Þjóðviljinn - 12.11.1954, Side 6

Þjóðviljinn - 12.11.1954, Side 6
■jg) — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 12. nóvember 1954 --— þlÓOVIUINN Otgefandi: Sameiningarflokkur aiþýðu — Sósialistaflokkurinn. Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson (áb.) Fréttastjóri: Jón Bjarnason. Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarnl Benediktsson, Guð- mundur Vigfússon, Ivar H. Jónsson, Magnús Torfi Ólafsson. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. ' Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustig • 19. — Sími 7500 (3 linur). Áskriftarverð kr. 20 á mánuði í Reykjavík og nágrennl; kr. 17 annars staðar á landinu. — X>ausasöluverð 1 kr. eintakið. 1 Prentsmiðja Þjóðvlljans h.f. ! Svikin í húsnæðismálunum Tíð gerast nú orðið dæmin um það, að ráðandi ríkis- stjórnir svíkist um að framkvæma löggjöf, er Alþingi hefur samþykkt. Lögin um stofnlánadeild sjávarútvegs- ins, sem oft hafa verið rædd hér í blaðinu eru eitt gieggsta dæmi um þessa sviksemi. Annað dæmi, sem mjög snertir hag almennings í landinu er meðferö þeirra ríkisstjórn er með framkvæmdavald ríkisins hafa farið síðan 1947, á húsnæðismálum þjóðarinnar og lausn þeirra stóru vanda- mála. Eins og allir vita var í byrjun styrjaldarinnar víða um land, en einkum í Reykjavík fjöldi heilsuspillandi íbúða bæði í kjöllurum, háaloftum og jafnvel fleiri stöð- um, þar sem grundvöllur var lagður að varanlegu heilsu- leysi fjölmargra yngstu þjóðfélagsborgaranna. En eftir styrjöldina bættust svo hermannabraggarnir við. Hver einasti maður, sem opin augu hefur í þessum málum veit að þeir hafa ekki einungis alla sömu galla og aðrar tegundir heilsuspillandi húsnæðis, heldur eru braggahverfin í enn ríkara mæli en þær ómenningar- blettur á þjóðfélaginu, og hættulegri en flest annað til að ala upp spillingu hverskonar í fari þess æskulýðs, sem þjóðfélagið útskúfar til uppeldis í slíku umhverfi. Árið 1946 voru samþykkt á Alþingi lög um útrýmingu heilsuspillandi íbúða. Skyldu þau skapa samstillt átak ríkis og sveitarfélaga til að afmá þann smánarblett af þjóðinni, aö láta fólk í stórum hópum búa í heilsuspill- andi húsnæði, sem einnig stofnar siðferðilegum þroska barna og unglinga í beina hættu eins og braggahverfin óneitanlega gera. Hefðu þessi lög verið framkvæmd, þá hefði þessu mikla nauðsynjaverki verið lokið að mestu eða öllu leyti. En reynslan hefur orðið sorglega bág í þessum efnum. Eftir nýsköpunarstjórnina kom stjórn Stefáns Jóhanns, fyrsta stjórn Alþýðuflokksins á íslandi með þátttöku íhalds og Framsóknar. Hún lét sig ekki muna um að leggja þennan nauðsynlega lagabálk til hliðar án fram- kvæmda á einum stafkrók hans. Næst kom ríkisstjórn Steingríms Steinþórssonar með þátttöku íhaldsins. Auðvitað hreyfði hún ekki heldur við framkvæmd þessa máls. Því næst kom ríkisstjórn Ólafs Thðl's með þátttöku Framsóknar. Og vitanlega varð reynslan hin sama. Og enn eru braggarnir mannabú- staðir. Ennþá elst fjöldi barna upp í þeim við skilyrði, sem ógna líkamlegu heilbrigði og andlegum þroska. En svo hefur virzt sem einstöku sinnum hafi stjórnar- flokkarnir vaknað við illa drauma, sprottna af ótta viö það, að svikin við málstað fólksins, sem þeir eiga þó völd sín undir, mundu koma þeim 1 koll. Þá reyna þeir að fá fólkið til að gleyma framkomu sinni, með því að fitja upp á ýmsum sýndarúrlausnum, sem aldrei geta þó leyst nema brot af því verkefni, sem úrlausnar krefst. Eitt af þeim eru smáíbúðalánin. Þótt þau hafi reynzt sumum hjálp, þá ná þau ekki nema til lítils hluta þeirra sem þurfa, og einmitt allra sízt til þeirra, sem mesta hafa þörfina. Og þegar óttinn magnast við að sú aðgerð dugi ekki lengur til að halda niðri kröfum fólksins, þá skipar