Þjóðviljinn - 17.11.1954, Síða 6
48) — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 17. nóvember 1954
tlJIÓOlílUINN
tJtgefandi: Sameiningarflokkur alþ<*«u — Sósíalistaflokkurlnn.
Kltstjórar: Magnús Kjartansson, Síeruróur Guðmundsson (áb.)
Fréttastjóri: Jón Bjarnason
Blaðamenn: Ásmundur öigurjónsson. Bjarni Benediktsson, Guð-
mundur Vigfússon, Ivar H. Jonsson. Matrnús Torfi Ólafsson*
1 Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson.
Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg
19. — Sími 7500 (3 línur).
| Áskriftarverð kr. 20 á mánuði i Reykjavlk og nágrennl; kr. 17
annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið.
| Prentsmiðja Þjóðviljans h.f._________________________^
I
Éinhuga samstilit verkðlýðshreyfing
er brjéstvörn hins vinnandi manns
S.l. sunnudag voru 60 ár liðin síðan Sjómannafélagið
Eáran var stofnað og var þessa merka afmælis minnzt hér
í blaðinu. Var það að vonum því seint mun íslenzk alþýða
lá fullþakkað þeim forvígismönnum o.fl. sem brautina
rruddu og' fyrstir urðu til aö vísa verkalýðnum leiðina til
samstarfs og einingar, bæði í hagsmunabaráttu sinni og
menningarbaráttu. Án brautryðjendastarfs þeirra hefði
islenzk verkalýðshreyfing orðið miklum mun seinni að
þroskast, og vanmáttugri til að leysa af hendi það hlut-
verk, er henni bar í baráttunni fyrir hagsmunum alþýö-
tmnar í landinu.
En í sambandi við það, að minnast forustustarfs braut-
Tyðjenda verkalýðshreyfingarinnar, verður ekki hjá því
komizt, að líta yfir farinn veg og meta einnig, hvaða lær-
<3óma má draga af atburðum liðinna ára til stuðnings
í þeirri baráttu sem nú stendur yfir.
Hver vaf boðskapur forustumanna verkalýðshreyf-
ingarinnar á fyrstu og erfiðustu árum hennar? Sá
hoðskapur var: samstarf og aftur samstarf, eining og aft-
nr eining. Og þeirra boöskapur var enn fremur sá, að
verkalýðshreyfingin mætti aldrei treysta neinum öðrum
cn þeim sem þrautreyndir væru og yrði sífellt að forðast
að láta flugumenn andstæðinganna fá málefni sín til
Tneðferðar.
Auðvitað getur ekki hjá því farið að meðlimi verka-
lýðshreyfingarinnar greini á um ýms atriði. En tvennt er
það þó, sem hver stéttvís verkamaður skilur og breytir
■eftir. Hann lætur mismunandi skoðánir á málum sem eru
ntan við hagsmunamál stéttar sinnar engin áhrif hafa á
afstöðu sína til manna eða málefna innan verkalýðshreyf-
ingarinnar, og hann lætur ekki gömul ágreiningsmál,
sem ekki hafa lengur raunhæfa þýðingu, aftra sér frá að
taka höndum saman viö hvern þann, er af heilum huga
vill vinna að hagsmunum verkalýðsins og eflingu sam-
taka hans. í þessu fylgir hann fordæmi brautryðjend-
anna, sem án efa höfðu ólíkar skoðanir á mörgum hlut-
U3i, en höfðu þá víðsýni til að bera, þegar um það var að
xæða að skapa sterka verkalýðshreyfingu, sem verið gæti
Torjóstvörn verkalýðsins og annarrar alþýðu 1 baráttu viö
vald atvinnurekendanna, sem í flestum tilfellum höfðu
líísafkomu verkamannsins í hendi sér.
