Þjóðviljinn - 20.11.1954, Blaðsíða 8
• 8) — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 20. nóvember 1954
# ÍÞRÓTTIR
RITSTJÓRl FRtMANN HELGASON
með Skymasierilugvélum
yfir Atlantshafið
Vetraráætlun
Gildir frá 1. nóv. 1954 til 1. apríl 1955
Reykjavík — Stafangur — Hamborg—Kaupmannahöfn
Kaupmannahöfn—Hamborg Stafangur — Reykjavík
Miðvikud. fimmtud.
frá Reykjavík 0830 frá Hamborg 1000
til Stafangurs 1530 til Kaupmannahafnar 1100
frá Stafangri 1630 frá Kaupmannahöfn 1200
til Kaupmannahafnar 1815 til, Stafangurs 1400
frá Kaupmannahöfn 1900 frá Stafangri 1530
til Hamborgar 2000 til Reykjavíkur 1900
Stafangur — Ósló miðvikud. Osló — Stafangur sunnud.
frá Stafangri 1630 frá Osló 1200
til Oslóar 1805 til Stafangurs 1350
Reykjavík — Osló Ilamborg — Gautaborg —
Gautaborg — Hamborg Osló — Reykjavík
sunnud. sunnud.
frá Reykjavík 0830 frá Hamborg 1000
til Oslóar 1630 til Gautaborgar 1145
frá Osló 1730 frá Gautaborg 1300
til Gautaborgar 1815 til Oslóar 1345
frá Gautaborg 1845 frá Osló 1500
til Hamborgar 2030 til Reykjavíkur 1900
Reykjavík — New York New York — Reykjavík
sunnud. þriðjud.
fimmtud. laugard.
frá Reykjavík 2100 frá New York 1200
föstud. til Gander 1930
mánud. frá Gander 2030
til Gander 0330 miðvikud.
frá Gander 0430 sunnud.
til New York 0900 til Reykjavíkur 0700
FARGJÖLD
Báðar Báðar leiðir Aukafl.
Aðra leið leiðir frá 1.11.-31.3. pr. kg.
Stafangurs kr.1470 2646 18,40
Oslóar — 1470 2646 18,40
Kaupmannahafnar — 1600 2880 20,00
Gautaborgar — 1600 2880 20,00
Hamborgar — 1778 3201 22,25
New York — 2808 5055 4325 28,10
V öruf lutninga r.
Hin árlega aukning vöruflutninga í lofti, sannar, að þeim
fjölgar ört, sem telja hag sínum og viðskiptavinanna bezt
borgið með því að flytja ýmsar vörutegundir landa í
milli með flugvélum Loftleiða.
Gerið svo vel að kynna yður hin hagstæðu farmgjöld vor.
Sími 81440
Handknattleiksmótið:
Valur siigahæsiur með 7 stigen KR
og Víkingur hafa 5 hvort
Handknattleiksmót Reykja-
yíkur hélt áfram s.l. fimmtu-
dagskvöld og kepptu þá fyrst
3KR og Valur og var leikur
íþeirra bezti leikur kvöldsins.
KR-ingar byrjuðu mjög vel og
eftir 6 mínútur höfðu þeir þrjú
jrnörk gegn einu. Virtust þeir i
byrjun leiksins ná betri tökum
á leiknum og var Hörður Felix-
gon mjög skotviss. En Vals-
jmenn létu ekki bugast af þess-
ari hörðu sókn KR og leyfðu
Jiú Herði ekki lengur að skjóta
eins óhindrað og tóku sjálfir
að skora. 3:2 kemur næst á
töfluna. Hafði Geir gert bæði
mörkin fyrir Val. En nú skor-
sr Hörður i fjórða sinn fyrir
KR á 8. mínútu 4:2. Halldór
Haildórsson eykur i 4:3 og
íbórir Þorsteinsson fyrir KR
5:3. Nú eru það Valsmenn sem
jafpa með því að Pétur Ant-
onáson gerir 2 mörk 5:5. Enn
taka KR-ingar forustuna með
skóti frá Sigurði, en Sigurhans
og Halld. enda hálfleikinn með
tveim mörkum í röð og standa
Jeikar þvi 7:6 fyrir Val.
