Þjóðviljinn - 12.11.1954, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 12.11.1954, Blaðsíða 8
&) _ ÞJÓÐVIUINN — Föstudagur 12. nóvember 1954 Ættarsamfélag og ríkisvald Framhald af 7. síðu. leg lífsnauðsyn, að allir verða að vinna, goðar og stórbænd- ur jafnt og smábændur og hjú. I þeim lífsskilyrðum, er Island bauð landnemum sín- um, dó þrælahaldið út þegj- andi og hljóðalaust og þegar hið unga þjóðfélag hefur færzt í fast mót með alþingisi- stofnun og fjórðungsþingum er landið allt skipað vinnandi mönnum, jöfnuður ríkir í efnahag og allur almúgi nýt- ur meiri mannréttinda en dæmi eru til annars staðar í Evrópu. Að vísu er hinn forni sameignarréttur ættsveitanna horfinn, nema á almenningum og afréttum, en samfélagsvald ættsveitanna lifir áfram í hreppa- og þingaskipan. Höf. dregur fram forn lagaákvæði, er sýna, að goðorðsvaldið er, þegar til kastanna kemur, í höndum þingmannanna. Hið forna lýðræði ættsveitanna endurnýjast í landnámi ís- lands og skapar allsherjar dómsvald og löggjafarvald á alþingi og sigrast á þröngsýni og fásinni uppruna síns, svo að íslendingar verða þjóð á undan flestum grönnum sín- um í Evrópu, haldnir sterkri kennd þjóðernis síns. Þetta telur Einar Olgeirsson rétti- lega vera eitt mesta sögulega afrek í annálum ættasamfé- lagsins. En það var örðugur róður að venja hinar íslenzku ætt- sveitir við friðsamlega sam- búð. Það eru fornar söguleg- ar erfðir ættasamfélaga, að friður ríki innan hverrar ætt- sveitar, en utan hennar er hver maður óhelgur. Á íslandi varð það viðfangsefni land- námsmannanna að skapa frið slíkan, að allir Islendingar væru sem einnar ættar. Gamla ættarkenndin og blóðhefndin risu öndverðar gegn þessari viðleitni. Einari Olgeirssyni farast svo orð um þetta: „Við þessi sterku öfl urðu þeir höfðingjar og bændur að berj- ast, sem tókust á hendur það erfiða verk að reyna að friða landið, skapa bandalag allra manna, er í því bjuggu, og virðingu þeirra fyrir lífi og eigum hver annars, — í einu orði sagt skapa friðsamlegt þjóðfélag. Og þessa baráttu urðu þeir ekki aðeins að heyja út á við, sem þjóðfélagsbar- áttu, heldur og í eigin hug- skoti“. Fram á 12. öld er hægt að halda andstæðum hins ís- lenzka þjóðveldis í skefjum, varðveita efnahagslegan jöfn- uð með bjargálna bændum, sveigja hina stærri höfðingja undir allsherjarlögin. En tí- undin, sem rann að hálfu leyti til kirkjueiganda, ýtti undir auðsöfnunina og höfðingja- valdið. Jarðirnar renna und- an sjálfseignarbændunum og komast á hendur fárra manna, goðorðin fara sömu leið unz þau lenda í aflaklóm hins kór- ónaða Noregskonungs. Það dylst engum, sem les Ættasamfélagið, að Einar 01- geirsson hefur tekið miklu ástfóstri við íslenzka þjóð- veldið og menn þess. Hann dáist að manndómi og viti þess fólks, sem þetta þjóð- > veldi fóstraði. En hann veit það alla stund, að íslenzka ættasamfélagið ber dauðann í brjósti sér, að „meinleg ör- lög“ verða því að aldurtila eins og hetjum Islendinga- sagnanna. I einum fegursta kafla bókar sinnar farast Ein- ari svo orð: „Harmsaga ætta- samfélagsins á Islandi, hin langa^-þrautseiga barátta kyn- slóðanna við ógleymanleg vandamál þess hefur öðlazt túlkun í listaverki, sem er samboðið stórfengleik hennar, listaverki, sem er í senn há- mark og lokaorð hennar — Njálu. Njála er framar öllu rðru harmsaga ættasamfé’agsins. Aðalefni hennar eru andstæð- ur þess: annars vegar si V ferðislögmál hinnar fornu ætt- sveitar, skyldan að hefna fyr- ir víg og mannskemmdir. Hins vegar friðarþörfin, sáttavið- leitnin, friðarstarf hinna beztu og vitrustu manna, viðleitni þeirra að sigrast með atfylgi fjöldans á þessu siðferðislög- ' máli ættsveitarinnar. Þessar andstæður