Þótt margt hafi breytzt í landi voru síðan á fyi’stu árum
verkalýðshreyfingarinnar, þá eru þau sannindi enn í fullu
gildi, að til þess að verkalýðshreyfingin geti gegnt sínu
hlutverki verður stjórn hennar að vera laus við öll áhrif
andstæðinganna. Enn fremur er sú staðreynd í fullu gildi
enn þá, að gömul ágreiningsmál megi aldrei verða sam-
tökunum fjötur um fót. Einmitt nú er ástæða til að und-
irstrika þetta sérstaklega. Ekkert er þægilegra fyrir höf-
■uðandstæðing verkalýössamtakanna, — auðvaldsatvinnu-
rekendurna í landinu, — en að verkamennirnir og al-
þýöan öll sé ósamþykk innbyrðis. Og þá er af þeirra hálfu
einmitt reynt að vekja og efla sundrungu með því að rifja
upp gömul deilumál, sem á sínum tíma voru dægurmál,
en nú hafa ekki nema sögulega þýðingu lengur, og fá al-
þýðuna til að halda áfram deilum um þau í stað þess að
taka til meðferðar vandamál dagsins í dag
Því miður hafa oft gerzt þeir hlutir í sögu verkalýðs-
hreyfingarinnar á íslandi sem valdið hafa illvígum á-
greining. — Hins vegar er sýnilegt að einmitt nú er sí-
vaxandi hluti hins íslenzka verkalýðs ákveðinn í að leggja
þau á hilluna, og snúa sér að því að gera samtök sín óháð
atvinnurekendavaldinu og sundrungaröflum þess. Snúa
sér að því að byggja þau upp í anda þeirra hugsjónar er
íyrir forvígismönnunum vöktu, þegar þeir stóðu í eldin-
um á fyrstu árum hreyfingarinnar, með þyngsta mótbyr-
inn í fangið. Byggja þau upp í anda hugsjónarinnar um
einhuga samstillta verkalýðshreyfingu, er væri brjóstvörn
liins vinnandi manns bæði í hagsmunalegum og menn-
ingarlegum efnum.
Tillögur Sovétríkjanna um
öryggisbandalag Evrópn
Með það fyrir augum að
vernda frið og öryggi og
hindra að ráðizt verði á
nokkurt ríki í Evrópu,
með það fyrir augum að
greiða fyrir alþjóðlegri sam-
vinnu eftir þeim frumreglum
sem lúta að virðingu fyrir
frelsi og fullveldi þjóða og af-
skiptaleysi um innanríkismál
þeirra,
og til að hindra myndun
hernaðarbandalags með ríkj-
um í Evrópu, sem stefnt er
gegn öðrum ríkjum álfunnar
og valda árekstrúm og við-
sjám með þjóðum, og til að
hrinda í framkvæmd samtaka
aðgerðum allra Evrópurikja
til vemdar sameiginlegu ör-
yggi í Evrópu,
þá gera Evrópuríkin, í sam-
ræmi við tilgang og frumregl-
ur Stofnskrár Sameinuðu þjóð
anna, Sáttmála allra Evrópu-
ríkja um sameiginlegt öryggi
í álfunni, er feli í sér eftirfar-
andi grundvallarákvæði:
1. Öllum ríkjum Evrópu
skal aðild heimil í sáttmálan-
um, hvað sem líður þjóðfé-
lagsskipun þeirra, ef þau
virða tilgang hans og taka á
sig þær skuldbindingar sem
af honum leiða.
Meðan stendur á stofnun
sameinaðs friðsams og lýð-
ráða þýzks ríkis, mega Þýzka
alþýðulýðveldið og Þýzka
sambandslýðveldið taka þátt i
sáttmálanum með jöfnum
rétti og allir aðrir aðilar
njóta. Gert er ráð fyrir, að
þegar lokið er sameiningu
Þýzkalands, þá megi hið sam-
einaða þýzka riki gerast hlut-
takandi í sáttmálanum með
almennum skilyrðum.
