Þjóðviljinn - 12.11.1954, Page 5

Þjóðviljinn - 12.11.1954, Page 5
Föstudagur 12. nóvember 1954 — ÞJÓÐVILJINN — (3 Herforingjar Hitlers munu KoSBllsipsg|rar ítölskll stjórna vesturþýzka hernum verkalýðsflokkanna Flesíir />eirra öSluSusf reynslu á austur- vigstöÖvunum i siSasta sfriÖi Við aukakosningar í bænum Cava dei Tirreni á SuÖur- Ítalíu, sem fram fóru nýlega, unnu kommúnistar og vinstrisósíalistar mikið á og náð'u meirihluta bæjar- stjórnar. ‘•fCUtNílííO; ANHAU. ' ,y6íí» J Eitt af útbreiddustu vikublöðum Vestur-Þýzkalands, Mixnchener Illustrierte, birti nýlega lista yfir þá 12 her- foringja, sem eiga að verða æðstu yfirrnienn hins nýja vesturþýzka hers. Allir voru þeir dyggir þjónar Hitlers. Adolf Heusinger verður for- maður herforingjaráðsins. Hann er nú hernaðarráðu- nautur Adenauers, en var einn af æðstu mönnum þýzka hers- ins á dögum Hitlers. Hann lagði á ráðin um árásirnar á Holland, Belgíu og Frakkland í síðasta stríði, og var sæmd- ur hershöfðingjatign af Hitler sjálfum árið 1943. Hans Speidel verður falið að vera fulltrúi vesturþýzka hers- ins í aðalbækistöðvum atlanz- herjanna í París. Hann var yf- irmaður foringjaráðs Rommels og síðar í foringjaráði á aust- urvígstöðvunum. Hann gaf þá fyrirskipanir um að leggja í eyði mörg hundruð þorp og bæi í Úkraínu. Ludwig Cruewell verður yfir- hershöfðingi . Strax eftir lok fyrri heimsstyrjaldarinnar hóf Cruewell ásamt öðrum liðsfor- ingjum að vinna að endurreisn þýzka hersins, og var einn að- alforingi „svarta ríkisvarnar- liðsins“, en svo nefndist hinn leynilegi þýzki her. Hann var yfirmaður skriðdrekadeildar í Júgóslavíu í síðari heimsstyrj- öld og árið 1942 skipaði Hitler hann yfirmann skriðdrekasveit- anna í Afríku. Gerhard von Schwerin greifi verður háttsettur maður í hin- um nýja her. Fyrir stríðið vann hann í njósnadeild þýzka hers- ins og vann þar að undirbún- ingi styrjaldarinnar. Á stríðs- árunum var hann yfirmaður skriðdrekadeilda á mörgum vígstöðvum, m.a. í Sovétríkj- unum. Smilo von Liittwitz fríherra fær stjórn eins stórfylkis. Hann var yfirmaður einnar þeirra herdeilda, sem lögðu^ Varsjá í rúst. Pólverjar kröfð-' ust þess að fá hann framseld- an eftir stríð, en Bandaríkja- menn neituðu að verða við þeirri kröfu. . Hverfa hefmi Tveir af leiðtogum hinna aft- urhaldssömu útlagasamtaka, Búlgörsku þ jóðnef ndarinnar, hafa nýlega snúið aftur heim til Búlgaríu. Það eru þeir Petr Trifonoff, sem var ritari deild- ar samtakanna í Graz og full- trúi „græna alþjóðasambands- ins“ (samtaka landflótta bændaleiðtoga úr alþýðuríkjun- um) í Austurríki, og Milorad Mladeonoff, er var ritari deild- ar samtakanna -í Miinchen og fulltrúi „græna alþjóðasam- bandsins“ í Vestur-Þýzkalandi. Báðir sögðu þeir eftir heim- komuna, að þeir hefðu tekið ákvörðun um að snúa heim, eft- ir að þeim var orðið ljóst að Búlgarska þjóðnefndin væri ekki annað en verkfæri í hönd- um Bandaríkjamanna gegn búlgörsku þjóðinni. Joliann Adolf von Kielmann- segg greifi verður einn æðsti embættismaður hermálaráðu- neytisins. Hann starfaði í yf- irherstjórn þýzka hersins á stríðsárunum og vann þá að undirbúningi árásanna á ná- grannalönd Þýzkalands. Nánasti samstarfsmaður hans verður dr. Erich Mende, sem á sæti á þingi fyrir Frjálsa iýðræðisflokkiiin. Mende' gekk í þýzka herinn 1936 og tók sem yfirmaður þátt í innrás- inni í Sovétríkin. Af öðrum háttsettum for- ingjum í hinum nýja þýzka her má nefna Rudolph Christ- oph von Gersdorf fríherra, sem var yfirmaður einnar njósnadeildar þýzka hersins á austurvígstöðvunum í síðasta stríði;Wend von Wietersheim, sem var yfirmaður hinnar al- Framhald á 11. síðu <j>. Þessi kosningaúrslit benda til þess, að verkalýðsflokkum Italíu aukist stöðugt fýlgi. I þingkosningunum 1953 hlutu þeir 40% greiddra atkvæða í Cava dei Tirreni, en 50.3% nú. Þeir fengu 9497 atkvæði, en 7832 í fyrra. Fylgi kaþólska