Alþingi nefnd, sem á að taka þessi mál til „ýtarlegrar" athugunar og skila tillögum þegar hún hefur lokið störf- um. Þannig er tekið hvert hliðarsporið eftir annað til að draga eftirtekt almennings frá þeirri staðreynd, að svik- izt er um að halda þá ákveðnu braut, sem Alþingi hafði markað með ákveðinni löggjöf. Og íbúar bragganna og annarra heilsuspillandi íbúða mega bíða og bíða. Þessi sviksemi þriggja síðustu ríkisstjórna á fram- kvæmd gildandi laga er fyrst og fremst látin bitna á umbótalöggjöf þeirri, er Sósíalistaflokkurinn beitti sér fyrir og fékk samþykkta, meðan hann hafði sterka að- stöðu sem stjórnarflokkur. Enda var það fullkomlega vit- að, að flest sú löggjöf var samþykkt gegn vilja afturhalds- flokkanna, þótt þeir treystu sér ekki til að vera henni al- gerlega andvígir. En þetta sýnir einnig að mál er til þess komið, að almenningur svipti þá þeim völdum er þeir liú hafa. Fríoarhreyfingin og aBþýða Evrópu eiga eftir að segja síðasta orðið Kristinn E. Andrésson segir frá baráttu friðarhreyf- ingarinnar gegn endurhervæðingu Þýzkalands Framkvæmdanefnd Heims- friðarráðsins var köllað saman til skyndifundar í Vinarborg dagana 4. og 5. nóv. s. 1. og voru þar jafnframt mættir full- trúar frá friðarnefndum allra Evrópulanda, einn frá hverju landi. Verkefni fundarins var að undirbúa alþjóðafund Heimsfriðarráðsins, en hann hefst í Stokkhólmi 18. þessa mánaðar, og þó fyrst og fremst að ræða um þau nýju viðhorf sem upp hafa komið í Evrópu eftir að ráðherrar Vesturveld- anna hafa lagt blessun sína yfir endurhervæðingu Þýzkalands. Fulltrúi íslands á þessum fundi var Kristinn E. Andrésson, og átti fréttamaður Þjóðviljans tal við hann í gær um fundinn og störf hans. — Það var ánægjulegt að sjá hvað fulltrúarnir mættu stundvíslega til. fundarins, seg- ir Kristinn í upphafi. Allir full- trúar allra Evrópulanda voru komnir til Vínar síðari hluta þriðjudags 2. nóvember. Ég flaug um Lundúni og Zúrich báðar leiðir, Svíinn kom í vél- ina í Zúrich, en Finninn, Dan- inn og Norðmaðurinn komu til Vinar hálftíma á eftir okkur. Því var hægt að hefja fund að öllum fulltrúum viðstöddum kl. 8,30 að morgni miðvikudags. Gengu aðalstörf hans mjög greiðlega og var þeim lokið á einum degi. Á fimmtudag voru aðeins útkljáð nokkur fram- kvæmdaatriði. — Hvað geturðu sagt mér um fund Heimsfriðarráðsins í Stokkhólmi? — Sænska friðarnefndin hef- ur allan veg og vanda af undir- búningi hans. Er það auðvitað geysilegt verk, þvi gert er ráð fyrir að þangað komi ekki færri en 400 manns frá öllum löndum heims. Fundurinn verður hald- inn á Skansinum, i miklu hring- leikahúsi sem þar er. Verður fundarhaldið allt auðveldara vegna þess að Sviar munu ekki meina neinum að koma til landsins, en oft hafa slíkar hömlur torveldað þing friðar- hreyfingarinnar, og er þess skemmst að minnast þegar hætta varð við þingið í Sheff- ield á síðustu stundu og flytja það til Varsjövu. Rétt til þátt- töku í Stokkhólmsfundinum eiga allir fulltrúar Heimsfrið- arráðsins og auk þess verður boðið þangað allmörgum gest- um. Eitt af meginverkefnum hana verður að undirbúa nýtt friðarþing þjóðanna, en það verður haldið á næsta ári, og að ræða hverjar ráðstafanir beri að gera til að tryggja ör- yggi Evrópu gegn endurher- væðingu Þýzkalands. — Og þið hafið rætt um end- urhervæðinguna alveg sérstak- lega á fundinum í Vin? — Já, aðalstörf Vínarfundar- ins voru að öðru leyti að ræða ráðherrasamninga þá sem gerð- ir hafa verið í Lundúnum og París um endurhervæðingu Þýzkalands. Það var sérstak- lega athyglisvert að heyra um- ræðurnar um þau nýju við- horf sem upp hafa komið eftir’ þessa samninga, og ekki sízt sjónarmið fulltrúa Frakklands, Benelúxlandanna, Þýzkalands, Póllands, Tékkóslóvakíu ftalíu, og