Gerð sáttmála þessa um
Á fjorveldafundinum í Ber-
lin flutti utanríkisráðherra
Sovétrikjanna, V. M. Móló-
toff, upphaflega tillögurnar
uni öryggisbandaiag Evr-
ópu. Sovétstjórnin hefur nú
boðið til Evrópuráðstefnu
til að ræða þau mál, og
hefur ríklsstjórn Islands
eiiuúg feugið slíkt boð. Til-
lögur Sovétríkjanna eru
raktar ýtariega i bókinni
Fjórveldafundurinn í Ber-
lín, sem MIK gaf út á þessu
ári, en hér fara á eftir
gruudvallaratriði þelrra elns
og þau komu fram í ræðu
Mólótoffs 10. februar s.i.
-------------------------------1
sameiginlegt öryggi í Evrópu
skal ekki skerða myndugleik
Fjórveldanna — Ráðstjórnar-
ríkjanna, Bandaríkja Norður
Ameríku, Brezka samveldisins
og Frakklands — að því er
tekur til Þýzkalandsmálsins,
sem leysa ber með þeim hætti
sem Fjórveldin hafa áður
kveðið á um.
2. Sáttmálsaðilar gangast
undir að forðast hvers kyns
árásir hver á annan, einnig
að forðast að grípa til vald-
beitingar eða hótana í sam-
skiptum sínum við aðrar þjóð-
ir, og að miðla málum, i sam-
ræmi við stofnskrá Samein-
uðu þjóðanna, í hverri þeirri
deilu, er rísa kann á milli
þeirra, með friðsömu móti og
á þá lund, að ekki stofni al-
þjóðafriði í hættu né öryggi
í Evrópu.
4. Árás með vopnum í
Evrópu á eitthvert aðildarríki
sáttmálans eða fleiri, af hálfu
hvaða ríkis eða ríkjahópa sem
væri, skal telja árás gegn að-
Veitir UNESCO esperaoto stiiðning?
Bænarskrá 16 milljóna manna í þágu Esperantos
rædd á Allsherjarþinginu í Montevideo
Montevideo, höfuðborg Uru-
guay, er í ár einnig ein af
höfuðborgum hins siðmennt-
aða heims. 12. nóvember hófst
þar 8. allsherjarþing UNESCO
(fræðslu-, menningar- og vís-
indastofnun Sameinuðu þjóð-
anna), en þar mæta fulltrúa-
nefndir frá meira en 70 ríkj-
um. Þar munu fulltrúar marg-
víslegra vísindagreina, þekkt-
ir menntafrömuðir, heims-
spekingar, fjöldi rithöfunda,
skálda, blaðamanna o. fl. um
meira en mánaðartíma ræða
hin margháttuðu menningar-
vandamál veraldarinnar í dag.
Á hinni umfangsmiklu dag-
skrá þingsins eru m. a.: fyr-
irhuguð samning allsherjar-
mannkynssögu, opnun alþjóð-
legs skóla, alþjóðasamningur
um verndun menningarverð-
mæta ef til styrjaldar dregur,
alþjóðasamþykkt um sam-
keppni í byggingarlist, al-
þjóðalög um fornfræðigröft,
afnám hafta, sem hindra
frjálsar ferðir þeirra sem
vinna að menningarmálum,
og margt fleira. Mikilvægan
sess í dagskrá þingsins skip-
ar alþjóðleg bænarskrá í þágu
alþjóðamálsins esperanto. Hún
er fyrsta umræðuefnið í þeim
hluta dagskrárinnar, sem
fjallar um menningarstarf-
semi.
Bænarskrá þessa hafa und-
irritað 492 félagasambönd
með alls 15.454.780 meðlim-
um og næsfum ein milljón
einstaklinga í 76 löndum.