flokksins jókst einnig, úr 6899 atkv. í 7884, 'en nýfasistar og kon- ungssinnar töpuðu miklu at- kvæðamagni, fengu nú 1505, en höfðu 5041 áður. Úrslit í öðrum aukakosn- ingum, sem fram hafa farið á ítalíu að undanförnu' hafa verið svipuð. I San Cataldo í Caltansinetta-héraði fengu verkalýðsflokkamir 3389 at- kvæði en höfðu 2789 áður. Kaþólskir fengu 4589, ea fengu 5599 í fyrra. I Partana í Trapani-héraði bættu verkalýðsflokkarnir einnig við sig fylgi, fengu 3766, en höfðu 3676. Saman- lagt fylgi afturhaldsflokk- anna var nú 3165 atkv. en var áður 2923. Kaffibaimir fyrir Þessi mynd er af korti, sem upplýsingaþjónusta Bonn- stjórnarinnar hefur látið prenta og dreifa. Kortið sýnir Þýzkaland, eins og landamæri þess voru árið 1937 (breiðu svörtu línurn- ar), og er tilgangurinn sá að vekja athyg’i á landa- kröfum hernaðarsinnanna, sem nú ráðe, lögum og lof- um í Vestur-Þýzkalandi. Gerlar látnír framleiða efni, sem menn geta ekki búið til Sjálfvirkar verksmiðjur skammt undan, segir rannsóknarstjóri Breta Yfirmaöur vísindarannsóknardeildar brezku stjórnar- innar ræddi nýlega um það', hver veröa myndu næstu skrefin í hagnýtingu vísindalegrar þekkingar í atvinnu- lífinu. Sir Ben Lockspeiser komst svo að orði, að búast mætti við bylt- ingu í framleiðsluháttum, sem gengi næst sjálfri iðnbyltingunni. Mergð þræla Hann kvað smálífsfræðingana nýjasta vísindamannahópinn, sem komið hefði til liðs við iðn- aðinn. „Þegar við höfum ráðið þau leyndarmál, sem fylgja ræktun nýrra afbrigða smálífsvera, mun- um við fá í þjónustu okkar ótölulegan grúa þræla, sém munu framleiða fjölda verðmætra efna, sem mönnum er ofvaxið að búa til, ef þeim aðeins er séð fyrir é hæfilegri næringu og viðeigandi lífsskilyrðum“. Sjálfvirkar vélsmíðar Sir Ben kvað sjálfvirkar verk- smiðjur, þar sem þarf ekkert eða nær ekkert starfslið, vera á byrjunarstigi í öðrum löndum. í Bretlandi mætti búast við að fyrstu yrðu reistar bráðlega, Rafeindatækniii er riú komin á svo hátt stig, að sjálfvirkar málmsteypur og vélsmiðjur eru mögulegar. Einnig eru öll skil yrði fyrir hendi til að gera eftir- lits- og umbúðadeildir í margs- konar verksmiðjum sjálfvirkar. Teflt á tæpasta vað Þessi æðsti vísindaráðunautur brezku stjórnarinnar kvað Breta þurfa að þrefalda raforkufram- leiðslu sína á næstu þrem árum. Að þeim tíma liðnum ættu kjarn- orkurafstöðvar að geta tekið við að fullnægja orkuþörfinni. En þangað til verður brezkur iðnaður að fá níu tíundu hluta af orku sinni frá kolum, sem víðast hvar eru hörmulega illa nýtt. „Vera má að grunnurinn und- ir iðnaðarmætti okkar verði far- inn að molna löngu áður en kjarnorkan verður komin til sögunnar að styrkja hann“, sagði Lockspeiser. „Það er gott útlit fyrir að auðvelt reynist að full- nægja orkuþörfinni þegar til lengdar Iætur, en við teflum á tæpasta vað í bráð vegna þess að alltof mikið af kolakyndi- tækjum okkar er úrelt“. Danski læknM'nn Fabricius Möll er í Árósum minntist í fyrir- lestri nýlega á þau glæsiboð, sem læknum eru gerð fyrir að? eyða fóstrum. Hann sagðisti þekkja lækni, sem í fjögur áp hefði haldið nákvæma skýrslil yfir allt sem honum hafði ver- ið boðið fyrir að framkvæmat slíkar ólöglegar aðgerðir. Og skýrslan var þessi: 4750 kr. 5 peningum, 67 kaffiskömmtunar<> miða, 21 sm jörskömmtuna r- miða, 19 sykurskömmtunar- miða, 6050 sigarettur, tvo vindlakassa, 120 pund af kaffi- baunum, þrenn föt og fimnfe skyrtur. Grænland Framhald af 7. síðu. in von væri til þess að þeif gætu stofnað sjálfstætt ríki. í kvöldfréttum danska út- varpsins í gær var sagt ítarlega írá þessum umræðum í verndar- gæzlunefndinni og margir ræðu- menn tilgreindir. Ekkert var á það minnzt, hvorf fulltrúi íslands í nefndinni, hefðf. lagt orð í belg og verður því að> álykta, að hann hafi enn talið- málið sér óviðkomandi með öllu>

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.