Þjóðviljinn - 18.12.1954, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 18.12.1954, Qupperneq 1
VILJINN Ahygli lesenda skal vakin á því að í kvöld verða allar verzlanir opnar til kiukkan 22. Laugardagur 18. desember 1954— 19. árgangur — 289. tölublað Ufs¥Ör Reykvíkinga á annað hundrað milljónir kr. Ný 14 millj. kr. byrði lögð á Reykvíkinga í hækkuð- um útsvörum, strætisvagnagjöidum og vatnskatti Við afgreiðslu fjárhagsáætlunar Reykjavíkurbæj- ar í fyrrinótt og gærmorgun lagði Sjálfstæðisflokk- urinn nýja 14 millj. kr. byrði á reykvískan almenn- ing í hækkuðum útsvörum og hækkuðum sköttum. Útsvarsupphæðinni kom Sjálfsíæðisflokkurinn upp í 101,4 millj. kr. og er það í fyrsta skipti í sögu bæjarins að útsvörin komast á annað hundrað milljónir. Utsvör Reykvíkinga hækkaði íhaldið um liðlega 10 millj. kr., úr 90.4 millj. kr. eins og þau Litlu jélatrén nær þrotin Sala jólatrjánna á vegum Land- græðslusjóðs stendur nú sem hæst, þótt hún sé nýlega byrjuð. Jólatré þessi, sem eru frá Heiðafálaginu danska eru ljómandi fa’leg, enda er eftirspurnin eftir þvi og voru fiest öll litlu trén þrotin í gær. Það mun þvi ráðlegast að draga ekki að ná í jólatrén. Au&vitað kaupa allir jólatrén hjá Landgræðslusjóði, með því styðja þeir að endurgræðslu eigin lands. Aðalútsala Skógræktarinnar er á Laugaveg 7, en auk þess á allmörgum öðrum stöðum, og geta menu séð það á öðrum stað i blaðínu í dag. Gott er fyrir þá sem þegar hafa keypt jólatré sín eða gera það strax, að geyma þau á köldum stað og láta þau standa niðri í dá- litlu af vatni, því hætta er á að þau skemmist í bæði þurrum kulda og þurrum hita. Stórveldin ráði ein m beifingu kjarnorkuvopna Samkomulag varð um það á ráðstefnu A-bandalagsins í Par- ís í gær, að ef til stríðs kemur, skuli ríkisstjórnir aðildarríkj- anna segja til um hvort kjarn- orkuvopnum skuli beitt. Hins vegar hefur enn ekki verið úr því skorið, hvort samþykki allra ríkisstjórnanna þarí til slíkrar ákvörðunar. Stórveldi bandalags- ins eru sögð vilja vera einráð í Jiessu máli. Þurfti ekki að nauðlenda Akureyri í gær. Frá frétta- ritara Þjóðviljans. í gærkvöldi varð Douglasflug- vél, sem var á leið frá Reykja- vík til Egilsstaða, að hverfa frá lendingu þar vegna veðurs og sneri þá við til Akureyrar. Var hún hér yfir bænum á áttunda timanum. Mikil ising hafði setzt á vængi og hjól véiarinnar og varð hún að sveima alllengi hér yfir bænum á meðan isingin var að bráðna. Þar sem búizt var við nauðlendíngu var kallað á vettvang, en auk þess var lögregla tilbúin á flugvell- inum með sjúkrabíl og hjálpar- tæki. Lendingin tókst þó giftu- samlega og kom ekki til þess að vél eða farþegar þyrftu neinnar óvenjulegrar aðstoðar við. voru í fyrra, í 101 millj. 432 þús. á þessu ári. Þá samþykkti Sjálfstæðisflokk- urinn einnig að hækka vatns- skattinn um helming og nemur sú hækkun 2.6 millj. og loks samþykkti það að tvöfalda strætisvagnafargjöldin á helgi- dögum þjóðkirkjunnar og öðrum frídögum og nemur sú hækkun — samkvæmt áætlun Sjálfstæð- isflokksins — hálfri' millj. kr., eða samtals þessar hækkanir 14.1 millj. kr. — Líklegt má þó telja að auknar tekjur strætis- vagnanna af tvöföldun fargjald- anna á helgidögum og frídögum nemi a. m. k. helmingi hærri upphæð en Sjálfstæðisflokkurinn áætlar. Jafnhliða þessum hækkuðu Viðurkenmngm til Þórarins