Þjóðviljinn - 17.11.1954, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 17.11.1954, Blaðsíða 1
VILIINN Miðvikudagur 17. nóvember 1954 — 19. árg. — 262. töiublað 7. síð&: [ Aðvörun til foreldra *. 5. síða: , Finnskur stjórnmála- maður geggast. Alþýðisblaðið hamast enn gegn samþykktum verklýðsfélaga Ekki eiff einasfa verklýSsfélag á landinu hefur mœlf meS samvinnu v/ð íhaldiB Alþýðublaðið birtir í gær forustugrein um Alþýðusam- baiidsþingið <bg hamast þar enn á þeirri kenningu að ekkert samstarf megi hafa við það verkafólk sem fylgir Sósíalistaflokknum að málum. Blaðið minnist hins veg- ar ekki á hinn kostinn: að forusta Alþýðusambandsins verði kosin í samvinnu við íhaldið og öll störf hennar verði háð samþykki atvinnurekenda og ríkisstjórnarinn-. ar. En aðeins þessar tvær leiðir eru til. Hin ofstækisfullu skrif Al- þýðublaðsins eru í fyllstu and- stöðu við yfirlýsingar verklýðs- félaganna sjálfra. Eins og rakið hefur verið hér í blaðinu birtu fjölmörg verklýðsfélög ályktanir í kosningunum til Alþýðusam- bandsþings og þær voru allar á eina leið: áskoranir til íslenzkr- ar alþýðu um að koma á og tryggja samstarf vinstri aflanna iil nýrrar sóknar verklýðshreyf- ingarínnar. Míklu fleiri félög sýndu svo þennan vilja sinn í verki með sameiginlegum fram- boðum Alþýðuflokksmanna og sósíalista — þar á meðal öll verklýðsfélögin á Norðurlandi og Vestfjörðum. Hins vegar verð- ur ekki fundið eitt einasta verk- lýðsfélag seaí hvatti til samvinnu við íhaldið og atvínnurekendur, eða vildi gera heildarsamtökin háð þeim. Samt er það sú stefna sérii nú er klifað á hástöfúm í Alþýðublaðinu, bein eða óbein samvinna við íhaldsfulltrúana Þióðviljinn Við i happdrætti Þjóðviljans erum þegar búnir að sjá heimilinu fyrir margskonar véium, en þó er ýmis- legt eftir, því að fu’.lkomið skal heimilið vera. Til dæmis er alveg nauðsyn'egt að eiga hraðsuðuketi! til þess að sem minnstur timi fari í eldamennsk- una. Og við bjóðum ekki aðeins einn heldur þrjá í okkar happ- drætti og hver um sig er 350 króna virði. iSvo er ekki hægt að komast hjá þvi að eiga brauðrist, því margir eru þeir sem vita fátt betra en glóðvolga.r hæfilega brúnaðar hveitibrauðssneiðar. Þjóðviijahappdrættið ætlar að ■bii'gja fjögur ís’enzk heimili upp með brauðristum og þær eiga al'- ar að vera fyrsta f’okks, amk. kostar hver þeirra 200 krónur. En nú eru aðeins 18 dagar þar til dregið verður, því að engin fram- lenging ha.ppdrættisíns kemur til greina. Það verður dregið 4. des- ember. Þess vegna biðjum við vinsamieg- ast. alla þá sem hafa happdrættis- miða til sölu að setja sem mestan kraft í söluna og gera strax skil. ÞjóSviljahappdrættið í hvers manns hönd! þannig að þeir ráði úrslitum í störfum þingsins. • Hugsa um það eitt að sundra Alþýðublaðið rökstyður of- stæki sitt með því að rifja upp ýmis fyrri ágreiningsmál Al- þýðuflokksmanna og sósíalista í verklýðsmálum. Það er auðvelt HeimskautsOugið gekk að óskum SAS-flugvélin Helge Viking var væntanleg til Lðs Angeles kl. 21.12 eftir islenzkum tíma i gær- kvöld. Flugvélin lagði af stað frá Kaupmannahöfn í fyrrakvöld og kom kl. 13.11 til Winnipeg í Kanada, 25 mínútum á undan áætlun. Rúmum átta tímum áður hafði hún lagt af stað frá Syðri Straumfirði, fj'rri viðkomustaðn- um á heimskautsleiðinni. Flugvélin Leif Viking lagði af stað frá Los Angeles i fyrra- morgun og mættust flugvélarnar skammt fyrir norðan fsland í fyrrinótt. Leif Viking kom til Kaupmannahafnar í gærmorgun og hafði ferðin gengið að óskum. verk, og Þjóðviljinn gæti að sjálfsögðu birt sína lista um þau mál. En það verk er ekki unnið verklýðshreyfingunni í hag. Það er ekki mikilvægast verkefni nú að deila um það sem liðið er — þar getur sagan fellt dóminn á sinum tíma — heldur hitt að snúast við þeim verkefnum sem framundan eru, að efla og styrkja verklýðshreyfinguna og búa hana til sóknar fyrir bætt- um kjörum og völdum alþýðu- samtakanna. Þeir menn sem klifa á fornum ágreiningsmálum hafa þá hugsjón eina að sundra — og sú sundrung er aðeins í þágu andstæðinganna. • Minnisstæð gleymska Alþýðublaðið kvartar undan því að Þjóðviljinn skrifi mikið um verklýðsmál. Sú kvörtun er