Þjóðviljinn - 20.11.1954, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 20.11.1954, Blaðsíða 1
1ÓÐVILJIN Laugarclagur 20. nóvember 1954 — 19. árgangur — 265. tölublað Æskulýðsfylkingin í Hafnarfirði heldur fund á morgun, sunnu- dag. Verdur fundurinn í Góð- templaraliúsinu uppi og hefst kl. 2 e. h. Vinstri samvinnan sigraði í Hannibal Valdimarsson kosinn forseti með 35 atkv. meirihluta, Gunnar Jóhannsson 1. varaforseti og Marías Guðmundsson 2. varaforseti Samvinna vinstri manna í verkalýðssamtökunum sigraði á Alþýðusambandsþinginu í gær. Hannibal Valdimarsson var kjörinn forseti þings- ins með 165 atkv., Hálfdán Sveinsson fékk 130. Gunnar Jóhannsson, formaður Þróttar á Siglufirði var kosinn fyrsti varaforseti með 151 atkv., Hálf- dán Sveinsson fékk 145. Marías Þ. Guðmundsson frá ísafirði varð sjálfkjörinn annar varaforseti. Rit- arar urðu einnig sjálfkjörnir. Er vonandi að þessi sigur verði upphaf varan- legrar og giftudrjúgrar vinstri samvinnu og verka- lýðseiningar til heilla fyrir alþýðu þessa lands. Kvöldfundurinn á Alþýðusam- bandsþingi hófst á forsetakjöri. Stilltu vinstri menn Hannibal Valdimarssyni, en hægri menn Alþýðuflokksins, ásamt íhald- Hannibal stakk upp á Gunnari Jóhannssyni formanni Þróttar á Siglufirði sem fyrsta varaforseta, en hægri mennirnir Hálfdáni Sveinssyni aftur. Gunnar var kosinn með 151 atkv., en Hálf- dán fékk 145. Tveir seðlar voru auðir. Hannibal stakk upp á Maríasi Þ. Guðmundssyni frá Sjómanna- félagi ísafjarðar sem öðrum varaforseta og lögðu þá hægri mennirnir ekki í þriðju atlöguna og varð Marías sjálfkjörinn. Ritarar þingsins urðu einnig sjálfkjörnir, þau Guðrún Guð- varðardóttir frá Einingu á Ak- ureyri, Jóhann Möller frá Þrótti Siglufirði, Ólaí'ur Jónssón frá Hlíf í Hafnarfirði og Sigurður Hannibal Valdimarsson. Eyjólfsson frá Hinu ísl. prentara- félagi. 304 fulltrúar frá 1 36 félögum Þegar afgreiðslu kjörbréfa var lokið er tala þingfulltrúa orðin 304 frá 156 félögum. Auk þriggja félaga er tekin voru inn milli þinga var samþykkt upptaka Verkalýðsfélags Breiðavíkur- hrepps og Verzlunarmannafélags Akureyrar, en inntökubeiðni Iðju var frestað þangað til í dag og fer þá fram allsherjarat- kvæðagreiðsla um Iðju, Er verkalýðurinii örðinn langþreytt- ur á þeirri fásinnu að halda þriðja stærsta verkalýðsfélagi landsins utan Alþýðusambands- ins. Tillögur nefndanefndar voru samþykktar og eru þessir kjörn- ir í eftirtaldar nefndir: Verklýðsmálanefnd Hálfdán Sveinsson, Kristján Guðmundsson, Jón B. Rögn- valdsson, Ingimundur Gestsson, Eðvarð Sigurðsson, Sigurður Stefánsson, Magnús Þorsteinsson. Skipulags- og laganefnd Eggert Þorsteinsson, Jóna Guð- jónsdóttir, Sveinbjörn Oddsson, Stefán Hannesson, Jón Rafnsson, Óskar Garibaldason, Karl Guð- jónsson. Fræðslunefnd Ásgrímur Gíslason, Helga Þor- geirsdóttir, Kristján Benedikts- son, Magnús Guðmundsson, Elísabet Eiríksdóttir, Benedikt Þorsteinsson, Guðgeir Jónsson. Fjárhagsnefnd Jón Sigurðsson, Ingimundur Einarsson, Svafar Árnason, Ket- ill Jónsson, Ágúst Vigfússon, Jón Ingimarsson, Björgvin. Sig- urðsson. Viðskiptamálanefnd Ingimar Bogason, Björn Kristófersson, Kolbeinn Helga-- son, Pétur Guðjónsson, Bjarní. Þórðarson, Jón Ólafsson, Mar- on Björnsson. Landbúnaðarnefnd Bernodus Ólafsson, Lárus Jó-- hannsson, Björn Guðmundsson,. Jón