
: spurði móðirin.
j Já, og hann grætur vegna
: þess að ég borðaði hana líka.
eimilisþáttnr
F Fallcgt sportpils
Hlýnar manni ekki beinlínis
af því að horfa á þetta hlýlega
og smekklega pils? Það er frá
Svíþjóð, saumað úr kamelull,
stungið með brúnu, með djúp-
um fellingum að framan og
aftan og mjaðmavösum. Takið
líka eftir fallega skozka sjal-
inu, í brúnum og drapp litum.
Þær sem ungar eru geta líka
notað prjónuðu jólasveinahúf-
una til hægri þegar kalt er.
Hún er prjónuð brugðin,. með
stórum dúsk og hneppt undir
hökunni. Hún væri fallég há-
rauð eða fagurgræn.
Hentugar hillur
Það er ekki að ástæðulausu
sem hillur sem hægt er að
hreyfa til eru vinsælar. Bæði
er hægt að raða þeim 'upp á
skemmtilegan og mismunandi
hátt og auk þess er betur hægt
að nota rúmið í stofunum með
því að nota þessa gerð af hill-
um, en venjulegt bókahillulag.
Á hillunum á myndinni eru
það grindur sem festar eru á
veggina og halda hillunum
uppi. Inn í þessar grindur er
hægt að skeyta grind fyrir
tímarit og blöð, skrifstofu-
borðsplötu og litlum skáp með
rennihurðum úr gleri.
.
. • -í