reyndar Norðurlandanna, þeirra landa sem eiga mest á hættu og þekkja gerst Kristinn E. Andrésson þýzkan hernaðaranda. Það var sameiginlegt álit þeirra allra að ef þjóðþingin fullgiltu þetta samkomulag væri í því fólgin geigvænlég hætta fyrir frið og öryggi allra þjóða. Með þeim aðgerðum væri skipting Þýzka- lands staðfest, hervæðingar- kapphlaupið magnað á nýjan leik, fasistar Þýzkalands fengju aftur frjálsar hendur til að koma upp nýju og ágengu her- veldi til að þjaka þýzkan al- menning heima fyrir og undir- búa styrjaldir við aðrar þjóðir. Ráðherrar Vesturveldanna hafa aðallega borið fyrir sig tvennskonar rök: Annarsvegar að það sé ekki hægt að koma í veg fyrir endurhervæðingu Þýzkalands; það myndi hervæð- ast hvort eð væri, og þá væri skárra að taka þátt í fram- kvæmdunum og hafa eftirlit með þeim. Hinsvegar að auð- veldara væri að ná samkomu- lagi við Sovétríkin og alþýðu- ríkin í Austurevrópu um friðar- mál og afvopnun eftir að búið væri að endurhervæða Þýzka- land. Auðvitað er hvort tveggja helber falsrök. Frökkum og Bretum er í lófa lagið að hindra endurhervæðingu Þýzka- lands og raunar hafa þeir enga stjórn á vigbúnaði landsins með samningum þeim sem nú hafa verið gerðir. Þótt svo sé látið heita í samningunum að Þjóðverjar megi ekki framleiða múgmorðstæki, svo sem kjarn- orkusprengjur, þá er manni spurn hvert eftirlitið verði og hversu langt líði þar til næsta spor verði stigið og framleiðsla. þeirra einnig leyfð — á þeim sömu forsendum: að annað sé ekki hægt, framleiðslan verði hafin hvort eð er. — Það er ekki síðri fjarstæða að samtök Vesturevrópuríkjanna um her- væðingu Þýzkalands greiði fyr- ir samkomulagi um Þýzkaiands— málin og friðarmálin við Sovét- rikin; því er öfugt farið. Ef samningarnir verða fullgiltir, hijóta þeir, eins og Mólótöff og aðrir forustumenn Sovétríkj- anna hafa lýst yfir, að tefja um langa framtið sameiningu: Þýzkaiands, hindra samkomu- lag milli austurs og vesturs og friðarsamninga um afvopnun- armál. Það er ekki hægt að gera hvorttveggja í senn að vekja upp aftur þýzka hernað- arandann, taka þátt í því að hervæða fasistana af fullu kappi — og þykjast á sama tíma vilja semja um afvopnun. — Fulltrúi Vesturþjóðverja hefur verið á sama máli? — Þeir sem eitthvað hugsa. í Vesturþýzkalandi skilja þetta manna bezt, endá eiga Vestur- þjóðverjar sjálfir jafnvel allra manna mest í hættu af þessari: samningagerð. í endurhervæð- ingu Þýzkalands^ felst ekki að- eins að þar verði framleitt svo og svo mikið af vopnum, heldur er verið að koma upp nýju hervaldskúgunartæki, eins og á tímum fasismans. Takist þetta verður allt frjáísræði gert út- lægt í Vesturþýzkalandi, það verður landráðasök að starfa fyrir friðarhreyfinguna, og því næst kemur röðin að verklýðs- hreyfingunni eins og fyrrum. Enda berjast sósíaldemókratar Vesturþýzkalands og verklýðs- hreyfingin af alefli gegn þess- um áformum. Fulltrúar Vesturveldanna í Atlanzhafsbandalaginu þykjast vera að undirrita sjálfstæði Vesturþýzkalands og innlima það í hinar svonefndu frjálsu þjóðir, en í reynd eru þeir að framlengja hernám landsins tii 1998, leggja ægilegar hemaðar- byrðar á þjóðina, afnema frelsi hennar í raunverulegum skiln- ingi og ofurselja hana fasist- um og stjórnendum gömlu stóriðjuhringanna eins og á verstu dögum Hitlers. Vestur- veldin þykjast hafa komið ár sinni vel fyrir borð, blásið lífs- anda í hræ Evrópuhersins, vak- ið upp þá afturgöngu sem á næstu árum á að ríða húsum i Vesturevrópu. — En fer þetta nýja ráða- brugg ekki eins og Evrópu- herinn? — Þetta samkomulag er ekki enn gengið í gildi. Þing þjóðanna eiga eftir að fullgilda það, og nú er það brýnasta hlut- Framhald á 9. síðu.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.