Þjóðviljinn - 17.11.1954, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 17.11.1954, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 17. nóvember 1954 — ÞJÓÐVILJINN — |(5 Skaðsemi Surf stað- fest með rannsókxi En önnur gerviþvoitaeini ekki talin valda sjúkdómum Sérfræðingar í húðsjúkdómum í Svíþjóð hafa oröið varir við verulega aukningu eksems og annarra húð- sjúkdóma, eftir að notkun gerviþvottaefnisins Surf varð almenn þar í landi. Fyrir nokkrum mánuðum j við að nota þvottaefnið, og urðu sænskir læknar varir við, að fólk sem notað hafði þvottaefnið Surf eða klæddist flíkum, sem þvegin höfðu verið úr því, fékk eksem og önnur útbrot. Var hafin rannsókn á þvottaefninu og fékkst rök- studdur grunur á því, að í Surf væri eitthvert skaðlegt efni sem orsakaði húðsjúkdóma hjá fólki, sem væri ofnæmt fyrir því. Var nú hafin leit að þessu efni að fyrirlagi sænsku heil- brigðisstjórnarinnar og standa rannsóknir á Surf enn yfir í tveim sjúkrahúsum í Stokk- hólmi. Fyrir nokkrum dögum gáfu læknarnir, sem standa fyrir rannsókninni, út skýrslu og gátu þeir þess, að tekizt hefði að einangra efni, sem talið var sjúkdómsvaldurinn, en enda þótt það hefði verið hreinsað úr Surf, reyndist þvottaefnið enn valda eksemi. Rannsókn- inni verður því haldið áfram. Fyrirtækið, sem framleiðir Surf, dótturfélag brezku Sun- lightsápuverksmiðjanna, viður- kenndi þegar í vor, að þvotta- efnið gæti verið hættulegt því fólki, sem væri ofnæmt fyrir því, en sagði að rannsóknir þess hefðu leitt í ljós, að aðeins 1 manni af 631 gæti stafað hætta af Surf, og jók um allan helming auglýsingar sínar fyrir þvottaefninu. Læknar sýndu fram á, að ef Surf væri almennt notað, myndi útreikningur félagsins þýða, að 7.100 manns gætu fengið húðsjúkdóma. Þjóðviljinn skýrði frá þess- um rannsóknum í vor, þegar byrjað var að selja Surf hér á landi og varaði fólk eindregið munu þær aðvaranir hafa borið árangur. Hins vegar er rétt að taka fram, að öll gerviþvotta- efni eru ekki undir sömu sök- Myndin er tekin af þeim Nehru og Sjú Enlæ, þegar þeir óku eftir götum Peking frá flugvellinum, þegar Nehru kom í heimsókn sína til Kína á dögunum. Meira en milljón manns hafði safnazt saman meðfram ak- brautinni til að hylla leið- toga hinnar indversku vina- þjóðar. ina seld og Surf. Rannsóknirn- ár í Sviþjóð beinast einvörð- ungu að þessu þvottaefni og ekkert bendir til þess að önnur af hinum nýju þvottaefnum, eins og t. d. Tide og fleiri, orsaki húðsjúkdóma. Réttur til vinnu viðurkenndur í stjórnarskrá Noregs En viðurkenningin íelur ekki í sér að allir haíi lagalega kröíu á vinnu Norska þingið samþykkti í gær viðbót við stjórnar- skrána, þar sem þeim sem með stjórn landsins fara hverju sinni er lögð skylda á hendur að sjá svo um „að allir landsmenn hafi næga atvinnu. Tillagan um þetta viðbótar- ákvæði, sem verður nr. 110, var borin fram af norsku stjórninni og samþykkt með öllum þorra atkvæða, 135 gegn 9. Ákvæðið hljóðar á þessa leið: „Sú skylda er lögð á stjórnarvöld Wolves sigruðu Sigurvegararnir í brezku deildakeppninni í knattspyrnu Wolverhampton Wanderers kepptu i gær við sovézka knatt- spyrnuliðið Spartak í Wolver- hampton. Báru- heimamenn sigur úr býtum með 4 mörkum gegn 0. Svartir listar yfir farmenn Fulltrúar farmannasamtaka á Norðurlöndum sitja nú á ráð- stefnu í Kaupmannahöfn. Þeir samþykktu í gær m. a. að hafa með sér samvinnu um að koma upp listum yfir alla þá norrænu sjómenn, sem hafa gert sig seka um ótilhlýðilega framkomu með- an þeir hafa verið ráðnir á skip frá Norðurlöndum. Verður reynt að koma í veg fyrir að þeir fái nokkurt skiprúm í framtiðinni á norrænum skipum. Finnskur stjórnmálamaður geggjast af rússahræðslu Skýfur lögreglumann til bana og fleygir sér siSan út um glugga Einn af fyrrverandi forstjórum finnska þjóðbankans, dr. Keijo Alho, sem var einn af frambjóðendum Sam- bandsflokksins í síöustu þingkosningum, var 1 síðustu viku lagöur í sjúkrahús eftir að hafa skotið lögreglu- mann til bana. Dr. Keijo Alho ruddist inn í skrifstofu mína um morguninn, segir Leskinen innanríkisráð- herra. Á eftir honum kom Al- have lögregluforingi, yfirmaður gæzlulögreglunnar. Dr. Alho hafði komið