Meðal þeirra síðarnefndu eru
nöfn eins lýðveldisforseta,
fjögurra forsætisráðherra, 405
þingmanna i ýmsum löndum,
1.607 málfræðinga, 5.262 há-
skólakennara og annarra vís-
indamanna, yfir 40 þúsund
kennara í framhaldsskólum og
barnaskólum, yfir 5.000 lækna,
1.500 blaðamanna, yfir 200
þúsund lögfræðinga, verk-
fræðinga, lyfjafræðinga og
byggingamanna auk tugþús-
unda iðnaðarmanna og verka-
manna.
Bænarskráio var fyrst lögð
Framhald á 3. síðu.
ildarríkjunum öllum. Komi til
slíkrar árásar, þá skal sér-
hvert aðildarriki neyta al-
mannaréttar til sjálfsvarnar
sér eða í sameiningu, til að
koma hverju því ríki eða ríkj-
um til hjálpar, *sem fyrir á-
rás hefur orðið, með öllum
þeim ráðum, er í þess valdi
standa, þar með talinni beit-
ingu vopnavalds, í því skyni
að koma aftur á og viðhalda
friði með þjóðum og öryggi í
Evrópu.
5. Sáttmálsaðilar gangast
Undir að ræða með sér og
kveða í tíma á um ráðstafanir
til hjálpar, þar með talinnar
hernaðaraðstoðar, er sátt-
málsríkjunum ber að veita, ef
málum færi svo fram í
Evrópu, að þörf yrði á sam-
taka aðgerðum til að koma á
og viðhalda friði í álfunni.
6. Sáttmálsaðilar skulu án
tafar senda Öryggisráði Sam-
einuðu þjóðanna, í samræmi
við ákvæði í stofnskrá þeirra,
upplýsingar um aðgerðir sem
þeir hafa tekizt á hendur eða
í ráði eru og varða rétt þeirra
til sjálfsvarnar eða viðhald
fríðar og öryggis í Evrópu.
7. Sáttmálsaðilar gangast
undir að taka ekki þátt í nein-
um samtökum eða bandalög-
um eða gera neina samninga
sem brytu í bág við tilgang
Sáttmálans um sameiginlegt
öryggi í Evrópu.
8. í þeim tilgangi, að sátt-
málsaðilar ráðgist um með
sér eins og á er kveðið í sátt-
málanum og til að fjalla um
mál, sem rísa af þeim vanda
að vernda öryggi í Evrópu,
eru eftirfarandi ákvæði gerð:
a) Halda skal á vissum tím-
um, og nær sem þess gerist
þörf, sérstakar ráðstefnur,
þar sem hvert 'aðildarríki
skal hafa fulltrúa úr stjórn
sinni eða einhvem annan sér-
staklega tilnefndan fulltrúa.
b) Stofna skal fasta, ráð-
gefandi stjórnmálanefnd, er
hafi það hlutverk, að búa eft-
ir málefnum tillögur í hendur
stjórnum aðildarríkjanna.
c) Stofna ráðgefandi her-
málanefnd, og verði á sínum
tíma kveðið á um starfssvið
hennar.
9. Með viðurkenningu á
hinni sérstöku ábyrgð, sem
hvílir á föstum fulltrúum ör-
yggisráðs Sameinuðu þjóð-
anna um varðveizlu alþjóða
friðar og öryggis, þá skulu
sáttmálsaðilar bjóða ríkis-
stjórnum Bandaríkja Norður-
Ámeríku og Kínverska alþýðu
lýðveldisins að skipa áheyrn-
arfulltrúa á þingum og í
nefndum er starfa samkvæmt
sáttmálanum.
10. Sáttmáli þess skal ekki
á neinn hátt varpa rýrð á þær
skuldbindingar, sem fólgnar
eru í alþjóðasáttmálum og
samningum á milli ríkja í
Evrópu og eru að grundvall-
aratriðum og tilgangi í sam-
ræmi við grundvallaratriði og
tilgang þessa sáttmála.
,11. Sáttmáli þessi skaÞ
standa í gildi í fimmtíu ár.