KR-ingar byrja með því að
jafna og gerði Sigurður það.
Nú var eins og KR fataðist
Vörnin, því að Valsmenn gera
fjögur mörk í röð (Sigurhans
2, Árni eitt og Geir eitt). 11:7.
f'rímann gerir svo 8. mark KR,
en enn bæta þeir Sigurhans
og Árni við markatölu Vals
13:8. Fleiri mörk gerðu Vals-
menn ekki, en KR-ingar settu
þrjú síðustu mörkin — Þorbj.
Þórir og Hörður. Leikurinn var
oft hressilegur og skemmtileg-
ur. Þeir sem bezt telja sig til
þekkja álíta að e. t. v. sé þetta
úrslitaleikur mótsins. Víst er
iþað, að Valur þolir að tapa
einum leik og hefur því bezta
Stöðu í dag en margt getur þó
fckeð í handknattleik. — Dóm-
sri var Axel Sigurðsson.
Víltingur — Þróttur 14:12.
Það virtist sem Þróttur ætl-
sói að fá herfilegt „burst“ hjá
Víking því liðnar voru 10 mín.
af hálfleik, þegar Þróttur gerði
fvrsta markið en þá hafði Vík-
íngur gert 4. Hálfleikurinn
endaði 8:3. Víkingar náðu rétt-
um leik og hröðum og mark-
Srnanni Þróttar tókst ekki að
verja eins vel og síðar gerði.
Þrótturum tókst aldrei að kom-
ast það langt inn í vörn Vík-
ínga að þeir gætu skapað sér
opnur.
í síðari hálfleik snerist allt
við og er bágt að segja hvort
hér hefur ráðið það að Vík-
jngar töldu sig örugga eða
hítt að Þrótti óx ásmegin og er
sennilegt. að hvortveggja hafi
átt. sér stað. Af fjórum fyrstu
rn örkunum í hálfleik skorar
Þróttur þrjú og fór svo að hálf-
ieiknum lauk með sigri Þrótt-
sr 9:6 en Víkingur vann leik-
inn með 14:12. Þróttarar náðu
oft laglegum samleik sem rugl-
aði vörn Víkings og átti Hörð-
ur Guðmundsson mörg góð
skot. 1 þessum hálfleik varði
Guðmundur í markinu oft vel.
— Dómari var Gunnar Bjarna-
son.
Ármann vann Fram 20:14.
Þetta var markahæsti leikur
mótsins sem á rót sína fyrst
og fremst að rekja til opins
varnarleiks hjá báðum. Bæði
hafa lið þessi séð sinn fífil
fegri enda nokkuð af nýliðum
með í liðunum. Árm. hafði allt
af yfirhöndina. I hálfleik stóðu
leikar 9:5 fyrir Ármann en
leiknum lauk með 20:14 fyrir
Ármann.
Á sunnudagskvöld varð að
fresta leikjum vegna raf-
magnsleysis í Hálogalandi. Var
aðeins hægt að ljúka leik Vals
og Þróttar og vann Valur 18:8.
Víkingur — Ármann og KR
— ÍR sem keppa áttu þann
dag keppa á mánudagskvöld.
Aðrir leikir hafa farið
þannig:
Víkingur—KR: 9:9
Ármann—IR 12:9
Þróttur—Fram 16.14
Valur—Víkingur 12:11
Fram—ÍR 13:8
KR—Ármann 13:11
Valur—ÍR 13:13, ÍR var með
ólöglegan mann og má
gera ráð fyrir að Valur
fái bæði stigin.
