Þjóðviljinn - 20.11.1954, Side 10

Þjóðviljinn - 20.11.1954, Side 10
10) — ÞJÓÐVTLJINN — Laugardagur 20. nóvember 1954 Stígamaðuriim----------------------------------- Eftlr Giuseppe Berto _______________________________—----' 57. dagur í heimsókn til okkar,“ sagði hann. „Ég skal senda eft- ir þér.“ „Bráðum, þú verður að lofa því.“ ' „Ég lofa því,“ sagði hann með uppgerðar hátíðleik. ' „Ekki svona. Lofaðu mér því í alvöru.“ 1 „Ég lofa því,“ sagði hann álvarlegur. Andartaki síðar kom Miliella til okkar. „Ég er tilbú- in,“ sagði hún. Svo fórum við út úr anddyrinu með kræklóttu viðar- súlunum. Nú snerti tunglið næstum fjallsbrúnina. Ef maður lagði eyrun við heyrðist árniðurinn, annars var alger þögn. Miliella greip um hönd mína án þess að segja neitt og þrýsti hana blíðlega. Michele Rende kvakaði eins og fugl, þrisvar sinnum. Annar fugl svaraði honum innan úr skóginum og loks hinn þriðji lengra í burtu. Þá sleppti Miliella hendi minni og gekk af stað með Michele Rende í daufu tunglsljósinu. „Bráðurn," sagði ég aftur. „Ég lofa því,“ svaraði Michele Rende. Og svo hurfu þau, en fótatak þeirra á fyrstu visnu trjálaufunum heyrðist enn nokkra stund. Ég gekk inn til móður minnar, sem kraup enn á gólfinu fyrir framan altarið. Eftir andartak snart ég öxl hennar. NÍUNDI KAFLI OG DAGINN eftir! Hvað ég var hreykinn þegar ég reið beint gegnum þorpið, klofvega á klyfsöðlinum á baki Martino. Ég lagði seint af staö til Lauzara og af ásettu ráði tók ég á mig krók eftir Santo Stefano veginum. Alls staðar var fólk, á torginu og á götunum, konur að spinna í sólinni, iðjuleysingjar og drengir að leik. Fólkið þóttist ekki sjá mig eða horfði á mig með uppgerðar meðaumkun og þegar ég var farinn framhjá^ gaf það tilfinningum sínum lausan tauminn með drýg- indalegum brosum og lágværum athugasemdum. Og ég reið eins og keisari framhjá því með vitneskjuna um ' leyndarmál mitt, og ég naut illgirni þess. Þegar það kæmist að öllu.saman! Mig langaði til að hrópa það í allra áheyrn — að Miliella væri nú lögleg eiginkona ; ’ Michele Rende, og þótt fólkið hataði Michele Rende og ; vildi hann feigan, kallaði hann morðingja og stigamann, 1 yrði það samt að bera virðingu fyrir honum, vegna þess að hann var maður sem barðist ótrauður við hvern þann sem lagði stein í götu hans. Fréttirnar bárust skjótt milli manna, án þess að ég hefði þar hönd í bagga, einkum fyrir tilstilli Domenico . 1 Bicia. Honum hafði þótt þetta mikið ævintýri. Vopnað- ur, grímuklæddur maður hafði vakið hann um miðja nótt og neytt hann til að koma með sér í kirkju og vera svaramaöur við giftingu. Hann hafði aldrei veriö jafn- hræddur á ævi sinni. En viö héldum kæruleysislátbragði okkar eftir sem áður. Nú voru margir sem köstuðu á mig kveðju þegar ég fór framhjá og sögöu eitthvað í von um að ég næmi staðar og spjallaöi við þá. En ég gerði engan aö trún- aðarmanni mínum; ég tók undir kveðjur þeirra og hélt rakleitt áfram með sama yfirlætinu og þeir höfðu áður sýnt. Og þeir urðu að kyngja reiði sinni og láta sér 1 nægja hinar ófullkomnu fréttir sem Domenico Bicia hafði að segja. Presturinn sagði ekkert og meðhjálparinn ' ekki heldur. Samt sem áður fréttist'það, að Infante * lögreglustjóri hefði daginn eftir brúðkaupið farið heim til prestsins og átt við hann langt samtal , og ef til vill var það þess vegna sem lögreglan gerði ekkert veður ' út af þessu. f þetta skipti var ekki sent eftir okkur á ' lögreglustöðina. En eitt kvöldið rakst ég aftur á Fimiani lögregluþjón á heimleiðinni. Hann var næstum drukknari en í fyrra skiptið. Það hafði mikið verið rætt í þorpinu um þenn- an nýja vana hans, að drekka sig út úr á hverju kvöldi, og allir voru undrandi og gramir yfir því, því að hann ' hafði aldrei fyrr drukkið úr hófi fram. Þetta kvöld stóð hann varla á fótunum. „Þú hefur séð hann,“ sagði hann. „Þú hefur séð hann. Þú skalt ekki segja mér, að þú hafir ekki séð hann.“ „Nei ég hef ekki séð hann.“ „Heldurðu að við vitum ekki, að þú varst líka í kirkj- unni?“ „Fyrst þú veizt það, hvers vegna spyrðu þá?“ „Auðvitað varstu þar. Og sagðirðu honum það?“ Ég mundi ekki greinilega hvað það var sem ég átti að segja honum. „Já, ég sagði honum það,“ sagði ég. „Og hann — hvað sagöi hann?“ „Ekki neitt.“ „Hvað áttu við? Það getur ekki verið að hann hafi ekki sagt neitt?“ „Hann sagði ekkert,“ svaraði ég. „Ekkert, — ekki nema það þó — hann fær að vita hvað það gildir. Segðu honum að vax-a sig. Nú er eins og lögreglan sé í fasta svefni, er það ekki? Það er eiris og við leyfum honum að leika lausum hala að vild sinni? Hann kemst bráðlega aö raun um, hvort ég hef ekki rétt fyrir mér. Hann endar eins og hundur í síki.“ Veslings Fimiani lögregluþjónn. Eflaust gekk rann- sóknin ekki honum í hag og hann i'eyndi að hugga sjálfan sig sem bezt hann gat. Hann hafði vissulega ekki bætt um fyrir sér ef hann hafði hjálpað Michele Rende að komast burtu. OC CAMÞta Tveir menn höfðu leigt sér saman herbergi . á hóteli í New York, en þegar liðið var á nótt vaknaði annar þeirra við það að félagi hans var tekinn að ganga um gólf í herberginu. Hvað er nú um að vera? — spurði sá í rúminu. Gengur þú orðið um gólf um miðjar nætur? Hinn svaraði: — Ég skulda Rubenstein 100 dollara, sem ég hafði lofað að borga á morgun, en nú hef ég enga peninga getað útvegað. Sá syfjaði sneri sér til veggjar og sagði: — Góði, hafðu þig í svefninn og láttu þessum Rubenstein það eftir að æða um gólf að næturþeli. En dagarnii’ liðu og hann sendi ekki eftir mér. Á kvöldin þegar ég kom heim vonaði ég að Giacomo De Luca eða einhver annar maður biði eftir mér til að fylgja mér upp í fjallið. Ég vissi ekki hvoi't ég átti held- ur aö gei’a: fara til Lauzara á hverjum degi eða vera heima. En ef Michele Rende vissi svo vel um allt sem ég gerði, þá mátti gera ráð fyrir því að hann vissi hvar mig væri að finna. Eftir viku fór ég að leita að Gia- como De Luca. Ég vissi þegar hvar hann átti heima. Hann hafði her- bergi á leigu í Santo Stefano í götunni bakvið klaustrið. Það var þröng , sóðaleg gata, steinlögð og með götu- ræsi í miðju eins og allar þrengstu göturnar. En hún var frábrugðin þeim að því leyti að öðru megin við hana var í stað húsa hár og gluggalaus klausturveggurinn og við endann á götunni beygði veggurinn, svo að ekki var hægt að