Björnssonar fór í handaskolum Á fundi sameinaðs þings í gær var kosin úthlutunarnefnd lista- mannalauna, og lagði ríkisstjórn- in fram lista með nöfnum Þor- steins porsteinssonar sýslu- manns, Þorkels Jóhannessonar prófessors og Jþórarins Björns- sonar skólastjóra á Akureyri. Kom fram annar listi með nafni Helga Sæmundssonar rit- stjóra, og fór kosningin þannig að listi ríkisstjórnarinnar fékk 35 atkv. og kom tveimur að en hinn listinn 14 atkv. og komst Helgi í nefndina, en hann hefur átt sæti í henni undanfarandi ár. Verður rikisstjórnin því að upphugsa annað form á viður- kenningu fyrir þjónustu handa skólastjóranum á Akureyri. útsvars- og skattabyrðum, felldi Sjálfstæðisflokkurinn ekki aðeins allar breytingatillögur Sósíal- istaflokksins og hinna flokkanna um verklegar framkvæmdir, í- búðabyggingar og slíkt, heldur einnig allar tillögur um sparn- að í rekstri bæjarins! Niðurstöðutölur f járhagsáætl- unar bæjarins eru um 120 millj. 650 þús. og er hún nú hæsta í allri sögu bæjarins. Frá afgreiðslu fjárhagsáætlun- ar bæjarins verður sagt nánar síðar. A/jb/ng/ kýs nýbýlast'iórn til íjögurra ára Sameinað Alþingi kaus í gær nýbýlastjórn til fjögurra ára og komu fram þrír listar. A-listi með nafni Ásmundar Sigurðssonar, B-listi með nöfn- um Steingríms Steinþórssonar og Hauks Jörundssonar og D-listi með nöfnum Jóns Pálmasonar og Jóns Sigurðssonar. Komu ekki fram fleiri upp- ástungur og urðu þessir sjálf- kjörnir. Varamenn urðu einnig sjálf- kjörnir: Tryggvi Pétursson, Björn Bjarnason, Þorsteinn Ei- ríksson, Ingólfúr Jónsson og í>or- steinn Þorsteinsson. 2 franskar þingnef n andvígar fullgildingu Mikill meirihluti í landvarna- og ijár- hagsnefndum franska þingsins gegn þýzkri hervæðingu | Tvær af nefndum franska þingsins, landvarnanefndin og fjárhagsnefndin, hafa lýst yfir andstöð'u sinni við full- gildingu Parísarsamninganna um endurhervæðingu Vest- ur-Þýzkalands. Landvarnanefnd þingsins ræddi samningana í fyrradag og lá fyrir nefndinni uppkast að á- litsgerð, sem einum nefndar- manna hafði verið falið að semja. Hann lagði til, að nefnd- in lýsti yfir samþykki sínu við fullgildingu samninganna að því tilskildu, að fyrst yrði reynt að halda fjórveldafund um þýzk? vandamálið. Nefndin felldi þessa álitsgerð með 21 atkvæði gegn 11, en þrír sátu hjá, og fól öðr- um nefndarmanni, sem lýst hef- ur yfir skilyrðislausri andstöðu við hervæðingu Vestur-Þýzka- lands, að semja nýja. Fjárhagsnefndin einnig á móti Fjárhagsnefnd þingsins ræddi samningana í gær og samþykkti hún með 18 atkv. gegn 10 að leggja til að Parísarsamningarn- ir yrðu felldir. Utanríkismálanefnd þingsins er sú eina af mikilvægari nefnd- um þingsins sem lýst hefur yfir stuðningi við Parísarsamningana, með 16 atkv. gegn 15 og síðar kom í ljós, að varamaður í nefndinni hafði ekki hlýtt fyrir- mælum þess sem hann kom í stað fyrir um að sitja hjá, en greitt samningunum staðinn. atkvæði t Smáflokkar fella stjórn Kekkonens í Finnlandi Kekkonen, forsætisráðherra Finnlands, gekk í gær á fund Paaisikivi forseta og afhenti honum lausnarbeið'ni fyrir ráðuneyti sitt. Stjórnin, sem er sú fimmta sem Kekkonen hefur myndað eftir styrjöldina, hefur aðeins setið við völd í nokkrar vikur. í gær greiddi þingið atkvæði um framlengingu á heimild handa henni til að stjórna með tilskipunum. Stjórnin hafði