búa í hverjum ein- staklingi, berjast jafnt í brjósti hans sem í þjóðfélag- inu sjálfu“. Þegar þessi átök hins islenzka ættasamfélags fléttuðust vaxandi stéttaand- stæðum og efnahagslegum ó- jöfnuði, þá brustu allar stoðir þjóðveldisins og sjálfstætt rík- isvald varð knýjandi nauðsyn til þess að hið sundurþykka þjóðfélag liðaðist ekki í sund- ur. En þegar til kom var ís- lenzka yfirstéttin, sem risið hafði upp úr hnignun þjóð- veldisins, orðið svo af sér gengin, að hún fékk ekki sjálf haldið um stjórnvöl þessa rík- isvalds, heldur varð hún að kveðja sér til aðstoðar erlend- an konung. Á síðustu stundu reyndu ís- lenzkir bændur að bjarga veldi sínu undan ásælni Nor- egskonungs með því að bjóða Gissuri jarli stórfé til að leysa undan skatti. En þjóð- veldinu varð ekki bjargað með lausnargjaldi. Feigum varð ekki forðað. Lifsafrek þessa þjóðveldis verður þó ekki minna fyrir þá sök. Það hafði með tilveru sinni skapað fá- gætar bókmenntir og bjargað frá glötun menningararfi, sem engin þjóð önnur átti kost á að geyma. Án íslenzka þjóð- veldisins væri heimurinn stór- um fátækari. Ættasamfélagið eftir Einar Olgeirsson er einhver mesti bautasteinn, sem íslenzka þjóðveldinu hefur verið reist- ur. Innlendir og erlendir fræðimenn hafa plægt þetta tímabil og kannað, og Einar Olgeirsson hefur að sjálf- sögðu stuðzt við rannsóknir þeirra, en öll ber bók hans vitni um sjálfstætt mat og meðferð á viðfangsefninu. Það hefur enn komið í ljós, hve rannsóknaraðferð marx- ismans getur borið mikinn árangur þegar henni er beitt af kunnáttu og íþrótt. I þessu sambandi má benda á, að fróðlegt er að bera saman hina andríku túlkun Sigurðar Nordal á Völuspá og höfundi hennar og skýringu Einars Olgeirssonar á sáma efni. Út- listanir Einars á þjóðfélags- legum fyrirbærum þjóðveldis- Sundmót Í.R. Ármann hlaut flest stlg ðlafur Guðmundsson, Haukum I Hafnariirði, setti nýtt íslenzkt met í 50 metra baksundi Fyrsta sundmót vetrarins hér í Reykjavík fór fram í Sundhöllinni s.l. miðvikudags- kvöld. I ýmsum sundum náðist all- góður árangur og í sumum mjög góður. T.d. setti Ólafur Guðmundsson, Haukum, nýtt ísl. met í 50 m. baksundi. iBætti Ölafur metið hvorki meira né minna en um 8/10 úr sek. Eldra metið átti Jón Helgason frá Akranesi. Þegar í fyrsta sundinu fengu áhorfendur, sem voru margir að sjá skemmtilega viðureign milli þeirra Helgu Haralds- dóttur og Ingu Árnadóttur úr Keflavík. Lauk viðureign þess- ari með sigri Ingu, en keppni þessara geðþekku kvenna er alltaf skemmtilegur viðburður sundmótanna. Keppni í 100 m. skriðsundi karla var skemmtileg, og fékk Pétur Kristjánsson harða keppni hjá Gylfa Guðmundss. IR. Hélt Gylfi svo í við Pétur að þeir voru svo að segja jafn- ir eftir 75 m. snúninginn en á síðustu 25 m. gaf Gylfi eftir og kom 1 og 2/10 úr sek. á eftir Pétri í mark. Eru báðir tím- arnir mjög góðir miðað við hve snemma þetta er keppnis- tímabilsins. Gylfi er frábært efni sem enn vahtar þol og reynslu að visu, en leggi liann vilja og alúð í þjálfun sína ætti hann að geta komizt í vetur undir 60 sek. 50 m. flugsundskeppnin var æði skemmtileg. Þar munaði aldarinnar eru bæði frjóar og hugmyndaríkar, en hann sleppir aldrei tangarhaldi á hinni sögulegu tilveru, rann- sókn einstakra atriða er ströng og hlutbundin. Honum verður heldur aldrei á að berja saman blóðlausar kenn- ingar í kredduföst kerfi, saga þjóðveldisins verður í höndum hans hlaðin ólgandi lífsorku. Þess var fyrr getið, að Ein- ar Olgeirsson hafi viljað treysta aftur böndin milli ís- lenzkrar samtíðar og íslenzkr- ar sögu ,er hann hóf að skrifa um íslenzka ættasamfélagið. Bókin er fyrst og fremst ætl- uð íslenzkri alþýðu til lesturs og ihugunar. Henni