skiljanleg hjá blaði sem er kom- ið svo langt frá uppruna sínum að það gleymdi stofndegi Báru- félaganna, fyrsta upphafi verk- lýðshreyfingar á íslandi. En að- standendur Alþýðublaðsins mega vita það að öll alþýða á íslandi hugsar nú og talar mikið um verklýðsmál. Störf Alþýðusam- bandsþings verða mjög afdrifarík fyrir lífskjör hvers einasta verka- manns í landinu, fyrir framtíð samtakanna og heill þeirra. Yfir- gnæfandi meirihluti íslenzks verkafólks beinir þeirri áskorun til fulltrúanna á þinginu að þeir gæti sem bezt þeirrar einingar sem skapazt hefur í kosningun- um, tryggi samvinnu vinstri afl- anna og sterka, samhenta forustu. Með þeim á að vinna! Sívaxandi ólga í nýlendum Frakka Boðað til allsheijarveikfalls í Maiokkó. barizt í Túnis og Alsíi Ólgan í nýlendum Frakka í Noröur-Afríku, Alsír, Túnis og Marokkó, fer dagvaxandi. Sigurjón Jónsson. Friðleifur Friðriksson. Það eru þessir menn og félagar þeirra sem Alþýðublaðið télur að eigi að ráða úrslitum í íslenzku alþýðusamtök- unum, með þeim eigi Alþýðuflokksmenn að vinna. Sigur• jón Jónsson er sem kunnugt er ekki aðeins stjórnarmeð- limur Alþýðusambandsins og starfsmaður þess, heldur í stjórn Varðarfélagsins við hlið ýmissa hélztu atvinnu- rekenda bœjarins. Friðleifur Friðriksson er ékki aðeins formaður Þróttar, heldur einn af forustumónnum Óðins, sem aðsetur hefur í Holsteini, og framkoma hans í vinnu- deilum er landsfrœg. Það eru slíkir menn sem eiga að ráða úrslitum um Alþýðusamband íslands, að dómi Alþýðu- blaðsins, á sálufélögum þeirra á stjórnarkjör að velta og síðan öll störf sambandsins. — Hversu margir skyldu þeir Alþýðuflokksmenn verða sem lýsa fylgi við þessa skoöun? in munu hafna ði sovétsf jórnarinnar En láðsteínan um öryggisbandalag verð- ur að Hkindum haldin engu að síður Þaö þykir nú víst, aö stjórnir Bretlands, Frakklands og Bandaríkjanna muni hafna boöi sovétstjórnarinnar um ráðstefnu um öryggisbandalag Evrópu, og að stjórnir annarra ríkja, sem eru í bandalagi viö þær, muni gera slíkt hiö sama. Um síðustu mánaðamót hóf- ust bardagar milli skæruliða þjóðfrelsishreyfingarinnar í Al- sír og Frakka og er ekkert útlit fyrir að þeim ljúki á næst- unni, en síðustu daga hefur at- hyglin beinzt æ meir að Túnis, þar sem stórir hópar vopnaðra manna hafa hvað eftir annað ráðizt á stöðvar franska ný- lenduhersins . í gær kom til bardaga í Tún- is milli frelsisliða og sveitar úr franska hernum og segjast Frakkar hafa fellt 40 menn, en geta ekki um eigið manntjón. I Alsír heldur franska her- liðið áfram að leita að stöðvum skæruliða í Auresfjöllum, en verður lítið ágengt. Framhald á 12. síðu. ■?> Fulltrúar stjórna Bretlands, Frakklands og Bandaríkjanna komu saman í gær í skrifstofu brezka utanríkisráðuneytisins til að gera uppkast að svarinu við orðsendingu sovétstjórnar- innar. Um leið verður svarað tilboði sovétstjórnarinnar frá því í október sl. um utanríkis- ráðherrafund fjórveldanna um þýzka vandamálið. Talið er víst að báðum þessum boðum muni verða svarað neitandi. Áður en svarið verður sent, verður það lagt fyrir Atlanz- bandalagsráðið i París senni- lega strax í þessari viku, og verður þar að líkindum sam- ----------------, - . - ® Kvöldskóll alþýðu Innritun í skólann heldur áfram í dag klukkan 8.30 til 9.30 í Þingholtsstræti 27, annarri hæ?6, gengiS inn frá Skálholtsstíg. <$>- komulag um að öll aðildarrik- in fari að dæmi Bretlands, Frakklands og Band'aríkjanná og hafni boðinu. Það þykir líklegt, að sovét- stjórnin muni engu að síður halda ráðstefnuna með þeim ríkjum sem svara boði hennar játandi. Þar er um að ræða 6 alþýðuríki Evrópu, og að lík- indum Finnland og jafnvel fleiri af hlutlausum ríkjum álf— unnar. Gagnráðstafanir óhjáki'æmilegar Pravda, málgagn Kommún- istaflokks Sovét.rikjanna, sagði í gær, að ef Vesturveldin höfn- uðu boðinu um stofnun örygg- isbandalags allra Evrópuríkja og héldu áfram viðleitni sinni að endurhervæða Vpstur-Þýzka- land, sé öðrum ríkjum Evrópu ekki fær önnur leið en að und- irbúa ráðstafanir til að tryggja varnir sínar og öryggi. í sama streng tekur málgagn sovét- stjórnarinnar, Isvcstía.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.