til- kynnt að hún gerði atkvæða- greiðsluna að fráfararatriði. Stjórnin fékk 140 atkv., 51 voru á móti, 2 sátu hjá, en 6 voru fjarverandi. Frumvarpið náði m nagm þó ekki fram að ganga, þar sem 1,1,1 ^ slík heimild verður ekki veitt nema a. m. k. 150 þingmenn (% þingsins) greiði henni atkvæði. Þrír smáflokkar þingsins, Sam- einingarflokkurinn, Finnski og Sænski þjóðflokkurinn voru all- ir á móti stjórninni. Launahækkun íhalds og Framsóknar: sfliunuöu esnbæfflsnieniilriilr fá insmesf mánarbætur Fjárlögin voru aígreidd á Albingi í gær Ríkisstjórnin og flokkar hennar létu sér ekki segjast, og samþykktu í gær grunnlaunauppbótina til starfs- siökkviiiðið. manna ríkisins í því formi sem frá var skýrt í gær, að iaunahæstu embættismenn landsins fá langmesta hækk- un, en láglaunafólkið svo lítilfjöxTega hækkun að nær engu nemur. Breytingartillögu Einars Ol- geirssonar um aukið réttlæti í þessum launauppbótum, á þá leið að lægst launaða fólkið fengi þó 2000—2500 kr. ársupp- bót, í stað 300—500 kr. sem íhald og Framsókn rétta þeim, voru felldar, en allir þingmenn stjórn- arandstöðuflokkanna greiddu þeim atkvæði. Þriðju umraeðu fjárlaga lauk í fyrrakvöld og fór atkvæða- greiðslan fram í gær. Breytinga- tillögur stjórnarandstöðunnar um fjárframlög til- atvinnumála og menningarmála voru felldar, en fréttir af einstökum tillögum og afgreiðslu þeirra verður að bíða vegna þrengsla í blaðinu. Fellt af fresta umræðuni Landvarnanefndin samþykktí í fyrradag með 15 atkv. gegn 1 að leggja til að fullgildingaruai,-. ræðunum skyldi frestað, meðan möguleikar væru athugaðir á Stórveldafundi. Þlngið felldi þessa frestunartillögu í gær með 469 atkv. gegn 102 og hefjast umræðurnar því á mánudaginn og standa fram á fimmtudags- kvöld. Ósigur stjórnarinnar Franska stjórnin beið ósigur í gær á þingi, þegar frumvarp hennar um fjárveitingu til Indó- kína var felld með 301 atkv. gegn 291. Hún hefur boðað nýtt frumvarp og tilkynnt, að hún muni gera atkvæðagreiðsluna um það að fráfararatriði. O r • r Synmg a rúmenskum handiðnaði Félagið 23. ágúst — vináttu-*-* tengsl Islands og Rúmeníu, opn-- ar í dag sýningu á nokkrum rúmenskum listmunum, sem fé- laginu hafa verið sendir að gjöf, Munirnir eru unnir úr tré. leir, leðri og einnig er þarna um að ræða útsaumaðan fatnað. Sýningin er í MÍR-salnum, Þingholtsstræti 27, og er opin kl. 17-22 í dag og kl. 14-19 á morgun. Jólapóstur- Póststofan hefur beðið blaðið að vekja athygli almennings á því, að til þess að öruggt sé, að jólapósturinn komist til viðtak- enda á aðfangadag, verði að skila honum í allra síðasta lagi mánudaginn 20. desember, kl. 24, og merkja hann orðinu „jól“. Þær sendingar, er síðar berast, verða ekki bornar út fyrr en 3. í jólum. Enginn póstur verður borinn út í Reykjavík 1. og 2. dag jóla. Mánudaginn 20. verður af- greiðsla póststofunnar opin til kl. 24. Frímerkið öll bréf í efra hornið til hægri. Þjófnaðir í fyrrinótt 1 fyrrinótt var brotizt inn á þrem stöðum hér i bænum. — I Mjó'kurbarnum á Laugaveg 162 var sto’ið 20-30 palcka'engjum af sígarettum, f!mm" vínf’ö~kum og nokkru af vind’um og ávöxtum, einnig um 150 kr. í skiptimynt. 1 Nýju efnalauginni, Höfðatúni 2, var sto'ið einni whiskyflöslcu Og 40 kr. í peningum og á Langholts-- veg 152 var stolið 100 krónum.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.