Víkingur—Fram 12; 9
KR—Þróttur 16:7
Á sunnudaginn keppa svo
Víkingur — iR; Valur —
Fram og Ármann — Þróttur.
Það sem af er þessu móti og
raunar í hraðkeppnismótinu
líka voru áhorfendur hér og
þar sem reyktu og það svo að
reykjarmökk lagði um allan
salinn stundum, þetta er af-
leitt fyrir keppendur, enda er
þetta bannað í húsinu. Ef vel
er að gáð má sjá smáspjöld á
veggjum þar sem þessa er get-
ið, en svo smá eru þau að ein-
hver sagði að smásjá þyrfti til
að koma auga á þau og það
sem þar stæði.
Vinsamlegast setjið nú
stærri spjöld og setjið þau víða.
Og svo eitt enn: biðjið umsjón-
armanninn um að fylgja þessu
eftir, og ef hann er önnum kaf-
inn við að selja gosdrykki eða
sælgæti þá veitið honum aðstoð
við annaðhvort. Ógeðfellt er
líka að sjá hópa af strákum
hamast með ópum og köllum á
gólfinu, án þess að við þeim sé
stuggað.
Ungverjaland og
Austurríki 4:1
Hvorki Puskas né Boczik
voru með
Sl. laugardag kepptu Ung-
verjar og Austurríkismenn í
knattspyrnu í Búdapest og fóru
leikar svo að Ungverjar sigr-
uðu með 4:1. í hálfleik var
jafntefli 1:1. Fyrri hálfleikur
var jafn en í síðari hálfleik
misstu Austurríkismenn tökin
á leiknum og samleikur þeirra
fór út um þúfur. Þau þrjú
mörkin, sem komu þá veittist
Ungverjum auðvelt að skora.
Hvorki Puskas né Boszik voru
með og má gera ráð fyrir að
sérstaklega til að byrja með
hafi það haft áhrif á liðið.
Nikkinen óhepp-
inn
Frá því var sagt hér á íþrótta-
síðunni að nokkrar umræður
hefðu orðið og meiningarmunur
um það hvort Nikkinen hefði
sett met eða ekki nýl. Hann á-
kvað að gera aðra tilraun áður
en langt um liði. Átti sú til-
raun að fara fram i Helsinki
en þegar til kom vildi ekkert
félag sjá um mótið. I staðinn
tók hann þátt í móti í Lohti.
Tveimur tímum áður en mótið
átti að hefjast tók að snjóa
allmikið og hélzt snjókoman
allan daginn. Eigi að síður fór
mótið fram og þrátt fyrir
þessi skilyrði tókst Nikkinen
að kasta spjótinu 74,95 m
sem er ágætur árangur við
slíkar aðstæður. Á móti þessu
hljóp Voitto Hellsten 60 m á
finnska mettímanum 6,9 sek.
Um 5 m snjólag var á vellin-
um allan tímann.
Bezti árangur í
Hér fer á eftir skrá yfir
bezta árangur sem náðst hefur
í hinum ýmsu greinum frjálsra
íþrótta í Svíþjóð á sl. sumri.
100 hlaup: J. Carlsson 10.6
200 — J. Carlsson 21,3
400 — Bránnström 47,8
800 — Ekfeldt 1.50.3
1500 — I. Eriksson 3.45.0
3000 — Adamsson 8.23.0
5000 — Ahertsson 14.27.8
10.000 hlaup: Nilsson 30.02.2
110 m grindahl.: Johanns-
son 14.8, 400 m grindahlaup:
Eriksson 51.9, Hindrunarlilaup:
Söderberg 8.52.8, Hástökk: B.
Nilsson 2.11, Langstökk: Á.
Eriksson 7.27, Stangarstökk:
Lundberg 4.40, Þrístökk: Nor-
man 15.31, Kúluvarp: R. Nils-
son 16.47, Kringlukast: R.
Nilsson 54,54, Spjótkast: Fred-
riksson 76.74, Sleggjukast:
Aspelund 56.43.