auga á lögreglufor- ingjann úti á ganginum og hafði krafizt að hann kæmi með sér inn til min. í viðræðum þeim sem á eftir fóru lýsti dr. Alho fyrir mér, hvernig stjórnmálaþróunin væri að leiða til algers öngþveitis og hvernig hann persónulega væri ofsóttur af lögreglunni. Við reyndum að róa hann. Skothríð Þegar Alho fór frá skrifstof- um innanríkisráðuneytisins hafði hann í slíkum hótunum, að Al- have lögregluforingi taldi sér skylt að láta lögregluna vita. Tveir lögreglumenn voru sendir til manns, sem Alho hafði ætl- að að hitta, en tveir aðrir voru sendir heim til hans. Lögreglumönnunum Valmunen og Peltari var hleypt inn í íbúð Alhos af konu hans. í sömu and- rá kom Alho fram í dyrnar með skammbyssu í hendinni. Valmun- en hljóp í átt til hans en féll með kúlu í gegnum sig. Síðan skaut Alho átta skotum að Peltari og hæfði a. m. k. eitt skotið hann í bringuna. Þegar dr. Alho hafði tæmt skotin úr byssunni ætlaði hann inn í íbúðina til að ná í fleiri skotföng, en Peltari gat náð í skammbyssu Valmunens sem lá særður til ólífis á gólfinu og reyndi að ógna Alho til að fara hvergi. Nú komu tveir lögreglu- meiin Peltari til aðstoðar. Alho sá sér færi á að stökkva upp í gluggakistuna. Hann kast- aði byssu sinni niður á götuna ríkisins, að þau hagi öllum .að- stæðum þannig, að sérhver vinnufær maður geti hart trygga. afkomu af vinnu sinni“. Tekið var fram af flutnings- mönnum, að samþykkt þessa- á- kvæðis myndi ekki gefa einstþk- um mönnum lagalegan rétt til þess að fá vinnu; það væri að- eins viljayfirlýsing og skuldbindi einungis stjórnarvöld ríkisins, tíl að gera það sem í þeirra valdi stæði til að tryggja ölluiji vinnu- færum mönnum vinnu, Strand Johansen bar fram fyrir hönd kommúnista breyting- artillögu þess efnis, að allir ættu kröfu á vinnu gegn góðum og sanngjörnum launum og kjörum. Sá tillaga var felld. og hélt ræðu fyrir þeim mann- skara, sem safnazt hafði saman fyrir framan húsið. Barðist eins og óargadýr við fhnm lögreglusnenn Síðan stökk hann út um glugg- ann og féll niður á barnavagn, sem stóð við húsvegginn. Hann lærbrotnaði en barðist samt sem óargadýr við fimm lögregluþjóna, sem reyndu að koma honum í sjúkravagn. Hann var fluttur í sama sjúkrahús og Valmunen. Lögreglumaðurinn lézt nokkrum stundum síðar, en Peltari félagi hans var sendur heim eftir að gert hafði verið að sárum hans. Geðbilaður af stjórnmálaáhyggjum Dr. Alho hefur verið forstjóri hagfræðjideildar finnska þjóð- bankans, og einn af leiðtogum hins hálffasistíska Sambands- flokks. Hann hefur hvað eftir annað látið til sín heyra um þær hættur sem vofi yfir Finn- landi vegna hinnar nánu sam- vinnu við Sovétríkin og hefur séð njósnara í hverju horni. SS-llóii bezt | • ■ Kesselring marskálkur. » i* stríðsglæpamaðurinn, sem » ia upphaflegu var dæmdur til ií dauða, en síðan náðaður og i: er nú frjáls maður, hefur enn » n einu sinni látið til sín heyra. » Hann sagði í ræðu, að þýzki :: flugherinn hefði ekki tapað 's orustunni um Bretland og ■ it þýzk innrás í England hefði | heppnazt, ef hún liefði verið gerð árið 1940. En fluglierinn var látinn sinna öðrum verk- efnum og því fór sem fór. . Siðar í ræðuiuii sagði liann. » að stormsveitirnar hefðu ver- » ið „bezta blóð Þýzkalands“ « og því væri það óréttlátt að » i* menn sem í þeim hefðu verið » væru lítils metnir. .•SósííiUsm- \ inn hefur 1 VÍSSiI foosti’* Malénkoff, forsætisráðherra Sovétríkjanna, var fullkomlega sannfærður um að friðsamleg sambúð alþýðuríkja og auðvalds- ríkja gæti orðið varanleg, sagði Listowel lávarður á brezka þing- inu fyrir nokkrum dögum þegar hann gerði lávarðadeildinni grein fyrir ferð Ssinni og annarra brezkra þingmanna tíl Sovétríkj- anna fyrir skömmu, Maður verður mjög var við stríðsóttann í Rússlandi, sagði hann, en allur almenningur setur mikið traust á friðsamlega sambúð milli stórveldanna. Mal- énkoff hafði sjálfur sagt við brezku þingmennina: — Sósíalisminn hefur vissa kosti fram yfir auðvaldsskipulag- ið og þá verður hann að sýna í friðsamlegri samkeppni. Við virðum sjálfstæði annarra ríkja og við munum ekki hlutast til unv innanlandsmál þeirra.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.