komast út úr götunni þeim megin. í einu af innstu húsunum hafði Giacomo De Luca tekið her- bergi á leigu. En hann hafði ekki átt þar heima lengi. Hann hafði komið þangað hálfum mánuöi eftir að síð- asta fátæka fólkið hafði verið rekið burt úr La Cellia, því að hann hafði líka farið þangað til að leggja hald á land. Áður hafði hann unnið í einni sögunarmyll- Sölumaður nokkur kom að máii við bónda einn, sem var á ferð í höfuðborginni og gerði ákafar tilraunir til að fá bóndann til að kaupa af sér mótorhjól. — Ég er að hugsa um að kaupa heldur kú, sagði bónd- inn. En sölumaðurinn var ekki af baki dottinn og sagði: — En góði maður, ekki gætir þú látið sjá þig ríðandi á kú um höfuðborgina. — Að vísu ekki — svaraði bóndinn —, en engu gáfulegra væri að láta sjá sig við að mjólka mótorhjól. O^ehnm eimilisþáttur Pinnar úr sögunni Flestar ykkar hafa óbeit á hárpinnum, en stundum leit- um við samt sem áður á náðir þeirra. Það er óþægilegt að hafa þá í hárinu en samt er ekki auðvelt að komast af án þeirra, vegna þess að það er dýrt að fara á hárgreiðslu- stofu í hvert skipti sem hárið er þvegið. En nú virðast dagar pinn- anna að verða taldir og venju- legar hárspennur vera að taka við af þeim. Hárið er vafið upp utanum fingur eins og gert er á hárgreiðslustofum. Takið eft- ir hvernig hárgreiðslukonan fer að, þegar þið farið næst á hárgreiðslustofu. Reynið að vefja lokkinn upp með tveim fingrum og missið ekki móð- inn þótt það heppnist ekki í fyrsta sinn. Það er nefnilega alls ekki auðvelt að vefja lokk- ana upp á réttan hátt, það krefst æfingar, en allir geta lært það. Eftir tvö eða þrjú skipti fer háruppsetningin að ganga bet- ur og eftir fimmta eða sjötta skiptið eru flestir orðnir leikn- ir í listinni. Auðveldast er að festa lokk- ana með hámálum. Meiri æf- ingu þarf til að nota litlu hár- nálarnar. Lokkamir verða mjúkir og eðlilegir þegar þeir eru festir á þennan hátt, hárið Eyrnaskart Nú er farið að nota mjög fyrirferðarmikið eymaskart. — Sumir þessara skartgripa em þornar fljótt og auðvelt er að binda klút yfir hárið og skýla spennunum ef maður á erindi út aSur en hárið er orðið þurrt. Ef þið hafið gefizt upp á að laga sjálfar á ykkur hárið, þá leitið til vinkonunnar. Það er oft hægara að setja upp hár á öðrum, og það er engan veg- in afleit hugmynd að tvær vin- konur þvoi sér hárið sama dag- inn og hjálpi hvor annarri við hárgreiðsluna. smekklegir og snotrir, aðrir ferlegir ásýndum og dæmalaust ósmekklegir. Auk þess em þetta tízkugripir og verða aldrei við allra hæfi. Það er ekki sama hver ber svona skart og við hvernig búning það er notað. Flestir eru skart- gripir þessir úr glitrandi sim- ilisteinum og perlum. HÁLSKLtJTAR ÚR SKINNI. Hálsklútar úr skinni eru mjög í tízku. Þeir eru fallegir og sjálfsagt mjög hlýir en all- dýrir. Það eru helzt snöggu skinntegundirnar sem henta í hálsklúta. En þótt fínustu skinnin séu dýr og elcki við- ráðanleg fyrir almenning, þá er hægt að gera sér fallega klúta úr ódýmm skinnum og hægt er að nota skinnafganga og slitur af gömlum loðkápum sem eru til einskis nýtar.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.