er ætlað það hlutverk að fræða ís- lenzka alþýðu um sögulegan uppruna sinn, um merkileg þjóðfélagsafrek hins fornís- lenzka lýðræðis og örlög þess. Ættasamfélagið er ekki skrif- að í þurrum, vangaveltulegum fræðimannsstíl. En engu að síður á bókin brýnt erindi til íslenzkra fræðimanna í sögu- og þjóðfélagsvísindum. Hún hefur mikinn boðskap að færa öllum íslendingum, lærðum sem ólærðum. Sverrir Kristjánsson. kvörðunina um stigamótið bættust margir þátttakendur við. Um bikarinn, sem Atli Stein- arson, blaðamaður, hefur gef- ið skal keppt á ÍR-mótum í 10 ár samfleytt, og það félag sem hefur flest stig eftir þessi 10 ár hlýtur bikarinn til eignar. Á milli sundmóta Í.R. veit- ir sá bikarnum móttöku og geymir, er flest stig hafði hjá því félagi er sigraði. Er hug- mynd þessi góð, sérstaklega ef sundtökum „froskfóta" sinna. Síðan hélt mótið áfram en Guðmundur sat á botni laug- arinnar og fylgdist sér til gam- ans með sundfólkinu sem skreið í vatnsskorpunni yfir höfði hans. Hann lék sér líka að peningum sem gestir köstuðu í laugina en slíka smámuni er honum leikur einn að finna. Er augljóst að hér er um að ræða hagnýtt atriði sem krefst nokk- urrar sundkunnáttu og þjálf- unar. Urslit urðu annars sem hér segir; 50 m. flugsund karla. Pétur Kristjánsson Á. 34.4 Ólafur Guðm.sson Haukar 34.5 Theódór Diðriksson Á. 35.4 Ólafur Guðmundsson Á. 35.4 r Evrópumeistaramótið í ró&ri var háð á s.l. sumri um líkt leyti og Evrópumeistarakeppnin í Bern. Sovézku ræðararnir voru mjög sigursœlir á mótinu, sigruðu t.d. í keppni 8 manna báta. Er myndin af Evrópumeisturunum. ekki nema 1/10 úr sek á Pétri Kristjánssyni og Ólafi úr Haukum. I þriðja sæti komu svo þeir Theódór Diðriksson og Ólafur Guðmundsson, báðir úr Ármanni. Theódór vakti al- veg sérstaka athygli fyrir að synda með hinu nýja flug- sundslagi sem Norðmaðurinn Krogh sýndi hér s.l. vor. Theó- dór hefur aldrei áður reynt flugsund en virðist vera búinn að ná laginu undravel. Það má því mikils af Theódór vænta þegar hann hefur hlotið meiri æfingu. Ólafur vakti líka at- hygli fyrir ágætt sund, bæði í flugsundinu og eins í 200 m. bringusundinu og boðsundinu. Keflvíkingarnir létu ekki sitt eftir liggja í móti þessu og má þar nefna auk Ingu Árna- dóttur, Magnús Guðmundsson og Steinþór Júlíusson. Stigamót. Það nýmæli var upptekið í móti þessu að hafa það jafn- framt stigamót fyrir þau félög sem taka þátt í mótinu. Er hugmynd þessi ágæt þó hún hefði að þessu sinni truflandi áhrif á móti^. Stafaði það af því að endanlega var ekkert ákveðið um þetta fyrr en skrá- in var fullprentuð, en við á- hún verður til að auka þátt- töku sömu einstaklinga í mörg- um greinum. Næst verða líka allir undir stigakeppnina bún- ir, svo að engar tafir ættu að koma hennar vegna. Stigakeppnin fór að þessu sinni þannig að Ármann fékk flest stig eða 32Vá, en Pétur Kristjánsson fékk flest ein- staklingsstig af keppendum Ár- manns. Annað varð Knattspymufél. Keflavíkur með 20 stig, K.R. fékk 16 st., Ægir 9, ÍR og Haukar 8 st. hvort, U.M.K. 2V& og Sundfélag Hafnafjarðar 1 stig. Froskmaðurinn. Mikla athygli vakti sýning Guðmundar Guðjónssonar á köfun með svonefndri „frosk- aðferð" Guðmundur er gamall bringusundsmaður úr I.R. Virðist manni næstum ótrú- legt að með slíkum búningi sé hægt að hafast við í allt að 90 m. dýpi án nokkurs sam- bands við aðra aðila. Búning- ur þessi vegur aðeins 25 kg. með öllu sem til þarf, en kaf- arabúningur sem við höfum átt að venjast eru 125—150 kg. Guðmundur sýndi fyrst velt- ur og kollhnýsa ennfremur hvernig hann leið áfram á því dýpi er honum sýndist með 100 m. skriðsund karla. Framhald á 11. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.