Þorgilsson, Geir Sigurðs- son, Sigurður Árnason, Sigurð- ur Guðnason. Framhald á 12. síðu. Eindregio and- staða gegn hernáminu I gær var haldinn almennm- Stúdentafundur í Háskóla Islands. Var til fundarins boðað samkvæmt kröfu íhaldsstúdcnta innan sköl- ans, sem hugðust koma í veg fyr- ir að minnzt væri á sjálfstæðis- málin á fullveldisdaginn 1. des. En svo fór að fundurinn varð Vökumönnum sjálfum til mestu- skammar og var tillögu þeirra viV að frá með 141 atkvæði gegn 100. Heíur íhaidið þar með enn einu sinni farið hina mestu hrakför i Háskólanum, en samvinna her- - námsandstæðinga, sem átti að> kljúfa,'stendur traustmn fótum. Gunnar Jóhannsson. inu, Hálfdáni Sveinssyni frá Akranesi. Vann Hannibal hinn glæsilegasta sigur með 35 atkv. meirihluta. 1 seðill var auður og 1 ógildur. (HÓÐVILIINN Hefur þú athugað, að hundrað vinninga happdrætti Þjóðviljans er , fjölbreyttasta happdrætti ársins? | 4. desember verður dregið í happ- ! drætti Þjóðviljans. Hefur þú tryggt þér miða? Þjóðviljinn er þitt blað. Hvað get- ur þú gert bezt fyrir Þjóðvilja- bappdrættið? Happdrætti Þjóðviljans verður! ekki frestað. Það verður dregið 4. desember. Með sameinuðu átaki í happdrætt- issö unni vinnum við bezt fyrir Þjóðvi’jann Hundrað vinninga happdrætti Þjóðviljans. Gerið daglega skil. Takið fleiri miða tii sölu. Dregið 4. desember. i Framsékn og S jálf stæðisf lokkurinn vilja að ísland leggi blessun yfir inn- limun Grænlands í Danmörku Þíngmenn úr þremur flokkum mófmœla þeirrí afstöÓu og leggja til oð íslendingar mótmœli innlimun Grœnlands Ríkisstjórn Framsóknar og Sjalfstæðisílokksins lagði íyrir Alþingi í gær tillögu um afstöðu til innlimunar Grænlands í Danmörku, sem jafngildir algerri viðurkenningu á þeirri innlimun og hinni alræmdu nýlendustjórn Dana á Grænlandi. Loks í g'íer var lagt. fyrir Al- þingi að ræða afstöðu íslands á þingi Sameinuðu þjóðanna til innlimunar Grænlanas í Danmörku. Upplýstist á fundi sameinaðs þings í gærkvöld að ætlunin var einungis að ræða málið á lokuðum fundi, en lát- ið var undan kröfu þingmanna um opinn fund, og stóðu um- ræður enn er blaðið fór í press- una, Fluttu ríkisstjórnin svohljóð- andi tillögu: „Alþingi samþykkir, að utanríkisráðherra gefi sendi- nefnd ísiands á allsherjar- Jringi Sameinuðu þjóðanna fyrrimleli um að sitja hjá við atkvæðagreiðslu á alls- heriarbinginu um ályktun gæzluverndarnefndarinnar varðandi það, að Dönum beri ckki lengur að senda skýrslu um Grænland til Sameinuðu þjóðanna". Finnbogi Rútur Valdimars- son flutti ýtariega og snjalla ræðu og ræddi Grænlandsmálið af skarpskyggni og víðtækri þekkingu. Tók hann m.a. ræki- lega til meðferðar grunnfærnis- legan og þekkingarsnauðan. vaðal Ólafs Thórs um málið, og mun íslenzkur forsætisráðherra sjaldan hafa verið hirtur eins á Alþingi. Flutti Finnbogi breytingartil- lögu um að þingsályktunin orð- ist svo: „Alþingi ályktar að fela rík- isstjórninni að gefa fulltrúum fslands á allsherjarþingi Sain- einuðu þjóðanna nú þegar fyr- irrnæli um að greiða atkvæði gegn viðurkenningu Samein- Framhald á 9. síðu. Orðsending til sölumanna Happdrættis Þjóðviljans í dag er allsherjar skiiadagur í Happdrætti Þjóðviljans. Gerið vinsamlega skil í afgreiðslu happdrætt- isins að Þórsgötu 1 eða Skólavörðustíg 19.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.